Vísir - 12.02.1973, Síða 9

Vísir - 12.02.1973, Síða 9
Vlsir. Mánudagur 12. febrúar 1973. 9 Þrjú mörk í lokin tryggðu FH sigur! — Stemning í Hafnarfirði í gœr og sovézka landsliðið hafði yfir 20-19 þegar rúm mínúta var til leiksloka FH-ingar tóku á honum stóra sínum lokamínútuna í viðureigninni við sovézka landsliðið í íþróttahöllinni í Hafnarfirði í gær. Þeir sneru þá taflinu alveg við — skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og breyttu stöðunni í 20-19 fyrir Sovét- menn í 22-20 sigur FH- — allt á síðustu 70-80 sekúndunum. Að visu nutu þeir velvilja Magnúsar dómara Péturssonar, þegar þeir jöfnuðu í 20-20, en Magnús dæmdi þá vítakast á þá sovézku, sem var vægast sagt mjög strangur dómur. Grúsíumennirnir hristu höfuðin vantrúaðir á dóm Magnúsar og Geir skoraði örugglega úr víti Nokkrum sekúndum siöar stökk Geir hátt uppfyrir sovézku vörnina og hörkuskot hans hafn- aöi i markinu — siöan náðu FH- ingar knettinum á ný, Þórarinn brunaði upp og illa var brotið á honum. Hann skoraði úr vitinu og sanngjarn sigur FH var i höfn. Stemningin var gifurleg og þeir kunna sannarlega að fagna, Hafnfirðingar, þegar FH-ingar sigra. Leikurinn var tvisýnn nær allan timann — FH-ingar höfðu betur framan af og allt fram að leikhléinu, en siðan föru Grúsiu- mennirnir að sýna klærnar og komust fljótt yfir i siöari hálfleik — höfðu oft eitt til tvö mörk yfir. Þetta kom mörgum á óvart, þvi aðalmaður liðsins frá lands- leikjunum, Dzhemal Tsetsvadze, lék aðeins fyrsta stundarfjórð- unginn og kom ekkert inn á siðari hálfleikinn. 1 landsleikjunum snerist allt i kringum hann — en nú sýndu Grúsiumenn oft á tiðum góðan leik án hans. FH-liðið lék oft bráðskemmti- lega i þessum leik, en afar slök markvarzla Hjalta Einarssonar kom i veg fyrir , að þeir koll- sigldu þá sovézku — og Birgir Finnbogason var ekki mikið skárri þá loks hann leysti Hjalta af i siðari hálfleiknum. Fyrir Gunnar Einarsson, hinn 17 ára FH-ing, var leikurinn mikill persónulegur sigur. Þessi ungi piltur lék hreint snilldarlega og á hiklaust heima i landsliðinu, þó það verði ekki i bráð vegna unglingalandsliðsins. Gunnar jafnvel skyggði á „konung islenzks handknattleiks”, Geir Hallsteinsson i þessum leik og lék Geir þó mjög vel. Einnig er sam- vinna þeirra á velli frábær oftast — enginn leikmaður virðist „skilja” Geir jafnvel og Gunnar og falla inn i snilldarleik hans. Já, þessir tveir eiga eftir að vinna stórvirki fyrir FH og islenzka landsliðið. Kannski byggist leikur FH þó of mikið á þeim — en varð þó að gera það, þvi Viðar Simonarson var i miklu „óstuði” og skoraði ekki nema eitt heppnismark — alltof mörg skref — úr fjölmörgum skotum. Þetta kom á óvart, þvi Viðar hefur sýnt stórgóða leiki að undanförnu. Auðunn var að vanda mjög drjúgur og sama er að segja um Birgi, þó hann lenti á villigötum um tima. Birgi var visað af leikvelli þegar 4 min, voru eftir og hefði það getað orðið afdrifarikt, kom að sök eins og ieikurinn þróaðist. Mörk FH i leiknum skoruðu Geir 7 ( 3 viti ), Gunnar 6, Ólafur Einarsson 3 Auðunn 2, Birgir 2 Viðar logÞórarinn 1 (viti). Fyrir Sovétrikin lék litli Bunadze snilldarlega og skoraði 6 mörk. Chkonija var Hjalta afar erfiður og skoraði 5 mörk. Aðrir voru með færri mörk. Dómararnir Magnús og Valur Benediktsson komust sæmilega frá leiknum — þó ekki meira. — hsim. Heimsmet Puttemans Belginn Emile