Vísir - 12.02.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 12.02.1973, Blaðsíða 20
 VÍSIR Nýi hraunstraumurinn „geigar" hjá Yztakletti — en aðrar totur eru 160 m frá klettinum og 80 m frá hafnargarðinum Hrauniö skreiö fram i átt aö Yztakietti i nótt og einnig i átt til syösta hafnargarösins. Hins vegar var-skriöiö mest á hraun- totu, sem „geigar” fram hjá Yztakletti aö austan og er þvi ekki talið, að sá straumurinn ógni innsiglingunni. Hrauntanginn, sem stefnir á Yztaklett, hafði mjakazt fram um eina 20 metra. Voru- um 160 metrar milli hans og klettsins. Þá hafði totan, sem stefnir i norð- vestur að hafnargarðinum, færzt fram um tuttugu metra siðan i fyrradag, og voru 80 metrar til garðsins i morgun. Hraunrennslið var I morgun hægt i átt til garðsins, og rennslið i átt til Yztakletts hafði stöðvazt. Hins vegar hélt rennslið áfram i norðaustur, þar sem það stefnir i vinkil út og handan Yztakletts á sjó út. —HH Sýningamenn sjónvarpsins viö myndsegulbandið i gærkvöldi. Liklega hafa þeir ekki fyrr rennt I gegn bandi meö efni, sem meira var (Ljósm. Vísis BG) beöiö eftir. „HORFÐI A ÞAÐ MEÐ ÖÐRU AUGANU ## Rœtt við afann og ömmuna í Brekkukoti Mánudagur 12. febrúar 1973. Þjófar höfðust ekki að um helgina í veðurofsanum Óvenju litið var um innbrot I borginni um helgina, hvort sem þaö var hinu slæma veðri eöa einhverju ööru að þakka. A nokkrum stöðum höfðu verið brotnar rúður og stolið eitt til tvö hundruð krónum. Þá var brotizt inn i Billjardstofuna að Einholti 1 og stolið þaðan nokkrum kartonum af sigarettum og öðru tóbaki. Brotin hafði verið rúða og farið þannig inn, en ekkert hafði verið skemmt. Þrátt fyrir slæmt veður og færð um helgina varð ótrulega litið um slys og árekstra að sögn lögregl- unnar. Að sögn hennar er yfir- leitt minna um árekstra og slys, þegar hálka er og færð slæm þar sem ökumenn gæta sin yfirleitt betur og fara varlegar undir slikum kringumstæðum. —ÞM Rak út úr höfninni og upp í f jöru Það óhapp varð sl. nótt, að 47 tonna bátur, Skjöldur HE 80, losn- aöi, þar sem hann lá i höfninni I Njarðvik og rak upp í fjöru. Ekki er að fullu vitað, hvernig báturinn hefur losnað, en mjög slæmt veður var, er atburðurinn átti sér stað. Bátinn rak út úr höfninni og upp i fjöru, en ekki er enn vitað um skemmdir á honum. Enginn maður mun hafa verið um borö, þegar þetta gerðist. Eigendur bátsins hafa áður orðið fyrir svipuðu óhappi með skip, sem þeir áttu. —ÞM Veitingamenn í Eyjum fó aðstoð Danskir veitingamenn hafa sent kollegum i Vestmannaeyjum 20 þús. danskar krónur, eða rétt um 300 þús. íslenzkar og óskar félag þeirra Centralforeningen af Hotelværter og Restauratörer i Danmark að fjárhæöinni verði varið þeim til aðstoöar vegna hins mikla tjóns sem þeir biða. Guðlast eður ei? ... ii« i.i'.t .... i „Hafið þið ekki heyrt um Jesúbyltinguna á Patreksfirði?” sagði maður einn, sem hringdi i blaðið i morgun. Ekki vildi sá gefa upp nafn sitt, en við báðum hann samt að segja okkur allt af létta. „Það er i kennslunni hér i barnaskólanum, sem byltingin er”, sagði maðurinn. „Og þetta hefur gengið svo langt, að sóknarpresturinn tók það fyrir i stólræðu”. Þegar við spurðuin, i hverju þetta mál lægji, voru nefndar spurningar, sem verið hefðu á Þaö er ný reynsla fyrir flesta Islenzka leikara aö leika i kvik- mynd, en sumir þeirra hafa fengiö aö spreyta sig i nokkuö rikum mæli viö gert myndar- innar Brekkukotsannáls. Þar sem rætt eru urrt fyrri hluta myndarinnar á vinnu- stöðum og heimilum nú eftir sýningu fyrri hlutans, er kannski fróðlegt að heyra, hvað leikararnir, sem tóku þátt i þessu og voru nú fyrst i gær að sjá árangur erfiðis sins, hafa um myndina að segja. Visir hafði samband við Þor- stein ö. Stephensen og Reginu Þórðardóttur, sem léku afann og ömmuna. —Þú hafðir haft það á orði, að þú myndir ekki ætla að horfa á myndina, Regina, hvað