Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 8. júni 1973. 3 Kjarvals- menn blaða og fjölmiðla kalla það Kjarvalsstaði, aðrir Myndlistar- húsið á Miklatúni, og enn aðrir „Kjarvalsstaði i Myndlistar- húsinu á Miklatúni.” Annar salur hússins er ætlaður til sýningar á myndum Kjarvals, og honum merktur, Kjarvals- salur, hinn til sýningar á verkum annarra listamanna. Þetta mikla hús er byggt fyrir fé almennings til stuðnings listamönnum og þeim, sem kynnast vilja verkum þeirra. Þar sem tilgangur hússins mun ' vera sá að fleiri listgreinir fái þar húsaskjól en myndlistin, t.d. höggmyndaverk, listvefnaður o. fl. væri þá ekki öllu réttara nafn á húsinu Sýningarhúsið á Mikla- túni? Vænti ég svars frá réttum aðil- um um hið rétta heiti þessa húss borgarinnar, þvi að sjálfsagt virðist, að húsinu sé gefið ákveðið nafn af þeim, sem forráðin hafa. Kjarvalshús (á Seltjarnarnesi), Kjarvalssalur og svo einnig Kjarvalsstaðir ....er það ekki ein- um of mikið af þvi sama? Leituðu 7 sinnum fró óromótum - en ekkert sprútt Leigubílstjóri hringdi: „Það mátti lesa á forsiðu VISIS, að leigubilstjóri i Keflavik höfðaði mál vegna ofsókna á hendur honum, en leitað hafði verið fjórum sinnum i bilnum hans frá þvi i fyrrasumar. Okkur leigubilstjórum i Reykjavik blöskrar það ekki mikið. T.d. hefur verið leitað hjá mér i minum bil sjö sinnum SIÐ- AN UM ÁRAMÓT. — Arangurinn hefur alltaf að sjálfsögðu verið sá sami: Ekkert vin. Ég hef beðið um að fá að sjá lögregluskýrslur af sérhverri þessari leit. Það vakti fyrir mér að hafa þar i höndunum eitthvað til að sýna, hvernig menn eru stundum lagðir ieinelti. — En nei, það er engin skýrslan”. Krefst opinberrar rannsóknar og skorar á dýraeigendur að gefa sig fram við sambandið hefur enga lagalega né siðferðis- lega heimild til að útrýma eigum þegnanna. Það er krafa dýra- verndarmanna, að opinber rann- sókn fari fram á þessum grófu of- beldisaðgerðum og þeir, sem brotlegir kunna að reynast, verði sóttir til saka og dæmdir til þyngstu refsinga, sem lög gera ráð fyrir, vegna stórkostlegrar valdníðslu i starfi. Samband dýraverndunarfélaga tslands vill beina þeim tilmælum til dýraeigenda að hafa tafarlaust samband við skrifstofu sam- bandsins, simar 16597 og 26315, eða við lögmenn þess, simi 18711, haldi yfirvöldin áfram upptekn- um hætti.” Asgeir Hannes Eiriksson. „Vinir þjóðhátíðarinnar hafa reist alla bálkestina" Þorsteinsson Hann sagði að 1. mai hefði runnið út frestur til að skila ljóðum i hátiðarljóðasamkeppn- ina, og hefðu 36 ljóð borizt. Dómnefnd væri nú að fjalla um ljóðin, og kæmi vel ti! greina að semja lag við hátiðarljóðið. Aðspurður, hvernig gengi með knörrinn, sem fyrirhugað var að sigla kringum landið, sagði Indriði, að það gengi frekar hægt, það væru áhugamenn um þetta i Hafnarfirði, sem hefðu haft samband við Dani um byggingu ,,Ég vildi iiú helzt vera laus við að hafa persónulegt álit, á meöan ég er starfsmaöur þjóðhátiðar- nefndar”, sagði Indriði G. Þorsteinsson, þegar blaðið spurði hann um slikt vegna þeirra ákvörðunar að hætta við sögu- aldarbæinn, sem byggja átti vegna þjóðhátiðarinnar 1974. En Indriði var fús til að segja tlðindi frá undirbúningi þjóðhátíðar- innar. bátsins, en enn væri þetta allt á umræðustiginu. Indriði sagði, að eins og þróunin hefði orðið núna á allra seinustu mánuðum, þá væri auðséð, að þetta myndi enda á vönduðum hátiðahöldum i heimahéruðum, en litið yrði um stórhátiðir fyrir allan landslýð, nema sú margum- talaða e.insdagshátið á Þing- völlum. Þegar minnzt var á hina fyrirhuguðu báikesti, sem þjóð- hátiðarnefnd hefði stungið upp á, að reistir yrðu, sagði Indriði, að upphaflega tillagan hefði verið sú, að myndarlegri áramóta- Hér er Dianne Runólfsson ásamt hinum heimsfræga Maharishi, indverska spekingnum, sem hafði svo mikil áhril' á allt lff Bitlanna um árið. Hann kom hingað til lands fyrir áratug eða svo, þá tiltölulega lítt þekktur, og hélt fundi í Stjörnubiói. Lœrði hugleiðslu hjá sjálfum Maharishi ,,Ég er búin að vera úti á Spáni i 2 1/2 mánuð að læra að kenna hugleiðslu”, sagði Dianne Runólfsson, dóttir Sverris Kunólfssonar vegamálakappa, þegar við hittum hana að máli til að grennslast fyrir um ferðir hennar hér á landi. ,,Ég hef ekki séð pabba i tvö ár, þannig að mér fannst vera kominn tfmi til að bæta úr þvi. Svo þegar nám- skeiðið var búið, skellti ég mér