Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 14. april 1973. TIL SÖLU: Óp í dós! y Síðasta ópið— í bókstaflegri merkingu — sem kemurfrá kvenmanni, er komið á markaðinn í London. Þetta er óneitanlega nýstárlegt óp, því það er á dós, sem kvenfólk getur haft með sér í vasanum og notað í neyð. Þetta tæki, sem er nýjasta vopn kvenna í þessum ótuktarlega heimi, heitir ,,Sound 911". Nánar tiltekið er þetta hylki, sem hefur að geyma segulbands- upptöku með neyðarópi, sem innbyggður hátal- ari magnar upp margfaldlega. Þegar stúlku- kindin verður fyrir árás, þarf hún ekki annað en að þrýsta ofan á tækið, og þá kveður ópið við. Samkvæmt upplýsingum framleiðendanna á það að vera svo hávaðasamt, að það gæti kvatt á staðinn alla lögreglumenn úr nærliggjandi sjö prestaköllum. ,,Öp-dósin" var nýlega reynd á mestu verzlunargötum Lundúna. En árangurinn var víst ekki eins og bezt hefði verið á kosið. Ef til vill eru Bretar svona vanir kvenmannsópum. En hvernig mundi svona tæki reynast hér í Reykjavík? „Fröken, voruð það þér, sem æptuð? Svona lagað skuluð þér ekki grinast með. Maður kynni að halda, að þér væruð móðursjúk”, sagði gamli maðurinn með hattinn i um- vöndunartón. 4 Lögregluþjónarnir sýndu ópum stúlkunnar harla llt- inn áhuga, „Viö héldum, aö það væri einhver aö hleypa loftinu samtimis af báöum afturhjólum vöruflutninga- bíls,” útskýrðu þeir siöar. Vcgfarendur kunnu greini- lega ckki að meta óp-dós stúikunnar. Og þaö gat hann heldur ekki, bola- biturinn, sem viö sjáum neðst til vinstri á myndinni. „Heyndu bara að nálgast mig, dóninn þinn! Ef þú gerir þig liklegan til þess, æpi ég! Meö hylkinu, sem sé.” Stöðugt lakara að búa í London! Það verður verra að búa i London með hverj- um deginum sem liður. Skoðanakannanir hafa leitt það ótvirætt i ljós. Einni slikri lauk núna nýlega, og var niður- staðan gerð opinber skömmu síðar. Samtals voru spurðir 925 ibúar höfuðborgarinnar brezku, en aðeins 12 prósent hinna spurðu töldu það fara batnandi að bua i borginni. 73 prósent stundu þungan og bölvuðu hátt og i hljóði, þegar þeir heyrðu spurninguna. 15 prósent hinna spurðu fundu enga breytingu á borginni eða gátu ekki gert svarið upp við sig. Það, sem þjáir stórborgarfólk þetta mest, er umferðaröng- þveitið, troðfullir strætisvagnar mengun og hávaði. Enginn hafði þó hugmynd um það, hver bæri mesta ábyrgð á hvert stefndi, og enginn hafði hug- myndir um úrbætur á reiðum höndum. Skoðanakönnun af sama toga fór fram árið ’70. Þá voru þeir mun færri, sem töldu það verða æ lakara að búa í borginni. Þeir voru þó i meirihluta hinna spurðu, eða 56 prósent. GEÐ- SJÚKI 007... Slagsmálahetjan James Bond hefur til að bera öll einkenni geðsjúklings, sem veit sig dauðvona af ólæknandi sjúK- dómi. Sú er að minnsta kosti sjúkdómsgreining sálfræðingsins Martin Roth frá Bretlandi. James Bond drepur, elskar og ekur bifreiðum á ofsahraða með meitlaðan hörkusvip og sjálfs,- öryggi. Hann drekkur öllum stunaum og reykir ekki minna en 60 sigarettur á dag. Nokkuð, sem auðveldlega sviptir hann lif- tórunni á skammri stundu, þó ekki væri annað, segir Martin, sem er prófessor við háskólann i Newcastle. Omurleg tiðindi fyrir alla þá, er láta sig dreyma um að lifa þvi æðisgengna liferni, sem þessi hetja njósnarabókmenntanna lif- ir i sögum sinum. .. Umsjón: Þ.JM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.