Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 19. febr. 1973. visissm: Hvaða áhrif heldur þú að gengisfellingin hafi á þinn hag? Valgeröur Jónasdóttir, húsmóðir:Þvigetég ekki svarað. Hún hefur mjög slæm áhrif á allra hag. Agústa Bjarnadóttir: Ætli það verði ekki i allra óhag! Sennilega fær fólk lika minna fyrir kaupið sitt. Jón Arnason, sjómaður: Ég hugsa, að hún hafi slæm áhrif. Ég geri ráð fyrir, að fólk fái minna fyrir kaupið sitt. Eyjóifur Þorgilsson, starfsmaður i Ilainpiðjunni: Ég get nú litið sagt um það nú, það er svo stutt liðið siðan. Gengisfellingar áður hafa verið misjafnlega slæmar eöa sæmilegar. Sigurður Sveinbjörnsson, nemi: Hún hefur ekki mikil áhrif á minn hag, þar sem ég er i skóla, en almennt held ég, að hún komi út sem kjaraskerðing, aðallega fyrir láglaunafólkið. Lúðvik Vilhjálmsson, flugum- ferðarstjóri: Hún hefur sömu áhrif og vanalega. Maöur veröur að spara meira, þvi þetta lækkar kaupmáttinn. jÞjófurinn, | sem spókaði sig í þýfinu! Sumir kallar eru skrýtnir. Maður botnar ekkert i þeim. Svoleiðis er það með manninn, sem fyrir nokkrum dögum nældi sér, ófrjálsri hendi, i salla- finan mokkafrakka og dýrindis leðurkuldastig vél, loðfóðruð. Maður sá, sem á gripi þessa, er bókbindari i Isafoldarprent- smiðju. Kvöld eitt ætlar hann, eins og venja hans var, að fara heim til sin að loknum vinnu- degi. En þegar hann opnar fata- skápinn sinn til að setja þangað inn vinnusvuntuna sina og taka út fina mokkafrakkann, sparka töfflunum af lúnum fótunum og smeygja sér siðan i hlýju og mjúku loðkuldastigvélin sin, — þá var ekkert I skápnum. Ekki tangur né tetur. Maðurinn varð, eins og von- legt er, felmtri sleginn við sjón þessa. Undrunin varð siðan smátt og smátt að gremju, þeg- ar upp rifjaöist, að hann hafði látið lykilinn standa I skránni. Anzans klúður! Nú snarast bókbindarinn aft- ur inn i bókbandssalinn og spyr alla þar stadda, hvort þeir hafi séö nokkurn grunsamlegan náunga frammi á skörinni hjá skápunum. Allir kveða nei við, utan ein yngismær, sem segir að fyrr um daginn hafi hún séð mann einn, sem hafði allt útlit fyrir að vera i hópi svokallaöra róna. Ekki kunni hún nánari deili á manninum utan hún sagðist mundu þekkja hann aftur, kæmi hann fyrir sjónir hennar á ný. Frakkaeigandinn bregður nú sem skjótast við og hringir á lögregluna, sem af sinu alþekkta snarræði er komin á staðinn eftir fáeinar minútur. Tekin er skýrsla um atburð- inn og yngismærin er beðin að koma með á lögreglustöðina til að skoða myndabækur og freista þess að þekkja aftur manninn á stigapallinum. Þetta gerir hún meö ljúfu geði. Skemmst er frá þvi að segja, að ekki finnst ljósmynd af manninum, en lögreglan segist munu hafa augun hjá sér og til- kynna eigandanum, ef frakkinn og stigvélin heimtast. Sem vonlegt er, var lundin ekki kát hjá bókbindaranum, þegar hann gekk til náða um kvöldið. Næsti dagur eftir var eins og hver annar venjulegur dagur i lifi starfsfólksins i Isafoldar- prentsmiðju, nema bókbindar- inn var ekki i mokkafrakkanum sinum og kuldastigvélunum góðu. Að öllu jöfnu heföi þó ver- ið full ástæða til, að hann gerði þaö vegna vonzkuveðurs, sem barði andlit manna þennan dag. Prentarar eru manna dug- mestir við vinnu sina og má það þvi einstök heppni heita að einn þeirra leit upp frá vinnu sinni um nónbil. Og hvað skyldi hann nú hafa séð, þegar augu hans hvörfluðu út á götuna? Hvorki var