Vísir - 07.05.1973, Qupperneq 10
— Einhver óvœntustu úrslit í sögu ensku bikarkeppninnar, þegar Sunderland sigraði 1<0 í mjög tvísýnum leik
Leeds með fingur-
bikarnum en töpuðu
skinandi vel, og þó leikmenn
Leeds væru meira með knöttinn
voru upphlaup þeirra ekki hættu-
leg i fyrri hálfleiknum. Miðvörður
Sunderland — Watson — stakk
ekki niður fæti rangt i leiknum og
hélt Alan Clarke alveg i skefjum.
Fyrri hálfleikurinn hafði verið
frábær — og sá siðari var ótrú-
lega spennandi, þótt mörkin
kæmu ekki. Enn voru það leik-
menn Sunderland, sem fyrri voru
til að fá tækifæri — á 10 min. léku
þeir Hughes, Kerr og Porterfield i
gegn og markið blasti við opið —
Porterfield átti lokaorðið, en skot
hans lenti i hliðarneti, og Bob
Stokoe, framkvæmdastjóra
Sunderland og manninum bakvið
sigur liðsins, varð svo mikið um,
að hann stökk á fætur og missti af
sér hattinn!
En sókn Leeds varð stöðugt
þyngri, og loks kom stóra tæki-
færið. Jim Montogomery varði þá
hörkuskot bakvarðarins Trevor
Cherry — hélt auðvitað ekki
knettinum, sem féll fyrir fætur
skotharðasta mannsins i enskri
knattspyrnu — Peter Lorimer.
Hann sveiflaði hinum sparkvissa
fæti sjö metra frá marki. Montgo-
mery hálflá á vellinum eftir skot
Cherry ,,en hvernig honum tókst
að verja skot Lorimer i þverslá og
aftur fyrir markið verður alltaf
óskiljanlegt” sagði sá, sem lýsti
leiknum i BBC. Hreint ótrúleg
markvarzla, en Montgomery,
sem er 29 ára og elzti maður
Sunderland-liösins, var frábær i
marki allan timann. Bezti mark-
vörður Englands, sem ekki hefur
verið valinn i landslið, segja þeir,
sem til þekkja, en hann lék
nokkra unglingalandsleiki. ,,Ég
vildi ekki skipta á honum og
nokkrum öðrum markverði”,
sagði Bob Stokoe eftir leikinn.
En hann var ekki einn um að
sýna glæsimarkvörzlu — Harway
varði stórkostlega fráHalom mið-
herja Sunderland, rétt fyrir leiks-
lok, þegar leikmenn Leeds
reyndu allt til að jafna — en
taugaspennan varð þeim þá að
falli. Allir ætluðu að gera of mik-
ið.
Og Sunderland sigraði — ,,ég
var svo þreyttur siðustu 15 min.
að ég hélt aö ég myndi þá og
þegar falla i völlinn”, sagði Billy
Hughes eftir leikinn og svo var
með flesta leikmenn Sunderland.
Þeir höfðu gefið allt, sem þeir
áttu gegn hinum frægu mótherj-
um sinum, og stóðu uppi sem
sigurvegarar i lokin — verðskuld-
að.
,,Ég hef aldrei séð slikar senur
á Wembley” sagði Feeney eftir
leikinn — fögnuður áhorfenda var
gifulegur, Daviö hafði sigrað
Goliat. ,,You never walk alone”
hljómaði alls staðar, þar til þjóð-
söngurinn þaggaði niður i áhorf-
endur.
Bob Stokoe, maðurinn, sem
unnið hefur slikt stórvirki hjá
Sunderland, setti upp stærsta
bros Englands — leikmenn liðsins
vildu helzt bera hann um allan
völl. Aftur stóð hann sem sigur-
vegari gegn Don Revie, fram-
kvæmdastjóra Leeds. Hann var
leikmaður með Newcastle, þegar
liðið sigraöi Manch. City i úrslit-
um 1955 — Revie var i tapliðinu.
