Vísir - 08.06.1973, Síða 5

Vísir - 08.06.1973, Síða 5
Visir. Föstudagur 8. júni 1973. 5 AP/IXITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Þýzki kanslarínn sœkir gyðinga heim Willy Brandt kanslari og Golda Meir forsætis- ráðherra munu halda áfram viðræðum sinum i dag, sem hófust við heimsókn kanslarans til ísraels núna i vikunni. Er það fyrsta heimsókn þýzks þjóðhöfðingja til Gyðingarikisins. Brandt átti rólegt kvöld i gær á ,,Kibbutz”-inu (samyrkjubú) heima hjá Allon aðstoðarfor- sætisráðherra, en það er nærri Beatitutdes-f jalli, þar sem Kristur flutti fjallræðuna. Kanslarinn vottaði virðingu sina minnisvarða sex milljóna Gyðinga, sem teknir voru af lifi i landi hans i heimsstyrjöldinni siðari, og hann sagði við Goldu Meir, að þessi heimsókn ,,væri eitt stærsta augnablik mins stjórnmálaferils.” öflugar öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar vegna heim- sóknar þýzka kanslarans, en til þessa hefur ekki bólað á öðrum mótmælum en þeim, að nokkur hundruð unglingar hrópuðu við athöfnina hjá minnisvarðanum: ..Þjóðverji, farðu heim.” — Hefur þvert á móti hitt vakið nokkra athygli, að engir þeirra 300.000 Gyðinga i tsrael, sem eiga um sárt að binda vegna ofsóknanna i Þýzkalandi i striðinu á sinum tima, hafa látið á sór kræla. Orðstir Brandts vegna baráttu hans gegn nazistum á striðsárun- um er talin ástæðan fyrir þvi. 1 heimsókninni hefur Brandt gætt þess vandlega að fara ekki yfir á hernumdu svæðin, sem áður voru lönd Araba, til þess að styggja ekki Arabarikin. Þau Golda Meir hafa rætt um sam- búðina milli austurs og vesturs og um ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafsins. LÍTIL SKRÚFA OLLI ÖLLU KLANDRINU Geimfararnir löguðu í nótt Skylabgeimstöðina Tveir geimfaranna í Skyiabgeimstöðinni gengu út úr stöðinni í nótt í síðustu tilraun tii þess að bjarga Sky lab-áætluninni — og tókst það. Geimstöðin fékk þegar í stað aukna raforku frá sólarskermunum, sem Conrad og Kerwin tókst að losa og fá til þess að breiða úr sér. „Ein litil lúsug skrúfa hélt öllu föstu”, sagði Conrad fararstjóri þeirra geimfaranná. Og eftir að hafa losað hana tókst þeim félögum að koma skermunum i rétta stöðu. Smám saman hitnuðu mótorarnir og fóru að snúast, og geimstöðin fékk aukna orku, sem ætti að gera mögulegt að inna af hendi þær tilraunir i geimstöð- inni, sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þegar vélarbilunin kom upp i geimstöðinni, horfði til þess að ekki yrði hægt að gera þessar tilraunir vegna orkuskorts. Niðri á stjórnstöðinni á Kennedyhöfða biðu menn milli vonar og ótta, meðan ekkert heyrðist i geimförunum á bak við geimstöðina. Var þetta eitt hættu- legasta augnablikið i ferðum manna úti i geimnum. — Conrad og Kerwin komu fyrir taug i stóra skerminn og lögðust siðan báðir á að toga i strenginn. Losnaði skermurinn snögglega og þeir félagarnir kútveltust um, þegar svo óvænt var gefið eftir á strengnum. Þegar þeir höfðu staðið upp, voru skermarnir komnir á sinn stað. Þessi mynd var send ofan úr Skylabgeimstöðinni og sýnir Conrad að verki inni i „búri” geimstöðvar- innar. Conrad er fyrir miðju, en kassarnir kringum hann innihaida matarbirgðir. Chapall sýnir í Moskvu Maya Pisetskaya, ballerina við Bolshoi, sést hér hcilsa list- málaranum Mare Chagall og hvisla að honum nokkrum orðum um leið og hún gengur inn i sýningarsalinn i Tretyakov Gallery i Moskvu. Chagall heldur þar sýningu þessa dagana á verkum siiuim. Chagall, fæddur Hússi, hafði ekki komið til ættjarðar sinnar i rúm 50 ár. Ilann er 85 ára að aldri. Hnífsórið var útilokað við lœknisrannsókn Heilablœðing talin líklegt banamein George Getty II George F. Getty II, elzti sonur oliubilljónamærings- ins, J. Paul Getty, mun ekki hafa látizt af hnífsári því, sem hann var meö, þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles á þriöjudagskvöld. Að lokinni læknisrannsókn hefur hnifsárið verið útilokað sem banamein hans, en læknaskýrslur telja mögulegt að heilablæðing hafi orðið honum að aldurtila. Lögreglan hefur skýrt frá bvi. að Getty hafi fengið hnifsárið, þegar hann féll á sundlaugar- barminum i garðinum og stakk hann sig á hnif, sem hann hafði haldið á i hendinni. Eginkona hins |átna hefur skýrt lögreglunni frá þvi, að Getty hafi tvivegis hnigið niður þetta kvöld. Eftir seinna fallið missti hann smám saman meðvitund og þá fluttur á sjúkrahúsið. Hann var lagður inn undir fölsku nafni til þess að vekja ekki of mikla athygli. Gullœðið grípur um Gamlar gullnómur opnaðar aftur Sihækkandi verðlag á gulli á Evrópumarkaði hefur hrundið af stað nýju gullæði, sem leiðir til þess, að vinnu- krafturinn streymir aftur i námur, er búið var að loka. Er nú verið að opna aftur gullnámur i Svörtu hæðum i Suður Dakota, i Alaska og i Dominikanska lýð- veldinu. „Homestake Mining Corp”., sem þegar hefur þrefaldað tekjur slnar frá þvi I fyrra, hefur opnað aftur námu, sem India'nabaninn, George Custer hershöfðingi, fann 1874. Félagið hikar ekki við að vinna gull úr námunni, þótt únsan sig á ný gæti kostað sextiu til sextiu og fimm dollara. „En til þess að notfæra sér gullkapphlaupið”, skrifar Business Week Magazine i dag, „þá hefur Homestake þegar á þessu ári aukið námuvinnsluna, og er núna að verki i nýju rikjum Bandarikjanna, frá Kaliforniu til Suður Dakota, Ariozona og Alasaka. Fyrirtækið hefur nýlega fest 7 milljón dollara i Suður Dakotanámunni”. önnur fyrirtæki eru einnig gripin gullæðinu. „New York og Honuros Rasario Mining Co”. segjast ætla að opna aftur næst stærstu gullnámu i Ameriku, I Dominikanska lýðveldinu. Einnig stendur til að opna aftur yfirgefnar námur i Alaska og Kaliforníu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.