Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 11
Olympiumeistarinn Zorko i marki Zagreb var erfiður fyrir Björgvin Björgvinsson, hinn snjalla linumann landsliösins, i lciknum I gær og varði mörg skot hans af linu. Hér komst Björgvin frir upp í fyrri hálfleik — og skoraöi, en það var I cina skiptiö sem hann hafði betur i viðurcign við markvörðinn. Ljösmynd Bjarn- leifur. Guðión valinn í landsliðið — Viö i landsliös- net'ndinni höfum valiö (iuöjón Magnússon Vik- ing i landsliðiö gegn Dönum. Hann komst mjög vel frá leiknum við /agreb áðan, bæöi i sókn og vörn, sagði Jón Er- lendsson, lormaður landsliösnefndar, þegar við spuröum hann um breytingu á landsliðinu vegna meiösla Geirs Hallsteinssonar. — bað er mikið áfall að missa Geir nú — en nú er hinna að sýna hvað þeir geta án hans, hélt Jón ál'ram. Guðjón þarf að fá fleiri landsleiki — það er nauðsynlegt. Hann er afar efnilegur leikmaður og lék nú betur en áður með landsliðinu. Hann var sterkur i vörninni — lokaði horninu vel — og þó hann skoraði ekki nema eitt mark var sóknarleikurinn einnig góður hjá honum. Hann blokker- aði vel lyrir samherja sina og það gaf nokkur mörk, sagði Jón Er- lendsson. Verða fleiri breytingar á lands- liðinu? — Ég veit það ekki alveg ennþá. Ef Birgir Finnbogason, FH, kemst ekki með til Danmerkur, vegna anna við kennslu, munum við velja Gunnar Einarsson, markvörð i Haukum, i hans stað. —hsim. UEFA-leiknum frestað — Við lögðum af stað nokkru fyrir 12, en ferð- in til Iieykjavikur gekk afleitlega — við ætluðum aldrei að komast fyrir Hvalfjörð, sagði Itik- barður Jónsson, þjálfari Akurnesinga, en á sunnudaginn áttu Kefla- vik og Akranes að leika um réttinn i UEFA- keppninni næstu. Akurnesingar komu á Mela- völlinn um 3.30 — en leikurinn átti að hefjast kl. þrjú — þreyttir eftir erfiða ferð og ekki blasti falleg sjón við þeim á Melavellinum. Völlurinn hreint eitt forarsvað. Leiknum var aflýst, og þeim, sem höfðu borgað aðgang, endurgreitt og sýnir myndin það. — Völlurinn var góður um morguninn, en eftir hádegi breyttist allt til hins verra, sagði Jens Sumarliðason, formaður mótanefndar KSl. Það var útilok- að aðkeppa —en viðsetjum leik- inn á eins fljótt og hægt er, jafnvel við flóðljós nú i vikunni. —hsim. Nœgði ekki til sigurs þó Axel skoraði ellefu mörk Landsliðið virkaði alltaf sterkara en Zagreb, en tókst þó ekki að hljóta sigur. Verð líklega fró keppni í mónoðartíma — sagði Geir Hallsteinsson í gœr, en hann nefbrotnaði í leik FH og Zagreb ó laugardaginn — Þetta kemur sér illa fyrir mig núna og sennilega verð ég frá i mánaðartima, sagði Geir Hallsteinsson, þegar við ræddum við hann i gær. Geir nef- brotnaði strax i byrjun leiksins við Zagreb á laugardaginn og varð að fara með hann til aðgerðar á Borgar- spitalann. Aðgerðin tókst vel, en það tekur tima að brotið jafni sig svo vel, að Geir geti farið að leika með að nýju. — Ég er nýkominn frá lækninum, sagði Geir og hann telur, að þetta hafi heppnazt ágætlega. En nefið er margfalt — og var nú stórt fyrir — og ég hef haft talsverðar kvalir i höfðinu. Þetta var alveg óviljaverk hjá Júgóslavanum i leiknum — hann var að reyna að leika framhjá mér, sneri sér við og rak þá olnbogann i andlitið