Það er ekki nóg með að hann hafi
gert liðið að stórveldi siðan hann
tók við þvi i januar — öll borgin
hefur vaknað til lifsins — Sunder-
land þessi gamalvirta knatt-
spyrnuborg á norð-austur strönd-
inni. Eftir að sigurganga Sunder-
land-liðsins hófst hefur fram-
leiðsla i borginni aukizt mjög —
það er eins og allir vinni með tvö-
földum afköstum. Gleði og
ánægja, og segi menn svo að
knattspyrnan sé ekki til neins.
Leikmenn
gómanaá
Ómar Olfarsson, KR, fcllir einn keppinaut sinn. Hann meiddist siðar á öxli og varö aö ganga úr glimunni.
Ljósmynd Bjarnleifur.
Þetta er annar sigur Sunder-
land i bikarkeppninni i langri
sögu félagsins — hin fyrri var 1937
— en félagið er eitt hið frægasta á
Englandi gegnum árin með sex
enska meistaratitla.
Risar gærdagsins eru nú
aðeins menn, sagði þulur
BBC eftir að Sunderland
hafði sigrað Leeds í úrslita-
ieik ensku bikarkeppninnar
á Wembley-leikvanginum
á laugardag — einhver
óvæntustu úrslit, sem orðið
hafa í sögu bikarkeppninn-
ar. Sunderland, fyrsta liðið
úr 2. deild, sem sigrar i
bikarkeppninni í 42 ár,
vann 1-0 í „einhverjum
mest spennandi úrslitaleik,
sem nokkru sinni hefur
verið háður— kannski ekki
sígildur hvað knattspyrn-
una snertir, en spennan
hreint ótrúleg, sagði Paddy
Feeney hjá BBC eftir leik-
inn. Leeds United, liöið,
sem hefur leikið svo vel síð-
asta áratuginn, en samt
unnið svo Iftið, var enn einu
sinni komið með fingur-
gómana á bikar, en missti
svo takið á honum á síðustu
stundu. Enn ein vonbrigði
— kannski sárari en oftast
áður, því nær allir tölu
sigur Leeds vissan.
Já, spennan var gifurleg frá
byrjun, og hinir ungu leikmenn
Sunderland áttu mestan þátt i að
gera leikinn svo spennandi, sem
raun ber vitni — þeir reyndu allt-
af að leika knattspyrnu — alltaf
reiðubúnir i sókn, og það var
aldrei reynt að leika varnarleik,
þótt liðið hefði yfir. Jafnvel voru
stundum þrir leikmenn frammi,
þegar Leeds sótti — ef sókn Leeds
mistókst, var spennan strax mikil
á hinum vallarhelmingnum.
Leifursókn Sunderland var
hættulegri, en hnitmiðaður leikur
Leeds.
Það var rigning, þegar leikur-
inn hófst, en Wembley er að
mestu yfirbyggður svo það kom
ekki mjög að sök. Stóra spurning-
in var. Tekst leikmönnum Sund-
erland að komast yfir tauga-
spennu fyrsta leikkaflans?
Rúmenía
íslenzku piltarnir tryggðu
sigur íslands gegn Skotum!
— ísland sigraði í skíðalandskeppninni í Hlíðarfjalli með 73 stigum gegn 50
Wolfermann bœtti
metið í spjótkasti
— kastaði 94.08 metra á laugardag
Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi rfkisins, festir Grettisbeltiö á Jón Unndórsson,
sigurvegarann i tslandsglimuni. Ljósmy.nd Bjarnleifur.
Jón Unndórsson
varði titilinn!
eftir hörkukeppni við Pétur Yngvason
Glimumaðurinn sterki úr
KR, Jón Unndórsson, varði til-
il sinn i íslandsglimunni, þeg-
ar hann sigraði Pétur Yngva-
son úr Vikverja i aukaglimu,
en þeir voru jafnir að vinning-
um eftir glimuna.
Þetta var hörð og mikil viöureign —
kannski ekki alltaf falleg — enda mikið i
húfi, Islandsmeistaratitilinn og Grettis-
beltið. Og Jón sigraði loks — annað árið i
röð.
