Vísir - 12.02.1973, Qupperneq 12
12
Vísir. Mánudagur 12. febrúar 1973.
ARSENAL SKAUT UV-
ERPOOL AF TOPPNUM!
— Fyrsti tapleikur Liverpool á heimavelli í þrettán mánuði eða frá 2. janúar 1972.
i fyrsta skipti i rúma 13
mánuði — eða frá því 2.
janúar 1972 — tapaði
Liverpool leik á heima-
velli, fyrsta tapið í 33
leikjum. Og það var auð-
vitað helzti keppinautur
Liverpool um enska
meistaratitilinn, Arsenal,
sem vann frægan sigur á
Anfield á laugardaginn —
verðskuldaðan sigur 2-0,
þar sem Arsenal lék frá-
bærlega vel við hinar erf-
iðustu aðstæður. Við sig-
urinn komst Arsenal í
efsta sætið í deildinni og
það verður erf itt — ef það
reynist þá möguiegt — að
koma Lundúnaliðinu af
toppnum. I fyrsta skipti í
fimm mánuði er Liver-
pool nú ekki í efsta sæti 1.
deildar, en liðið hefur þó
tapað fæstum stigum,
ásamt Leeds, liðanna í
deildinni.
Pressan hefur veriö mikil á
leikmönnum Liverpool þessa
slöustu mánuöi og greinilegt, aö
taugar þeirra eru nú i hinu
mesta ólagi eins og töpin fyrir
Úlfunum, Manch. City og nú
Arsenal bera meö sér. Liverpool
hefur ekki unniö leik i deildinni
siöan 6. janúar og fram-
kvæmdastjóri liösins veröur að
grlpa til róttækra aögeröa ef
ekki illa á að fara.
Arsenal lék vel á laugardag-
inn — mun betur en Liverpool og
þrir menn i liöinu báru af. Alan
Ball þeyttist óþreytandi um
allan völlinn eins og I heims-
meistarakeppninni 1966, fyrir-
liöinn Bob McNab var afar
traustur I vörninni og stjórnaöi
'iöi sinu mynduglega, og John
Radford lék vörn Liverpool oft
grátt.
Ekkert mark var skorað i
fyrri hálfleiknum, en I þeim sið-
ari fór pressa Arsenal aö segja
til sin. Fyrsta markiö skoraöi
Alan Ball úr vitaspyrnu á 63.
min. George Armstrong haföi
leikiö með knöttinn inn I vita-
teig, þegar Lindsey brá honum
— algjörlega óþarft atvik, þvi
engin hætta var yfirvofandi. Og
á 70. min. innsiglaöi Radford
sigurinn. Hann einlék á fjóra
varnarmenn, siöan á Clemence
markvörö og renndi knettinum i
mark.
A meöan á þessu stóö var
Leeds aö tapa i Leicester — og
glataöi þar meö dýrmætum
stigum og möguleika aö draga á
efstu liðin. Leeds-liðiö var slakt
i leiknum og sigur Leicester
aldrei i hættu. Kappinn frægi,
Alan Birchenall, skoraöi bæöi
mörk Leicester — hiö fyrra á 22.
min. eftir fallega sóknarlotu, en
hiö siöara á 56. min. Við sigur-
inn færöist Leicester af mesta
hættusvæöinu i 1. deild og bjarg-
ar sér örugglega frá falli. Leeds
varö einnig fyrir ööru áfalli I
leiknum — Norman Hunter var
bókaöur af dómara i sjöunda
sinn á keppnistimabilinu.
En nú er vist kominn timi til
aö llta á úrslitin á getraunaseðl- inum.
1 Birmingham-Derby 2-0
1 Chelsea-Sheff.Utd. 4-2
1 Leicester-Leeds 2-0
2 Liverpool-Arsenal 0-2
1 Manch.City-Wolfes 2-1
X Newcastle-Coventry 1-1
Það er ýmislegt i þessari mynd. Alec Lindsey, bakvöröur Liverpool, sem fékk á sig óþarfa vltaspyrnu
gegn Arsenal á laugardaginn, viröistþarna vera aö sparka i sitjandann á Tommy Baldwin, Chelsea, og
annar leikmaöur Chelsea hefur skipt á höföinu og knettinum.
