Vísir - 31.03.1973, Page 6

Vísir - 31.03.1973, Page 6
6 Vísir. Laugardagur 31. marz 1973. vísrn Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ./ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 línur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Skammarleg tregða Ráðherrar vilja drepa á dreif frumvarpi þing- manna úr öllum flokkum um að staðfesta tilveru landshlutasamtaka sveitarfélaga i lögum. Frum- varpið var flutt vegna eindreginna tilmæla stjórnar Sambands islenzkra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna um landið allt. Ráðherrar nefna, að endurskoða þurfi sveitarstjórnarlög- gjöfina i heild, og sumir vilja, að landshlutasam- tök á Norðurlandi verði tvö, sitt fyrir hvort kjördæmið. Hvort tveggja er fyrirsláttur i þessu tilviki. Vandalaust væri að samþykkja nú lögin um landshlutasamtök með heimildarákvæði um tvö samtök á Norðurlandi, ef i ljós kæmi siðar vilji heimamanna um það. Jafnframt væri þörf að endurskoða sveitarstjórnarlög og -skipun, án þess að þurfi að fresta staðfestingu landshluta- samtakanna. En málið er athyglisverðast fyrir þær sakir, að svo virðist sem að baki afstöðu ráðherra liggi öðru fremur tregðan á að viðurkenna dreifingu valds frá miðstjórn til héraðanna. Hjá fulltrúum rikis gætir stundum ótta við slika dreifingu, sem auðvitað mundi skerða völd rikisvaldsins. Tregðan á einnig rætur að rekja til sjálfs óttans við breytingarnar, i rauninni ótta við framfarir. Það er nú viðurkennt um heim allan, að efla beri lýðræði og stemma stigu við hinu yfirþyrmandi rikisvaldi með þvi einmitt að flytja meira vaid til héraða og þannig nær fólkinu sjálfu. Landshlutasamtök sveitarfélaga sem hafa sprottið upp hvert af öðru siðustu árin, gegna ein- hverju hinu mikilvægasta hlutverki við varð- veizlu og eflingu lýðræðis i landinu. Þau hafa orðið til i tengslum við landshlutaáætlanirnar, enda reynslan verið ólygnust um kosti þess, að heimamenn hafi veruleg áhrif á slikar áætlanir, fremur en framandi embættismenn ráðstafi þeim. Skipulagning landshluta og héraða með byggðakjörnum, sem megni t.d. dæmis i fram- tiðinni að stöðva fólksflótta til Suðvesturlands, hlýtur að vera i senn áhugamál og viðfangsefni heimamanna fyrst og fremst með þeim stuðningi af almannafé, sem réttlætist af hagkvæmni þess að byggðin sé dreifð. Landshlutasamtökin hafa unnið gott starf, en þau eru þó enn sem komið er fyrst og fremst visir að þvi, sem siðar verður. Ráðamenn gera sér ljóst, að margir sveitar- stjórnarmenn stefna að miklu meiri dreifingu valds en orðin er. Það verður hins vegar verkefni seinni tima, rikisstjórna og þingmanna i fram- tiðinni, að skipa þeim málum. Á þessu stigi er aðeins beðið um, aðjjróunin sé ekki hindruð með fyrirslætti. Um það hafa sveitarstjórnarmenn um landið allt beðið, en ekki annað. Lýðræðið er meðal annars i þvi fólgið, að einstaklingarnir i þjóðfélaginu geti sem viðast látið til sin taka við úrlausn þeirra vandamála, sem að þeim sjálfum snúa. Einhver mesta hætta okkar tima er sú, að rikis- valdið, rikisbáknið, verði ofurvald yfir einstak- lingunum. Þessi hætta er nú orðið jafnvel viður- kennd af mörgum f orsvarsmönnum sósialisma. Dreifing valds út um landið er þvi i senn nauð- synleg til að vernda lýðræði og efnahagslega far- sæld landsmanna. MEGRUN í ALÞJÓÐ- LEGUM STÍL „Það má gera sér mat úr öllu,” er haft eftir einum gallhöröum kaupahéöni, sem heföi jafnvel getaö selt Eskimóum fsskápa. Og þaö má nú scgja, — þegar mönnum tekst aö gera sér mat úr MEGRUN. Já, megrun er oröin „Big business,” (svo aö gripið sé til GULLaidarislenzku.) Þaö gat svo sem hver sagt sér þaö sjálfur, að i megrun lágu GULLIN tækifæri. Þaö var bara spurningin, eins og alltaf i öllum viöskiptum, hver yröi fyrstur til aö koma auga á þaö og notfæra sér þaö. Menn sjá það svo sem núna eftirá — alveg eins og menn sáu það, eftir að Kólumbus hafði sýnt þeim það, hvernig átti að láta egg standa upp á endann — að markaður fyrir megrun er ótak- markaður. Um heim allan má finna fólk, sem hungrar i þennan söluvarning. Það vantaði bara einhvern til þess að selja þeim hann. Þessi einhver hlaut fyrr eða siðar að skjóta upp kollinum. Timaritið Newsweek segir ný- lega frá samtökum, sem kalla sig „Weight Watchers” (frjálslega þýtt Þyngdargæzlan,) en þau hafa um siðasta tiu ára bil brætt spikið af Amerikönum með matarkúrum og hvatningar- orðum. Þau hafa starfað eins og samtök öfgatrúarmanna, sem full af eldmóöi berjast gegn einum ákveðnum óvini — nefnilega