Vísir - 12.02.1973, Side 17

Vísir - 12.02.1973, Side 17
Visir. Mánudagur 12. febrúar 1973. 17 í DAG | í KVÖLD | 1 DAG 11kvöld| í DAG | Hljóðvarp í kvöld kl. 19.25: FÁMENNI FJÖLMENNI Vilhelm G. Kristins- son, fréttamaður,sér um þáttinn Str jálbýli— Þétt- býli i kvöld. Þar koma fram Jón Ben Ásmunds- son, skólastjóri gagn- fræðaskólans á ísafirði og Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum i Húna- vatnssýslu eystri. Margir eru þeirrar skoðunar, að félagslif i strjálbýli sé bæði litið og fábreytt, og kannski er það svo sums staðar, en Magnús á Sveinsstöðum er ekki þeirrar skoðunar varðandi sýslu þá sem hann er búsettur i. Hann ætlar að segja frá ýmsu þvi, sem hefur verið að gerast og er að gerast um þessar mundir i félaglifi þeirra Húnvetninga. Frekar verður nú Isafjörður að teljast til þéttbýlis en strjálbýlis. Þar hefur oftast verið mikil grózka i atvinnulifi, og þar er mikið um stórhuga fram- kvæmdamenn, en eins og kunnugt er, byggist afkoma ts- firðinga aðallega á sjávarútvegi. Jón Ben, skólastjóri, mun ræða um atvinnulif staðarins, sérstak- lega með tilliti til vetrarvertiðar Næst á þessari isafjarðar- niynd, hérna megin við Sundin, en svo er innsiglingin nefnd, er flugvöilur isfirðinga, en hann var á sinuin tiina staðsettur á svo- kallaðri Skipcyri. Til vinstri sést Suðurtanginn, þar sem Skipa- smiðastöð Marselliusar er, en hægra incgin er Norðurtanginn. Beint þar út frá sér i Snæfjalla- ströndina. Fjallið fyrir ofan kaupstaðinn lieitir Eyrarfjall. Fjörðurinn, sein isafjarðarkaup- staður stendur við, heitir Sktrtuls- fjörður. þar að þessu sinni. Þá mun Jón einnig segja frá félagslifi tsfirðinga, en þar er fólk félags- lynt og frjálshuga. Og þó annir séu oft miklar hjá Isfirðingum, gleyma þeir ekki að gera sér glaðan dag stöku sinnum. LTH Sjónvarp í kvöld kl. 21,20 Ljóðið um lífið og dauðann i kvöld er sjötti og síðasti þáttur framhaldsmynda- flokksins „Sólsetursljóð". Hann nefnist Ljóðið. Kristín og Ewan eignuð- ust son í fimmta þætti, en það var á árinu 1914. Þá tóku að berast fréttir af styrjöld á meginlandinu og gerðust nokkrir íbúar Kin- raddiehéraðs þá sjálfboða- iiðar í hernum, enda kom líka brátt til almennrar herkvaðningar. Ewan sleppur við að vera kvaddur i herinn af þeirri ástæðu, að hann yrkir sitt eigið land, en fljótlega stenzt hann ekki mátið og lætur skrá sig i herinn. Þessi siðasti þáttur, Ljóðið, má segja að gerist i skugga striðsins, eða með öðrum orðum 1916-18. Ewan og margir félagar hans frá Kinraddie voru sendir til Frakklands, og þar féllu þeir flestir, þar á meðal Ewan. Mikil sorg rikir i Kinraddie, þegar fréttist af dauða þeirra manna úr héraðinu, sem fóru að heiman til að striða. Kristin og sonurinn, sem reynd- ar heitir Ewan, eru nú ein á búgarðinum, og auðvitað haldin djúpri sorg. En Kristin Guthrie hefur áður kynnzt sorginni og sársaukanum sem henni fylgir. Hún hvorki bognar né brotnar, þvi lifið heldur áfram göngu sinni þrátt fyrir allt. Og i syni sinum, Ewan, á hún dýrmæta minningu geymda, minningu um manninn sem hún elskaði. LTH IÍTYARP • Mánudagur 12. febrúar 13.00 Búnaðarþáttur. Frá setningu búnaðarþings. 14.15 Þáttur um heilbrigðis- mál (endurtekinn) Karl Sigurbergsson læknir talar um liðagigt eða giktsýki. 14.30 Siðdegissagan: ,,Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson. Sigriður Schiöth les (18) 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðum I Frakk- landi s.l. sumar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25. Popphornið. 17.10 Framburöarkennsla i dönsku, ensku og frönsku. 17.40 Börnin skrifa. Skeggi Asbjarnarson les bréf frá börnum. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriði Kristin Guthri hefur hlotiö dýrmætar gjafir, en sorgin hefur ekki farið framhjá hennar dyrum frekar en margra annarra. ‘.V.V r*' m m Nl «»"" r ''t Tw U Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 13. febrúar Hrúturinn,21. marz-20. april. Heldur þunglama- legur dagur, hætt við að þvermóðska einhvers náins i fjölskyldunni valdi þér leiðindum eða jafnvel tjóni, beint eða óbeint. Nautið,21. april-21. mai. Þú ættir að gefa þvi ná- inn gaum að hlutur þinn i einhverjum ágóða verði ekki gerður minni en þér ber. Yfirleitt munu peningamálin þarfnast aðgæzlu. