Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 20
Skipstjórar segja um friðunarfrumvarpið: 400-450 tonna skip þá „mœld niður Geysilegt hitamál fer um landið II i 350 tonn Skipstjórar hafa við orð, að stóru togararnir verði „mældir niður", svo að þeir komist undir stærðar- mörkin, 350 tonn, sem við er miðað f friðunarfrum- varpinu. Þótt talsvert sé af skipum yfir 350 tonn, segja þeir, að kannski yrðu aðeins um tíu stykki eftir fyrirofan þau mörk, ef frumvarpið yrði sam- þykkt. Það eru nefnilega ýmsar aðferðir til að lækka stærðartölur þess- ar. Eitt af þvl er, aö togararnir yröu eins opnir og mögulegt er. Meö þvf gefa sömu skip mun minni mælingu en áöur. Meö þvi og ööru yrðu jafnvel 400-500 tonna togarar, þó meö miklum tilkostnaöi, komnir undir 350 tonn. Þá gætu þeir veitt nær landi en annars yröi. Þetta sögöu skipstjórar okkur I gær, og var reyndar viöurkennt i um- ræöum á Alþingi. önnur hætta viö aö byggja friðunina á stærö skipa er sú, aö óhagkvæm skip gætu verið smlðuö til þess eins aö þau geti veitt á ákveönum svæöum. Reynsla hefur fengizt fyrir þvi i Noregi, og spyrja menn, hvort til dæmis 340 tonna skuttogarar, sem slyppu undir 350 tonn, væru æskilegasta stæröin. Skuttogar- ar af þeirri stærö gætu veitt nær landi en stærri togarar og þvi eðlilegt, aö menn kaupi heidur þá stærö, aö ööru jöfnu. Menn benda einnig á þá hættu, sem skipshöfn er I, ef skipin eru höfö mjög „opin” til aö minnka mæiinguna. „ Uppreisnarástand á landinu" Friöunarmáliö er hiö mesta hitamál á þingi og viöa um land- iö. Þingmaöur sagöi i gær, aö búast mætti viö „uppreisnar- ástandi”, ef frumvarpiö yröi samþykkt án frekara samráös viö fólk I sjávarplássum. Nefndarmenn, sem sömdu frumvarpiö, áttu i miklum vanda aö samræma sjónarmið, og hefur starf þeirra i sjálfu sér ekki veriö mikiö gagnrýnt, held- ur hitt fremur, aö þetta mikil- væga frumvarp kemur inn á þingið siöustu daga þess og litiö ráörúm er til aö fjalla um þaö og breyta. Óhætt er aö segja, aö ringulreiö er i málinu á Alþingi, hvort sem menn fylgja frum- varpinu eöa ekki. Sem dæmi um það má nefna, aö framsögu- maöur meirihluta sjávarút- vegsnefndar, Garöar Sigurös- son (AB), gagnrýndi frumvarp- iö aö kalla alla framsöguræöu sina, en mælti þó meö samþykkt þess. Mál af þessu tagi hlýtur aö vera hitamál, þar sem hags- munir landsmanna eru bæöi miklir og margvislegir. —HH Þau eru raunar norsk þessi og heita George og Gertrude, aö þvi er NTB upplýsir I texta meö mynd- inni. En þvi birtum viö þessa mynd núna, aö hún minnir okkur á, aö nú er loksins hægt aö byrja aö æpa á þjóninn, ef mann vantar meira af drykkjarföngum. Vinnustöðvun þjóna dœmd ólögleg: ÞJÓNAÐ ÁNÝ! Félagsdómur úrskuröaöi i gær, aö vinnustöðvun þjóna á veitingahúsum væri ólöglegt verkfall. Vinnudeilan hófst vegna deilu, sem i meginatriöum var i tveim liöum. Framreiöslu- menn voru mótfallnir nýju fyrirkomulagi við uppgjöf verðs á matseðlum, þannig aö veröið var gefið upp með þjón- ustugjaldi og söluskatti, einn- ig mótmæltu þeir þeirri túlkun veitingamanna, að þjónustu- gjald ætti aö leggjast á upp- hæð reikninga áður en sölu- skattur var lagður á. 1 áliti Félagsdóms segir ekkertum þessi tvö deiluatriöi i samningum milli aðilanna, og visaði hann þvi kröfum beggja aðila frá dómi. Eðlileg starfsemi á öllum veitingahúsum hefur nú hafizt að nýju, en væntanlega mun deilan um þjónustugjald og söluskatt leysast, er Hæsti- réttur kveður upp dóm i einu sliku máli, en búizt er við hon- um á næstunni. —ÓG. Gert róð fyrir 90 ferm fyrir hvern geðsjúkling „Þetta er ekki lausnin", segja öll lœknafélögin VÍSIB Laugardagur 14. april 1973. Bannið lík- kistu- naglann — lœknanemar skora ó Alþingi að setja lög um bann við innflutningi sígarettunnar Læknanemar hafa sent Alþingi ályktun og skoraö á þingiö að setja hið fyrsta lög, sem banni innflutning og sölu á sígarettum á Is- landi. Telja læknanemarn- ir, að þar með mundi nást stór áfangi i heilsuvernd á islandi. Benda læknanemarnir á ýmis- íegt, sem vísindamenn hafa sann- að varöandi skaðsemi tóbaks- reykinga, t.d. að 25 ára karlmaö- ur, sem reykir hálfan til einn pakka af sigarettum á dag, geti vænzt þess aö lifa 5 1/2 ári skem- ur