Vísir - 31.07.1973, Side 1

Vísir - 31.07.1973, Side 1
63. árg.Þriðjudagur 31. jdli 1973 —173. tbl. Nú er það ákveðið Austurstrœtið verður göngugata ,,Við köllum þetta ekki lokun, sem er nýkomin heim eftir að heldur opnun” segir Leó Jóns- hafa kynnt sér göngugötur i son, hagræðingarráðunautur, miðborgum erlendis. Fór hann ásamt Gesti Ólafssyni skipulagsfræðingi i þessa ferð, þar scm fyrirhugað var að gera Austurstræti að göngu- götu. Er nú ákveðið að gatan verði opnuð eingöngu fyrir gangandi fólki til tilraunar i sumar. „Þetta er liður i óhjákvæmilcgri þróun og Laugavegurinn mun siöar fylgja á eftir”, sagði Lcó ennfremur. Sjá baksiðu. Slasað- ist til ólífis í knatt- spyrnu á Ármannsvelli Haukur Birgir Hauksson, 26 ára bilamálari, kvæntur og tveggja barna faðir, lézt I gær i Landspitalanum af völdum meiðsla, sem hann hlaut I knattspyrnuleik 26. júni. Það var á Armannsvelli i leik i 1. fiokki milli Armanns og Vals. Haukur heitinn fékk spark i magann — skeifugörnin sprakk. Hann var fluttur i Landspitalann og var þar þungt haldinn þar til hann lézt. Hann var þrivegis skorinn upp — siðast nú um helgina. Þetta er I annað sinn hér á landi, sem knattspyrnumaður deyr af völdum meiðsla iopin- berum kappleik. Arið 1933 slasaðist Jón Kristbjörnsson, markvöröur Vals, i leik I meistaraflokki gegn KR og lézt tveimur dögum siðar. Sjá nánar á bls. 8. Fórnardýr thalidomide fengu 5000 milljónir 50000 milljón krónur var sú upphæð, sem brezka fyrir- tækið Distillers Co. sættist á að greiða foreldrasamtökum Thalidomide-barna i bætur fyrir örkuml barna þeirra. Lokið er loks tólf ára mála- þrasi brezkra foreldra barna, sem fæddust með örkuml, eft- ir að mæður þeirra höfðu tekið inn thalidomide á meðgöngu- timanum. Sjá bls. 5 Hvernig eru hlaðrúmin bezt? Hlaðrúm eru vinsæl i barna- herbergjum og einnig I sumarbústöðum. Þau taka litið pláss og geta verið mjög hentug. En sum þeirra geta þó jafnvel verið hættuleg. Er frágangur slæmur? Fylgir stigi með rúminu? Er rúmið stöðugt? Getur barn dottið úr efra rúminu? Við segjum nánar frá hlaðrúmunum og könnun, sem fram fór I Sviþjóð. á Innsiðu I dag. Sjá bls. 7 Rétt fyrir kvöldmat i gær var umræddur maöur handtekinn, og viðurkenndi hann allt strax. Sagði hann að hann og félagar sinir hefðu neytt allra taflanna sjálfir, og væri ekkert eftir. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir þessir félagar mannsins eru, en það er a.m.k. húsráðandinn i Skipholtinu. Afgangurinn aí lyf- seðlunum fannst heima hjá manninum Henni var ekkert sérlega um myndatökur gefið þessari 0g var búin að stinga sér aftur til sunds, áður en Ijósmyndaranum okkar tókst aö óska eftir þátttöku hennar I Sumarstúlkukeppni Visis — hvað þá að hann næði að taka fleiri myndir. En hvað um þaö, þessi ágæta mynd Astþórs Magnússonar minnir okkur á það, að I dag og á morgun tökum viðá mótisfðustu ábendingum varðandi stúlkur I keppnina. Að lokum munum viö svo birta myndir af öllum stúlkunum saman i einu blaöi og lesendur velja Sumarstúlku Visis, sem fær siðan aö launum ferð meðSunnu til Mallorca. Þessir menn v.oru fyrir stuttu kærðir fyrir að leika sama leik. Þá höfðu þeir svæft mann með lyfi, stolið af honum lyklunum og farið heim til hans. Þar stálu þeir áfengisflöskum. —ÓH Fimmtíu tapaðar - 200 unnar „Eftir ellefu mánaða