Vísir - 07.08.1973, Side 5

Vísir - 07.08.1973, Side 5
Vísir. Þriðjudagur 7. ágúst 1973. 5 AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson o Vörpuðu handsprengjum inn í afgreiðslusalinn Grísku lögreglunni hefur ekki tekizt aö toga orö upp úr arabísku skæruliðunum tveim, sem létu byssu- kúlunum rigna yfir af- greiöslusal flugstöðvarinn- ar í Aþenu á sunnudag. Þúsund manns voru í af- greiðslusaInum, en þrír biðu bana og 55 særðust, þegar Arabarnir vörpuðu tveim handsprengjum inn í salinn og skutu úr byssum sínum á farþegahópana. Lögreglan hefur visað á bug fyrri fréttum um, að skæruliðarn- ir hafi sagzt vera úr „Svarta september”-félagsskapnum. En haft er þó eftir öðrum skæruliðan- um: „Okkur tókst ætlunarverk okkar.” Margt þykir benda til þess, að Arabarnir hafi haldið, að far- þegarnir, sem ætluðu með flugvél TWA-félagsins til New York, væru á leið til Tel Aviv. En tiu minútum áður hafði nefnilega TWA-flugvél lagt af stað til Tel Aviv. Að minnsta kosti létu skæru- liðarnir sér þessar aðgerðir nægja, en tóku siðan 35 gisla á barnum i flughöfninni og héldu þeim i tvær stundir meðan þeir reyndu að knýja fram samninga um að þeim yrði gefin grið til að komast til Arabalandanna. Þeir Unnið er dag og nótt við að gera björgunargeimfar tilbúið til geim- skots til aðsækja geimfarana þrjá upp I Skylab, ef nauðsyn krefði. Leki í geimstöðinni Geimfararnir urðu varir við mjög alvarlegan leka á kæli- kerfinu um borð i geimstöðinni Skyiab, og óttast sérfræðingar, að geimstöðin muni ekki endast eins lengi og gert hafði verið ráð fyrir. Áður hafði komið fram ieki að eidsneytiskerfi geimfars þeirra félaga, sem hefur komið mönn- um niðri á Kennedyhöfða til þess að hraða undirbúningi þess að skjóta á loft geimfari til að sækja geimfarana þrjá upp i Skylab. Þó telja sérfræðingar, að lekinn muni ekki varna þvi, að þeir geti komizt til jarðar af eigin rammleik. SPRENGDU FÉLAGANA Bandarisk B-52 sprengjuflugvél varpaði sprengjufarmi sínum að flotastöð Kambodiu- stjórnar við Mekong- fljótið i dag samkvæmt fréttum frá stjórnar- hernum. Fyrstu fréttir hermdu, að 100 manns hefðu beðið bana og annar eins fjöldi særzt. Hinir særðu voru fluttir til Phnom Penh (50 km i burtu) með bátum frá flotastöð inni Neak Luong. AP-fréttastofan skýrði svo frá, að flotastöðin og markaður þorpsins Neak Luong hefðu orðið fyrir 20 sprengjum. En sérhver risaþotanna B-52 ber um 30 smá- lestir af sprengjum. En talsmaður bandariska sendiráðsins i Phnom Penh vildi hvorki staðfesta þessa frétt fyrir fréttamanni AP né heldur visa henni á bug. gáfust þó loks upp fyrir lögregl- unni. Þeir þrir, sem biðu bana, voru tveir Bandarikjamenn og austur- riskur lögmaður á fimmtugs- aldri, sem var þarna á ferðalagi með konu sinni og eina barni þeirra. Siðar fann lögreglan tima- sprengju i póstkássa i afgreiðslu- salnum. Sjónarvottar höfðu gert henni viðvart um, að þeir hefðu séð mann setja einhvern óvenju- stóran hlut i póstkassann. Fannst sprengjan fjórum stundum eftir árásina, og höfðu blaðamenn, lögregla og starfsmenn flug- hafnarinnar þá marggengið hjá póstkassanum, án þess að hafa hugmynd um sprengjuna, en timastillir hennar hafði heldur ekki verið settur i gang. LEKUR OLÍAN í SJÓINN? 11.500 smálesta oliuskip frá Liberiu strandaði og byrjaði þeg- ar að brotna i brimgarðinum skammt frá Milford Havén i Wales seint i gær sunnudag. Heill floti af smærri bátum reyndi árangurslaust að komast til að bjarga 38 manna áhöfn skipsins frá borði, en varð frá að hverfa fyrir hafrótinu. Skipið er með 5.000 smálestir af hráoliu, og óttast menn, að skipið brotni i tvennt og olian leki i sjó- inn og mengi fjörur Bretlands- eyja. GEIMFAR TIL MARS Itússar skutu á loft i gær enn einu ómönnuðu geimfari, sem stefnt er til Mars, og er það þriðja Mars-eidflaugin, sem skotið er á loft núna á stuttum