Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 20
VÍSIR
Mánudagur 19. febr. 1973.
Brotizt inn
Einhver hefur oröiö svangur
s.I. nótt, en þá var brotizt inn i
kjötbúö Noröurmýrar.
Ekki var hægt að segja með
vissu hverju hafði veriö stolið úr
verzluninni, en þarna skammt frá
fundust matvörur, sem sennilega
eru úr búðinni. Voru þaö egg og
laukur sem skilið hafði verið eft-
ir.
Skotar þeir sem teknir voru
fyrir innbrot og þjófnaði fyrir
nokkru voru á ferli i nágrenninu
og voru þeir handteknir. Ekki er
sannað að þeir hafði átt þátt i inn-
brotinu, en þeir verða yfirheyrð-
ir. Skotar þessir höfðu brotizt inn
á nokkrum stöðum fyrir skömmu,
en verið handteknir. Þá höföu
þeir meðal annars brotizt inn i
verzlun i Kópavogi og stolið þaö-
an matvælum.
___________________— ÞM.
Átti að fara
að hefja leit
— en þó komu
stúlkurnar fram
Hefja átti leit aö tveimur stúlk-
um frá Akureyri á laugardags-
kvöld.
Stúlkurnar höföu ætlað að fara i
skátaskáia sem er nefndur
Fálkafell. En þegar þær skiluðu
sér ekki þar átti að hefja leit að
þeim. Talið var að stúlkurnar
hefðu ætlað að ganga austur af
fjallinu beint niður i bæinn þar
sem þær fundust ekki i skálanum,
en slæmt veður var og bylur.
Kölluðvar saman sveit skáta,
er átti að leita að stúlkunum. En
rétt um það bil sem leit átti að
hefjast komu stúlkurnar fram. 1
stað þess að fara i Fálkafell höfðu
þær farið i skála sem nefndur er
Skiðastaðir og er um 10 minútna
gang frá hinum skálanum. Ekk-
ert var að stúlkunum og höfðu
þær aðeins farið i annan skála en
ætlað var i upphafi. —ÞM
Tveir teknir
með stolið
óvísanahefti
Hrotizt var inn i bát, Sæfara Ak.
171 scm lá viö Verðbúðarbryggj-
una hjá Ilafnarbúðum um helg-
ina. Úr bátnum var stoliö nýjum
sjónauka, en engu öðru og ekkert
var skemmt.
Útvarpstæki var stolið úr bil er
stóð við Ægisgarð. Þrir menn
voru handteknir fyrir að selja
falsaðan tékka i nætursölunni i
Umferðarmiðstöðinni. Af-
greiðslustúlkan sá að tékkinn var
falsaður en hann var að upphæð
1300 krónur og hringdi hún i lög-
regluna. Skömmu seinna komu
mennirnir aftur að Umferðarmið-
stöðinni og voru þeir þá hand-
teknir. Höfðu þeir stolið tékkheft-
inu. Mennirnir hafa oft áður verið
teknir fyrir ávisanafals.
—-ÞM
Góð loðnuveiði
Landað fró Skaganum
til Raufarhafnar
Agæt loönuveiði var i gærkvöhli
og i nótt. i morgun höfðu 23 skip
tilkynnt afla að magni 5.500 tonn.
Flest skipanna voru þá á lcið til
Austfjaröahafna meö aflann, þó
flest á leið til Haufarhafnar. Að-
eins fjögur voru á vesturleið, þar
af tvö á leið til Akrancss.
Flotinn er nú allur að veiðum
austur af Ingólfshöfða, þar sem
loðnugangan stöðvaðist vegna
vestanáttarinnar. Búast má við
þvi, að hún haldi nú áfram að
ganga vestur með suðurströnd-
inni.
Nákvæmar tölur liggja ekki
fyrir um heildaraflamagnið. Það
mun þó vera nálægt 120-130 þús.
tonnum, sem er allverulega betra
en á sama tima i fyrra.— VJ.
HRAUN RENNURí
TIL BÆJAR
frystistöðin og önnur fyrirtæki
og hús, sem standa þar nálægt,
eru i hættu, ef hraunrennslið
heldur áfram, en það rennur
vestan við gamla hraunið.
ÁTT
Jarðfræðingar voru allir
staddir við gosið þegar við
reyndum að ná sambandi við
þá.
—EA
— Fjðldi mannvirkja í hœttu
Nýtt hraunrennsli
hefur myndazt i Vest-
mannaeyjum, og renn-
ur nú hraun i átt til
bæjar. Siðustu fréttir
sem við höfum frá Eyj-
um eru þær, að hraun
rennur með eins metra
hraða á klukkustund,
og rennur norðvestan
megin á nýja fjallinu.
Norðvestan megin opnaðist op
þar sem hrauniö sprengdi sér
leið út, og stefnir það nú á þau
hús, sem standa austast i
byggðinni. Virðist hraunið hafa
tekið stefnu á ytri hafnargarð-
inn, og búast má við að hraunið
renni austur við garðinn.
Það er augljóst, að Hrað-
Stigablll slökkviliösins kemur aö góðum notum i tilfellum eins og
þessu. Hér gægjast slökkviliðsmenn inn I ibúðina á Ljósvallagötu á
laugardagskvöldið.
(Ljósmynd Visis Bj. Bj.)
LOGAÐI UT UM
GLUGGA í RISI
Eldur kom upp i ibúðarhúsinu
að Ljósvallagötu 12 nú siöasta
laugardag. Kviknað hafði i ris-
ibúð hússins. tbúðin var mann-
laus þegar eldurinn kom upp.