var um framkvæmdir, þegar til kastanna kom? —Ég hafði nú haldið, að ég mundi sleppa við það, vegna þess að ég vissi, að ég yrði er- lendis, þegar myndin yrði sýnd, en svo var sýningum frestað og ég komin heim, þegar myndin komstá dagskrá. Já, ég horfði á myndina með öðru auganu. Ég hafði verið hvött svo mikið til þess, að ég sé svo sem ekkert eftir þvi. — Hvernig fannst • þér árangurinn? — Ég held, að ég sé bara ánægð með þetta, og ég vona, að fólki liki það. Að minum dómi hefur Hadrich tekizt vel upp. Litli drengurinn hefur lika svo fallegt andlit. Þorsteinn ö. Stephensen sagði meðal annars: „Ég veit nú varla, hvað ég á að segja um þetta svona strax, það er nú ekki búið að sýna nema einn þriðja af allri myndinni. Manni finnst, eins og gengur, ævinlega að eitthvað hefði mátt betur fara. Þetta er lika svo ný aðferð fyrir mann, fæstir islenzkir leikarar hafa mikið komið nálægt svona löguðu og ég aldrei. Öhætt er að segja, að mér fannst myndatakan góö. Um eigin frammistöðu vil ég ekki fjölyrða, en eins og ég sagði áðan, þá finnst manni alltaf, að eitthvað hefði mátt gera betur. En sem sagt, ég er ekki óánægður með það, sem ég hef séð. Dóm get ég ekki kveðið upp á þessu stigi. Þar sem lögð var áherzla á, að þetta verk yrði Islenzkt i húð og hár, þá finnst mér ástæða til þess að geta þess, að það sem ég hef þegar séð, bendir til að minum dómi, að það hafi tekizt Hvað sem öllu öðru liður, þá verður ævinlega talið mikils virðiaðeiga þetta fallega skáld- verk Halldórs á kvikmynd. Hitt veit ég, að þetta verk hefur eins og mörg önnur meira andrúms- loft heldur en orð og kemur þess vegna ekki til skila nema sem lesefni i einrúmi og góðu tómi. —LÖ KRISINDOMSFRÆÐSLA A PATREKSFIRÐIGAGNRÝND prófi einu þarna. Ein spurningin hljóðaði svo: Af hverju var Kristur krossfestur? Gefnir voru þrir möguleikar á svari, sá rétti og tveir aðrir. Þeir röngu voru: Vegna þess að hann stal kjöt- skrokkum i Matvælamiðstöðinni. og: Vegna þess að hann tók þátt i smygli i Brúarfossi. Fleiri dæmi voru nefnd. Visir hafði samband við skóla- stjórann á Patreksfiröi, Daða Ingimundarson, og spurði hann, hverju þessi orðrómur sætti. Þetta er allt tilkomið vegna at- viks, sem kom tyrir a tunai nér t skólanum. Það var verið að ræða grunnskólafrumvarpið, og þá ber einn kennarinn fram þá spurn- ingu, af hverju réttmætt sé að leggja svo mikla áherzlu á kristnifræðikennslu, þar sem trú- frelsi væri hér á landi. Kennari þessi fylgdi spurningunni ekkert eftir og lét sér nægja svarið, sem fékkst. Það næsta, sem gerist, er það að presturinn segir i ræðu i kirkjunni eitthvað á þá leið, að viða séu óvinir kristninnar og hér sé þeirra ekki langt að leita. Komst fólk ekki hjá að skilja, hvert þessu skeyti prestsins var stefnt. Skólastjórinn sagði, að hann teldi, eins og málið væri nú komið, vera grundvöll fyrir að fara i meiðyrðamál við prestinn. Visir spurði, hvort rétt væri, að spurningar, sem ónefndi maðurinn i simanum bar fram, hefðu komið fyrir á prófum. Skólastjórinn kvað það rétt vera, og væri kannski ekki undarlegt, þótt einhverjum þætti þær kjána- legar, en svo væri mál með vexti, að sumar spurningarnar þyrftu að vera þannig, vegna þess að getuminnstu nemendurnir þyrftu ' að geta svarað einhverju réttu og þá væri um að gera að hafa spurningarnar þannig, þessar fáu, að allir ættu að geta svarað þeim. „Annars vissi sóknarpresturinn vel um þetta próf, þvi að hánn hefði verið prófdómari i þvi og hafði fengið sent afrit af þvi og þvi getað gert sinar athuga- semdir, áður en þetta kom fyrir börnin. Ég hef fylgzt með kennslu þessa kennara, og ég tel hana sizt verri en gengur og gerist um kristnifræðikennslu yfirleitt. Visi tókst ekki að hafa upp á sóknarprestinum. Þórarni Þór, til að fá að heyra hans sjónarmið á þessu máli. —LÓ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.