2 Norwich-West Ham 0-1
X Southampton-Everton 0-0
— Stoke-Ipswich frestað
2Tottenham-Manch.City 2-3
2 WBA-C.Palace 0-4
X Nottm.For.-QPR 0-0
Manch. Utd. vann sinn fyrsta
sigur undir stjórn nýja fram-
kvæmdastjórans, Tommy
Docherty. Það var kempan
Bobby Charlton, 35 ára, sem
lagöi grunninn aö þeim sigri —
skoraöi bæöi mörk Manch.Utd.
við mikinn fögnuö rúmlega 50
þúsund áhorfenda á Old Traf-
ford.
En liöiö varð að biöa lengi
eftir þessum fyrsta sigri með
Docherty. Á 57. min. var dæmd
vitaspyrna á miövörö Úlfanna,
Munro, sem leikmenn liösins
mótmæltu ákaft. En allt kom
fyrir ekki og Charlton skoraði
örugglega úr vitaspyrnunni.
Fjórum min. siöar var hann svo
aftur á feröinni með eitt af sin-
um frægu þrumumörkum. En
leikurinn varö strax aftur
spennandi. A 65 min. hlupu þeir
saman miöverðirnir hjá United,
Holton og Buchan, misstu af
knettinum, sem rann til Danny
Hegan og hann lyfti honum
örugglega yfir Stepney i mark-
ið. Spenna var mikil lokakafl-
ann en fleiri mörk tókst liöunum
ekki aö skora og Manch.Utd.
vann verðskuldaðan sigur, —1
fyrsta sigurinn i átta leikjum.
Úrslitin, sem vekja mesta at-
hygli, eru hiklaust stórsigur
C.Palace i West Bromwich —
fyrsti útisigur Lundúnaliðsins
og hvilikur sigur! Mikil tauga-
spenna var I fyrri hálfleik i
þessum fallbaráttuleik og þá
var þaö aðeins góö markvarzla
John Jackson, sem kom i veg
fyrir mörk WBA. 1 siöari hálf-
leik snerist leikurinn Palace i
vil og eftir aö Alan Whittle hafði
skorað fyrsta markiö á 55. min.
var aöeins eitt liö á vellinum.
Drifiö áfram af Charlie Cooke
sótti Palace ákaft og vörn WBA
gaf eftir. Derek Possee skoraði.
annað mark liösins á 66. min.
siöan var Whittle aftur á ferð-
inni og tveimur minútum fyrir
leikslok skoraöi Possee fjórða
markið — auðvelt mark, þar
sem vörn WBA hreyföi sig ekki.
Derby-liöiö var i molum eftir
sigurinn glæsilega gegn Totten-
ham i miöri viku I bikarkeppn-
inni. Fimm af aðalmönnum léku
ekki gegn Birmingham vegna
meiðsla — og Birmingham vann
auðveldan sigur. Deildameist-
ararnir náöu ekki saman meö
þessu mikla varamannaliöi og á
29. min. náöi Bob Latchford for-
ustu fyrir Birmingham. Þremur
min. eftir leikhlé skoraöi Trevor
Francis, sem lék nú sinn fyrsta
leik i aöalliöinu á þessu ári, ann-
að mark Birmingham og eftir
það var ekki vafi á hvort liðiö
færi meö sigur af hólmi — fyrsti
sigur Birmingham siöan I
nóvember.
Útlitiö dökknar stööugt hjá
Norwich — liöið hefur ekki unn-
ið leik siöan 18. nóvember, þeg-
ar það vann WBA 2-0 á heima-
velli. Norwich hefur aðeins hlot-
ið tvö stig I siöustu 11 leikjunum
— tvö jafntefli heima gegta
Úlfunum og Manch.City — og
með sama. áframhaldi getur
ekkert nema fall niöur i 2. deild
aftur beöiö liösins. Þaö tapaöi
enn á laugardag — fjóröi tap-
leikurinn I röö — og þaö var
Brian Robson, marklræsti leik-
maöurinn i 1. deild, sem skoraði
eina mark leiksins á 32. min.
Þaö var 21. mark hans i deilda-
keppninni i vetur og færði West
Ham tvö góð stig.
Chelsea, sem aöeins haföi
unniö einn leik i 1. deild af 13
siöustu, hlaut góöan sigur gegn
Sheff.Utd. á Stamford Bridge og
það voru þeir Bill Garner og
Chris Garland, sem skoruöu
mörk Chelsea. Garland lék nú
með aö nýju eftir nokkra fjar-
veru vegna meiðsla. Hann skor-
aöi strax á 4. min. leiksins, og
siöan á lokaminútunni, en inn á
milli skoraði Garner tvivegis.
