Vísir - 31.03.1973, Síða 1

Vísir - 31.03.1973, Síða 1
63. árg. — Laugardagur 31. marz 1973. — 77. tbl. ÞÆR ÍSLENZKU UNNU NORÐURLANDAMEISTARANA Þær láta ekki að sér hæða is- lenzku stúlkurnar, og fái þær tækifæri til að leika handknattleik við stöllur sinar ytra, er ekki aö spyrja að leikslokum. 1 gærkvöldi unnu islenzku stúlkurnar Norður- landameistarana norsku i hand- knattleiksmóti Norðurlanda i Ny- köbing með 13:12 i æsispennandi leik. Piltarnir i unglingalandslið- inu töpuðu aftur á móti stórt fyrir Dönum meö 18:25. tslenzku stúlkurnar eru efstar eftir leikinn með 2 stig, þvi Danir og Sviar gerðu jafntefli, 10:10. I hálfleik var staðan 6:6, en leikurinn varð æsispennandi og lauk með sann- gjörnum sigri okkar stúlkna að sögn NTB-fréttastofunnar. Erla Sverrisdóttir skoraði flest mörk tslands, eða 5 talsins. LITLA- FJÖÐUR KOM f STAÐ BRANDO Þetta er Sacheen Litla-Fjööur, seni mætti i staö Marlon Brandos við af- hendingu Óskarsverölaun- anna núna á þriðjudags- kvöldið var. — Eins og menn muna afþakkaði Brando verðlaunin, en sjá annars. NANAR A BLS. 5 r \ ■ ■ ÞAÐ ER FYRSTI APRÍL, GÓÐII Það þýöir ekkert að fyrtast, þótt þú verðir látinn hlaupa apríl á morgun. Þrátt fyrir þessa aövörun eiga margir eftir að „hlaupa” f tilefni dagsins. Eitt er þó vist, Visir mun ekki láta iesendur sina hlaupa april að þessu sinni, blaðið kemur ekki út á sunnudögum. t frásögn af út- varpsþáttum kemur i Ijós, að april-spé útvarpsmanna verður rifjað upp núna um helgina. —Sjá bls. 15 Kaupmenn boða mjðlskort — Sjá baksíðu Munaði 653 milljónum á hœsta og lœgsta tilboði — erlendu fyrirtœkin víða „fléttuð saman“ í tilboðum sínum Hressilegur munur bárust í vélar, rafbúnað, annan búnað fyrir Sig- var á tilboöum, sem þrýstipipur, lokur og ölduvirkjun. Tilboðin voru opnuð i gær. Munar hvorki meira né minna en 653 milijónum isl. króna á hæsta og Iægsta tilboðinu. Lægsta tilboðið barst frá ASEA, Nothab, Sviþjóð og Waagner Biro Austurriki, 1345.6 milljónir króna. Hæsta tilboðiö var frá CGEE Alstham, Frakklandi, 1998.5 milljónir króna. Tilboðin eru miö- uð viö allan kostnað með flutningi og uppsetningu. Alls bárust 14 tilboö i þennan hluta Sigölduvirkjunar, þar af fjögur frá einu og sama fyrirtæk- inu, Sybetra, Belgiu. 1 flestum til- vikum eru fleiri en eitt fyrirtæki, sem senda hvert tilboð, alveg upp i fjögur talsins og eru i mörgum tilvikum sömu fyrirtækin, sem hafa sent inn mismunandi tilboð með mismunandi aðilum. Alls eru þannig 18 fyrirtæki, sem taka þátt 1 þvi að senda tilboö. Til þess að lesendur geti betur áttað sig á tilboðunum birtum við þau öll á bls. 3. Þar má sjá, hvernig sömu fyrirtækin koma fyrir aftur og aftur. Athygli vek- ur, að Mitsui og Toshiba, einu japönsku fyrirtækin, sem senda inn tilboð, eru með mjög há til- boö, eöa næsthæsta og þriöja hæsta tilboðiö. Skýringar á þvi, að fyrirtækin senda inn fleiri en eitt tilboð i samvinnu við fleiri en einn aðila, eru sennilega þær, að þau eru aö koma fram meö fleiri en einn gæðamöguleika og fleira en eitt annað merki fyrir utan þeirra eigið, til þess m.a. að útloka, að eitt merki, sem af einhverjum ástæðum er illa þokkað, gæti eyðilagt tilboöið. Að öllu ööru jöfnu má gera sterklega ráö fyrir þvi, að sænska tilboðinu verði tekiö. Sviþjóö hef- ur gott orð á sér sem iðnaöarland, ASEA er traust og virt fyrirtæki. Sviþjóö er nálægt tslandi bæði pólitiskt og landfræðilega, sem alltaf telst kostur, —VJ Það er að koma sumar Hvaöa ástæða er til annars en að brosa breitt, þegar næstum er hægt aö telja á fingrum annarrar handar dagana, sem enn eru eftir til sumardagsins fyrsta? Þær Þórdís Sigurðardóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir telja i það minnsta enga ástæðu til annars. Og þó það sé ennþá dálitið kalt, og eiiitið snjóföl hvili létt á jörðu svona hér og þar, finnst þeim vera mál til komið að búa sig upp sam- kvæmt sumartizkunni, sem boöuð hefur veriö. Báðar eru þær búnar að fá sér léttar sumarpeysur og leggja til hliðar þær þykku, sem hafa dugað svo vel i vetur. Og þá er ekki annað en telja meö stúlkunum dagana til sumardagsins fyrsta. ÞJM/BG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.