Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Laugardagur 14. aprfl 1973. vimsm: Hlustuðuð þér á eldhús- dagsumræður alþingis- manna í útvarpinu í fyrra- kvöld? Sigrún Björgvinsdóttir, af- greiöslustúlka: Nei, það geröi ég ekki og geri ekki yfirleitt, en stundum les ég þingfréttir i blöö- unum. Sveina G uöm u nd sd ótt ir, húsmóöir: Nei, ég mátti nú bara alls ekki vera að þvi, ég var á kafi i fermingarundirbúningi. Annars hlusta ég sjaldan á þetta. Sæunn Ragnarsdóttir, starfsst. Elliheimilinu Grund: Nei, ég gerði þaö ekki og yfirleitt hlusta ég litið á útvarp. Aftur á móti horfi ég meira á sjónvarpið. buriöur Billich, húsmóöir. Nei, ekki i þetta skiptiö, og ég var i saumaklúbb, en yfirleitt hlusta ég á umræðurnar. Ómar Kristjánsson verzlunar- maöur: Ég gerði það nú ekki, en það kemur fyrir, að ég hlusta á þetta. Ég les um svona meiri- háttarmál i blöðunum. Rúnar Nordquist, blikksmiöur: Já, ég hlustaöi á nokkrar ræður, og það er bara gaman að heyra þetta einstaka sinnum. „ÍRFITT HLUTVERK EN SPENNANDI OG SKEMMTILEGT" segir Edda Þórarinsdóttir leikkona um hlutverk sitt sem Sally í Cabarett Þjóðleikhússins ,,Jú, þetta er lang- stærsta hlutverkið, sem ég hef fengið til þessa. Mér finnst þetta óneit- anlega ægilega spenn- andi, og þetta er skemmtilegt hlutverk. Sally er mikið náttúru- barn, kannski barnaleg, en hefur samt mikla lifs- reynslu”. Þetta sagði Edda Þórarinsdótt- ir leikkona, þegar við höfðum samband við hana, en Edda hefur nú fengið i hendur stærsta hlut- verkið i söngleiknum Cabarett, sem Þjóðleikhúsið mun nú taka til syningar. „Þetta er erfitt hlutverk og kannski ennþá erfiðara eftir að ég hef séð Lizu Minelli fara með hlutverkið. Hún var gifurlega skemmtileg og kröftug. Ég hef aðeins séð kvikmyndina Cabarett, en ekki söngleik. En kvikmyndin er allt öðruvisi en Liza Minelli söng söngvana á amerisku i kvikmyndinni. Samæfing á Cabarett. — Frá vinstri: Baldvin Halldórsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Ilerdls Þorvaldsdóttir, Edda Þórarins- dóttir, Gisli Alfreösson, leik- stjóri og Sigmundur örn Arn- grimsson. söngleikurinn. Sally er reyndar I báðum stykkjunum, en það eru ekki allt sömu persónurnar i þeim. Sögumaöur er bæði i leik- ritinu og söngleiknum, en sögu- maðurinn heitir Cliff. Hann kemur Sigmundur Orn Arngrims- son til með að leika hér heima.” — Æfingar eru byrjaðar af full- um krafti? „Viö byrjuðum fyrst á að sam- æfa ifyrradag. Það eraðsegja að lesa saman. Fyrir 10 dögum byrj- uðum við að æfa söngva og nokkra texta, en það er fyrirhug- að að frumsýna verkið siðari hlutann i mai. Leikritið gerist i Berlin á árun- um um 1930, og það er þessi stemning, eins og hún bezt gerðist þá á þessum árum, sem er i söngvunum, svona eins og maður heyrir Marlene Dietrich eða aðr- ar slikar syngja. Ég veit ekki ennþá, hvernig það verður að syngja eins og þaö gerðist á árunum 1930, það er enn ekki komið svo langt, að ég sé far- in að túlka söngvana.” Með önnur stór hlutverk i þessu verki, Cabarett, fer til dæmis Bessi Bjarnason, sem Edda sagði okkur að færi með mjög skemmtilegt hlutverk. Hann fer meö hlutverk siðameistara og verður væntanlega málaður hvit- ur i framan, en verður i kjólfötum og með tilheyrandi hatt. Hann dansar og syngur mikið sjálfur, en stjórnar samt i Cabarett. Herdis Þorvaldsdóttir fer einn- ig með stórt hlutverk. Hún leikur „fina frú”, sem leigir Sally. Bald- vin Halldórsson leikur Gyðing, sem selur ávexti og kemur mikiö við sögu i leiknum, og Sigriður \ Þorvaldsdóttir fer einnig með nokkuð stórt hlutverk. — En hvert er stærsta hlutverk Eddu til þessa? „Ég held að það sé hlutverk Polly i Túskildingsóperunni”. — Og nú verður að sjálfsögöu æft af kappi, þar til frumsýning verður? „Já, við æfum alveg stanzlaust alla daga, og meira að segja jafnt á sunnudögum sem aðra daga.” — EA „Sá kvikmyndina Cabarett meö Lizu Minelli i aöalhlut- verki, en hef ekki séö söng- leikinn. Söngleikurinn er allt öðruvisi en kvikmyndin”. Edda Þórarinsdóttir leikkona. * A AÐ REISA KJARVAL NÍÐSTÖNG? LESENDUR Jk HAFA /Am ORÐIÐ Nú er búið að opna Kjarvals- húsið, hina fegurstu byggingu, listasafn á heimsmælikvarða. Byrjunaraðsóknin bendir til þess, að almenningur muni kunna að meta þetta hús og sýningar þess. Margt barnið mun eiga þar minningu um fyrstu göngu við hlið foreldra sinna um musteri listarinnar. Þvi listasafn er musteri, þar sem menn ganga um hljóðlega, eins og i kirkju væri. Eöa svo hefur það reynzt á hinum fjöl- mörgu listasöfnum erlendis. t hæsta lagi hefur verið opnuð kaffiteria afsiðis, sem svo smekk- lega hefur einnig verið komið fyr- ir I Kjarvalshúsi. En nú hafa þau undur skeð, að óskað hefur verið eftir þvi, að kaffiterian fái vinveitingaleyfi. Þvilik firra! Ekki þarf að lýsa sjálfsögðum afleiðingum sliks á helgum stað. Meistari Kjarval, alþýðuvin- urinn, hefur um áratuga skeið veriö einn af dáðustu sonum Is- lands. Bæjarstjórn Reykjavikur!, komið i veg fyrir þá þjóðarógæfu, að Kjarval verði reist nlöstöng i sjálfu musterinu. Jón Helgason. Bréfiö hefur veriö skrifaö áöur en borgarráö Reykjavlkur ákvað aö mæla ekki meö þvi, að vin- veitingaleyfi yröi veitt. — Þú getur, Jón.andaö alveg rólegur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.