Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 19

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 19
19 □ □AG | D KVÖLD | Q □AG j D * < Q: r □ Q □AG | Sjónvarpið í kvöld kl. 20.30: „Karlar í krapinu" Hvað gera Smith og Jones til að bjarga sér 20 óra fangelsi? A dagskrá sjónvarpsins i kvöld eru „Karlar i krapinu”, þeir vin- irnir Smith og Jones, sem aldrei þreytast á að lenda i ævintýrum. 1 þetta sinn eru þeir á flótta undan lögreglusveit og eru búnir að vera hundeltir i 3 sólarhringa. Þeim hugkvæmist ráð til að skipta um ferðamáta, þegar þeir sjá konu akandi i hestvagni. Til að gera grein fyrir þvi, hvaö þeir séu að gera þarna, segja þeir kon- unni, að hestar þeirra hafi drukk- ið eitrað vatn og drepizt. Konan, sem gift er kennara, á heima á mjög afskekktum bónda- bæ, og tekur hún þá heim með sér. Bóndi hennar liggur þá i fót- broti. Þau hjónin segja Smith og Jones, að ekki verði ferð i kaup- stað fyrr en eftir tvær vikur, og láta þeir sér þetta vel lika. Ráða þeir sig sem kaupamenn til að vinna fyrir fæði og húsnæði. Þarna kynnast þeir tveimur dætrum hjónanna, brellnum stelpum. Eftirleitarmenn hafa samt ekki gefizt upp, og einn daginn birtast þeir öllum að óvörum, og nú biður þeirra Smith og Jones fangelsis- vist i 20 ár. Nú eru góð ráð dýr, og við fáum svo að sjá, hvernig fer fyrir þeim félögum. Þýðandinn er Kristmann Eiðsson. __E.V.I. SJONVARP FÖSTUDAGUR 8. júni 20.00 Fréttir- 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinu. Þraut- góðir á raunastund. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Skautadansar Sovézk skemmtidagskrá. Megin- efni dagskrárinnar er list- dans á skautum og eru þar sýndir dansar frá ýmsum heimshornum. Þýðandi Haraldur Friðriksson. 22.15 Watergate-máliö Kvik- mynd frá CBS. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.05 Dagskrárlok. SJONVARP LAUGARDAGUR 9. júni 20.00 Fréttir- 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöö er vor æska. Húsbóndi á sinu heimili. Þýöandi Ellert Sigur- björnsson.. 20.50 Rió trió.Þáttur frá kvöld- skemmtun, sem trióið hélt i vetur i Austurbæjarbiói. 21.25 Daglegt lif indverskrar heimasætu. Fimm Bræður, fimm systur. Fyrsta myndin af þremur um daglegt lif 16 ára stúlku og fjölskyldu hennar i Ind- landi. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson CNordvision — Danska sjónvarpið) 22.05 Thérese Raquin Frönsk biómynd frá árinu 1953, byggð á sögu eftir Emile Zola. Leikstjóri Marcel Carne. Aðalhlutverk Simone Signoret, Raf Vallone og Jacques Duby. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. Thérese býr með eigin- manni sinum á heimili móöur hans i Lyon. Hún hefur gengið að eiga Camilli, mann sinn, af þakklæti fyrir aðstoð á æskuárunum og i hjóna- bandi þeirra fer litið fyrir ástrikinu. Loks verður hún ástfangin af vörubilstjóra, sem reynir að telja hana á að yfirgefa Camille. 23.45 Dagskrárlok. Þeir Smith og Jones. í kvöld eftir fréttir: SÓÐARNIR Astæða er til að vekja athygli á sérstæðri mynd i auglýsinga- tima sjónvarpsins I kvöld. Það er mynd, sem Heilbrigðiseftir- litið hcfur látið gera um sóða- skap og afleiðingar hans. Þetta er teikniinynd, og eru sýndar glefsur úr lifi sýklanna og þeirra, sem valda þeim. Sýklarnir syngja þarna baráttu- söng sinn, og ætlum við að birta hann hér, ef einhverjir skyldu vilja syngja með. Textinn er sunginn við lagið „Jón og ég, við vorum eins og bræður...”. fíg cr sýkill, sjúkdómanna vinur, sóðalegur lubbi er mér kær. fíg fylgi með, er hár af kolli hrynur, og helzt ég reyni að lenda matnum nær. Ofan I mann ætla ég mér sko, sjáið hann á spitala ferl —ÓH Útvarpið í kvöld kl. 19.20: „Fréttaspegill" ÞÁÐU V-ÞÝZKIR ÞINGMENN MÚTUR? i útvarpinu i kvöld er m.a. „Fréttaspegill” i umsjá Gunnars Eyþórssonar. SJONVARP Sunnudagur 10. júni 1973 Hvitasunnudagur 17,00 Hátiðaguðsþjónusta Sr. Valgeir Astráðsson á Eyr- arbakka prédikar i sjón- varpssal. Kirkjukórar Gaulverjabæjarkirkju og Stokkseyrarkirkju syngja. Söngstjóri Pálmar Þ. Eyjólfsson. 