Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 19.02.1973, Blaðsíða 12
Vlsir. Mánudagur 19. febr. 1973. Sjálfsmark og 2 stig í saf nið hjá vopnabúrinu — Liverpool náði jafntefli gegn Manch.City eftir að fyrirliðinn Tommy Smith hafði verii rekinn af leikvelli Tvö stig bættust í safn vopnabúrsins á laugar- daginn, þegar Lundúna- liðið sigraði Leicester á sjálfsmarki miðvarðar Leicester, Manley, strax á sjöundu mínútu, en á sama tima náði Liverpool jafntefli á Maine Road í Manchester. Það var tals- vert afrek gegn Manch. City liði, sem ekki hefur tapað leik á þessu ári, og Liverpool tókst að jafna mark Tommy Booth sið- ast í fyrri hálfleik eftir að fyrirliði liðsins hafði verið rekinn af leikvelli, Það var á 67. min. að dómar- inn rak Tommy Smith af vellinum — en 11 min. síð- ar jafnaði Phil Boersma fyrir Liverpool. Staðan i toppi og botni 1. deildarinnar ensku er mjög op- in. Arsenal er nú tveimur stig- um á undan Liverpool — hefur 44 stig i 31 leik, en Liverpool hef- ur 42 stig i 30leikjum, en þaö ber að taka með i reikninginn að staða Arsenal er talsvert erfið að þvi leyti, að liðið á aðeins fjóra leiki eftir á heimavelli — Liverpool sjö. Fast á hæla þess- ara liða fylgja Leeds — sem að- eins tókst að ná jafntefli gegn Chelsea á heimavelli á laugar- dag — og Ipswich, sem vann Manch. Utd. örugglega á Port- land Road. Leeds hefur 40 stig úr 29 leikjum og hefur þvi ekki tapað fleiri stigum en Arsenal og Liverpool. Það er eins með Leeds og Arsenal, að liðið á mun fleiri leiki eftir á útivöllum. Og Ipswich hefur 38 stig eftir 29 leiki — hefur aðeins tapað tveimur stigum meira en Arsenal. Ipswich hefur þvi enn góða möguleika á meistaratitlinum. t botninum er WBA neðst með 19 stig — en Manch. Utd. er nú aftur komið i næst neðsta sæti. Hefur 22 stig ásamt Stoke, en Crystal Palace, Birmingham og Norwich hafa 23 stig — Sheff. Utd. 24. Þarna má þvi búast við gifurlegri hörku lokaumferðirn- ar — jafnvel lið eins og Leicest- er og Everton eru ekki alveg sloppin úr fallhættunni. En það er nú vist kominn timi til að lita á úrslitin á laugardag og þá eru þaö fyrst úrslitin i getraunaleikjunum. 1 Arsenal-Leicester 1-0 1 C.Palace-Stoke 3-2 1 Derby-Southampt. 4-0 - Evert.-Norwich frestað 1 Ipswich-Manch.Utd. 4-1 X Leeds-Chelsea 1-1 X Manch.City-Liverp. 1-1 2 Sheff.Utd.-Birmingh. 0-1 X Wolves-Newcastle 1-1 X Carlisle-Burnley 1-1 1 Fulham-Sheff.Wed. 1-0 1 Sunderl.-Middlesbro 4-0 ÍR sigraði ÍR sigraði KR með 20 stiga mun —92-72 —i 1. deiíd íslandsmótsins i körfubolta i gærkvöldi, og hefur þar með tekið forustu i keppninni. Nánar á morgun. Mike Jones skoraöi fyrsta markið Ileik Leeds og Chelsea, en hann hefur ekki skorað mikið I vetur og oft verið frá leikjum hjá Leeds vegna meiðsla. önnur úrslit: 1. deild. Coventry-Tottenh. 0-1 WestHam-WBA 2-1 2. deild. QPR-Swindon 5-0 Aston V.-Preston l-l Blackp.-Huddersf. l-l Bristol C.-Brighton 3-1 Luton-Cardiff l-l Portsm.-Nottm.For. 2-0 Hull C.-Millw. 