Vísir - 31.07.1973, Síða 16

Vísir - 31.07.1973, Síða 16
’ Jgp B Bi B 1] Þriöjudagur 31. júli 1973. Ný rétt fyrir Reykja- víkurbœ „ÞaO veitti ekki af aö fá nýja fjárrétt, þessi gamla er oröin úr sér gengin. Viö smölum heii- miklu fé til þessarar réttar og alveg óþarfi aö láta hana vera ónothæfa”, sagöi Meyvant Sigurösson, einn af stjórnar- mönnum Fjáreigendafélags Reykjavikur i viötali viö Visi. Fjáreigendafélagiö hefur nú fengiö loforö um fjárstyrk frá Reykjavikurborg til byggingar á nýrri rétt. Fjárrétt sjálfrar höfuöborgarinnar hefur undan- farin ár veriö aö drabbast niður, og töldu forráðamenn Fjáreig- endafélagsins hana varla not- hæfa lengur. Var þvi fariö fram á styrk til aö byggja nýja rétt úr timbri og virneti. „betta kostar þó nokkuð mikiö, a.m.k. 350-400 þúsund krónur. 1 þessa rétt er fé af Reykjavikurafrétti smalað, frá aflöndum Seltjarnarness og Kópavogs, og viöar af Suður- nesjum. En það þýöir ekki aö biöa eftir neinu, viö byrjum aö reisa réttina i sumar til aö geta notaö hana i haust”. „Hvaö segja fjáreigendur um ágang búfénaðar á garöa fólks i úthverfum Reykjavikur”? „Þarna eru tvær ástæður aö verki. Fyrst það, aö varzla borgarlandsins er frekar slæleg. Hún gæti veriö miklu betri. Svo er það aö um 300 hestar ganga á afrétti Reykjavikurborgar, og þaö eru þeir sem valda þvi, aö afrétturinn er svona ofbeittur. Ef þessir hestar færu, væri þetta vandamál mun minna. Einnig má geta þess aö ágangs- fé er mikiö úr nærsveitum og af Suöurnesjum”, sagði Meyvant aö lokum. — óH Náðist út Norski hvalfangarinn Miloy sem strandaöi á Asbúö^rrifi á sunnudagskvöliö, náöist út i gær- kvöldi. Skuttogarinn Dagný dró Miloy á flot, eftir aö norskir bátar, sem voru á strandstaönum höfðu árangurslaust reynt björg- unartilraunir. Björgunarsveit Slysavarnar- deildarinnar á Sauðárkróki, Skagfiröingasveit var allan tim- ann á staðnum og aöstoöaöi viö björgun bátsins. Hvalfangarinn var ólekur, þegar hann náðist á flot og litlar skemdir höfðu komið i ljós. — ÓG Léttskýjað með köflum Þokkalegasta veöur hreppir fólk I Reykjavik i dag eftir veöur- spánni aö dæma. Reyndar veröur ekki sólskin i allan dag, en þaö veröur þó léttskýjaö meö köflum og hægviöri. Búizt er viö 10-12 stiga hita. Hægviöri er um allt land og svo var einnig f morgun. Or- komulaust var, en skýjaö sums staöar. Hiti var 3-9 stig, en heitast var á Sauöárkróki. í nótt er gert ráö fyrir suð- austan golu og skýjuöu og þá má geta þess, aö yfir tslandi er hæöarhryggur. —EA Austurstrœti verður göngugata óhjákvœmileg þróun — Leó Jónsson hag- rœðingarráðunautur og Gestur Ólafsson skipulagsfrœðingur nýkomnir heim eftir að hafa kynnt sér göngugötur erlendis ,,Við köllum þetta ekki lokun, heldur opnun. Eftir þessa ferð, erum við sann- færðir um að opnun Austurstrætis er liður i óhjákvæmilegri þróun og Laugavegurinn mun fylgja á eftir siðar. Þetta er mál allra borgarbúa og framhjá þvi verður ekki horft. Kaupmenn þinguðu með okkur i gær, og er ákveðið að gera þessa tilraun i sumar, eftir að búið verður að leysa ákveðin skipulagsleg atriði”. sagði Leó' Jónsson, hagræðingar- ráðunautur. Hann og Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur eru ný- komnir aö utan, þar sem þeir kynntu sér göngugötur i miö borgum erlendis. Fór Leó fyrir hönd Kaupmannasamtakanna, en Gestur fyrir hönd borgar- verkfræðings. Munu þeir síöan vinna að framkvæmd tilrauna- opnunar á Austurstræti i sumar. „Samkvæmt reynslu þeirra fjölmörgu aöila, sem viö ræddum viö I Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London, hafa slikar göngugötur undantekn- ingarlaust reynzt vel, sé ákveönum skipulagslegum for- sendum fullnægt. Við munum stefna að þvl að ganga frá þessum forsendum áöur en til opnunarinnar kemur, en þar er aöallega um að ræöa umferðina í kring. Þá er nauösynlegt aö gera sér grein fyrir þvi, aö gatan breytir um tilgang viö opnunina, og veröur annaö og meira en umferðargata. Hún þarf aö vera hlýleg og lifleg, svo að fólk geti t.d. átt þarna stefnumót og að eftir lokun verzlananna þarf aö vera þarna einhver félagsleg eöa