of- fitunni. Newsweek segir frá þvi, að samtökin hafi nú ákveðið að láta ljós sitt skina á Vestur-Evrópu. Þeim sé ljóst, að þessi óvinur sé alþjóðlegur og hvarvetna hinn sami, hvaða nafni, sem hann nefnist: OFFITA á Islenzku, das ! FETT á þýzku, la GRAISSE á frönsku il GRASSO á itölsku, the FAT á ensku. „Þyngdargæzlan” hefur sem sé sagt úttútnuðum vömbum og klessulaga mjöömum Evrópu- manna strið á hendur. Hún er lögð upp i hergöngu. Samtökin opnuðu reyndar fyrst „business” i Evrópu fyrir þrem árum, þegar sett var upp skrif- stofa i Dusseldorf i Vestur-Þýzka- landi. En þetta fyrirtæki hefur smám saman verið að færa út kviarnar, svo að það má nú heita allt að þvi alþjóðlegt. Ef áfram heldur sem horfir verða varla mörg ár þangað til aö það verður sett undir sams konar mæliker og oliufélögin, sem teygja arma sina um heim allan. I dag hafa samtökin á sjöunda hundrað meðlimi I þýzkum borgum, og fimmtán sölumanna- flokkar fara þaðan vikulega yfir til Sviþjóðar til þess að bjóða þjónustu sina. Parisardeildin byrjaði i siðasta mánúði. I Milanó blómstra viðskiptin svo, aö opnaö var úti- bú i Monza I siöustu viku. Annaö verður opnaö i Róm á næstunni. „Ég hef ekki samanburöartölur Anita Rieger fyrir.... og Anita Rieger eftir á. minmm Umsjón: Guðmundur Pétursson fyriritalska bakhluta miðaöa við franska, eöa sænskar mjaðmir gagnvart þýzkum,” játaði vara- forseti útflutningsdeildar „Þyngdargæzlunnar,” Russell J. Varano, I viðtali viö fréttamann Newsweek. „En þjóðernið skiptir engu máli. Alls staðar liður feitt fólk önn fyrir ásigkomulag sitt, og það biður frelsunarinnar.” „Þyngdargæzlan” rekur nokkurs konar heimsvaldastefnu imatarkúrum og þverskallast við að breyta neitt amerisku upp- skriftinni til aðlögunar fyrir evrópskar átvenjur. Nefnilega vegna þess, að það, sem sé gott fyrir Amerikana, hljóti lika að vera gott fyrir Evrópubúa. I Bandarikjunum hefur WW ( eins og Weight Watchers skammstafa sig) haldið sig fast við, að félagarnir borðuðu þrjár full- komnar máltiðir á dag, þar á meðal staðgóðan mat eins og kjöt og fisk og kjúklinga. En galdurinn viö lækninguna er sá að byggja saðninguna að mestu leyti á ávöxtum og hitaeiningarrýrum matvælum. Auövitað er það þó ekki allt og sumt. Hinn hluti þjónustunnar, sem samtökin bjóða upp á, er félagsskapur. Um leiö og fitu- kagginn er orðinn féiagi i sam- tökunum, fær hann ekki bara ráð- leggingar um mataræði, heldur sækir hann reglulega fundi með einum ákveðnum félagahóp. Þar er andrúmsloftið kumpánlegt. Menn eiga sér þarna eitt og sama hjartansmál. Hugurinn er allur bundinn við það, og ekki um annað talað. Hver og einn hvetur annan til afreka, og sá getur verið hreyknastur, sem baðar sig i aðdáun hinna vegna mestrar framfaranna. Þarna i þessum...tja, ætti maður að segja vakningasam- komum....liggur lykillinn að þvi að skapa þá einbeitni, sem megrunin krefst. Félagarnir veita hverjir öðrum það aðhald, sem vegur uppi skortinn á sjálfs- aganum. Og allt gengur þetta fyrir sig án nokkurrar sjálfsfórnar. Menn eta og drekka sælir og áhyggjulausir, en ekki lengur i óhófi samt. Þýzku meðlimirnir verða að visu að neita sér um bjórinn. En þeim er bent á einhvern annan drykk i staðinn. Italirnir verða að sleppa rauðvininu og ólivusósunni, en þeim er kennt ráð til þess að búa sér til bragðgóða sósu úr tómat- safa. Og svona koll af kolli. Að visi hefur þetta ekki gengiö alveg eins og i lygasögum. Þannig ráku forkólfar Þyngdar- gæzlunnar sig á það, að hinir seinteknu Þjóðverjar voru litt hrifnir af hinni kumpánlegu am- erisku aðferð, þar sem allir áttu að vera dús strax á fyrstu minútum. Og sumir frönsku félagarnir földu sig á bak við dökk sólgleraugu, og forðuðust að segja sitt rétta nafn. — Það virtist sem Evrópubúar blygðuðust sin fyrir að segja ókunnugum til þyngdar sinnar, eins og skylda var á fundum. Engu að siður hafa vonlausir fitukeppir hópazt inn i „Þyngdar- gæzluna”, þar sem hún hefur skotið niður rótum. Og nú þegar eru nokkrar af- rekssögur komnar á kr'úk. Ein af konunum i fyrsta italska hópnum léttist um 16 pund i fyrstu vikunni — þrátt fyrir að hún misskildi fyrirmælin um mataræðið, og borðaði á degi hverjum morgun- verðarhitaeiningar, sem henni áttu áð endast til heiliar viku. 1 Þýzkalandi sló Anita Rieger (48 ára) öll met, enda er hún nú fastráðin hjá „Þyngdargæzlunni” til þess að kenna öðrum að njóta lifsins „29 kilóum léttari.” Einn, sem þyrfti að passa sig og komast I Þyngdargæzluna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.