Hann hlaut fjóra vinninga eins og Pétur
i keppninni, og svo einn vinning i auka-
glimunni. Pétur, hinn ungi glimumaður
úr Þingeyjarsýslu, sem nú glimir fyrir'
Vikverja, veitti honum nokkuð óvænt
harðasta keppni. Bróðir hans Ingi gekk úr
glimunni vegna meiðsla, en þriðji bróðir-
inn, Kristján, hlaut einn vinning. Pétur
hlaut þvi silfurverðlaunin, en i þriðja sæti
varð Sigurður Jónsson, Vikverja, með
þrjá vinninga, en hann hlaut fegurðar-
verðlaun fyrir fegurstar glimur i keppn-
inni.
1 fjórða sæti varð Guðmundur Freyr
Halldórsson, Armanni með tvo vinninga
og i 5.-6. sæti þeir Hjálmur Sigurðsson,
Vikveria og Kristján Yngvason, HSÞ,
með einn vinning hvor.
Þrir glimumenn urðu að ganga úr glim-
unni vegna meiðsla. Fyrst ömar Úlfars-
son, KR, siðan Ingi Yngvason, HSÞ, og
Rögnvaldur ölafsson, KR. Var mikill
skaði, að þeir skyldu ekki geta lokið glim-
unni.
Ahorfendur veru margir, en glimt var i
iþróttasal Vogaskóla i gær. A siðunni á
morgun verður nánari frásögn af Islands-
glimunni.
vonn
Rúmenia sigraði Albaniu 4-1 i
gær i fjórða riðli undankeppni
heimsmeistarakeppninnar i
knattspyrnu. Leikurinn var háður
i Tirana i Albaniu og sáu 20 þús-
und áhorfendur hann. Staðan i
hálfleik var 2-0.
Islenzka skíðafólkið sigr-
aði Skotland með nokkrum
mun í skíðalandskeppninni,
sem háð var í Hlíðarfjalli
um helgina í allgóðu veðri
og við ágætar aðstæður.
Munur varð nokkru meiri,
en reiknað hafði verið með
eða 23 stig. ísland hlaut 73
stig, en Skotar 50 eftir að
hafa haft forustuna fyrri
daginn, þegar keppt var í
stórsvigi. í sviginu f gær
stóðu íslendingarnir sig
mjög vel — einkum karl-
mennirnir, sem voru í
þremur fyrstu sætunum.
Keppninni var hagað þannig, að
árangur þriggja beztu frá hvoru
landi i karlaflokki taldi i stiga-
keppninni, en keppendur voru
fimm frá hvoru landi og i kvenna-
Þýzki Olympíumeistar-
inn í spjótkasti, Klaus
Wolfermann, sem er27 ára,
setti á laugardag nýtt
heimsmet í spjótkasti —
kastaði 94.08 metra á
frjálsiþróttamóti í Lever-
kusenn í Vestur-Þýzka-
landi.
Wolfermann, sem sigraði
neimsmethafann Jan Lusis frá
Sovétrikjunum á leikunum i
Munchen með aðeins tveimur
sentimetrum — 90.48 metrum
gegn 90.46 metrum — bætti nú
einnig heimsmet Lusis um 28
sentimetra. Það var 93.80 metrar
— sett i Stokkhólmi i júli i fyrra.
Hann bætti nú árangurinn sinn
stórlega — sigurkastið i Munchen
var bezti árangur hans áður.
Þriðji bezti árangur i spjótkasti
er kast Finnans Jorma Kinnunen
92.70 metrar, sem hann náði 1969
og var þá heimsmet.
Klaus Wolfermann — nýi heimsmethafinn.
Eftir þennan leik er staöan
þannig i riðlunum:
Rúmenía 3 2 1 0 7-2 5
A-Þýzkal. 2 2 0 0 7-1 4
Finnland 3 1 1 1 2-6 3
Albania 4 0 0 4 1-9 0
Jim Montgomery, markvöröur Sunderland, átti snilldarleik gegn Leeds. Hann varöi meðal annars á
hreint ótrúlegan hátt skot Lorimers af stuttu færi.
flokki taldi árangur tveggja beztu
frá hvoru landi. Þar voru kepp-
endur fjórir í hvorri grein frá
hvoru landi.
