Vísir - 31.03.1973, Síða 8
8
Visir. Laugardagur 31. marz 1973.
Hausttízkan
þegar komin!
Fyrst er það þó vorið, og þar býður tízkan upp ó margt ódýrt
Þessar töskur væru ekki amalegar I sumarferöaiögin. Þannig
má fá úr leöri og plasti, en plast er f mörgum þeim hlutum, sem
boöaöir eru f vor og sumar.
lands, og viöurkenndir af öllum
sem tizka.
Belti, og þá plastbelti, eru
mikiö borin viö klæönaöinn, og
þá sérstaklega viö peysur. Arm-
bandshringir eru bornir utan á
peysunum, og þá oft margir
mjórri saman. Eyrnalokkar I
sama lit eru þá oft bornir viö,
yfirleitt plastkúlur eöa hringir.
Og ekki má svo gleyma perlu-
festunum. Þær eru bornar viö
hvaö sem er. Bæöi fyrirfinnast
stórar kúlur og svo litlar og fin-
legar i festunum.
Fingurnir eru svo loks
skreyttir meö hringjum. I staö-'
inn fyrir rándýran stein, er
komiö fyrir litlum hjörtum, og
stundum detta manni i hug
hringirnir, sem fylgdu meö
lakkrisrörum i verzlunum hér
áöur fyrr. Sumir hringjanna eru
þó útbúnir sem úr. Þess má geta
aö úrin eru borin utan yfir
peysustroffinu.
Skórnir eru enn meö háum
hælum, en þó ekki þeim gifulega
háu, sem hafa veriö rikjandi aö
undanförnu. Skórnir eru öllu
finlegri i vor og sumar.
Litirnir eru ljósir, enda höfum
viö vist fengiö okkur fullsödd af
dökkum og drungalegum litum
vetrar konungs.
—EA
ur. Allt beinar linur, svo sem v-
hálsmál á peysum og skyrtum
o.s.frv.
Litirnir eru aöallega grænt,
brúnt, bleikt, mosagrænt og
ýmsir rauöir litir. Tweedefni
verða lika hátt á lista.
Pils verða nokkuö vinsæl, og
þau eru þá flest öll höfö þröng.
Siddin á pilsunum og kjólum er
nokkuö misjöfn, og þar virðist
engin ein regla gilda. Sum hver
ná niöur á kálfa, önnur aöeins
niöur á miö hné. Siddin verður
þó aldrei styttri.
Hattar viröast veröa vinsælir.
Og þá er farið aftur að árunum
um 1920. Hattarnir eru eins og
hjálmar i laginu, sumir prjón- i
aöir eöa heklaöir, en aörir
saumaöir. Margir eru úr tvilitu
efni, og þá oft röndóttir, eöa
meö tveimur finlegum röndum
á börðunum.
Rúllukragapeysur veröa
einnig vinsælar, og þá i fyrr-
greindum tizkulitum. Mikið
virðist einnig ætla aö veröa um
regnfrakka, jakka eöa kápur.
Kemur þaö sér harla vel fyrir
okkur Islendingana, þegar fer
aö hausta.
Heimaprjónaðir sokkar, sem
ná alveg upp að hnjám, þykkir
og hlýir, virðast ætla að njóta
vinsælda. Og þá er hætt viö, aö
mamma eða amma fái nóg aö
gera meö prjónana sina. Viö
klæönaöinn eru svo bornir
klossalegir skór meö þykkum
sólum og hælum. „Klumpa-
skór”, eins og þeir kallast.
En víkjum að vorinu.
Viö höfum þegar sagt nokkuö
frá vortizkunni, en stööugt kem-
ur eitthvaö nýtt og nýtt fram á
sjónarsviðiö. Þaö nýjasta núna
eru skartgripirnir. Ekki skart-
gripir úr gulli og verömætum
efnum, heldur skartgripir úr
plasti og ýmsum ódýrum
efnum.
Þá skartgripi ætti aö vera
hægt aö fá i ýmsum litlum og
skemmtilegum ,,skran”-verzl-
unum, eins og viö köllum þær, á
lágu verði. Verzlunum sem láta
litiö yfir sér, þvi aö hætt er viö,
aö hinir einföldustu skartgripir,
perlufestar og eyrnalokkar,
kosti drjúgan skilding, þegar
þeir loks eru komnir hingaö til
RITSUllN
SÍMI
86611
VÍSIR
IIMIM
SÍÐAIM
Þó að vorið hafi ekki
ennþá náð til okkar hér
uppi á íslandi, og vetur
ekki kvatt, að minnsta
kosti ekki eftir öllum
almanökum að dæma, þá
eru erlendir tízkuf römuðir
þegar farnir að hugsa
fyrir haustinu og vetrin-
um varðandi klæðnað
mannfólksins þá.