Það var kl. 19.44 á laugardag,
sem tilkynning um eldinn barst til
slökkviliðsins. Þegar var farið
með allt lið slökkviliðsins á stað-
inn, en þá logaði út um glugga
ibúðarinnar. Eldur var töluverð-
ur og skemmdist eitt herbergið i
ibúðinni mikið. Einnig urðu
skemmdir á öðrum herbergjum
og gangi af völdum eldsins.
Slökkvistarfið gekk mjög vel og
tók aðeins 15-20 minútur að ráða
niðurlögum eldsins. Vatns-
skemmdir urðu sáralitlar og aðr-
ar ibúðir i húsinu sluppu alveg við
skemmdir.
Ibúðin var mannlaus og var
verið að lagfæra hana og átti að
fara að flytja þar inn. Þegar var
búið að flytja eitthvað af hús-
gögnum i ibúðina. Eldsupptök eru
ókunn. — ÞM.
Lögreglan flýr
lögreglustöðina
í Eyjum
Lögreglan í Vest-
mannaeyjum verður nú
að skipta um aðsetur.
Lögreglustöðin er-staðsett
í miðbænum, við Báru-
götu, það er að segja á
miðju hættusvæðinu.
„Við erum ekki fluttir
ennþá," sagði Óskar
Einarsson lögreglumaður
í viðtali við blaðið í
morgun, "en við
flytjumst í dag eða á
morgun, og þá upp á
Höfðaveg, þar sem við
munum líklegast verða í
tveimur húsum."
„Þau hús eru ákaflega vel
staðsett. Nálægt flugvellinum,
og ekki langt frá höfninni, ef
eitthvað kynni að koma fyrir.
Við höfum lika mjög gott útsýni
yfir gosið sjálft frá húsunum.”
„Það er ekki verandi i þessu
helviti lengur,” sagði Óskar og
meinti sjálfa lögreglustöðina.
„Gasið er farið að gera vart viö
sig, en miðstöðin er nú samt i
gangi ennþá, og hér logar ennþá
á kertum.”
En lögreglustöðin er i húsi,
sem er ákaflega lágt, og aðeins
ein hæð. Gólf eru öll mjög óþétt
og litið hægt að þétta. A hættu-
svæðinu er þvi ekki unnið nema
á tveimur stöðum, rafstöðinni
og bæjarstjórnarskrifstofunum.
Svo virðist sem gas aukist
— hefur setzt að
i einbylishusi i
vesturbœnum
þegar flóð er, en minnki aftur á
fjöru. í flóðinu kemur á það
meiri þrýstingur.
Höfðavegur, þar sem lög-
reglan mun nú taka til starfa, er
staðsettur vestast i bænum
sjálfum, og þvi litil hætta ennþá
á gasmengun. Telur lögreglan,
að þeir geti hafzt þar við áfram.
Ráðgert er, að um 100 manns
verði sendir frá Vestmannaeyj-
um i dag, það eru menn sem
ekki starfa undir skipulögöu
björgunarstarfi. Þá eru eftir um
480 manns i Eyjum. -EA
hefur aukið við Heimaey, fyrri
linan er frá 26. janúar, en sú
sem er lengra frá landi er frá
þvi I gærmorgun.
Hefur rekið frain
og til baka á
björgunarbátunum
— ef það hefur raunverulega verið
björgunarbátur af Sjöstjörnunni,
sem TF-SYR sá á laugardaginn
„Mér er ekki kunnugt um fjölda
þeirra skipa, ’sem nú eru við leit
aö björgunarbátunum tveim af
Sjöstjörnunni, en það veit ég, að
þau eru mjög mörg. Og flestöll
eru þau nú við leit á þvl svæði,
þar sem leitarmenn i flugvél
töldu sig hafa séð gúmbát seint á
laugardaginn,” sagði Iiannes
Hafstein hjá Slysavarnafélaginu i
viðtali við Visi i morgun.
Leitarskilyrði voru með versta
móti i gær, suðvestan 9 til 10 vind-
stig og þykk og dimm él. I morgun
var hinsvegar komið ágætis
veður og lofaði það góðu til leitar.
Klukkan átta var þar v-suð-
vestan 5 vindstig og skyggni 10
kilómetrar.
Auk skipanna, sem eru við
leitina, hafa tvær flugvélar flogið
yfir svæðinu.
Það var að kalla i einu horni
leitarsvæðisins eins og það var á
laugardaginn, sem flugvél land-
helgisgæzlunnar taldi sig sjá
björgunarbát. Flugvélin mun þá
hafa verið i beygju inn á leitar-
svæðið aftur, en leitarsvæðið tak-
markaðist þá af breiddarbaugun-
um 59 gr. til 62 gr. norður og
lengdarbaugunum 10 gr. til 16. gr.
vestur. Björgunarbátinn taldi
flugvélin sig hafa séð við norð-
vesturhorn leitarsvæðisins.
Ef flugmenn landhelgisgæzlu-
vélarinnar hafa raunverulega séð
þarna björgunarbátinn, er hann
staddur á svo gott sem sama stað
og Sjöstjarnan KE 8 sökk fyrir
átta dögum. Staðarákvörðunin,
sem báturinn gaf upp I neyðar-
kallinu var 100 milur aust-suð-
austur af Dyrhólaey. — Það var
95 sjómilur suður af Dyrhólaey,
sem TF Sýr taidi sig hafa séð
björgunarbátinn.
Til glöggvunar á þeim vega-
lengdum, sem hér er um aðræða,
má geta þess, að frá Dyrhólaey til
Færeyja eru tæpar 350 milur.
Þegar Visir fór i prentun nú i
hádeginu, hafði ekkert sézt til
björgunarbátanna, en ’leit
veröur haldiö álram við þau góðu
leitarskilyrði sem komin eru.
Leitarskipin eru flest frá Fær-
eyjum, en annars eru við leitina
fjöldi islenzkra og brezkra skipa.-
ÞJM.