Vísir - 31.03.1973, Qupperneq 15
15
Vlsir. Laugardagur 31. marz 1973.
| í DAG | í KVÖLP [ I PAB | í KVÖLD | í PAG
Sjónvarp í kvöld kl. 21.35:
Laugardagsmyndin Evudœtur:
Maö aöalahlutverkin I myndinni Evudætur, fara þau Bette Davis sem leikur Margot Channing, Anne
taxter, sem leikur Evu Harrington, Celeste Holm og George Sanders.
ENGINN ER ANNARS
BRÓÐIR í LEIK
Laugardagsmynd sjon-
varpsins að þessu sinni
heitir Evudætur. Þetta er
bandarísk biómynd frá
árinu 1950. Leikstjóri er
Joseph L. Mankiewicz, en
textaþýðandi myndarinn
ar er Kristmann Eiðssoa
Myndin f jallar um það,
að fræg leikkona, Margot
Channmg að nafni, tekur
upp á arma sína unga
stúlku, sem lengi hefur
verið ákafur aðdáandi
hennar, en vinkona Mar-
got hafði veitt því athygli,
aðstúlkan varoftávappi
fyrir utan leikhúsið, sem
Margot starfar við.
Með þeim Margot og stúlk-
unni tekst góö vinátta, og fer svo
fljótlega, aö stúlka þessi, sem
heitir Eva Harrington, veröur
eins konar hægri hönd leik-
konunnar.
Eva segir henni sögu sina,
sem er að mörgu leyti átakan-
leg, og fyllist Margot djúpri
samúöarkennd meö henni.
En brátt kemur i ljós,. aö Eva
býr yfir ýmsum hæfileikum,
meðan annars litur út fyrir að
hún hafi töluverða leikhæfi-
leika. Og þá fer aö draga til
þess, aö Margot þyki nóg um,
og fer að veröa hrædd um, aö
Eva muni koma til með aö
skyggja á frama hennar innan
leikhússins.
Sjónvarp ó morgun kl. 20.45:
Erfiðlega gengur að
fínna morðingjann
Á sunnudagskvöld verður
þriðji þáttur sakamála-
myndaflokksins i sjónvarp-
inu, en myndaflokkurinn í
heild nefnist Wimsey
lávarður.
Pétur Wimsey lávarður
og félagi hans, sem er
leynilögreglumaður, hafa
fundið á morðstaðnum, þar
sem tilvonandi mágur Pét-
urs var myrtur, ýmis um-
merki, sem lögreglunni
hefur sézt yfir, og taka til
óspilltra málanna við rann
sókn málsins.
Pétur hefur samband viö lög-
regluna, en hún taldi sig hafa
fundið slóð manns, sem mögulega
gæti veriö morðinginn. En i Lond-
on virtist sem maðurinn hefði
gufaö upp.
Dóttir lögreglumanns býður
lávarðinum með sér i klúbb nokk-
urn i London, en sá klúbbur ber
heitiö Anglo-Sovétklúbburinn.
Maria, systir Péturs Wimsey,
sem var trúlofuð þeim myrta,
hafði verið meölimur i þessum
klúbb áður en hún trúlofaðist, og
var þá i allnánu sambandi við
áhrifamann þar.
Pétur hittir manninn og tekur
fljótlega eftir þvi, að hann er með
aðra höndina reifaða. Þegar Pét-
ur gerir sig liklegan til að vilja
ræöa við þennan náunga, leggur
hann á flótta. Lávarðurinn tekur
sig til og eltir hann, en þá dregur
flóttamaðurinn upp byssu og
tekur að skjóta, og eitt skotið hæf-
ir þann, sem flóttann rekur, en
sárið reynist fremur litilfjörlegt.
Maria játar fyrir aðstoðar-
manni Péturs, að hún sé moröing-
Lord Peter Wimsey leggur mikið
kapp á að finna morðingjann —
enda er það Hka hans eigin bróðir,
hertoginn af Denver, sem situr
bak við iás og slá grunaður um
verknaðinn.
inn, en þegar svo bróöir hennar
kemur heim, snýr hún við blaðinu
og neitar öllu.
