Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 14. aprll 1973. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Verðbólgustjórn Þegar viðreisnarstjórnin missti meirihluta sinn á alþingi i siðustu kosningum, var tæplega hægt að segja, að það þyrfti að koma á óvart. Stjórnin hafði þá verið við völd i tólf ár. Er það fátitt, að lýðræðisstjórnir haldi völdum svo lengi. Og einsdæmi er það hér á landi. Venjulega sitja stjórnir ekki nema eitt eða tvö kjörtimabil, t.d. i Englandi. Þá fara margir kjós- endur, sem studdu stjórnina, að hugsa sem svo, að nú sé rétt að breyta til og lofa stjórnarandstöð- unni að spreyta sig á viðfangsefnunum. Enginn vafi leikur á þvi, að rikisstjórn, sem heldur velli i tólf ár, hlýtur að hafa margt vel gert. Að öðrum kosti hefði hún ekki haft traust meirihluta þjóðarinnar svo lengi. Það er lika sannast mála, að þessi tólf ár voru mesta framfara- og velmegunartimabil i allri sögu þjóðarinnar, þótt núverandi rikisstjórn seg- ist hafa tekið við öllu i kaldakoli. Má raunar kallast merkilegt að halda sliku fram, þegar staðreyndirnar, sem blöstu við allra augum, vitnuðu um hið gagnstæða. Engin rikisstjórn á Islandi hefur tekið við eins blómlegu þjóðarbúi og sú, sem nú situr. En það gengur kraftaverki næst, hve stjórnin þurfti skamman tima til þess að sigla öllu i strand. Hún byrjaði strax að ausa út fé á báða bóga, eins og henni væri það kappsmál að tæma hvern sjóð, sem tiltækur var. Óhætt er að spá þvi, að núverandi rikisstjórn verður ekki við völd i tólf ár, enda væri það óbærileg tilhugsun fyrir almenning. Það er meira að segja ekki öruggt, að hún muni sitja út kjör- timabilið, svo sjálfri sér sundurþykk sem hún er. Það hefur verið sagt, að engin rikisstjórn geri alla hluti vel og engin heldur alla hluti illa. En eftir þeirri reynslu, sem þegar er fengin af þess- ari stjórn, er ekki auðvelt að koma auga á margt, sem hún hefur gert vel. Meðan ráðherrarnir voru i stjórnarandstöðu lágu þeir þáverandi rikisstjórn stöðugt á hálsi fyrir að stöðva ekki verðbólguna, en reyndu jafn- framt með öllum tiltækum ráðum að koma i veg fyrir, að tilraunir stjórnarinnar i þá átt tækjust. Nú þegar þeir hafa sjálfir fengið völdin, hefði mátt ætla, að þeir sneru við blaðinu og reyndu að sanna i verki, að þetta væri hægt. Ekki hefur nú- verandi stjórnarandstaða brugðið fæti fyrir það. Hins vegar eru sumir stjórnarþingmenn stundum að bregða fæti fyrir stjórnina. Og reyndin er sú, að þetta er mesta verðbólgustjórn, sem hér hefur komizt til valda, og eru þó ekki öll kurl enn komin til grafar. Eldgos i Vestmannaeyjum afsakar ekki óstjórn. Ofan á allt sukkið i efnahagsmálunum bætist svo, að stjórnin hefur að ýmsu leyti ekki haldið viturlega á landhelgismálinu. Út á við talar hún um þjóðareiningu. En i reyndinni hefur hún verið treg til samstarfs á breiðum grundvelli og hefur t.d. ekki látið halda fund i landhelgisnefnd allra flokka i langan tima. Hún tekur ekki mark á góðum ráðum manna úr andstöðuflokkum sinum á alþingi. Og svo er nú komið, að hún er sjálf orðin klofin i þessu mikilvæga máli. Lúxusskipinu var breytt I fljótandi virki fyrir sólarferðina til tsraels. LLU GAMNIFYLGIR NOKKUR ALVARA - LÍKA SKEMMTIFERÐASKIPUM Margar hendur hófust handa viö þaö I gær aö breyta lúxusfar- þegaskipinu „Qucen Elizabeth II” I fljótandi virki, mannaö heil- um her vopnaöra varða, áöur en hún leggur upp í ferö sina til lsraels i næstu viku. Tuttugu vandlega valdir menn úr vikingasveitunum brezku, fiokkur sprengjusérfræöinga, tvær tylftir bandarlskra ieynilög- reglumanna og svo ótai ieyni- þjónustumenn stigu um borö i skipiö fyrir þessa sólarferö, þar sem menn óttast, aö hitna muni meir I kolunum en gott þykir. En um leiö og þessi vigreifi fiokkur sté um borð, gengu einir 300 af 900 manna áhöfn skipsins i land meö pokana sina vegna kviöa fyrir þvi að arabiskir skemmdarverkamenn og skæru- liðar kynnu að stöðva þessa ferö til Israels. „Ég er ekkert feiminn viö aö viðurkenna, aö ég er meö hjartað i buxunum,” sagði káetuþjónn- inn, Ray Digweed, viö frétta- mann Associated Press. „Ég lét afmunstra mig vegna áhættunnar.” Þessar uppsagnir urðu þrátt fyrir gylliboö Cunard skipa- félagsins, sem á „Queen Elizabeth II”. Félagið býður hverjum skipverja 50 sterlings- punda — eða 15 þúsund króna — áhættuþóknun til viöbótar við