en jafnaldri, sem ekki reykir. Pipu- og vindlareykingar virðast aöeins hafa smávægileg áhrif á æviár manna. Þá er bent á fjárhagstjón reyk- ingamanns, ekki aöeins fyrir ein- staklinginn, heldur og þjóöfélag- iö. Telja læknanemar, aö um 200 þúsund vinnudagar tapist árlega hér á landi vegna forfalla, sem stafi af sigarettureykingum bein- linis. Þá telja iæknanemar, aö ekki dragi úr sigarettureykingum þrátt fyrir allar herferðir, aug- lýsingabann og aðra viðleitni. Greinilegt sé, að reykingar færist i vöxt i yngri aldursflokkum og æ fleiri unglingar á aldrinum 12-14 ára fari að reykja. „Allir byrja þeir á sigarettum”, segja lækna- nemarnir. „Sölubann á sigarett- um virðist eina leiöin til aö koma i veg fyrir þessa þróun.” Bann sem þetta telja lækna- nemarnir ekki skeröingu á frelsi almennings, þvi langflestir reyk- ingamannanna vilji raunverulega hætta. Auk þess gætu þeir snúið sér aö vindla- og pipureykingum, benda nemarnir á. Telja þeir, að unglingar á aldrinum 12-16 ára hreinlega neyðist til að byrja reykingar til að tolla i tizkunni gagnvart félögum sinum. Eini aðilinn, sem mundi verða fyrir frelsisskerðingu, benda þeir á, eru sigarettuframleiðendur, sem framleiða eitrið og hafa siðan ár- vissar tekjur af. Ekki eru læknanemarnir hræddir við, að hér færi likt og með vinbannið forðum. Hér á landi sé ekki hægt að framleiða sigarettur, ekki að neinu marki a.m.k., þannig að framkvæmdin yrði auðveldari en reyndist með vinbannið, sem brotið var niður af bruggurum. —JBP— Áfram þoka Suðvestan eða vest- an kaldi, þokuloft eða rigning, hiti 5-6 stig. ÖII læknafélög landsins hafa nú sett sig á móti þvi opinberlega að byggð verði geödeild sú, sem fyrirhuguð er á Landspitalalóö- inni. Stjórn Læknaféiags tslands hélt fund með formönnum og full- trúum allra læknafélaganna, nema Læknafélagi Akureyrar, sem ekki gátu komið. A fundinum var samþvkkt samhljóma harð- orð ályktun, sem Akureyrarlækn- ar munu einnig vera sammála. Ráögert er að húsnæði geð- deildarinnar vcrði 11.850 fermetr ar eöa álika stórt og allur Land- spítalinn er núna, að undanskil- inni fæðingardeildinni. Brezka arkitektafélagið Weeks og félagar, sem voru fengnir til sem ráðgjafar, töldu, að 4.800 fer- metrar nægðu fyrir þann sjúk- lingahóp, sem deildin á að þjóna, sagði Snorri Páll Snorrason, for- maður Læknafélags Islands, þeg- ar Visir leitaði til hans i gær. Deildin er ætluð 120 dvalar- sjúklingum, þannig að þarna koma nær 90 fermetrar á hvern sjúkling, sem er miklu meira pláss en fyrir aðra sjúklinga á Landspitalanum, sagði Snorri Páll. Þetta teljum viö allt of stórt, eða tvisvar og hálfum sinnum stærra en nauðsynlegt er, og dýrt, auk þess sem við álitum rangt að staðsetja deildina þar, sem fyrir- hugað er, eða á horninu á milli Eiriksgötu og Hringbrautar, fast upp við Hjúkrunarskólann. Þarna yrði deildin i lélegu sam- bandi við þjónustudeildir Land- spitalans. Læknaráð Landspital- ans hafði árið 1963 gert ráð fyrir 60-100 sjúklinga geðdeild I sjálf- um spitalanum. Geðdeild fyrir 60 sjúklinga, sem skyndilega fá geð- ræna sjúkdóma, væri mun heppi- legri að okkar viti en svona stór geðdeild eins og gert er ráð fyrir. Staðurinn hér er ekki heppilegur fyrir sjúklinga, sem eiga við langtima geðræna sjúkdóma að etja. Sérstaklega ekki þar sem deildinni hefur verið valinn stað- ur alveg við fjölfarnar umferðar- götur, hraðbrautir. Þarna yröi gengið beint út i umferðar- skarkalann. Það er ekki við hæfi langlegusjúklinga með þessa sjúkdóma, sagði Snorri. Það er rétt, að skortur er á sjúkrastofnunum fyrir geðsjúka. En þetta er bara ekki lausnin. Það verður að hjálpa þessum sjúklingum á hagkvæmari hátt. Það má heldur ekki eyða svona miklu fjármagni i hluti, sem koma svona fáum að notum, meö- an fjármagn þaö, sem variö er til heilbrigðismála, hrekkur hvergi nægjanlega fyrir brýnustu nauð- synjum á öðrum sviðum, sagði Snorri Páll. — Við trúum ekki á svona lausnir. Það tók 20 ár að byggja við Landspitalann. Það tæki a.m.k. 10 ár að reisa svona geðdeild, sem virðist ætlað það hlutverk að slá út hæstu kröfur, sem gerðar eru til geðdeilda, hvar sem er i heiminum. -VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.