Vísir - 12.02.1973, Side 6
6
Vísir. Mánudagur 12. febrúar 1973.
VÍSIR
Otgéfandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúh Valdimar H. Jóhannesson
■S Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi ^6611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Gott en ekki fullkomið
Samkomulagi þingflokkanna um myndun Við-
lagasjóðs Vestmannaeyja hefur verið fagnað i
öllum dagblöðunum, svo sem við var að búast.
Samkomulagið náðist með góðum vilja allra
aðila. Þingflokkarnir skildu nauðsynina á að slá
af sjónarmiðum sinum til að alger samstaða næð-
ist. En þar með er ekki sagt, að allir aðilarnir,
sem stóðu að samkomulaginu, séu fyllilega
ánægðir með það i einstökum atriðum.
Höfuðkostur samkomulagsins er sá, að með þvi
er tryggt, að útvegaðir verði tveir milljarðar
króna, fyrir utan gjafir og lán, til að greiða tjón,
kostnað og uppbyggingu i sambandi við eldgosið i
Heimaey. Með þessu mikla fjármagni hefur þjóð-
félagið i reynd tekið á sig endurtryggingu á tjóni
Eyjamanna. Þetta eina atriði er svo mikilvægt,
að öll önnur ágreiningsefni falla i skuggann.
Annar mikill kostur samkomulagsins er sá, að
það f jallar eingöngu um þau vandamál, sem eld-
gosið hefur i för með sér, en ekki um þau almennu
efnahagsvandamál, sem riktu hér fyrir gosið.
Þetta er mikilvægt fyrir Vestmannaeyinga. Það
er minni hætta á, að þeim verði kennt um atriði,
sem eru þeim óviðkomandi. Ef farið hefði verið
eftir þvi ráði rikisstjórnarinnar að lauma alls
konar óvinsælum ráðstöfunum undir hatt Við-
lagasjóðs, hefði hið jákvæða viðhorf almennings
til sjóðsins snúizt við. Stjórnarandstöðunni tókst
sem betur fer að hindra þetta.
Helzti ókostur frumvarpsins, sem samkomulag
varð um, er hins vegar sá, hvað það gerir ráð fyr-
ir litlum sparnaði hjá hinu opinbera. Þegar hinn
sameiginlegi sjóður þjóðarinnar verður skyndi-
lega fyrir miklum, óvæntum útgjöldum, er eðli-
legast, að hann dragi úr útgjöldum á öðrum svið-
um. Með þeim hætti eru byrðarnar sársauka-
minnstar fyrir þjóðina.
Af milljörðunum tveimur eru það aðeins 320
milljónir, sem felast i niðurskurði hjá riki og op-
inberum sjóðum. En 1680 milljónir fást með nýrri
skattlagningu á fólkið i landinu. Rikisstjórnin
vildi engan niðurskurð, aðeins skattlagningu, en
samningamönnum Sjálfstæðisflokksins tókst að
knýja fram dálitinn sparnað. Nutu þeir þar
stuðnings i upprunalegum tillögum sérfræðinga
rikisstjórnarinnar um 500 milljóna króna niður-
skurð og i upplýsingum fróðra manna um, að 1000
milljón króna niðurskurður væri mögulegur.
Eftir 1000 milljón króna niðurskurðinn hefði
það átt að vera næsta verkefni rikisins að útvega
sér 1000 milljón króna lán erlendis til langs tima,
svo að þjóðin gæti dreift byrðum sinum af völdum
eldgossins á sem lengstan tima. Þannig hefði
verið unnt að ná tveimur milljörðum fyrir utan
gjafafé og nýja skatta. Þá hefði verið hægt að
hafa skattaálögurnar sem þrautavara i bakhönd-
inni, ef útgjaldaþörf Viðlagasjóðs reyndist fara
verulega langt fram úr upprunalegri áætiun.
