Vísir - 07.05.1973, Side 1
vlsm
63. árg. — Mánudagur 7. maí 1973 — 103. tbl.
MEÐ FINGURGÓMANA Á BIK-
ARNUM - EN TÖPUÐU
„Hvernig hann varði, verður alltaf óskiljanlegt”, sagði þulur BBC, sem lýsti úrslitaleik enska bikarsins
á laugardag. Hann átti við markvörö Sunderland, og þcssi setning segir kannski meira en flest, þegar
einhver óvæntustu úrslitin í langri sögu bikarkeppninnar áttu sér staö. Sunderland — liðið I 2. deild —
sigraði 1-Oiafar skemmtilegum leik, og það eru 42 ár sfðan liö úr 2. deild hefur sigrað I bikarnum. Enn
voru leikmenn Leeds með fingurgóma á bikar — en töpuðu.
Sjá íþróttir f opnu.
„Uthlutun húsa í Eyja-
byggð orðin aðkallandi"
RÁÐSTEFNUFLÓÐ í SUMAR
— 300 flugumferðarstjórar þinga og síðan kemur flóð af lœknaróðstefnum
Það eru ekki bara farfuglarn-
ir, sem koma hingað norður
undir heimskautsbaug með
betra veðri og hækkandi sól,
ferðamönnunum fer nú að fjölga
mikið næstu vikur og ráðstefnu-
timabilið er að byrja.
Fyrsta stóra ráðstefnan þetta
vorið er alþjóðlegt þing flugum-
ferðarstjóra, sem sett var i
Þjóðleikhúsinu klukkan 10.00 i
morgun.
Þingfulltrúar eru rúmlega
300, hvaðanæva úr heiminum,
en þeir dveljast flestir á Hótel
Loftleiðum, og þar munu þing-
störf fara fram.
Eftir þeim upplýsingum, sem
við höfum aflað okkur, verða
haldnar í það minnsta 40 ráð-
stefnur hér i borginni i sumar og
ekki mun sá dagur liða frá þvi i
lok mai og fram undir miðjan
september, að ekki sé einhver
ráðstefnan i gangi.
Skjaldborg
um Brjesnev
Sovézkir fjölmiðlar hafa
reist skjaldborg um ieiðtoga
landsins, Leonid Brezhnev.
Geysimikil herferð hefur
verið farin I blöðum, greinar
og viðtöl við leiðtogann birt-
ast i metratali, og i sjónvarpi
brá honum fyrir alls 30 sinn-
um i 30 minútna sjónvarps-
þætti.
Leikdómur um
Lausnargjald
Agnars
— sjá bls. 7
Vilja minnka
ríkisbáknið
„Þvi minna sem rlkið gerir,
þeim mun betra”, segja les-
endur VIsis i skoðana-
könnun, sem blaðiö lét gera
um ríkisreksturinn. Niður-
stoður könnunarinnar eru
þvi nokkuð aðrar en gerðir
núverandi valdhafar
—Sjá nánar á bls. 2
Bretar tapa
mest sjólfir á
löndunarbanni
sjá baksíðu
Ódýrara að
malbika
stofuna en
teppaleggja
— sjá baksíðu
Ráðstefnurnar eru flestar
haldnar á Hótel Loftleiðum og
Hótel Esju, en minna er af þeim
á Hótel Sögu. Ráðstefnugestirn-
ir eru frá öllum heimshornum,
en mest ber þó á norrænum
þingum ýmissa starfshópa, og
eru þær oft haldnar til skiptis á
Norðurlöndunum.
Aiþjóðaþing flugumferöarstjóra var sett I Þjóðleikhúsinu klukkan 10.00 I morgun. A myndinni sjáum
viö, hvar Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona býður gestina velkomna
Að sjálfsögðu eru þessar ráð-
stefnur mjög misjafnlega stór-
ar, þær stærstu sækja rúmlega
300 fulltrúar og ekki er óvenju-
legt, að þátttakendur séu um 200
manns. —ÓG
— segir Jóhann Einvarðsson, bœjarstjóri í Keflavík. — Nlargir
leggja leið sína suðureftir til að skoða norsku húsin
Mikill f jöldi fólks lagði
leið sina i hina svo-
nefndu Eyjabyggð i
Garðahverfi Keflavikur,
en þar er nú unnið að
þvi, að koma niður
norsku bráðabirgða-
húsunum fyrir Vest-
mannaeyinga. Þrjú til
fjögur hús hafa nú þegar
verið skrúfuð saman, en
alls verða húsin fjörutiu
talsins.
„Mér finnst það vera orðið að-
kallandi”, sagði Jóhann Ein-
varðsson, bæjarstjóri, I viðtali við
Visi, ,,að þessum húsum verði út-
hlutað hið allra fyrsta. Það er
með öllu ónauðsynlegt, aö láta
hinnmiklafjöldaiumsækjendabiða
lengi i óvissu. En þvl höfum við
fengið að kynnast á bæjarskrif-
stofunni hversu mörgum Vest-
manneyingum er nauðsynlegt að
fá skjót svör varðandi úthlut-
unina”.
Óliklegt er talið, að húsin verði
afhent fyrr en öll í einu, en það
verður ekki fyrr en i lok næsta
mánaðar.
„Astæðurnar eru tvær,, út-
skýrði Jóhann. „önnur er sú, að
vatns-og skólplagnir komast ekki
að fullu í gagnið fyrr en allar i
einu. Hin ástæðan er sú, að þeir
sem vinna við að reisa húsin telja
óráðlegt, að miklum fjölda
barnafjölskyldna verði opnað
svæðið á meðan enn er verið að
vinna þar að húsbyggingum”.
I gær var nokkrum húsum til
viðbótar skipað á land i Keflavik,
en húsin koma til með að mynda
myndarlegt hverfi með um
fjórum til fimm götum. Eru það
ekkifærrien 70 til 80 manns, sem
vinna að því að setja saman húsin
—ÞJM
Eitt af norsku Vestmannaeyjahúsunum, sem sett hefur veriö niður I Eyjabyggð Keflavikur. Það er samansett úr nokkrum einingum af því
taginu, sem sjást til vinstri á myndinni — „óupptekin”. Ekki er ráögert að afhenda húsin fyrr en öll I einu og þá aö tveim mánuðum liðnum.
Athygli vekur, hve læknar
virðast vera ráðstefnuglaðir, og
er það að sjálfsögðu mjög
ánægjulegt, að þeir fylgist með i
sinum greinum. t sumar verða
hér ráðstefnur barnalækna,
geðlækna og svæfingalækna og
næsta.sumar halda dýralæknar
ráðstefnu.