Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 9
Ein stjarna kviknar þó önnur bliknar...
Gunnar tók að sér hlutverk
Geirs gegn hvítu Ijónunum!
Það liðu ekki margar
minútur af leik FH og Za-
greb á laugardaginn áður
en fyrsti leikmaðurinn var
úr leik. Geir Hallsteinsson
var þá neyddur til að yfir-
gefa völlinn nefbrotinn og
varekki með meira í leikn-
um. En um leið kviknaði ný
stjarna, sem fyllti skarðið
alveg ótrúlega vel, en það
var hinn kornungi Gunnar
Einarsson.
Troðfull Laugardalshöll kom til
að horfa á FH og hvitu ljónin, sem
voru andstæðingar þeirra.
Greinilega hafa laugardagarnir
ýmislegt sér til ágætis sem
keppnisdagar.
bað var eins og fyrri daginn að
markvarzlan er okkar veika hliö,
og það jafnvel hjá FH, sem flagg-
ar þó með tvo landsliðsmark-
verði, hvorki meira né minna.
Þeir Hjalti og Birgir voru nefni-
lega ekki i essinu sinu, en yfirleitt
er Hjalti þó ekki mistækur i leikj-
um sinum. Markvarzla Júgóslav-
anna var aftur á móti stórkostleg
á köflum.
Leikurinn var nokkuð jafn, 6:6
var staðan eftir rúmar 10 minút-
ur, talsvert markaregn, en þó
tókst FH að skora 3 mörk i einni
svipann og staðan orðin 9:6. Þetta
jafnaðist þó undir lok hálfleiksins
og var staðan i hléi 11:10.
1 seinni hálfleik jöfnuðu
Zagrebmenn og komust 2 mörk
yfir þegar i byrjun, 13:11 og héldu
siðan forystu, en þrivegis jöfnuðu
Hafnfirðingar þó undir lokin, i
16:16 , 17:17 og 18:18.
Júgóslavarnir voru greinilega
harðari aðilinn i leik þessum og
undir lokin ætlaði allt hreinlega
um koll að keyra og hrein handa-
lögmál að brjótast út. Þá var
greinilegt á öllu, að Júgóslavarn-
Urðu að biðja
dómarona
afsökunar ó
auglýsingunni
Leikur FH og hvitu ljónanna
frá Zagreb hófst meö nokkuö
óvanalegum hætti, — KR-
ingar, sem stóðu að heim-
sókn liðsins, urðu að biðja
dómarastéttina afsökunar
fyrir orðalag á auglýsingu,
sem KR hafði látiö birta i
morgunbiöðunum þá um
daginn. Var þar deilt á
dómarastéttina með þessum
orðum:
,,Val tókst að sigra — þvi
miður með hjálp dómara.
Tekst FH-ingum þaö án
slagsmáia og hjálpar dóm-
ara?”
Dómarar voru að vonum af-
skaplega óánægðir meö
þetta og heimtuðu þegar aö
réttir aðilar bæðust afsökun-
ar, sem var gert, en þó held-
ur fátækiega, þvi fólk áttaöi
sig ekki aliskostar á orðalagi
formanns handknattieiks-
deildar KR. —JBP—
— en vítaskotin lokuðu sigurmöguleikum fyrír FH
ir reyndu leiktöf og tókst það
reyndar, enda þótt hálfri minútu
væri bætt viö timann.
Raunasaga þessa leiks var ann-
ars ekki fyrst og fremst mark-
verðirnir. Það voru öllu frekar
vitaskyttur liösins. Þegar Geir
var úr leik var Þórarinn
Ragnarsson látinn taka viti, sem
var varið, þá kom Birgir Björns-
son og lét enn verja. Og enn voru
tvö viti til viðbótar varin. Fjögur
mörk, sem ekki komu til skila,
mörkin, sem vantaði til að vinna
þennan leik. Viðar Simonarson er
góð vitaskytta, en hann var held-
ur ekki með i þessum leik.