0-2 Oxford-Orient 2-1 Þrátt fyrir sjálfsmarkið verð- skuldaði Arsenal sigur gegn Leicester — liðið lék mjög vel fyrri hálfleikinn, en enski lands- liðsmarkvörðurinn Peter Shilton átti snilldarleik i marki Leicester. Hann réð þó ekki við sjálfsmarkið á 7. minútu. Það var John Radford, sem lék upp völlinn og gaf fyrir markið. Shilton virtist eiga létt með að ná knettinum þegar félagi hans Manley rak út fótinn — breytti stefnu knattarins, sem skoppaði i markið. Rétt á eftir átti Rad- ford góða tilraun — lék á tvo varnarmenn, en hörkuskot hans var varið i horn. 1 siöari hálfleik kom Leicester meira i spilið og Len Glover fór þá illa með opið færi. En Bob Wilson i marki Arsenal var einnig i miklu stuði og varði vel. Undir lokin kom Charlie George inn á i stað Jeff Blockley hjá Arsenal. Frank McLintock lék með i stað Peter Simpson, sem var meiddur. Liverpool hefur ekki unnið deildaleik siðan 6. janúar og staðan var allt annað en góð lengi vel gegn Manch. City — liðinu, sem sló Liverpool út i bikarkeppninni. City lék prýði- lega og á 44. min. skoraöi miö- vörðurinn Tommy Booth meö skalla eftir aukaspyrnu Mike Summerbee. öllu virtist lokið hjá Liverpool, þegar fyrirliðinn Tommy Smith var rekinn af velli á 67. min. fyrir að rifast við dómara. En það var þó ekki — vörn Liverpool var sterk án Smith og á 78. min. skoraði Boersma eftir fyrirgjöf Brian Hall, sem haföi komiö inn sem varamaður fyrir Steve High- way. Ray Clemence átti stórleik i rnarki Liverpool. Chelsea byrjaði leikinn mjög vel gegn Leeds — Leedsliðið var leikið sundur af leiknum leik- mönnum Chelsea i 25 min., en ekki var skorað. Svo náði Leeds upphlaupi og Mike Jones skor- aði. Eftir það var Leeds-liðið sterkari aðilinn i leiknum — leikmenn Chelsea fóru að verða grófir og þrir bókaðir. En á 58. min. tókst Chelsea að jafna. Garner skallaði þá knöttinn fyr- ir fætur Peters Osgood, sem renndi honum i mark. Lokaminúturnar hélt Leeds upp mikilli pressu og þá voru Peter Lorimer og Mike Bates óheppn- iraðskora ekki — auk þess, sem Phillips átti snilldarleik i marki Chelsea. Ipswich lék slakt lið Manch. Utd. sundur og saman á Port- land Road i Ipswich. Strax á 2. min skoraði Bryan Hamilton fyrir heimaliöið eftir að Mike Lambert hafði átt skot i þverslá. Colin Harper, bakvöröur, skor- aði annað mark liðsins á 29. min eftir hornspyrnu með skalla. Aðeins góð markvarzla Alec Stepney kom i veg fyrir fleiri mörk Ipswich i fyrri hálfleikn- um. Hamilton kom Ipswich i 3-0 áður en Lou Macari skoraði eina mark Manch. Utd. Rétt á eftir skoraöi George Graham eftir aukaspyrnu Bobby Charlton, en linuvörður dæmdi markið af — og sama skeði hinum megin, þegar fyrirliðinn og bakvörður- inn Mick Mills sendi knöttinn i markið með stórglæsilegu skoti. Rangstaða var dæmd á leik- menn, sem engin áhrif hafði. Siðasta mark Ipswich skoraði Suður-Afrikumaöurinn Viljoen úr vitaspyrnu eftir aö Buchan hafði varið með hendi. Hið unga liö Ipwswich leikur mjög glæsi- lega og Lambert var hreint óstöðvandi lengstum. Hann lék Forsyth grátt framan af — og skiptu bakverðir United þó um stöðu. Tony Dunne tók Lambert að sér og gekk ekki alltaf of vel. Vörn Manch. Utd. átti slakan leik — skilningurinn virðist afar bágborinn hjá varnarmönnum innbyrðis, þó greinilegir hæfi- leikar þeirra sjáist oft. Einu mennirnir, sem eitthvaö gátu i liöi United voru Charlton og Brian Kidd, sem kom i stað Willie Morgan. Hann meiddist i landsleiknum á Hampden i miðri siðustu viku. Það er áfall fyrir Manch. Utd. þvi Morgan hefur verið bezti maður liðsins i vetur. Eftir gifurlega gagnrýni á Ðerby, sem lék með hreinu varamannaliði gegn Stoke i miðri viku (félagið verður jafn- vel sektaö fyrir það) og sagt, að Derby hugsi aðeins um leiki i bikarkeppni, lék liðið með beztu mönnum sinum gegn Sout- hampton. Og það varð auðvitaö stórsigur — Hector skoraði tvi- vegis i s.h., en Hinton skoraði fyrsta mark leiksins. A milli sendi bakvörðurinn Bob McCarthy knöttinn i eigið mark. Coventry sótti nær stöðugt gegn Tottenham, en aldrei tókst liðinu að skora og svo 15 min fyrir leikslok mistókst Alan Dugdale að spyrna frá eftir fyr- irgjöf Martin Peters. John Pratt sendi knöttinn i markið. West Ham haföi næstum kastað frá sér stigi gegn WBA. Billy Bonds skoraði fyrir WH á 19. min., en 50 min siðar, átti McDowell slæma sendingu til markmanns, sem Tony Brown náði og hann skoraöi auðveldlega og jafnaði. Leikmenn Bobby Moore sóttu og sóttu lokaminúturnar — og i „meiðslatima” sendi Moore hnitmiðað á Robson úr auka- spyrnu, sem skoraði sigur- markið. Crystal Palace hafði yfirleitt góð tök á leiknum gegn Stoke. 1 hálfleik stóð 2-0 fyrir Lundúna- liðið — Poosee og Alan Whittle skoruðu. I byrjun siðari hálf- leiks skoraði Jimmy Greenhoff fyrir Stoke. Það stóð ekki lengi. Don Rogers kom CP i 3-1 eftir mikið sólómark. Rétt undir lok in skoraði svo Dennis Smith annað mark Stoke, og spenna var um stund. Leikur úlfanna og Newcastle varð nokkurs konar einvigi milli Hibbitt-bræðranán. Ken Hibbitt náði forustu fyrir úlfana á 21.min., en Terry Hibbitt jafnaði fyrir Newcastle. Derek Parkin lék nú með Úlfunum eftir langt hlé vegna hjartasjúkd'óms. Úlfarnir hefðu átt að ná báðum stigunum. Derek Dougan fór illa að ráði sinu — komst framhjá markverði Newcastle, en féll fyrir framan galtómt markið og tækifærið var um leið glatað. 1 fallbaráttuleiknum i Sheff- ield tókst Birmingham að tryggja sér bæði stigin með marki hins 18 ára Trevor Francis á 26. min. Harka var mikil i leiknum og Bob Hatton hjá Birmingham var rekinn af velli, en samt tókst liðinu að halda báðum stigunum. Staðan i deildunum er nú þannig: 1. deild Arsenal 31 18 8 5 43-27 44 Liverpool 30 17 8 5 53-32 42 Leeds 29 16 8 5 51-30 40 Ipswich 29 14 10 5 43-29 38 Derby 31 14 6 11 40-43 34 Newcastle 30 12 9 9 48-39 33 West Ham 30 12 8 10 51-40 32 Manch. C. 29 11 8 10 41-41 30 Tottenh. 29 11 7 11 37-34 29 Chelsea 29 9 11 9 40-38 29 Wolves 28 11 7 10 41-40 29 Southampt. 30 8 13 9 29-34 29 Coventry 29 10 8 11 30-32 28 Everton 28 9 8 11 28-26 26 Leicester 30 8 9 13 34-41 25 Sheff. Unt. 29 9 6 14 31-44 24 C. Palace 28 7 9 12 32-36 23 Birmingh. 29 7 9 13 34-44 23 Norwifh 29 8 7 14 26-43 23 Stoke 29 7 8 14 43-44 22 Manch. Unt. 30 6 10 14 29-49 22 W.B.A. 28 6 7 15 25-43 19 2. deild Burnley 29 15 12 2 50-28 42 Q.P.R. 30 15 11 4 56-32 41 Aston Villa 29 13 10 6 36-29 36 Fulham 29 12 10 7 45-32 34 Oxford 30 14 5 11 37-30 33 Blackp. 30 12 9 9 43-36 33 Luton 29 12 9 8 36-32 33 Middlesbro 31 11 10 10 28-35 32 Sheff. Wed. 30 11 8 11 45-41 30 Millwall 30 11 7 12 40-34 29 Bristol C. 29 10 9 10 38-38 29 Hull 29 9 10 10 43-39 28 Portsm. 29 10 8 1 35-33 28 Preston 30 10 8 12 29-45 28 Nottm. For. 29 9 9 11 31-36 27 Carlisle 28 9 8 11 41-34 26 Sunderl. 26 8 9 9 37-34 25 Huddersf. 30 6 12 12 26-38 24 Cardiff 27 9 5 13 31-40 23 Orient 29 6 11 12 27-36 23 Swindon 29 6 11 12 34-49 23 Brighton 30 3 9 18 31-68 15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.