Ofangreind fjáröflun hefði verið þjóðinni og þá
ekki sizt Eyjamönnum mun aðgengilegri en sú,
sem farin var. En rikisstjórnin hélt fast við skatt-
lagningarstefnuna i samningum þingflokkanna
um frumvarpið. Henni þótti greinilega nóg að
láta knýja sig til að losa almennar efnahagsað-
gerðir úr tengslum við Viðiagasjóð, þótt hún væri
ekki krafin um opinberan sparnað þar á ofan.
t þessum hópi hermanna Otlendingaherdeildarinnar, sem gafst upp viö Dien Bien Phu, voru margir lið-
hlaupar, — en þeir höföu strokiö frá rólegri varöstöðum til þess aö komast i bardagana.
Liðhlaup
Útlendinga
herdeildar-
mnar
Það er sagt, að aðeins
eitt sé erfiðara en að
vera i útlendingaher-
deildinni frönsku.... og
það er að komast úr
henni aftur, áður en
fimm ára herskyldutim-
inn er útrunninn.
Tvær ævintýralegar flóttatil-
raunir núna nýlega hafa aftur
beint augum manna að útlend-
ingaherdeildinni, sem meira og
minna hafði fallið i gleymskunnar
dá, eftir aö Frakkar stórfækkuðu
i henni um leið og þeir urðu á
burtu úr Algfr.
Einkum er þaö liöhlaupavanda-
mál herdeildarinnar, sem mest
ber á góma, en þaö hefur jafnan
vaxiö stórlega á þeim timum,
sem „of” mikill friður hefur verið
i heiminum. Of mikill — ef litið er
á málið augum þeirra, sem þurfa
að hafa aga á þúsundum svaka-
fenginna dátai.
Tveir þýzkættaðir „legionerar”
hlupust á brott í siðasta mánuði
frá herdeild sinni á Korsfku. Þeir
stungu sér fram af áttatiu metra
háum kletti og ætluðu að synda
þrettán kilómetra breiða sund
sem skilur að Korsiku og Sardinu
— og frelsið! Svoldiö frelsi það!
Annar þeirra beið samstundis
bana, þegar hann snerti hafflöt-
inn eftir þetta feikilega fall, með-
an hinn rotaðist einungis, og varð
bjargað meðvitundarlausum um
borð i fiskibát.
Fáeinum dögum siðar var einn
af dátum Útlendingaherdeildar-
innar, griskættaður ungur maður,
skotinn til bana á flugvellinum
við Calvi á Krosiku, þegar hann
gerði tilraun til þess að ræna flug-
vél. Staddur á heræfingu hafði
hann gripið tösku fulla af hand-
sprengjum, stokkið upp i jeppa,
sem bar að æfingavellinum, og
neytt bilstjórann og félaga hans
til þess aö fylgja sér á flugvöllinn,
þar sem biðu hans ævilokin.
Eftir aö herdeildin flutti aöal-
bækistöövar sinar Sidi-Bel-Abbas
i Norður-Afriku til Korsiku hafa
verið geröar þúsundir tilrauna til
liöhlaups, eftir þeim upplýsingum
að dæma, sem siast hafa frá her-
stjórninni. Flestir, sem reyna aö
strjúka, leitast einfaldlega við að
fela sig um borð i einhverri ferj-
unni, sem ganga á milli Frakk-
lands og Korsiku yfir sumar-
mánuðina. Með þessum ferjum
fara oft stórir hópar þýzkra
ferðamanna, sem eru á leið heim
úr orlofsferð á Korsiku, og „legi-
onerarnir” sem af einhverjum
ástæðum eru æði margir þýzkir,
blanda sér oft i hóp landa sinna.
Illlllllllll
m mm
Umsjón:
Guðmundur Petursson
En nokkrir hafa drukknað i til-
raunum sinum til þess að synda
til Sardiniu, eða eftir að hafa lagt
af stað i siglingu á vindsængum.
Fjórir menn, sem aðeins höfðu
veikan grun um, hvernig stjórna
átti flugvél, stálu einni einkavél
og settu stefnuna á Sardiniu, þar
sem þeir stórslösuðust i við-
vaningslegri lendingu.
