Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 19. febr. 1973 Að litil börn skuli geta orðið svona reið: Á einu augnabliki er eins og þau snúist við. Þau byrja að hágráta og sparka frá sér. Þau fléygja sér jafnvel á gólfið í verzluninni eða á götuna, sparka og æpa. Fólk safnast saman, gefurgóð ráð eða hnussar fyrirlitlega og gengur frá um leið og eitthvað heyrist tautað um góða flengingu. Móöirin, rugluð og reiö, hagar sér allt i einu sjálf eins og hún væri aöeins tveggja ára gömul. Tekur barniö og hristir þaö til, æpir og hótar, og slær þaö jafn- vel, ef ekkert annaö gengur. Og roðnar og veröur vandræöaleg vegna þeirra,sem hjá ganga og horfa á Barnið, sem hræöist reiöi móöurinnar, grætur enn hærra, og sumir vegfarendur sussa á það. Aörir muldra áfram um flenginguna, ráöiö, sem ekki á aö bregöast. Flestir ganga áfram sina leiö. Persónuleiki og eigin vilji Fyrir foreldrana eru slikir at- burðir afar erfiöir. Sumar mæður voga jafnvel ekki aö hafa barnið sitt meö sér i búðir. Þær treysta sér ekki til þess að standa i slikum ósköpum aftur og aftur og vita ekki, hvað þær eiga til bragðs aö taka. En slik köst eru eðlileg og al- geng hjá börnum á aldrinum eins til tveggja ára. Einmitt þá er barniö að uppgötva, aö þaö er persóna, sem hefur sinn vilja og sinar óskir. Þvi miður vill það ekki alltaf koma heim og saman við óskir pabba og mömmu. Og þá grætur barnið. Ekki aðeins af þvi að barnið er reitt, heldur einnig vegna þess, að allt viröist standa á móti þvi. Barnið leitar aö hinum nauð- synlegu takmörkum, sem þaö veröur aö hafa, og þaö leitar eftir svari viö þvi, sem þaö veit hvorki né skilur. Hjálpar þaö þá að gráta? Hvaö skeður, ef maður hættir aö gráta? Hvernig á maður aö bera sig eftir þvi, sem mann langar I og vill fá? Fyrir móöurinni er þessi litla vera, sem allt i einu hefur fengiö svo sterkan vilja, dálitiö óskiljanleg. Hvernig er barnið eiginlega? Hvaö á maður aö gera til þess aö fá það rólegt, þegar þaö lætur svona? I stað orða. Barniö grætur ekki eingöngu af reiöi. Þaö er einnig önnur orsök fyrir þvi, aö þaö fær slik köst, sem áður eru nefnd. Vöntun á hæfileika til þess aö tjá sig meö oröum. Stór systirin getur tjáö sig auöveldlega meö oröum, og stóri bróöir fær þaö, sem hann vill, meö oröum. En það minnsta á ekki nógu mikið i oröaforöa sinum ennþá. Biddu — bráðum — seinna, veit sá, sem er tveggja ára ekkert hvaö er. Timaskyn er ekki til. Eitt nei er nei — nei i eitt skipti fyrir öll. Þaö eru mikil vonbrigöi. Eina leiöin er aö gráta nógu mikiö til þess aö fá útrás fyrir sorg og reiöi. Sparka og slá frá sér og láta allan kroppinn hjálpa til, þegar oröin eru ekki fyrir hendi. Vonandi, aö það hjálpi, þar til einn dagur leiðir það i ljós, að þaö eru til betri aðferðir. Eitt vill oft gleymast. Það er, aö barnið hefur ekki mikla hæfi- leika til þess að sætta sig viö þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra. Barniö skilur ekki alltaf, hvað gildir. Þaö skilur ekki nema helminginn af þvi, sem er sagt, gleymir miklu og það er oft vegna þess, aö timi til þess aö útskýra fyrir þvi eitt og annaö er ekki fyrir hendi. Þaö þarf ef til vill ekki meira til en aö móöirin taki leikföngin af rúminu og ætli að skipta um sængurföt. Barnið heldur, aö þaö eigi að fara aö sofa, og úr þvi veröur hávær grátur. Móðirin gengur fram i eld- húsið og þarf aö lita eftir ein- hverju eöa sinna verkum sinum. Barniö heldur, aö nú hverfi hún fyrir fullt og allt. Aftur kveður viö hávær grátur. Meöan barniö var yngra, gat þaö fundið út, aö það voru til hlutir, sem