hingað og er búin aö vera hér i þrjár vikur. Mér likar ofsalega vel hérna, en verð þvi miður að fara heim til Kaliforniu núna um helgina”. Við spurðum Dianne hvernig stæði á þvi að hún væri að stúdera hugleiðslu. ,,Ég kynntist þessu fyrir einu og hálfu ári heima, og þá strax fékk ég áhuga, og hef lært heil- mikið, það mikið að ég ætla að kenna það i vetur”. „Námskeiðið úti á Spáni var undir handleiðslu Maharahi, þess sem á sinum tima var með Bitlana undir sinni forsjá. Þetta er stórkostlegur maður, ég get ekki sagt annaö. A þessu námskeiði voru nokkur hundruð manns, og það fór þannig fram, að við komum saman i stórum samkomusal, þar sem Maharahi kenndi, og siðan fór kennslan fram i smærri hópum. Við hugleiddum tvisvar á dag, tuttugu minútur i hvert sinn, og svo lærðum við bæði liffræði- lega og sálfræðilega hlið á þessum málum. Ég hef fundið það sjálf að það að læra hug- leiðslu hefur hjálpað mér sjálfri mikið. Ég er t.d. hætt að reykja, og likamleg heilsa hefur batnað. Svo á ég auðveldara með að um- gangast fólk, og einhvern veginn er iifið allt léttara. „Hvernig finnst þér að hafa pabba þinn hérna en búa sjálf úti i Kaliforniu”? „Ég sakna hans, og þess vegna ætla ég að reyna að koma sem oftast i heimsókn, enda fellur mér svo vel við landið, að það eitt mundi draga mig að”. „Er margt af þessu fólki, sem stundar hugleiðslu og er virki- lega á kafi i þessum málum, sem neytir eiturlyfja”? „Það eru ótrúlega margir. En eftir þvi sem það nær lengra á hugleiðslusviðinu, þess minna hefur það með dóp að gera, sam- fara þvi að heilsa þess, bæði and- leg og likamleg batnar til mikilla muna”. „Hefurðu hitt einhverja islenzka hugleiðara”? „Eiginlega ekki nema einn, það er Geir Vilhjálmsson. Hann hefur náð virkilega langt i þessari grein”. Dianne er aðeins 17 ára gömul, en þó hefur hún stundað hug- leiðslu i 1 1/2 ár. Hún kláraði gagnfræðaskóla nú i febrúar, hálfu ári áður en ætlazt var tll. Hún er staðráðin i að læra meira varðandi hugleiðslu, og ætlar að verja tima sinum næstu árin I að kenna og læra um leið. Hún minntist á það, að hún hefði jafn- vel áhuga á að koma til Islands til að kenna fag sitt, þar sem hér væri enginn sem kenndi þetta. Dianne sagði, að þegar hún hefði komið tii Islands, þá hefði hún bú- izt við að mun fleiri væru inni I þessum málum, en svo virðist ekki vera, sagði hún, heldur kannast flestir við þetta, en fáir hafa fullan skilning á þvi. - ÓH brennur yrðu reistar. „En svo hafa vinir þjóðhátiðarinnar túikað þetta á sinn hátt með þvi að blása þetta upp i, að þessir bál- kestir ættu að ná i kringum allt landið og loga i heilt ár”, sagði Indriði að lokum. —ÓH Með lúðraþyt um Borðo- strandarsýslu IlUiti Vestfjaðanna mun óma af lúðraþyt ættiiðum úr Mos- fellssveitinni núna iim livita- siinnnna. Skólabljómsveitin a'llai' semsé i liljómleikaferð, en sveitin liel'ur getið sér gott orð og verið talin lielzti keppi- nautiir Kópa vogslúðrasvcilar- innar. sem nú er ytra á l'eröa- lagi. i kvöld leikur liljóm- sveitin i Kirkintcl á morgun á Kildudal og i Tálknafirði og á livitasunniidag i örlygshöfn og á l’atreksfirði. A annan i bvitasuiinu er áætlað að leika i Flatey itieðan flóabálurinn Ilaldur liel'ur þar viðdvöl. i liljómsveitinni eru 23 drengir iindir stjórn Kirgis Sveins- sona r. Minnkíð sóðaskapinn — Heilbrigðisef tiriitið leggur til atlögu við sóða „Við eruiii að hefja hcrferð gegn sóðaskap og subbuskap”, sagði Þórhallur Halldórsson. framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Keykjavikur við blaðiö I gær. ,, Ástæðan er engin sérstök, það hcfur alltaf rikt slæmt ástand á alltof mörgum stöðum hér I borginni hvað varðar hreinlæti og Iteilbrigði. Alit of mikið af kröftum Heil- brigðiseftirlitsins fer i að eltast við skussana, og þeir eru marg- ir”. Þórhallur sagði, að timi væri kominn til að eitast við þessa aðila á öðrum vettvangi, og nú er það I gegnum fjölmiðla. Hafizt verður handa strax i kvöld, og áróbursteiknimynd sýnd i sjón- varpinu. I þeirri mynd verður hreinlæti við matvælaframleiðslu tekið fyrir, enda er það lang alvarlegasti þátturinn i öllum hreiniætismálum, þvi einmitt gegnum maga og munn berast sýklarnir auðveldast. —ÓH Dianne sagði, aö þegar maður væri i hugleiðslu, ætti maður aö koma sér þægilcga fyrir, Iygna aftur augununt og brosa ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.