Enn berast þó ekki margar
fréttiraf tizkufatnaöinum næsta
haust og enn hafa fáar myndir
borizt af klæönaðinum. Fréttir
eru samt teknar aö berast og úti
i hinum stóra heimi koma tizku-
frömuöir saman ööru hvoru og
halda sýningar á haustfatnaöin-•
Þannig veröa skartgripirnir i
vor. Aliir af ódýrustu gerö, en
ekkert ber á gull- og silfur-
hringjum eöa ööru sliku.
Þaö er vist óhætt aö bjóöa
vorið velkomiö áöur en viö för-
um aftur aö hugsa um dimman
og drungalegan veturinn, sem
er nú rétt um þaö bil aö losa
okkur úr greipum sinum. Enn er
nógur timinn fram til súldar
haustsins, en ekki sakar þó að
lita á þaö sem boðað er.
Italir boöa þröngan fatnaö og
fatnaö meö beinum llnum. Eng-
, in u-hálsmál og engar bogalln-
Simplicity
smóin
eru fyrir alla í
öllum stæróum
Það er oft erfitt að fá fatnað úr
þeim efnum sem þér helzt óskið
eftir. En vandinn er leystur með
Simplicity sniðunum, sem gera
yður kleift að hagnýta yður hið
fjölbreytta úrval efna, sem við
höfum á boðstólum.
Nú plokka karlmenn augnabrúnir sínar,
lita augnhúrin og púðra ó sér nefið!
„Doppótt augnalok" og fölir litir hjú kvenfólkinu
Það er kannski ótrúlegt,
en samt sem áður satt, að
karlmenn eru nú farnir að
púðra á sér nefið. Þeir eru
farnir að nota ýmiss kon-
ar skyggingará andlit sin,
og sennilega iíður ekki á
löngu, áður en þeir fara
að arka um göturnar eins
og vel tilhöfð kona.
Kannski er þaö ekkert ótrú-
legt, þvi aö karlmenn þurfa ef til
vill ekkert slöur á snyrtingu aö
halda en kvenfólkið. Þeir eiga
sjálfsagt viö sömu erfiðleika aö
etja viövlkjandi húöinni og kon-
urnar.
En hvað um það. Karlmenn
eru farnir aö plokka augnabrún-
ir slnar, þeir eru farnir að lita
augnhárin, annaðhvort með
ekta lit eða „mascara”, þeir
nota dagkrem jafnvel litaö, og
þeir nota ýmiss konar krem til
þess aö skyggja andlitiö meö, —
til dæmis til þess að fela og hylja
bauga og aðra galla.
Þetta upplýstu þær okkur
meðal annars um, snyrtisér-
fræðingarnir Gréta Gunnarsdótt
ir, Sigurdis Sigurbergsdóttir og
Katrin Friðriksdóttir i Gresiku
snyrtistofu, sem nýkomnar eru
af alþjóöasnyrtiþingi i London á
vegum International Health and
Beauty Council.
A þinginu kom meöal annars
fram andlitssnyrting sú, sem
boöuð er nú. Breytist hún
talsvert frá þvi, sem hún hefur
verið i vetur, og verða litirnir
öllu fölari og mildari en veriö
hefur.
Ein helzta nýjungin eru
kannski augnskuggarnir sem
notaöir veröa hjá kvenfólkinu.
Þar er ótrúlegustu litum raöaö
saman. Til dæmis er grænum lit
komið fyrir á augnalokum og
siöan er bleikur litur settur fyrir
ofan, á milli augnaloks og
augnabrúnar. Stundum er lika
bleikum deplum komiö fyrir á
augnalokunum, ofan á grænan
lit sem er þar þegar fyrir.
Nú eru varalitir ekki lengur
dökkrauöir og naglalökkin ekki
heldur. Nú veröa varalitirnir og
naglalökkin aftur i bleikum lit.
Allur andlitsfaröi er þó heldur
ljós, og fylgir hann þeim
tizkulitum, sem sagðir eru
veröa rikjandi þegar sólin fer
loks aö skina glatt yfir okkur.
Litirnir eru ljósbleikt, ljós-
blátt, beige og fölgrænt.
„Eyeliner” er nú kominn fram
á sjónarsviðiö aftur, en i mjög
finlegum litum og gjarnan i
svipuöum lit og augnskugginn.
Kvenfólkiö verður liklega
ekki lengi aö tileinka sér þá
tizku, sem rikjandi veröur i
sumar, en þaö veröur forvitni-
legt að sjá, hvort islenzkir karl-
menn munu koma til meö aö
láta plokka augnabrúnir slnar
og lita augnhárin.
Eitt er þó ólikt með andlits-
snyrtingu karlmannsins og kon-
unnar. Karlmaöurinn vill held-
ur hylja snyrtinguna. Hún á
vissulega aö vera til þess að
fegra hann, en það má þó ekki
sjást of greinilega.
— EA
Umsjón:
Edda Andrésdóttir