móðirin vildi ekki, aö þaö geröi, og svo voru til hlutir, sem þaö mátti gera. Þá var þaö auöveldara en nú, 2-2 1/2 árs hefur barniö öölazt sinn eigin vilja. Tekur sinar ákvarö- anir og sparkar og slær. Þaö er erfiöur timi. Maður verður að fá útrás fyrir reiði sína Þaö er fyrir miklu, aö ekki sé staöiö á móti vilja barnsins. Þaö veröur aö fá aö starfa og leika sér á sinn eigin hátt. Barniö sýnir tilfinningar sinar meö likamanum. Aö fá aö rasa út hjá pabba og mömmu, og finna, að þau eru til staöar og taka á móti barninu og skilja, að þaö er ergilegt og sárt, þaö gefur barninu öryggi og kennir barninu smám saman að tjá sig meö oröum i staö gráts og láta. Foreldrarnir verða að gefa sér tima til þess að lifa meö barn- inu, ekki alltaf fyrir ofan höfuö þess. Það hefur slæm áhrif, ef barnið þarf aö vera eitt um reiði sina og einnig, ef enginn litur við þvi. Það getur orðiö til þess, aö barniö hræðist það aö láta tilfinningar sinar i ljós. Barn, sem til dæmis er alið upp af mjög ströngum foreldrum, vogar ekki að láta tilfinningar sinar i ljós. Það dylur þær hiö innra með sér, en fær útrás á annan hátt. A einhverjum, sem Þegar barnið er tveggja ára og það langar einhver tósköp í eitthvað fær það auðveldlega reiðikast. Það^ ^grætur og sparkar, og það hefur rétt til þess. Annað ; + er ekki fyrir hendi. Orð til þess að tjá sig með á það tekki til. t En hvað gera foreldrar, þegar barnið kastar sér tniður á gólfið í verzluninni og grætur? Og hjá-; |standandi fólk muldrar um „dekruð börn"? t er veikara en þaö sjálft, á Ieik- föngum sinum, húsgögnum eöa þvl sem er næst hverju sinni. Sumir foreldrar vilja kaupa sér frið, þegar barniö rellar, og láta eftir þvi, sem það vill jafnvel þó aö þeim sé það þvert um geö. En þaö er hættulegur punktur. Barnib á auðvelt með aö misskilja það og imynd- ar sér aö með þvi að gráta sem mest gangi þvi allt i haginn. En hvaö er þá hægt aö gera? A meðan barniö er eins árs gamalt er ágætt ráö að foröa þeim hlutum i burtu, sem þaðmestsækiri, en máekkifá. Þannig má minnka vandamáliö, en viðvikjandi barni, sem er tveggja ára, er máliö ekki lengur þaö einfalt. Þaö veröur að fara öllu finna I sakirnar. Tökum sem dæmi matar- timann. Segið ekki: ,,Viltu nú koma aö borða, Kalli?” Þannig spurningu getur barniö alveg eins svarað neitandi, jafnvel þó að þaö sé svangt. Talið hins vegar um fyrir barninu og segið, hversu góður maturinn sé núna og laðið það að matarboröinu á meðan talað er. Fyrr en varir er barnið farið áð borða. En hvað er þá til bragðs að taka, þegar barnið fleygir sér niöur i götuna og grætur af þvi aö þaö langar i stærsta bílinn i einhverri verzluninni. Að æpa og skrækja dugir ekki. Þaö dugir heldur ekki aö tala um fyrir honum á ljúfan og bliöan hátt. Sizt af öllu aö fara og kaupa bilinn: Barnið er fljótt aö róast, ef þaö er tekið upp úr götunni og borið inn aö næsta dyrainngangi eða tröppum, þar sem móðirin eða faðirinn er eitt með þvi. Þar er barniö fljótt aö jafna sig, og fljótlega er stóri billinn gleymdur, og barniö er tekið til við gömlu leikföngin sin af fullum krafti. Þetta ráö dugir þó kannski ekki viö öll börn. En hvert barn krefst á sinn hátt sérstakrar meðhöndlunar. En þaö tekur móðurina stuttan tima aö kynnast barninu sinu vel og finna út, hvaða ráð er bezt hverju sinni. En þá veröa for- eldrarnir lika sjálfir aö haga sér sem fullorðnar manneskjur, ekki eins og litil börn, og slá og æpa á móti.... —EA (Þýtt og endursagt úr VI FÖRÁLDRAR) Umsjón: Edda Andrésdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.