Vísir - 07.08.1973, Side 6

Vísir - 07.08.1973, Side 6
6 Vlsir. Þribjudagur 7. ágúst 1973. VÍSIR Otgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 r7,irnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kri 18.00 einlakiö. Blaöaprent hf. Sameinumst um 200 mílur Þjóðareining um 200 milna fiskveiðilögsögu á nú að taka við af þjóðareiningunni um 50 milna lögsöguna vegna þess að ástandið i heiminum hefur breytzt á þann veg, að mjög góðar horfur eru á, að 200 milna fiskveiðilögsaga verði bráð- lega að alþjóðalögum. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta mál, til dæmis hér i leiðurum Visis. Þessi umræða hefur farið ákaflega i taugar Þjóðviljamanna, eins og nýlegur leiðari þess blaðs sýnir. Um þann leiðara hefur Morgunblaðið réttilega sagt: ,,Allt eru það upphrópanir og haturskennd, pólitisk froða”. Og Morgunblaðið spyr jafn réttilega: ,,Hvers vegna jafngildir ósk um 200 milna fiskveiðilögsögu rofi á þjóðareiningu?” Skoðanir Visis hafa fyrir misskilning verið teknar óstinnt upp i Timanum. Visir hefur hvorki vænt ráðherra Framsóknarflokksins né Timamenn um óheilindi i 200 milna málinu. í leiðurum Visis hefur greinilega verið sagt, að gagnrýni blaðsins beinist gegn Lúðvik Jóseps- syni ráðherra og Þjóðviljanum. Þegar Visir hvetur til samstöðu um 200 milna fiskveiðilögsögu, er blaðið ekki að lasta það, sem búið er að gera i 50 milna málinu. Blaðið er ekki heldur að halda þvi fram, að við eigum að hætta að verja 50 milna landhelgina. Visir hefur þvert á móti margsagt undanfarna daga, að við eigum að halda áfram að reyna að verja landhelgina og halda áfram að ræða við Breta og Þjóðverja. En Visir hefur bent á, áð þær breytingar hafa gerzt á alþjóðavettvangi, sem valda þvi, að okkur er i hag að leggja aukna áherzlu á nýjar baráttu aðferðir. Um 85 riki i heiminum eru fylgjandi 200 milna fiskveiðilögsögu og með hóflegri bjartsýni má ætla, að slik lögsaga nái tilskildum tveimur þriðju atkvæða á hafréttarráðstefnunni á næsta ári. Staða okkar i 50 milna málinu er sú áð okkur hefur enn ekki tekizt að knýja hana fram. Bretar og Þjóðverjar veiða áfram eins og ekkert hafi i skorizt og virðast reiðubúnir til að taka á sig. ýmis óþægindi vegna þess. Jafnframt hefur litið sem ekkert miðað i samkomulagsátt i viðræðunum við Breta og Þjóðverja. Það má þvi fastlega búast við, að 50 milna fiskveiðilögsagan verði enn ekki komin til framkvæmda, þegar hafréttarráðstefnan ákveður, að 200 milna fisk- veiðilögsaga verði hér eftir alþjóðleg regla. Rökrétt afleiðing af matinu á þessari stöðu er, að við eigum að beina kröf tum okkar sem mest að framgangi 200 milna fiskveiðilögsögunnar. Við eigum að vinna af lifi og sál að undirbúningi hafréttarráðstefnunnar og að fjölgun þeirra rikja, sem ætla að styðja 200 milna fiskveiðilög- sögu. Og við eigum nú þegar að lýsa þvi yfir, að við tökum okkur 200 milur um leið og hafréttar- ráðstefnan tekur ákvörðun um slika fiskveiðilög- sögu. Um þessar mundir hlýtur þvi baráttan fyrir 50 milna landhelgi að falla i skugga baráttunnar fyrir 200 milna landhelgi, ef allt væri með felldu, ef Lúðvik Jósepsson þyrfti ekki að vera i pólitiskum sjónhverfingaleik. Við höfum ekki efni á annarlegum sjónar- miðum i landhelgismálinu. Við skulum þvi sam- einast nú þegar um 200 milna fiskveiðilögsögu. —JK l mmm. t þessu kynbótabúi fiska á Svartahafsströnd er ræktaöur regnbogasilungur. Nú er viöa svo komiö, aö fiski- stofnar i ám, vötnum og inn- sævum hafa stórum látiö á sjá vegna ofveiöi, mengunar og af- skipta manna af rennsli og rás áa og fljóta. Eyöing blasir viö ýms- um fiskum og öörum nytjadýrum hafsins. Fiskirækt er aö veröa eitt helzta úrræöiö til aö bjarga fiski- stofnunum og birgja almenning af fersku og hoilu fiskmeti. 