18.00 Brimaborgarsöngvar- arnirKanadisk barnamynd. Hér er gamalt og vinsælt ævintýri fært i leikbúning og er það að miklu leyti flutt af leikbrúðum, en i sumum hlutverkum eru þó lifandi leikarar i gervi dýra og ým- issa ævintýrapersóna. Þýð- andi Gylfi Gröndal. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veðurfegnir 20.25 Eddukórinn Kórinn syngur lög frá ýmsum lönd- um i sjónvarpsal. 20.50 Hvitir hestar Austurrisk kvikmynd af hátiðasýningu, sem haldin var i tilefni 400 ára afmælis Spænska reið- skólans i Vinarborg. 21.40 Roger Whittaker Siðari sjónvarpsupptakan af tveimur, sem gerðar voru á Charles Dickens Pub i Stokkhólmi, þegar hinn vin- sæli brezki visnasöngvari og blistrari kom þar fram i fyrra. (Nordvision — Sænska sjónvarpiðl Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 22.20 Þættir úr hjónabandi Framhaldsleikrit eftir Ing- mar Bergmann. 6. þáttur, sögulok. Um miðja nótt i dimmu húsi einhvers staðar i heiminum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 5. þáttar. Jóhann og Marianna hafa ákveðið að ganga end- anlega frá skilnaðarmálinu. Þau hittast á skrifstofu Jó- hanns til að skrifa undir skjölin. Mariönnu hefur aukizt kjarkur og sjálfsör- yggi siðan Jóhann yfirgaf hana, en hann er aftur á móti óánægður með árang- ur sinn i starfi og sambúð- ina við Paulu. Fundur Jó- hanns og Mariönnu endar með heiftarlegu rifrildi og þau skrifa undir skjölin i haturshug. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.10 Dagskrárlok Margrét Bjarnason mun tala um Watergate-hneykslið i Banda- rikjunum I ljósi siðustu atburða, þar sem böndin berast meira og meira að Nixon sjálfum. Þorsteinn Thorarensen talar um Steiners-hneykslið i V-Þýzka- landi, hvort mútuþegar þing- manna hafi forðað stjórn Willy Brandts frá falli. Að siðustu mun Sigvaldi Hjálmarsson tala um hörmungar af völdum þurrka i Indlandi. Þurrkarnir eru einíwerjir þeir verstu, sem komið ,iafa I Ind- landi, og valda uppskeiúbresti og hungurdauða hjá fjöida manns. Sjónvarpið á laugardagskvöld kl. 20.25:,Hve glöð er vor œska' HVAÐ FÆR AUMINGJA DENNIS AÐ GERA-'I^Zf 1 sjónvarpinu á laugardags- kvöld fáum við einu sinni enn að fylgjast með 5. c. og kennurum hans. Það liður að þvi, að krakkarnir i 5. c.ljúki sinu gagnfræðaprófi. Flestir hafa þeir getað tryggt sér vinnu, nema Dennis, hann langar mest að vera einhvers staðar ná- lægt dýrum, þvi hann er mikill dýravinur. Hedges kennara tekst á endanum að útvega honum vinnu i hesthúsi hjá ölgerð, sem keyrir bjórinn út á hestvögnum, og á hann að hirða hrossin. Hann er alveg i sjöunda himni yfir þessu, en þegar allt er orðið klappað og klárt, kemur babb i hesthúsinu? bátinn. Faðir hans haröneitar að samþykkja að Dennis fari að vinna þarna, þvi að honum hafði einhvern tima verið hent út úr knæpu, sem ölgerðin átti. Þýðandi er Ellert Sigurbjörns- son. -EVI. Sjónvarpið í kvöld kl. 21.25: „Skautadansar" Dansar frá ýmsum heimshornum í sjónvarpinu I kvöld verður sýndur listdans á skautum, og dansar þar mjög frægur dans- flokkur frá Rússlandi. Dansarnir verða frá ýmsum löndum, t.d. Spáni, Mexikó, Rússlandi og Austurlöndum og magadans frá Egyptalandi. Mun dansflokkurinn klæðast tilheyrandi búningum frá þeim löndum, sem liann sýnir dansana frá. E V I. SJONVARP Mánudagur 11. júni 1973 Annar i hvitasunnu 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fallvölt er heimsins dýrðt mynd þessari greinir frá ferðalagi sem fulltrúi baptistasamtaka i Banda- rikjunum fer til að heim- sækja og skoða fornar borg- ir I Litlu Asiu. Allar komu þessar borgir rnjög við sögu I Opinberunarbókinni, en eru nú rústir einar. I mynd- inni er rakin saga þeirra, og einnig að nokkru leyti saga kristninnar á þeim tíma. Þýðandi óskar Ingimars 21.20 Galdra-Loftur Leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson. Áðurá dagskrá á annan dag jóla 1970. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Leikendur: Baldvin Halldórsson, Inga Þórðardóttir, Valgerður Dan, Jón Sigurbjörnsson, Pétur Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Brynjólfur Jóhannes- son, Margrét Pétursdóttir og fleiri. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 23.25 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.