það meira né minna en mokkafrakki og leðurkuldaskór vinnufélaga hans, bókbindar- ans, utan á einhverjum bláókunnugum manni. Þar sem prentarinn er þekkt- ur að ráðvendni og rósemi, hvaflaði varla að honum að æða beint út á götuna og segja við manninn: Farðu úr flíkunum félaga mins. Nei, það vildi hann ekki gera. Hann tók heldur hinn kostinn að fara upp á loft, ná i bókbindarann, til hann gæti komið og þekkt sina hluti aftur, svo óyggjandi væri. Þegar þeir prentarinn og bók- bindarinn komu niður aftur og sviptu upp útidyrahurðinni, kom i ljós, að sá grunaði var á bak og burt. Smá von kviknaöi nú i brjósti bókbindarans um, að þegar timar liðu, fyndi hann aftur muni sina. Liður sá dagur að kvöldi án frekari tiðinda. Næsta dag á eftir hafði prentarinn, sem áður gat, aug- un hjá sér og varð nokkuð tiðlit- iðútum gluggann. Honum hafði þótt það miður að láta þrjótinn ganga sér úr greipum. Þar sem prentarinn var eins og áður sagði grandvar maður og sam- vizkusamur, lét verkstjórinn sem hann sæi ekki, hve tiðlitið honum varð út um gluggann, enda hafði hann grun um hver ástæðan væri. Hann skildi undirmann sinn. Um atburð þann, sem nú gerðist, hefur prentarinn siðar sagt: „Ég varð i senn undrandi og glaður”. Það, sem gerðist, var, að prentarinn leit út um gluggann og sá aftur ókunna manninn i frakkanum og skónum. — Nú var ekki verið að tvinóna við neitt, heldur kallaði hann á félaga sina, sem næst honum stóðu og bað þá sem skjótast að koma út á götu að handsama þjóf. Huku þeir félagarnir út á götu og tóku manninn til fanga, með- an annað fólk hringdi á lögregl- una og kallaði á bókbindarann. Bókbindarinn þekkti strax aftur föt sin og varö eins og allir hljóta að skilja, mjög glaður. ,,Ég skal kæra ykkur”, sagði maðurinn i mokkafrakkanum, „það er bannað að ráðast svona á fólk og þjófkenna þaö”. En þrátt fyrir hótanir og bæn- ir voru starfsmenn ísafoldar- prentsmiðju staðfastir og héldu manninum, þangað til lögreglan kom. Farið var með manninn á lög- reglustöðina. Það mun hafa verið lykt af honum. Seinna þann dag kom svo lög- reglumaður og afhenti hinum glaða bókbindara aftur það, sem hann um tima hafði haldið sér alglatað. Skyldi maður ekki ætla, að sögunni af týnda mokka- frakkanum og loðskónum væri lokið? Jú, en svo er þó ekki. EFTIRMÁLI. Daginn eftir kemur bókbind- arinn i vinnuna i frakkanum og stigvélunum, alsæll. Hann setur flikurnar inn i skápinn og gætir þess vandlega aö loka. Um miðjan dag er einn starfs- manna prentsmiðjunnar á gangi i stiganum og þykist þá þekkja manninn, sem kemur á móti honum. Þaö var þjófur sá, sem áöur gat. Hann er spurður, hvað hann vilji hér og svarið var: „Mig langar til að hitta manninn, sem ég tók frakka frá i misgripum um daginn”. Náð var i bókbindarann, og tóku þeir tal saman. Þjófurinn fyrrverandi var hinn ljúfasti i öllu viðmóti að þvi er bezt varð séð og ræddu þeir i bróðerni saman. Að lokum heyrðist við- mælandi bókbindarans segja: „Heyrðu annars, heldurðu ekki, að þú gætir lánað mér fyrir eins og einni kók?” — Ló. G.K. skrifar: „Það haföi ég haldið, að sá dagur mundi aldrei renna upp, að ég sakanði gömlu þjóðveganna með öllum „Geirsbeygjunum”, eins og hann Ólafur Ketilsson kallaði það eftir þáverandi vega málastjóra. En núna, þegar maður ekur þennan fina glæsiveg austur yfir Hellisheiði, og Ingólfsbraut austur, koma þau augnablik, að ég hefði heldur kosið alla