menningarleg starfsemi. Við ræddum mjög mikiö um þetta atriði viö heimsfrægan arkitekt, Alpass, sem hefur skipulagt verzlunarmiðstöðvar um allan heim undanfarin 17 ár. Þarna er llka um þaö að ræöa, að koma i veg fyrir ákveöin félagsleg vandamál, sem oft vilja risa, en eru stundum tilbúin. Viö gerum okkur gjarnan ákveönar hugmyndir um hvaö megi gera á götum, til dæmis að ekki eigi aö sitja þar flötum beinum. Þaö er kallað félags- legt vandamál en er bara for- pokun. Þegar lögreglan fjarlægir mann, sem situr á gangstétt,' er hún aö búa til vandamál.” „Voruð þiö Gestur sammála I höfuðatriöum um framkvæmd opnunar Austurstrætis fyrir gangandi fóli”? „Viö vorum algerlega sam- mála. Það er augljóst að þaö verður að byrja með tilrauna- opnun, svo að hægt verði aö sjá hvernig umferðin I kring þróast. Það veröur einnig að sjá til þess aö gatan veröi hlýleg. Til dæmis eru nú tilbúnar plöntur og tré I tunnum, sem veröa settar á götuna fyrir opnunina. Gert er ráö fyrir að tilraunin hefjist seinni hluta ágúst og standi I tvo mánuði”, sagði Leó aö lokum. 1 dag mun borgarráð fjalla endanlega um tilrauna- opnun Austurstrætis og veröur þá væntanlega ákveöið hvenær hún hefst. —ÞS VTÍfij í c Þarna liggja bátarnir, sem Albert tók viö Ingólfsgarö I morgun. Fremst eru Grótta og Vföir en fyrir aftan sézt i Straumnesiö. i baksýn eru svo Óöinn og Albert. íslenzkir landhelg- isbrjótar Varöskipiö Albert tók þrjú islenzk fiskiskip aö meintum ólöglegum togveiöum I gær- kvöldi. Skipin voru aö veiöum á Faxaflóa um þaö bil tvær sjó- milur innan landhelgisiin- unnar. Albert fór meö þau til Reykjavikur og mun mál skipstjóranna veröa tekiö fyrir I Sakadómi f dag. Skipin, sem tekin voru eru, Viöir AK-63, 217 lestir, Grótta AK-101, 184 lestir og Straumnes tS-240 94 lestir. —ÓG Tveir ölvaðir á reiðhjóli Þeim lefzt ekki á aö fara fót- gangandi heim til sin þremur vesturbæingum, sem staddir voru i Austurbænum tóku þeir þvi traustataki reiöhjól, sem uröu á vegi þeirra. Lögðu þeir siöan af staö hjólandi, en eftir stuttan spöl gafst einn félaganna upp á puðinu og fékk aö sitja á stöng hjá öörum hinna. Ferðin gekk klakklaust þar til komiö var á Skothúsveginn, en þar stöövaði lögreglan hjólreiða- kappana og tók þá i sina vörzlu. Heldur mun það fátitt, aö hjólreiöamenn séu teknir ölvaöir I umferöinni, en þó ekki einsdæmi. Barn hœtt komið af klórdrykkju -Vísað frá á spítala, þar sem „enginn barnalœknir var við" „Viö vissum ekki, hversu mikiö magn af klóri barniö haföi drukkiö. En þegar viö komum á Landakotsspitalann og báöum um lækni, sagöi kona I af- greiöslunni, aö þaö væri enginn barnalæknir á vakt. Viö sögöum þaö litlu máli skipta, hvort þaö væri barnalæknir eöa ekki, en barniö heföi drukkiö klór. Þá konu ungir læknar eöa kandidatar og gáfu barninu vatnsglas. Siöan sögöust þeir ekkert geta, gert, þar sem þeir væru ekki á vakt”. Þannig sagði frá kona búsett á Hávallagötunni þegar blaöiö ræddi viö hana. Nágrannakona hennar haföi leitað til hennar meö barn sitt, sem drukkið haföi klór og beöiö um aö fá lánaðan slma til þess aö hringja á lækni. „Ég bauöst strax til þess aö keyra hana með barnið, sem er um þaö bil 2ja ára gamall drengur. Viö fórum beint upp á Landakotsspitala, en fengum þar þessar móttökur. Þar var ekkerthægt aðaöstoða, þar sem enginn virtist vera á vakt”. „Viö vissum ekki, hversu mikiö drengurinn haföi drukkiö, en móöirinn hafði komið aö honum meö brúsann. En þó aö segja megi.að brúsinn hafi verið á slæmum staö, þar sem barnið náöitilhans.þáerþað ákaflega varhugavert aöhafasams konar ilát fyrir klór og „Thule-djús”. En þeir brúsar eru nákvæmlega eins, þannig að liklegt er að drengurinn hafi tekið klórinn I stað djúsins.” „Eftir aö hafa farið á Landa- kot fórum við reiöar þaöan og beint upp á Borgarsjúkrahús. Þar var þegar tekið við drengnum og hann með- höndlaður á réttan hátt. Við það fékk hann uppköst, og þá kom reyndari ljós að klórmagniö hafði ekki veriö ýkja mikið. En ef svo heföi verið, hefði þetta getaö farið öllu ver”. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.