á mér. Það var mikið högg. Hvað með landsleikinn við Dani á fimmtudag? — Ég get ekki tekið þátt i honum, það er alveg vonlaust. Þetta tekur talsverðan tima að jafna sig og ekki vist hvenær ég get byrjað að leika á ný með FH-liðinu i tslandsmótinu. Ég er að vona — þó ég sé ekki bjart- sýnn á það — að ég verði orðinn það góður, að ég geti leikið siðari leikinn gegn Val. Hann verður sjöunda marz — og ef ég leik þá, — verð ég auðvitað með spelkur um nefið. Það er tals- verð áhætta og ég verö að ákveða það sjálfur hvenær ég treysti mér til að byrja að leika á ný — það er að segja hverju ég vil fórna fyrir þetta. — Ég hef byggt upp æfingar einmitt til að vera sem beztur á þessum tima — og þá kemur þetta fyrir. Ég hef æft mjög vel — hlaupið tvisvar i viku, auk annars, og fann að þessar miklu æfingar voru farnar að segja vel til sin. Já það er mikið áfall fyrir is- lenzkan handknattleik að missa Geir nú frá leik, einmitt þegar landsleikurinn við „erki- fjendurnar” Dani er fram- undan. Geir hefur átt mjög góða leiki að undanförnu og fyrir lið hans, FH, getur þetta haft ófyrirsjáanlegar af leiðingar. Liðið er efst i tslands- mótinu og þó það hafi mörgum góðum leikmönnum á að skipa er ekki hægt að fylla skarð Geirs. Hann er yfirburðamaður hér á þessu sviði, og við skulum vona, að brotið verði fljótt að gróa og að við sjáum Geir sem fyrst i leik á ný. -hsim Enn sigrar Þór í 2. deildinni Finnn leikir voru háðir i 2. deild um helgina, tveir á Akureyri, tveir á Seltjarnarnesi Keykjavik. og einn i Úrslit urðu þessi: Þór—Stjarnan 26-11 Breiðablik—ÍBK 19-23 Grótta—Fylkir 31-23 KA—Stjarnan 18-12 Þróttur—IBK 21-11 Slaöan i deildinni er nú þannig. Þór Grótta KA Þróttur ÍBK Breiöablik Stjarnan Fylkir 8 8 0 0 187-98 10 8701 146-116 14 9 6 0 3 198-149 12 6402 104-64 8 9405 121-132 8 9 3 0 6 161-204 6 8107 124-211 2 9 0 0 9 145-223 0 Fram vann Ármann Tveir leikir voru háðir i 1. deild kvenna i tslandsinótinu i hand- knattleik i gær i Laugardals- höllinni. Úrslit urðu þau, að Víkingur vann Klt i talsvcrt spennandi lcik með 11-9 og Fram vann Armann ineð 15-11. Ekki tókst íslenzka landslið- inu — án Geirs Hallsteinssonar — nógu vel upp i „general- prufunni" gegn Zagreb í Laugardalshöllinni í gær. Það náði aðeins jafntefli gegn Júgóslövunum, þrátt fyrir mikið einstaklingsafrek Axels Axelssonar í markaskorun. Hann skoraði ellefu mörk í leiknum og maður hafði það alltaf á tilfinningunni að islenzka liðið væri sterkara í leiknum —en þvi tókst ekki að nýta yfirburði sína í sigur. Júgóslövunum tókst að jafna í 18-18, þegar 2-3 sekúndur voru eftir. Aö visu var regin munur á mark- vörzlu liðanna — Olympiumeistarinn Zorko i alltöðrum gæðaflokki en islenzku markveröirnir. Hann varöi sérstaklega vel linuskot frirra leik- manna og það var til þess, að islenzka liöiö skoraði aðeins eitt mark af linu. Það var litið eftir öll þau tækifæri, sem linumennirnir fengu i leiknum. Og islenzka liöið var einnig óheppiö að einu leyti. Þrátt fyrir ágæta dóm gæzlu þeirra Hannesar Þ. Sigurðsson- ar og Karls Jóhannssonar má segja, að Hannes hafi veriö óheppinn að taka sigur af islenzka liöinu. Tvivegis var hann of fljótur á sér-flautaöi þegar knötturinn var á leið i mark