A meðan þetta er aö gerast, sit-
ur bróðir þeirra, hertoginn af
Denver, i fangelsi grunaður um
morðið.
Hljóðvarp á sunnudagskvöld kl. 20.30:
Hvernig œtli ísbirnir líti
út þegar þeir öskra?
Nafnið i þætti, sem verður
annað kvöid i hljóðvarpinu, er
aiveg sérdeilis vel viö hæfi, þvi i
morgun er 1. april. Þátturinn
heitir nefnilega Gabb og grin!
Meðal þess, sem hlustendum er
þá boðið upp á, er segulbands-
upptaka frá 1. apríl 1957, en það
var I fyrsta skipti, sem Rikisút-
varpið gabbaði hlustendur sina i
tilefni þess mánaöardags.
Við munum heyra lýsingu á þvi,
þegar hiö fræga skip, VANADIS,
sigldi upp ölfusá i fyrsta (og
kannski siðasta sinn?).
Arni Björnsson, þjóðhátta-
fræðingur, ræðir um upphaf þessa
siðar — eða ósiðar — en hann mun
é
ekki vera innlendur, heldur
innfluttur fyrir löngu, það er að
segja siðurinn en ekki Arni, hann
er innlendur.
Þá verður rifjað upp annað
aprilgabb, sem lika veröur aö
skrifast á reikning Rikisút-
varpsins. Það gerðist 1. april
1965, en þá fóru þeir Arni
Gunnarsson og Stefán Jónsson til
Grimseyjar og gengu út á isinn,
sem þá umlukti Grimsey á alla
vegu, til að gera könnun á þvi,
hvort isbirnir öskri eða öskri
ekki!
Umsjónarmaður þáttarins er
Jón B. Gunnlaugsson.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.50:
Vakondi list af
lyriskum toga
A sunnudagskvöld verður á
dagskrá hinn vinsælj og vandaði
menningarmálaþáttur, Vaka. í
honum ræðir Björn Th. Björnsson
um Kjarvalssýninguna, sem
stendur yfir i nýja Myndlistar-
húsinu á Miklatúni. Auk þess fer
hann nokkrum orðum um hina
formlegu opnun hússins.
Sigurður Sverrir Pálsson
fjallar um kvikmynd, sem sýnd
er i Laugarásbiói um þessar
mundir, en nafn hennar er Dag-
bók reiðrar eiginkonu. Myndin
heitir á ensku This wife was
driven to find out, en hún er gerð
eftir samnefndri metsölubók Sue
Kaufman og hefur hlotið mikið lof
gagnrýnenda.
Vésteinn óiason spjallar við
Ölaf Hauk Simonarson um hina
nýútkomnu ljóðabók hans, Má ég
eiga viö þig orð? — en það er
fyrsta útgáfubók Sambands
úngra rithöfunda. Öiafur les fáein
ljóð úr bókinni.
Þorkeli Sigurbjörnsson segir
frá flutningi Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands, sem var i Há-
skólabiói s.l. miövikudagskvöld
en þar komu fram, auk hljóm-
sveitarinnar, einsöngvarar, og
fleiri listamenn.
Þá mun Stefán Baidursson
ræða um leikritið Pétur og Rúna,
en Leikfélag Reykjavikur frum-
sýndi það s.l. þriðjudag fyrir fullu
húsi við mjög góöar undirtektir
áhorfenda. Höfundur leikritsins
er Birgir Sigurðsson, og er þetta
fyrsta leikrit, sem flutt er eftir
hann.
Sýnt verður brot úr leikritinu og
ef til vill spjallað litillega við ein-
hverja þá, sem taka þátt i
flutningi þess.
Aðalleikararnir I hinu nýja og
jafnframt fyrsta leikriti Birgis
Sigurössonar, en það heitir Pétur
og Rúna. Leikararnir eru Arnar
Jónsson og Hrönn Steingrims-
dóttir.