Gunnar Einarsson kom
skemmtilega á óvart með þvi aö
fylla skaröið að svo miklu leyti
sem hægt var, þegar langbezti
maður liðsins var frá. Enginn
vafi er á þvi að i Gunnari er okkar
bezta handknattleiksmannsefni i
dag, maður, sem á eftir að gera
marga góða hluti fyrir FH og
landsliðið i framtiöinni. Birgir
Björnsson sýndi aö hann getur
skorað, hann skoraöi 3 af fyrstu 5
mörkum liðs sins og bætti siðar
við einu til viðbótar.
Júgóslavneska liðið lék léttan
og skemmtilegan handknattieik.
Enginn vafi á aö liðiö er gott. Hins
vegar fannst mér örla fyrir leik-
þreytu hjá leikmönnum, þegar á
leikinn leið. Markvörðurinn
Zdenko Zorko, þriðji markvöröur
Olympiuliðsins, var frábær og
Tomislav Dragun, stórskemmti-
legur leikmaður.
Gunnar skoraði 6 af mörkum
FH, Birgir 4, Auðunn 3, Jón Pétur
og Ólafur Einarsson 2 hvor og
Gils eitt, — og það var úr viti, þvi
eina sem FH heppnaðist i leikn-
um.
—JBP—
1 i
1 í !• i K
Joe Hooley á miðri myndinni ásamt llafsteini Guðmundssyni og nokkrum leikmönnum Keflvikinga. Myndina tók Bjarnleifur f Laugar-
dalshöllinni i gær.
Leizt vel ó þoð sem hann só
— Enski þjólfarinn Joe Hooley kom til landsins í gœr og tekur senn við
þjólfun hjó Keflavík í knattspyrnu
— Hann getur bara verið
spennandi, þessi handbolti,
sagði enski knattspyrnu-
þjálfarinn Joe Holley, þeg-
ar hann horfði á leik is-
lenzka landsliðsins og Za-
greb í Laugardalshöllinni í
gær og síðan á leik Keflvík-
inga við Þrótt. En, bætti
hann við, ég skil nú ekki
mikið í leiknum — hef ekki
horft á handbolta áður, því
hann þekkist varla i Eng-
landi.
Joe Hooley kom hingaö til lands
i gær gagngert til þess að kynna
sér aöstæöur i knattspyrnunni hjá
Keflvikingum, en Alan Wade, for-
maður knattspyrnuþjálfara i
Englandi, hefur mjög mælt meö
honum sem þjálfara fyrir Kefl-
vikinga i sumar. Hooley kom um
miöjan dag i gær og eftir aö Haf-
steinn Guömundsson, formaður
Iþróttabandalags Keflavikur,
haföi boðið honum i kaffi á Sögu
var ferðinni heitið i Laugardals-
höll og voru fleiri forustumenn
IBK með i þeirri för.
— Það vantar aðeins nauðsyn-
leg leyfi og eftir er að ganga frá
formsatriöum, en ég tel nokkuð
öruggt að við ráðum Hooley sem
þjálfara Keflvikinga i sumar,
sagði Hafsteinn Guðmundsson viö
Visi i gær. Viö munum ráða hann
til sjö mánaða — frá miöjum
marz fram i miðjan október eða
meðan knattspyrnutimabilið
stendur hér.
Joe Hooley hefur veriö þjálfari
hjá Colchester, liðsins I 4. deild i
elztu borg Englands, siöustu tvö
árin að þvi undanskildu, að sið-
astliðið sumar var hann þjálfari
Olympiuliðs Sudan á leikunum i
Vestur-Þýzkalandi.
— Þeir buðu mér samning til
tveggja ára i Sudan, en ég hafði
ekki hug á að vera þar svo lengi —
tók ekki boöinu. Auk þessa tilboðs
Keflvikinga stendur mér til boöa
þjálfun I fjórum öðrum löndum,
sagði Joe Hooley.
Hann var áður leikmaður i
Sheffield — enda Yorkshirebúi —
varð atvinnumaöur 15 ára, en
hætti28ára vegna meiðsla. Þá fór
hann á námskeið i þjálfun og hef-
ur i næstum áratug verið knatt-
spyrnuþjálfari. Hooley dvelur hér
fram á þriðjudag, en heldur þá
heim aftur, og ef aö likum lætur
kemur hann aftur um miðjan
marz.