Puttemans setti nýtt heimsmet i 3000 metra hlaupi innanhúss móti i Leiden i Holl- andi á laugard. Hann hljóp vega lengdina á hinum frábæra tima 7:45.2 min., en eldra heimsmetið átti Englendingurinn Ricky Wilde 7:47.0 min. Puttemans átti um tima heimsmetið utanhúss I 3000 metrum og er nú heimsmethafi i 5000 metra hlaupi. Auðunn hindrar Shiereli að skora — Gunnar Einarsson er til hægri. Ljósmynd Bjarnieifur. Skíðamótum frestoð en fótbolti leikinn! — og landsliðið og Breiðablik sýndu oft stórkostleg tilþrif Meðan skiðamótum var frestað suðvestan- lands i gærdag vegna veðurs, létu Breiða- bliksmenn og lands- liðsmenn þetta ekkert aftra sér, og léku á Kópavogsvelli. Og ekki aðeins það, — leikur liðanna var alveg furðu góður, boltinn gekk á milli, samspil náðist oft með ágætum, og sóknarloturnar voru af meiri tilþrifum en oft sést við beztu skilyrði á sumrin. Ágætur leikur, og svo spennandi að áhorfendur timdu tæpast að yfirgefa hann, enda þótt veðrið væri stundum slikt, að varla sæist út á völlinn. Ekki gekk vel að skora fyrstu mörkin. En loks þegar um stundarfjórðungur var eftir af hálfleik skoraði Þorvaldur Baldursson, skaut beint eftir hornspyrnu. Þá hafði Breiðablik sótt stiftog áttfrábær skot, sem voru varin af mikilli leikni. Þá hafði landsliðið lika átt sin stór- kostlegu tækifæri á að skora, en segja má að markverðirnir hafi staðið sig vel. Eiginlega strax á eftir skorar svo Hreiðar Breið- fjörð 2:0 fyrir heimaliðið með ágætu skoti, sem hann sneiddi boltann með i netið. 1 seinni hálfleik var Matthias ekki lengi að jafna fyrir lands- liðið. Tvivegis á eitthvað 3-4 minútum var hann kominn i gegnum vörnina og afgreiddi laglega i netið, — og staðan var nú 2:2. Það var svo ekki fyrr en skömmu eftir miðjan seinni hálfleik að Breiðablik nær aftur forystunni, Ólafur Friðriksson skorar upp úr horni, svipað mark og fyrsta mark liðsins. Þetta jafnaði Matthias Hall- grimsson svo fljótlega. Reyndar átti Kópavogsliðið mun meira i leiknum i seinni hálfleik og var nær sigri að minu viti. En i knattspyrnu er ekki spurt um hver eigi i leiknum, — heldur hverjir skora. Þegar aðeins 2 minútur voru eftir, skorar Ásgeir Sigur- vinsson laglega 4:3 fyrir lands- liðið, — og svo aftur minútu siðar er Gisli Torfason með langt skot og markvörður Breiðabliks er klaufalegur og slær boltann upp i netið. Þar með var leiknum lokið með 5:3 sigri landsliðsins. Leikur liðanna lofar sannar- lega góðu um áframhaldið, og satt að segja hef ég ekki fyrr séð Breiðabliksliðið i svo góðu formi, og ekki fyrr séð það sýna svo jákvæð tilþrif i samleik sinum. —JBP— Langminnsti maðurinn á vellinum í gær, Zaur Bunadze, sýndi mjög góðan leik og skoraði sex mörk. Hér var Gils Stefánsson of seinn til varnar. Ljósmynd Bjarnleifur. GJAFA- VÖRUR Við hðfum aidrei getað boðið jafn mikið vðruúrval og nú handunnar og mótaðar. Mikið úrval. á fæti, 3 tegundir. óbreytt verð. skreyttir með 22ja karata gullhúð og postulínsblóm- um. Þessir vasar hafa ekki fengizt hér i mörg ár. frá Tékkóslóvakiu, á postlllínsstyttur m.iög góðu verði. Mokkabollar t mimrtur, verð frá kr. olo.- Keramikvasar margar gerðir. w TREVÖRUR handunnar Þetta er lítið sýnishorn af fjðlbreyttu gjafaúrvali. Krisfalsvörur Ávaxtaskúlar Kristalsvasar Hvítar Vörur fyrir alla - verð fyrir alla 4 TÉKK - KRISTAIL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.