Þessi ungi piltur, sem var miö-
herji hjá Southend I fyrra og lék
þá i 4. deild, er nú aö veröa aöal-
markskorari Chelsea. I sjón-
varpsleiknum i gær gegn Ips-
wich sáum viö tvö mörk hjá
honum. Leikurinn var talsvert
spennandi á „Brúnni” á laugar-
daginn, þvi Sheff.Utd. skoraði
tvivegis — fyrst bakvöröurinn
Ted Hemsley á 43. min. og slöan
Bill Dearden á 74. min. Garner
skoraöi á 22. min. og 74. min.
Mikill varnarleikur einkenndi
leik Newcastle og Coventry á
laugardag — aöeins I eina min-
útu fengu áhorfendur eitthvaö
skemmtilegt að sjá. Á 24. min.
náði Colin Stein forustu fyrir
Coventry, en aöeins 35 sek. siöar
jafnaöi Stewart Barrowclough
fyrir Newcastle og þar viö sat.
Einn skemmtilegast leikurinn
var á White Hart Lane og enn
tapaði Tottenham. Ensku lands-
liðsmennirnir hjá Manch.City,
Rodney Marsh og Francis Lee,
voru hreint frábærir. Marsh
náði forustunni fyrir liö sitt á 18.
min. þegar hann náöi langsend-
ingu fram og renndi knettinum i
markiö. Tottenham jafnaöi á 32.
min. eftir varnarmistök og
Chivers skoraði. 1 siöari hálf-
leiknum var Lee óstöövandi —
hann skoraði tvivegis, fyrst á 53.
min. og siöan á 74. og átti auk
þess hörkulegt stangarskot.
Leikmenn Tottenham mót-
mæltu mjög síðara marki Lee —
sögöu hann hafa lagaö knöttinn
fyrir sér meö höndunum, og
Martin Peters var svo ákafur I
mótmælum sinum, aö dómarinn
bókaöi hann. Martin Chivers
skoraði annað mark sitt i leikn-
um á 80. min. og Tottenham lék
það vel i leiknum, og sótti svo
miklu meir, aö liðiö var óheppiö
aö tapa.
Leikurinn i Southampton var
betri en markatalan gefur til
kynna. Þó ekkert mark væri
skorað var leikurinn hin bezta
skemmtun. Fyrirliði Dýrling-
anna, Terry Paine, átti stangar-
skot á 18. min. og á lokaminút-
unni munaði sáralitlu, aö Joe
Harper næöi báöum stigunum
fyrir Everton.
Burnley lék mjög vel gegn
Hull og jók forustu sina i 2.
deild. Liöið vann 4-1 og þaö
verður áreiðanlega gott 1. deild-
arliö næsta keppnistimabil.
QPR var heppið aö ná stigi I
Nottingham gegn Forest, en
Aston Villa vann Swindon auð-
veldlega meðmörkum Evans og
Graydon (2). Moss skoraði eina
mark Swindon, sem tapaöi
þarna óvænt heima 1-3.
Aston Villa nálgast nú QPR I 2. deildinni og kannski kemst þetta fræga liö aftur i 1. deild. A myndinni er
John Dunne, markvöröur, aö verja skot frá Jimmy Neighbour, Tottenham.
Staðan 11. deild er nú þannig:
Arsenal 30 17 8 5 42-27 42
Liverp. 29 17 7 5 52-31 41
Leeds 28 16 7 5 50-29 39
Ipswich 28.13 10 5 39-28 36
Newcastle 29 12 8 9 47-38 32
Derby 29 13 6 10 36-40 32
West Ham 29 11 8 10 49-39 30
Manch.C. 28 11 7 10 40-40 29
Southampt. 29 8 13 8 29-30 29
Chelsea 28 9 10 9 39-37 28
Wolves 27 11 6 10 40-39 28
Coventry 28 10 8 10 30-31 28
Tottenham 28 10 7 11 36-34 27
Everton 28 9 8 11 28-26 26
Leicester 29 8 9 12 34-40 25
Sheff.Utd. 28 9 6 13 31-43 24
Norwich 29 8 7 14 26-43 23
Manch.Utd. 29 6 10 13 28-45 22
C.Palace 27 6 9 12 29-34 21
Birmingh. 28 6 9 13 33-44 21
Stoke 27 6 8 13 38-41 20
W.B.A. 27 6 7 14 24-41 19