Á laugardaginn var keppt i
stórsviginu og voru Skotar þá
nokkru betri, fengu samtals
678.78 sekúndur hjá keppendum
sinum gegn 679.24 sek. íslenzku
keppendanna.
1 karlaflokki sigraði Arni
Óðinsson, Akureyri, á 128.06 sek.
Annar varð Fuchs á 129.19 sek. og
Guðjón Ingi Sverrison, Reykja-
vik, óvænt i þriðja sæti á 130.81
sek.
1 kvennakeppninni i stórsviginu
var hins vegar stórsigur hjá
skozku stúlkunum. Þær urðu i
þremur efstu sætunum. Sigurveg-
ari varð Carmickel á 135.41 sek.
Þá Field á 137.46 sek. og þriðja
Allison á 142.59 sek. Bezt fslenzku
stúlknanna varð Margrét Bald-
vinsdóttir, Akureyri, á 143.06 sek.
1 svigkeppninni i gær var
árangur islenzku piltanna
óvæntur og góður. Arni Óðinsson
varð aftur sigurvegari á 100.92
sek. Haukur Jóhannsson, Akur-
eyri, varð i öðru sæti á 101.80 sek.
og Jónas Sigurbjörnsson, Akur-
eyri, þriðji á 105.36 sek.
1 svigi kvenna hafði Field, Skot-
landi, mikla yfirburði — sigraði á
111.08 sek. Margrét Baldvinsdótt-
ir varð önnur á 117.05 sek. og
Margrét Vilhjálmsdóttir, Akur-
eyri, þriðja á 119.41 sek. Þetta
kom talsvert á óvart eftir yfir-
burði skozku stúlknanna daginn
áður.
Þetta er ekki i fyrsta skipti,
sem tsland sigrar Skotland i
landskeppni á skiðum, þegar
keppnin var háð á tsafirði 1970
sigraði Island einnig.
P
Sökkva hinir leikreyndu leikmenn
Leeds liðinu þá ekki?
Nei, taugaspennan þvingaði
ekki leik Sunderlands — sem
menn eru nú farnir að kalla
Superland — þótt leikmenn liðsins
séu alls óvanir stórleikjum. Eng
inn landsliðsmaður i liðinu gegn
10 landsliðsmönnum hjá Leeds
með yfir 200 landsleiki að baki —
og spurningunni var fljótt svarað.
Sunderland var skarpara liðið
strax i byrjun. Horswill fékk
fyrsta tækifærið — hörkufast skot
hans straukst yfir þverslá Leeds-
marksins. Leikmenn Leeds fengu
ekki tækifæri til að byggja upp
sinn venjulega leik á miðjunni —
Gray, Giles og Bremner náðu þar
ekki góðum tökum, og voru siðri
en Horswill, Porterfield og Kerr,
hinn smávaxni fyrirliði Sunder-
land, aðeins 160 sentimetrar á
hæð. Þetta gerði gæfumun. Gray,
sem litiö hefur leikið að undan-
förnu vegna meiðsla, og það háði
honum greinilega, gat litið farið
út á kantinn til aö styðja sóknina
— varð að aðstoða Giles og
Bremner á miðjunni. Um miðjan
siðari hálfleik var hann tekinn út
af — Yorath kom i hans stað, en
það var þá orðið of seint.
Sigurmark Sunderland var
skorað á 31 min. fyrri hálfleiks-
ins. Skozki landsliðsmaðurinn i
marki Leeds, Harway, hafði áður
varið hörkuskot i horn — Porter-
field ætlaði að taka hornspyrn-
una, en allt i einu hljóp Billy
Hughes til og tók spyrnuna, en
Ian Porterfield, stóri, sterki Skot-
inn fór að markinu. Eftir tals-
verðan atgang i vitateignum
barst knötturinn til Porterfield,
sem skoraði með föstu skoti af
stuttu færi 1-0. Fögnuður var
gifurlegur á Wembley, þvi nær
allir áhorfendur voru á bandi
„litla liðsins” Sunderland.
