Vísir - 14.04.1973, Qupperneq 1
63. árg. — Laugardagur 14. apríl 1973 — 89. tbl.
Lœknafélög mótmœla:
90 fermetrar
á geðsjúkling
— sjá
baksíðu
Steypa og steypa
og vilja lœkka
byggingarkostnað
Þeir steypa allan liðlangan
daginn há Verki h.f. í Köpa-
vogi. Þar verða húsin til í
verksmiðjunni þeirra, og
með þvi móti vilja þeir lækka
byggingarkostnaðinn. A
myndinni sjáum við
byggingamennina að
störfum, en í gær skoðuðum
við fyrsta húsið, sem reis á
tveim dögum í Garðahreppi.
— Sjá bls. 3.
ÞANNIG
Þannig muna víst margir
meistara Kjarval sitjandi úti I
náttúrunni, þungt þenkjandi og
niöursokkinn i verkefni sitt og lét
ekki trufla sig hið minnsta, þótt
einhverjir forvitnir áhorfendur
væru að góna til hans.
Og enda þótt Kjarval sé allur,
Slepptu skótð-
bókunum í
viku, en engu
að síður
fróðari
er aðdáun manna á verkum hans
enn sú sama, og mikill og góður
rómur hefur verið gerður að
sýningunni á Kjarvalsstöðum,
nýja myndlistarhúsinu á Mikla
túni. Þar hafa liðlega 40 þúsund
manns komið og skoðað
sýninguna i sýningarsölunum
tveim. Fólk hefur gert sér ferö
utan af landi, jafnvel i hópum, til
að skoða Kjarvalsverkin, og á
morgnana hefur gefið að lita
stóra hópa skólafólks sömu
erinda, og munu skólanemarnir
alls 4000 talsins.
Um helgina verða verkin aftur
tekin niöur, opið veröur i dag og á
morgun á timanum frá 14 til 22.
Eftir það verður rýmt fyrir kin
verskri list, sem veröur næst sýnd
i nýju salarkynnunum. -JBP-
SJA MYNDLISTARGAGNRÝNI
A BLS. 7.
Þó að krakkarnir I
öldutúnsskóla I Hafnarfiröi
hafi ekki þurft að sitja I
mörgum kennslustundum,
ekki þurft að hafa fyrir
heimalærdómi eða öðru
sliku sfðustu viku, þá hefur
það áreiöanlega ekki sakað
þau. Og sfður en svo. 1 stað
skólabóka skrifuðu þau við-
töl, skoðuðu bæinn sinn og
ýmislegt fleira. Allt fyrir
sýningu, sem opnar I dag i
skólanum og heitir „Bærinn
okkar.”
A myndinni sjást líkön af
húsum, semflest standa enn I
dag, og er litla húsið i
miðjunni hús Bjarna riddara
Sivertsen, þab mun vera
elzta húsið I Hafnarfirði, og
er nú veriö að gera við það.
★
Hótel í súrheysturni
— nýstárlegt hótel í bígerð
Margar snjallar hug-
myndir hafa komið fram
um lausn á gistivanda
ferðamanna, en þó vitum
við ekki til þess, að hingað
til hafi nokkrum hug-
kvæmzt að vista þá i súr-
heysturnum. Þetta hefur
nokkrum ungum mönnum
komið í hug og ætla að
framkvæma i Borgarfirð-
inum i sumar.
— Við erum að koma hér upp
aðstöðu til að taka á móti feröa-
mönnum, sem áhuga hafa á þvi
að komast i útreiðartúra og hafa
jafnvel áhuga á að kaupa sér
hesta, — sagði Reynir Aðalsteins-
son á Sigmundarstööum i Hálsa-
sveit i Borgarfirði er við ræddum
við hann. — Viö erum að ljúka viö
nýtt hús, þar sem veröur mötu-
neyti en i gamla Ibúðarhúsinu
verður svefnpláss fyrir 10 manns.
Fariö verður i útreiðartúra með
gestina um nágrennið. Hér eru
ýmsir fallegir staðir i nágrenn-
inu, svo sem Barnafossar og
Hraunfossar. Sólarhringsdvöl
mun kosta um það bil 1300 krónur,
og er þá innifalið svefnpláss, fullt
fæði og afnot af hestum. — Reynir
er einn þriggja eigenda Tamning-
ar sf., sem reka mun þessa starf-
semi að Sigmundarstöðum, en
hann hefur mikið stundað kennslu
I reiömennsku og sölu á hrossum
að undanförnu. Hann kenndi til
dæmis bændaefnum á Hvanneyri
hrossatamningu I vetur.
— 1 sumar ætlum við að
innrétta 4 herbergi i súrheys-
turni, sem er hér, og getum við þá
tekið við fleira fólki. — Reynir
sagöi okkur, aö þegar væri búið
að panta nokkuð gistingu að
Sigmundarstöðum, aðallega væru
það útlendingar, en frekar átti
hann von á, aö þeir yrðu i meiri-
hluta meöal gesta þeirra i
framtiðinni. ÓG.
Reynt ó þýzka
Afram á að reyna á Þjóð-
verja, hvort þeim er alvara með
tali um löndunarbann. Þannig
stóðu málin I gærkvöldi, aö tveir
togarar áttu að selja I V-Þýzka-
landi.
Bjarni Benediktsson mun eiga
að selja i Bremerhaven og
Þormóöur goði I Cuxhaven.
Ilallveig Fróöadóttir sneri frá
Þýzkalandi og seldi i Belgiu.
Var það metsala á þeim mark-
aði. Kilóið fór að meðaltali á 45
krónur.
— HH.
VAR MEISTARI KJARVAL