hlykkina og holurnar. Það er svo fljúgandi hált að aka þessa braut, að ég hef farið þar um með liíið bókstafiega i lúkunum. Slitlagið er svo slétt, að minnir á spegil, og um leið og hálku gerir, þá er eins og maður sé á sokkaleistunum að feta sig eftir vélbónuðu gólfi. Ég veit, að sérfræðingarnir töldu sig sjá vel fyrir þvi, að ekki mundi myndast hálka á braut- inni. Þeir ætluðu að koma i veg fyrir það með þvi að sjá svo um, að vatn gæti ekki setzt á veginn. Með þvi að hafa hávisindalegan halla frá miðju brautarinnar út til hliðanna, þá á allt vatn að renna jafnharðan út af brautinni og fram af vegarkantinum. Ég verð að játa, að mér þótti þetta mjög skynsamleg ráðstöfun og líkleg til þess að hrifa. En mér yfirsást i þá daga og áttaði mig ekki á þvi fyrr en núna, þegar inaður er kominn af stað og ekur eftir nýsköpunarbrautinni, að þessi hávisindalegi vatnshalli er jafnframt hávisindalegur BILhalli. Leitist vatnið við að renna niður hallann og út af veginum, þá lýtur bill á ferð eftir þessum halla alveg sama lögmáli. Hann rennur lika i áttina út af veginum. Það er bara hreinlega ekki nógu sniðugt. Þvi að aðal- ^hyggjuefniö er þaö að reyna að halda bilnum á brautinni, en ekki að reyna að koma honum út af henni. Annars var ekki ekki rétt hjá mér að taka svo til orða, að bfllinn lyti þarna sama lögmáli og vatnið. Ég veit af reynslunni, að bíllinn leitar að visu undan hall- anum. En ég skal ekkert segja um vatnið. Ég veitbara eitt. Það á að heita útilokað, að nokkurt vatn sé á veginum, sem gæti frosið og myndað isingu, flughála yfir- ferðar. Svo að ég skil ekkert i þessari fljúgandi hálku, sem myndast nú samt annað veifið á þessari viðsjálu braut. Slikt var i miklu minni mæli á gömlu malarvegunum með öllum þeirra „Geirsbeygjum”. — Það máttu þeir eiga, þótt slæmir þættu”. vikna, meðan þeir skrifa spalta upp og spalta niður um þessa kjörgripi. Mér er alveg hulin ráögáta, hvað er svo voðalega merkilegt við þessa farkosti. Þær eru búnar að vera hérna viku, þessar flugvélar, og aðeins einu sinni hefur ein þeirra komizt til Eyja. Og það gekk með mestu harmkvælum. Hún þurfti að létta af sér eldsneyti, og ég veit ekki, hvaða kúnstir, til þess að komast þangað. Við hér á tslandi eigum flugvél sem vinnur sér þessar Vest- mannaeyjaflutninga miklu léttar Það eru Fragtflugvélin. Hún er búin að fara margar ferðir þangað á þessum tima og dugar mjög vel. Hún flytur meira i ferðinni heldur en þessar Herkúlesvélar. Að visu flytur hún „aðeins” 15 smálestir i ferð á meðan þessar Herkúlesflug- vélar eiga að geta tekið tuttugu smálestir til flutnings. En það er aðeins i orðinu. Þær geta tekið 20 tonn, ef þær hafa 4000 feta langa flugbraut til þess að bægslast eftir, áður en þær ná sér á loft. — Flugbrautin i Eyjum dugir auðvitað hvergi nærri til þess. Mér finnst þetta ekki svo athyglisverð frammistaða, að það taki þvi að helga mörgum dálksentimetrum á dag skrifum um afrek eða öllu heldur væntan- leg afrek þeirra”. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15 LESENDUR HAFA ORÐIÐ Naumast það er lótið með Blaöalesandi hringdi: „Mér hefur fundizt hann hálf skritinn þessi óskaplegi áhugi fréttamanna fjölmiðlanna á Herkúlesflugvélunum. Þeir eru svo klökkir af hrifningu yfir þessum gripum, að þeir nánast Herkúles-flugvélarnar Bíllinn ó að haldast veginum - ekki utan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.