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir að þú hafir heppnina með þér, að minnsta kosti fram eftir deginum, til dæmis að þér takizt að koma ár þinni vel fyrir borð. Krabbinn,22. júni-23. júli. Þér verður boðin þátt- taka i einhverju, fyrirtæki eða öðru, sem þér lizt ekki nema i meðallagi á, en mundir þó sjá eftir seinna ef þú prófaðir það ekki. Ljónið,24. júli-23 ágúst Þú hefur áhuga á ýmsu þessa dagana, sem litur út fyrir að standa i sam- bandi við breytt eða nýtt viðhorf þitt gagnvart framferði vissra aðila. Meyjan,24. ágúst-23. sept. Svo virðist sem mjög fast sé lagt að þér að skipta um skoðun á ein- hverjum málsatriðum. Láttu ekki telja þig á þess háttar gegn sannfæringu þinni. Vogin, 24. sept.-23. okt. 1 dag ættirðu að gera þig ánægðan með það sem þú hefur, en ekki hætta á neitt i þeim tilgangi að auka það, þar eð það mun enn ekki timabært. Drckinn, 24. okt.-22. nóv. Þetta verður allgóður dagur fram eftir, en þó er ekki útilokað að þú verðir i eitt skipti fyrir öll að taka afstöðu til hvimleiðrar hnýsni vissra aðila. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Dagurinn getur orðið dálitið þreytandi áður en lýkur. Þú ættir þvi ekki að leggja of hart að þér fyrst i stað, svo þú getir aukið átakið. Stcingeitin,22. des.-20. jan. Þú skalt ekki leggja of mikla áherzlu á hið ytra útlit hlutanna i dag, en gefa þvi meiri gaum að þvi hvort þeir séu vandaðir að allri gerð. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Morguninn getur orðið nokkuð erfiður, en svo ætti allt að ganga betur, og ættirðu að haga starfsáætlun þinni allri nokkuð samkvæmt þvi. Fiskarnir,20. febrúar-20. marz. Allgóður dagur, en peningamálin þó enn að einhverju leyti i óvissu. Beittu rólegri ihugun i þvi sambandi, en treystu ekki á sérstaka heppni. i Gislason lektor flytur þáttinn. 19.25 Stjálbýli-þéttbýli. Þáttur i umsjá Vilhelms G. Kristinssonar fréttamanns. 19.40 Um daginn og vcginn. Sverrir Kristinsson fram- kvæmdarstjóri talar. 20.00 islenzk tónlist. 20.30 Jón Trausti — aldar- minning. a. Vilhjálmur Þ. Gislason fyrrum utvarps- stjóri flytur erindi. b. Lesið verður úr ritverkum Jóns Trausta og sungin lög við ljóð eftir hann. 21.40 íslenzkt mál. Endur- tekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnúss.onar cand. mag. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. Bænarorð. 22.30 Útvarpssagan: „Ofvitinn” eftir Þórberg Þórðarson. Þorsteinn Hannesson les (4) 23.05 Hljómplötusafnið. i um- sjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Mánudagur 12.febrúar1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 „Mainly Magnús” Þátt- ur, sem Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaður i Skot- landi, gerði hér á landi fyrir skömmu. Farið er um land- ið og brugðið upp myndum frá ýmsum stöðum. Fjallað er um gosiö i Vestmanna- eyjum og rætt við Is- lendinga og Skota, búsetta hér. Einnig syngja Fóst- bræður og Kristinn Hallsson og félagar úr Þjóðdansa- félagi Reykjavikur sýna þjóðdansa. (Islenzka sjón- varpið og BBC i Skotlandi) Þýðandi Jón O. Edwald. 21.20 Sólsctursljóð Fram- haldsmyndaflokkur frá BBC. I.jóðið, 6. þáttur, sögulok. Þýðandi Silja Aðal- steinsdóttir. Efni 5. þáttar: Kristin og Ewan eignast son haustið 1914. Fréttir berast um styrjöld suður á megin- landinu. Nokkrir Kinraddie- búar gerast sjálfboðaliðar i hernum og brátt kemur al- menn herkvaðning. Langi Rob þverskallast við boðum yfirvaldanna og er settur i fangelsi. Ewan sleppur við herkvaðningu, þar eð hann yrkir sitt eigið land, en brátt stenzt hann ekki mátið og lætur skrá sig. 22.05 Daglegt lif i Sovétrikjun- um II. Hér greinir enn frá lifskjörum og venjum Sovétborgara og er i þess- um þætti einkum lýst að- búnaði og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Þýðendur Katrin Jónsdóttir og Jó- hanna Jóhannsdóttir. Þulur Karl Guðmundsson. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 22.55 Dagskrárlok

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.