Zagreb, og islenzka liöiö fékk svo aöeins aukaköst fyrirhin ágætu mörk. Þaö var óheppni Hannesar aö gripa of fljótt til flaut- unnar — að ööru leyti dæmdi hann vel, og Karl var alveg skinandi góður. Islenzka liöiö var misjafnt i leik sin- um. Axel var frábær i markskotunum — merkilegt hvaö Zorko komst oft i skot hans, en missti þau samt inn — en i vörninni átti Axel afleitan leik. I byrjun leiksins lék Gazivoda einfald- lega á hann i horninu og skoraði þrisv- ar — og slikt átti sér stað tvisvar siðar i leiknum og gaf mörk. Að auki var Axel oftar á hálum is i vörninni en stórleikur hans i sókninni gleymist ekki. Linumennirnir voru mistækir. Framan af leiknum fékk Björgvin knöttinn fjórum sinnum frir á linu — Gunnsteinn einu sinni, en tókst aldrei að skora. Björgvin skoraöi eitt mark i leiknum — hinir linumennirnir Gunn- Axel Axelsson var erfiöur Oly mpíumeistaranum í gær — ellefu sinnum sendi hann knöttinn i markiö. Hér skorar Axel eitt þessara ellefu marka án þess Zorko komi viö vörnum. Ljósmynd Bjarnleifur. steinn, Stefán og Auðunn ekkert. Einar Magnússon var óvenjulitið ógnandi i leik sinum, og sama er að segja um Ólaf H. Jónsson, sem að auki átti óvenju margar rangar sendingar. Einar skoraði 3 mörk, Ólafur tvö, og báðir skutu talsvert. Varnarleikurinn var hins vegar góður hjá þeim. Guöjón Magnússon komst vel frá leiknum i vörninni — lokaði alveg horninu, þegar hann tók þar viö hlutverki Axels. Það hefði verið gaman að „kombinera” þá saman i einn leikmann i þessum leik — Axel i sókn, Guðjón I vörn og kannski er það möguleiki gegn Dön- um? — Magnús Sigurðsson, sem kom i stað Sigurbergs, lék litið meö. Hjalti byrjaöi i markinu — siðan kom Hauka- markmaðurinn ungi, Gunnar Einars- son, og aö lokum Birgir Finnbogason. Gunnar var beztur þeirra — komst bara vel frá þessari frumraun sinni i úrvalsliði. Islenzka liöið skoraöi tvö fyrstu mörk leiksins, Axel, og hélt tveggja marka forustu framan af, 3-1, 4-2. En það vantaði herzlumuninn til að yfir- taka leikinn og svo tók Zagreb sprett og komst I 6-5. Axel jafnaði i 6-6, en Zagreb komst I 8-6 og þann mun tókst að jafna upp fyrir hlé, 9-9. Framan af siðari hálfleiknum náði islenzka liðiö tveggja marka forustu. 12-10.13-11. 14- 12, en siðan lak allt niður aftur og Zagreb komst i 15-14. Axel skoraði þrjú næstu mörk og islenzka liðið haföi oft- ast yfir lokaminúturnar, en 2-3 sekúndum fyrir leikslok jafnaði Zagreb. Rétt áöur hafði Einar reynt markskot — það var slegið á hendur hans og skoriö geigaöi, en ekkert dæmt. Sigurinn hefðu auöveldlega átt að vera islenzka liðsins — en þaö vant- aði meiri ákveöni til þess. Kannski hafa leikmenn ekki viljaö leggja i óþarfa áhættu rétt fyrir utanför? crown SJÁLFLÍMANDI VEGGFÓÐUR Skeriö niöur i rúmlega loft hæö, leggið í Crown keriö í ca. 1 min. Dragiö upp úr vatninu, hægt, látiö rúlluna vinda af sér. Strjúkið út loftbólur, með rökum hreinum svampi Crown veggfóður svíkur engan. Stillið lengjuna af, paö er auðvelt aö renna henni til, blautri. CROWN KERIÐ FYLGIR MEÐ Til sniöiö vatnsker, sérstaklega ætlaö til aö bleyta upp sjálflímandi vegg- • fóöur. INNRÉTTINGABÚÐIN GRENSÁSVEGI 3. SÍMI 83430 ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.