Það þarf ekki að vera fákænn
maður, sem léti sér detta ihug, að
þessi liðhlaup stöfuðu af rag-
mennsku hermannanna, en þvi er
reyndar allt öðru visi varið. Það
er meira að segja talið öllu rétt-
ara, að margir liðhlaupar séu
hinir kjörkuðustu menn, þvi að
þeir leggja sig oft i hinn mesta
házka á flótta sinum, og siðan
blasir við þeim þindarlaus felu-
leikur, þvi að yfir þeim vofa
ströng viðurlög.
Og þessir dátar, sem eru að
reyna að strjúka frá Útlendinga-
herdeildinni á Korsiku, eru i engu
frábrugðnir þeim „legionerum”,
sem 1954 struku frá herflokkum
sinum af öruggri varðstöðu I
Indó-KIna til þess að geta sam-
einast fallhlifasveitum Otlend-
ingaherdeildarinnar, er voru
innikróaðar af óvinum I umsátr-
inu um Dien Bien Phu. — Þessi
liðhlaup eru nefnilega ekki alltaf
aftur fyrir viglinuna og i skjól,
heldur jafnoft og öllu frekar fram
I fremstu viglinu, þar sem
orustan dynur.
í frönsku Otlendingaherdeild-
inni bjóða sig fram menn sem
vilja berjast, og þrifast ekki sér-
lega vel á friðartimum. Þessi
herdeild hefur i skáldsögum verið
rómuð svo, að um hana leikur
ævintýrablær, en I reyndinni eru
æðimargir hermannanna vand-
ræðamenn og hrottafengnir rudd-
ar, sem ýmsir friðsamlegir borg-
arar teldu öruggast að geyma á
bak við lás og slá. Enda ekki fritt
við, að margir þeirra hafi skráðst
i Útlendingaherdeildina til þess
að komast undan armi laganna.
Þjálfun þeirra er geipi ströng,
og enn strangari á þeim timum,
þegar hermennirnir geta ekki
eytt orkunni i bardögum.
Af skiljanlegum ástæðum hefur
herdeildin ævinlega átt i erfiö-
leikum með aö hafa hemil á
mönnum sinum á friðartimum.
Það hefur alla tiö fylgt henni frá
þvi aö hún var sett á stofn 1831.
Hermennirnir, sem sneru heim
frá Indó-Kina 1954 og ’55, voru
látnir halda sig neðan þilja, þegar
liðsflutningaskipin sigldu með þá
I gegnum Súezskuröinn, eftir að
nokkrir þeirra höfðu við fyrri
tækifæri stokkið þar fyrir borö.
Stuttu siðar brauzt hinsvegar
uppreisnin út I Algir, og Otlend-
ingaherdeildin var stækkuð unz
hún náði þeim hámarksfjölda,
sem hún hefur nokkurn tima haft
— 40.000 manna her. Margir
þeirra, sem strokið höfðu eftir lok
Indó-KInastyrjaldarinnar, sneru
þá aftur til herdeildarinnar til
þess að vera með i bardögunum I
Algir.
I dag eru það um það bil 10.000
hermenn, sem staðsettir hafa
verið i Otlendingaherdeildinni á
svo afskekktum stöðum sem
Madagaskar, Tahiti og frönskum
yfirráðasvæðum meðfram strönd
Austur-Afriku. Nýlega var þeim
att fram i Chad, þar sem þeir að-
stoðuðu Francois Tombalbaye
forseta við að bæla niður uppreisn
hirðingjaættflokka.
Dátar Útlendingaherdeildar-
innar þykja harðskeyttir á vig-
vellinum, og þeir eru jafn harð-
hentir i tómstundum sinum. I
þeim hléum, sem urðu á Indó-
Kina-stríöinu, styttu þeir sér
stundir við leik, sem þeir kölluðu
„La Chandelle” (kertaljósið), en
hann endaði oft með ósköpum.
„La Chandelle” sem dátarnir
gripu helzt til I fyllerii, lá i þvi að
slökkva á kerti, sem komið hafði
verið fyrir uppi á höfði eins þátt-
takendanna — en slökkvitækið
var skammbyssa.
Menn sem bera svo litla virð-
ingu fyrir eigin lifi, meta ekki lif
fjandmannanna mikils, enda eru
til margar sögur af grimmd þess-
ara dáta, meðan á dvöl þeirra
stóð I Indó-Kina og Algir.