tima. Tass-fréttastofan skýrir frá þvi, að þetta geimfar sé búið frönskum visindatækjum. „Þessi tæki skuli hrinda i framkvæmd sameinuðu átaki sovézkra og franskra tilrauna til rannsóknar á sólargeislunum”, segir Tass- fréttastofan. Mars VI á að komast i aðdráttarsvið Mars snemma i marzmánuði 1974. Mars VI og Mars V voru sendir á loft 21. júli og 25. júli siðastliðinn. OFSÆKJA KÍNVERJA Hundruð Indónesiumanna, full- ir heiftar vegna barsmiðar Kin- verja á einum landsmanna þeirra, tróðu einn Kinverja til bana og meiddu alvarlega 23 aðra i óeirðum, sem brutust út i Bandung á vesturhluta Java. Trylltur múgurinn gerði húsleit I 915 verzlunum að Kinverjum, kveiktu i nær 200 bifhjólum og Í30 bifreiðum og spilltu hverju þvi, sem þeir fengu fest hendur á. 32 Kinverjar hlutu minniháttar áverka i þessum átökum. Eftir að lögreglan hafði stillt til friðar, sátu 150 Indónesiumenn inni i geymslum lögreglunnar. Atökin hófust, þegar Kinverji einn barði handvagnaekil, sem rekið hafði kerru sina utan i bil Kinverjans. Ekillinn var Indó- nesiumaður, og sáu landar hans atganginn. Réðust þeir að Kin- verjanum, sem slapp inn á næstu lögreglustöð, en þá lét trylltur múgurinn heift sina bitna á hverj- um þeim Kinverja, sem á vegi þeirra varð. 1963 voru þúsundir kinverskra verzlana I Bandung brenndar til grunna og rændar vegna slikra ofsókna. Summerland-byggingin i ljósum logum. Um 2000 manns voru staddir inni, þegar eldurinn kom upp. Kveiktu í sumarhúsi Springers Sumarbústaður þýzka blaða- kóngsins, Axeis Springer, stór- skemmdist i eidi núna um helg- ina, þegar kveikt var i honum. Fundust eldsprengjur, sem komið hafði verið fyrir I sumar- húsinu, og nokkrar þeirra sprungu, meðan slökkviiiðið vann að þvi að ráða niðurlögum eids- ins. Meðal gesta blaðakóngsins var I bústaðnum fyrrverandi fjár- málaráðherra Bonn-stjórnarinn- ar, og komst hann með naumind- um út úr brennandi húsinu. Axel Springer er aðaleigandi nokkurra stórblaða (t.d. Stern) I Þýzkal. og hefur verið þyrnir i augum róttækra vinstrisinna, sem segja hann einoka fjölmiðla. Porticsh jafn fyrsta manni Lajos Porticsh frá Ungverja- landi tókst með þvi að vinna Isra- elsmanninn, Kargan, að ná for- ystu i svæðamótinu i Petropolis i Brasiliu. Hann naut þó til þess að- stoðar Reshevskys, sem nokkuð óvænt tók heilan vinning af efsta manni mótsins, Júgóslavanum Liuboievic. Sá siðastnefndi hef- ur haldið forystu i mótinu alveg til þessa. En nú eru þeir jafnir, Porticsh og Liuboievic með 6 1/2 vinning hvor, eftir niu umferðir. BATISTA LÁTINN Kulgeneio Batista fyrrverandi einræðisherra á Kúbu lézt af hjartaslagi snemma i morgun, þar sem hann dvaldi i útiegð i Marbella á Spáni. Iiann var 72 ára að aldri. Sonur hans Reuben sagði, að Batista hefði orðið veikur stuttu eftir kvöldverð i gærkvöldi og dáið I nótt. Hann verður jarðsett- ur I Madrid, sagði sonurinn. Batista hefur dvalið i útlegð i Portúgal frá þvi að Fidel Castro hrakti hann frá völdum 1959. En hann kom til Marbella ásamt fjölskyldu sinni á sunnu- dag til þess að verja sumarleyfi þar. Kveiktu strókar í Summer- land? Lögreglan i Bretiandi ieitar þriggja pilta, sem eru eftirlýstir vegna brunans I Douglas á eyj- unni Man, þegar tómstundahöllin þar brann og 46 manns fórust. Það er hald lögreglunnar, að drengirnir séu skozkir. Slökkviliðsstjórinn i Douglas er sannfærður um, að kveikt hafi verið I tómstundahöllinni af mannavöldum, og hefur athygli lögreglunnar beinzt að þessum þrem piltum vegna þess að þeir fóru frá eyjunni i mikilli skyndingu nokkrum timum eftir að eldsvoðinn varð. Höfðu þeir þó ráðgert að vera lengur. Summerland-tómstundahöllin var sjö hæða bygging (sem kost- aði á sinum tima 200 milljónir króna) og voru fleiri þúsundir ferðamanna staddir i bygging- unni, þegar eldurinn kom upp.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.