Leikmönnum Sunderland jókst
sjálfstraust við markið — léku oft
Varð
ríkur
,,Þú getur alveg eins
stungið peningunum i ofn-
inn” var sagt við mann
nokkurn á Englandi, þegar
hann veðjaði 500 sterlings-
pund á Sunderland. Það var
eftir fjórðu umferðina og
hlutföllin voru þá 50 á móti 1.
En það ótrúlega skeði —
Sunderland sigraði
og maðurinn hlaut 25 þús.
sterlingspund eöa tæplega
sex milljónir króna. Margir
veðmangarar fóru afar illa
út úr veðmálastarfseminni I
sambandi við úrslitaleik
bikarsins. 1 siðustu viku voru
hlutföllin 3-1 Leeds i hag, en
þaö var hægt að vinna enn
betur á því að veðja strax á
Sunderland. Þegar liðin i 1.
og 2. deild hófu keppni i 3.
umferðinni i janúar voru
hlutföllin 250 gegn 1 á
Sunderland —sem sagt meö
þvi að veðja 500 sterlings-
pund þá hefði það gefiö„125
þúsund sterlingspund.
Mikið fjör á ís-
landsmóti í júdó
— en nokkur vonbrigði, þegar Svavar Carisen gat
ekki keppt í opna flokknum vegna meiðsla
Tæplega 100 keppendur
mættu til leiks á Júdó-
meistaramóti íslands, sem
háö var í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði. Keppt var í
sex flokkum karla, einkum
kvennaflokki og fjórum
flokkum unglinga. Meðal
keppenda var Skotinn Ed-
ward Mullen, háttgráðaður
júdómeistari, og sigraði
hann i sínum þyngdar-
flokki — léttmi llivigt — og
auk þess í opna flokknum,
sem ekki var bundinn við
þyngd.
Svavar Carlsen, sem hlaut
silfurverðlaun á Norðurlanda-
meistaramótinu á dögunum,
keppni i þungavigt og varð
tslandsmeistari, en tók ekki þátt i
opna flokknum vegna meiðsla i
öxl.
Úrslit i einstökum flokkum
urðu þessi
Opni flokkurinn
1. Edward Mullen, Skotland
2. Sig. Kr. Jóhannsson, JR
3. Sigurjón Kristjánsson, JR.
Þungavigt (yfir 94 kg)
1. Svavar Carlsen, GR
2. Hannes Ragnarsson, JR
3. Oskar Guðmundsson, UMFG
Léttþungavigt (81-93 kg)
1. Sig. Kr. Jóhannsson, GR.
2. Bjarni Björnsson, GR.
3. Hjörtur Sigurðsson, GR.
Millivigt (71-80)
1. Sigurjón Kristjánsson, JR
2. Ossur Torfason, A
3. Sigurjón Ingvarsson, A
Léttmillivigt (64-70 kg)
1. Edward Mullen, Skotlandi
2. Halldór Guðbjörnsson, JR
3. Viðar Guðjohnsen, A
Hlauparinn kunni er þarna i
öðru sæti, og Viðar, sem talinn er
sérlega efnilegur júdómaður, er
aðeins 15 ára.
Léttvigt (undir 63 kg>
1. Hörður Harðarson, JR
2. Haukur Harðarson, JR
3. Leó Jónsson, UMFG
Þeir Hörður og Haukur eru
tviburabræður.
Kvennaflokkur
1. Sigurveig Pétursdóttir, Á
2. Anna Hjaltadóttir, Á
3. Jóhanna Ragnarsdóttir, Á
Þá var keppt i fjórum aldurs-
flokkum drengja. Sigurvegarar
urðu: 16-18 ára Sigurjón Ingvars-
son, Á. 14-15 ára Viðar Guðjohn-
sen, A. 12-13 ára Pétur Pálsson,
UMFG, og 8-11 ára Bergþór
Haraldsson, A.
Flest verðlaun og alla tslands-
meistarana, nema i kvenna-
flokki.hlaut Júdófélag Reykja-
vikur (JR). Einnig voru
Armenningar seigir, einkum i
yngri flokkunum, og keppendur
frá Ungmennafélagi Grindavikur
(UMFG) vöktu athygli.