fastalaunin. Auk þess heitir félagiö þvi að greiöa fjölskyldu hvers þess af áhöfninni, sem léti lifið i árás skæruliða, full árslaun i fjögur ár. — 600 menn á skipinu hafa tekiö þessu boöi, og segjast hvergi smeykir. Skipiö kom frá New York til Southampton núna á fimmtudag, og þar eru þessar öflugu öryggis- ráöstafanir gerðar. Meöan þaö liggur i höfn i Southampton er haföur um þaö stööugur vörður. Tólf froskmenn úr flota Breta finkemba skipsskrokkinn neöan- sjávar og gæta þess, aö enginn fái komiö fyrir sprengjum þar, sem grandaö gætu skipinu. Þetta eru öflugustu öryggisráö- stafanir, sem nokkurn tima hafa verið viðhaföar viö brezk skip á friðartimum. Enginn fær um borð að fara ööruvisi en aö gangast undir tvö- falda rannsókn öryggisvarða við landgangana. Sérhver matarbiti, sem um borð fer er gegnumlýst- ur, Sérhver farþegi og hver ein- asti pinkill hans verður grand- skoðaöur, áður en þeir fara um borð til þess að sigla meö skipinu á morgun. Sautján hundruö farþegar verða með skipinu, þegar það fer til Israels. Flestir þeirra eru auðugir Gyðingar af Vesturlönd um á leið til þess að vera við há- tiðarhöldin vegna tuttugu og fimm ára afmælis tsraelsrikis i næsta mánuði. — Ekkert væri Aröbum kærkomnara en að geta klekkt á þessum hópi manna. Arabar hata ekkert meir en Gyðing, sem kominn er vel i álnir. Og núna i ljósi árása tsraels- manna á Beirut og hafnarborgina Sidon i Libanon óttast menn, að skæruliðar, sem sviður mjög fall leiðtoga sinna þriggja, hyggi á hefndir. „Queen Elizabeth II” er áreiðanlega i þeirra augum kjörið skotmark. Sprengjusérfræðingum var varp- að niðurtil „Queen Elizabeth II” I mal I fyrra vegna ótta um sprengju um borð. Lifverðirnir eiga að dyljast meðal farþeganna um borð I „Queen Elizabeth II”. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Þessu hefur Cunardskipa- félagið reiknað með, og það er til þess að fyrirbyggja slíka hefnd, sem það hefur gripið til þessara róttæku ráðstafana. Skipafélagið leitaði til varnarmálaráðuneytis- ins eftir aðstoð. Auk sprengjusér- fræðinga og vopnaðra varða, sem flotinn hefur látið skipafélaginu I té i þessu skyni, er einnig gert ráð fyrir að tundurspillar muni fylgja skipinu á ferð þess um Miðjarðar- hafið. Ekki nóg með það. Jafn- framt munu nokkrar af hinum langfleygu Nimrod könnunar- flugvélum úr konunglega flug- hernum sveima yfir skipinu. Fyrir tveim eða þrem árum hefði slikur viðbúnaður þótt fáránlegur. óttinn um ódæðis- verk arabiskra skæruliða hefði vafalaust verið álitinn stafa af of miklum lestri James Bond reyf- ara. En I dag þykir þetta ekki eins reyfarakennt. Skattborgarar hafa ekki hreyft mótmælum við þvi, að flotinn aðstoði skipa- félagiö við aö tryggja öryggi skipsins. Brezku blöðin hafa I góölátlegri kimni skirt öryggis- verðina „Martini vikingana” I tilefni þess, að þeir verða innan um farþegana, klæddir hvitum smókingum og óþekkjanlegir á börunum frá öðrum farþegum. Hver þeirra verður þó með 9 mm sjálfvirka Browningskamm- byssu einhvers staðar innan- klæða. Sömu söguna er að segja um þá leyniþjónustumenn og leynilögregluþjóna, sem verða dulbúnir innan um háseta, kokka og vélamannalið skipsins. Cunardskipafélagið hefur lika lýst þvi yfir, að það hafi ekki hugsað sér að verða byrði á skatt- borgurunum. Verðirnir um borð munu kosta útgerðina 10.000 sterlingspund eða 2,5 milljónir króna. En það er lika mikiö I húfi. Llf og limir 1700 farþega og 900 manna áhafnar fyrir það fyrsta. Að ekki sé minnzt á, að þetta 65.800 tonna skip kostaði á sínum tima 60 milljónir sterlingspunda, svo Cunardfélaginu mundi þykja nokkurs misst, ef það hyrfi af höf- unum. Cunardfélaginu mun áreiðan- lega ekki úr minni fallinn sá skelkur, sem mönnum var skot inn I bringu i fyrra. Það var nánar til tekið i mai, að Cunardskrif- stofunum var tilkynnt, að sprengju hefði verið komið fyrir um borð i „Queen Elizabeth II” sem þá var stödd úti á rúmsjó, miðju Atlanzhafi. Það varð uppi fótu.- og fit, og flugvélar voru sendar af stað með sprengjusérfræðinga innanborðs. Mönnum var varpað i fallhlifum niður til skipsins og var leitað að sprengjunni stafnanna á milli. Það fannst þó engin sprengja i það sinnið, og var þarna greini- lega um gabb að ræða. En hugmyndin var svo skelfi- leg, að fyrirtækið vill ekkert eiga á hættu að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.