strið og kif er 50 milna landhelgin ekki enn komin til fram- kvæmda. Ekkert bendir til þess, að við getum komið henni I framkvæmd fyrir haf- réttarráðstefnuna, sem hefst að rúmlcga hálfu ári liðnu. Við getum þvi alveg eins einbeitt okkur að 200 milna landhelgi eins og að halda uppi mála- stappi við Breta og Þjóð- vcrja”. Sjá nánar i leiöara á bls 6. Stal eyðublaðablokk af lækni sem „sofnaði" í „partíi" FALSAÐI LYFSEÐLA Á FÍKNIL YF Maður var handtekinn í gær fyrir að hafa falsað lyfseðla frá lækni einum hér í borg. Hafði hann útfyllt lyfseðla og haft út á þá 155 töflur, af Dexa- fetamin, sem er örvandi lyf. Lyfseðlunum hafði hann stolið á skrifstofu læknisins. Maðurinn sem handtekinn var, hitti lækninn á Röðli á laugar- dagskvöldið. Var læknirinn að skemmta sér, og var ölvaður. Einhvern tima um kvöldið bauð maöurinn lækninum i „parti” i Skipholtinu. Þáði læknirinn það. Er þeir höfðu veriö nokkra stund i partiinu, sofnaði læknirinn. Leikur grunur á að honum hafi verið gefið inn lyf til að hann sofnaði. Hinn maðurinn sofnaði einnig, en vaknaði klukkan 7 um morguninn. Þá var læknirinn ennþá sofandi. Tók já maðurinn lyklakippu læknisins ai iionum. Fór hann siðan á lækn- ingastofnun, opnaði hana, og tók þaðan eina blokk af lyfseðlum. Einnig tók hann með sér út- fylltan lyfseðil, sem þar var, til að geta likt eftir rithönd læknis- ins. Siðan var hafizt handa um út- gáfu lyfseðla á fyrrnefnt lyf. Fyrst gaf maðurinn út einn lyf- seöil á 30 pillur. Gaf hann seðilinn út á sitt eigiö nafn, og fékk pillurnar i Borgarapóteki. Seinna um daginn gaf hann út tvo lyfseðla i viðbót, sem gáfu af sér 55 pillur. 1 gærdag gaf hann. siðan út 3lyfseðla, á Garðs, Holts, og Laugavegs apótek og hafði 90 pillur upp úr krafsinu. Fékk hann þá alla útleysta. A öllum lyf seðlunum var beðið um Dexafetamin. Rétt eftir hádegi i gær hringdi apótekarinn i Laugarnes apóteki i lögregluna, og sagðist halda að falsaður lyfseðill væri hjá honum. Þegar lögreglan kom á staðinn, handtók hún mann, sem hafði komið með lyfseðilinn. Sá maður sagði að hann hefði verið beðinn um að fara með seðilinn i apótekið. Sagði hann að maður á gráum Volkswagen hefði beöið sig um það. HÆTT VIÐ RAFMAGNS- SKORTI NÆSTA VETUR „Ef ekki tekst, að Ijúka þessum framkvæmdum timanlega, þá má ekkert út af bregða, til að ekki verði raf- magnsskortur á dreifikerfi I Rafmagnsveitu Reykjavikur” segir Aðal- steinn Guðjohnsen, rafmagns- stjóri i samtali við VIsi I gær. „Það er nú svo komið, að alvarlegar bilanir á jarð- strengskerfinu geta haft mjög alvarlegar afleiðingar og á mesta álagstimanum, þegar rafmagnsnotkunin er mest, frá desember — febrúar, getur orðið slæmt ástand, jafnvel rafmagnsskömmtun”, segir rafmagnsstjóri. Verið er að leggja nýjan jarðstreng sem auka á flutn- íngsgetu á rafmagni t'il borgarinnar og auka rekstrar- öryggi. Framkvæmdirnar eru nú þegar orönar á eftir áætlun og hefur fjárskortur Rafmagns- veitunnar einkum háð fram- kvæmdum. Rafmagnsveitan hefur ekki fengið heimild til aö hækka gjaldskrár sinar i samræmi við hækkeöan rekstrarkostnað og núna veltist 17.1% hækkunarbeiöni hennar um i rikisbákninu og illa gengur að fá hana afgreidda. Fram- kvæmdastofnun rikisins mun hafa hana núna til umsagnar. Sjá blaðsiðu 2.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.