1 þessu sambandi fer þýöing kynbóta sivaxandi. An stóraukins starfs á þessu sviöi veröur ekki hægt aö fullnægja ört vaxandi eftirspurn. Nútima fiskirækt er skipt i fjóra höfuöliöi: Eiginlega tjarnrækt. Eldi i þróm og þar til geröum uppistööum. Ræktun vatna og göngufiska i ám og vötnum. Sjófiskarækt. Hinar fyrstu tvær greinar fiski- ræktar byggjast algerlega á fisk- tegundum, sem maöurinn hefur „hagvaniö” enda hljóta slikar kynbætur aö koma þar viö sögu'. Fiskeldi I venjulegum ám og vötnum og i sjó takmarkast enn sem komiö er viö aö styrkja og viöhalda stofni ýmissa dýrmætra nytjafiska án þess aö gera þá aö „húsdýrum” eöa stunda kynbætur jafnframt. Oftast er þessu þannig variö, aö fiskirækt- armenn aöstoöa aöeins viö hinn eölilega gang náttúrunnar, fram- kvæma gervisæöingu á hrognum og ala siöan seiöi á heppilegum stööum. En einnig hér er nauösyn aö ástunda kynbætur. Þannig hóf t.d. ameriski fiskræktandinn Donaldsson kynbætur á Kyrra- hafslaxinum. Nákvæmt eftirlit meö og stjórn á timgun laxins, sem gengur i eina af ánum I Washingtonfylki til aö hrygna, hefur nú boriö þann ávöxt, aö vaxtarhraöi hefur aukizt veru- lega og sjódvöl laxins hefur stytzt um heilt ár. Þess mun nú kammt aö biöa, aö upp risi „stórbú” til aö rækta sjávarfiska., og munu þá kynbæt- ur einnig ná til þeirra. Veiöar geta og haft óbein áhrif á „ibúa- skipun” bæöi I fersku vatni og söltu. Lita veröur þvi á skynsamlega veiöiháttu sem kyn- bótaaögeröir, er haft geti heilla- vænleg áhrif á erföasamsetningu stofna. Veiöar veröa aö byggjast á nákvæmum upplýsingum um feröir, aldur og kynskipun ein- stakra stofna og árganga. Nútima kemisk erföalifræöi (biochemical genetics) veitir ómetanlega aöstoö viö söfnun sllkra upplýsinga. I Sovétrlkjunum eins og viöa annars staöar eru tjarnfiskar helzta viöfangsefni kynbóta og ber þar vatnakarfann hæst, enda gefur hann 80% alls afla úr fiski- tjörnum Í landinu. Allmargar visindastofnanir i USSR fást við kynbætur á karfanum og sem árangur af starfi þeirra hafa komiö fram ýmsar sérstakar karfategundir. Fiskirannsóknarstofnun I Úkrainu hefur I rösk 40 ár fengizt við kynbætur á vatnakarta unair forstööu hins mikilhæfa kynbóta- frömuðar A.I. Kúzema, sem er nýlátinn. Kynbættu úkraínsku karfategundirnar eru hreistur- karfi og þybbni karfi og helztu Kyn- bœtur / fisk- eldi llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson kostir þeirra eru mikill vaxtar- hraöi, ör timgun, hár hryggbogi og bragögæöi auk þess sem þeir nýta gervifóöur einstaklega vel. Hvltrússneski karfinn telst upprunninn áriö 1947. Einnig hann er bráöþroska og ljúffengur, en fullnæmur fyrir ýmsum smit- andi sjúkdómum. Byrjaö var aö rækta miörúss- neska karfann áriö 1960. Til grundvallar voru lagðar ýmar mismunandi karfategundir, sem áöur voru látnar æxlast innbyröis og siöan valin úr til kynbóta þau framkomnu afbrigöi, sem bezta raun gáfu. Þær karfategundir, sem kynbætur hafa veriö geröar á i USSR eru allmiklu fleiri en hér hefur veriö getiö. Auk venjulegrar hreinræktunar hefur einnig veriö stunduö i vax- andi mæli kynblöndun, sem miö- ar aö þvi aö fá sem mestan afla, sem byggist á kostum og gæðum fyrstu kynslóöar, sem fram kemur viö slika erföablöndun (heterosis). Nefna má fjóra sllka kynblöndunarflokka. Afkomendur venjulegs karfa og sazankarfans frá Amúr, sem fyrst tókst aö vlxla 1938—1939, vaxa mjög hratt, eru óvenju líf- seigir og ónæmir fyrir sjúkdóm- um. Kynblöndun karfa og sazans hefur oft veriö framkvæmd I stór- um stil IRSFSR, Lettlandi, Hvita- Rússlandi og Úkrainu. Helzta hættan sem slikri vlxlun er sam- fara, er aö bastaröarnir spilli hinum upprunalega stofni, og leiddi slik „mengun” til þess, aö heterosis-áhrifanna hætti aö gæta og var þá ofangreind vixlun af lögö I áðurtöldum sambandsrikj- um, nema I Úkraínu. Kynblöndun úkralnu- og ropsinkarfa gefur ágætan heterosis, einkum hvaö vaxtar- hraða viövlkur. Gæöi þessara kynblendinga gefa fulla ástæöu til aö mæla með stórframleiðslu á þeim á fiskibúum. Afli flestra fiskibúa, sem rækta báöar úkrainsku tegund- irnar, hreisturkarfa og þybbna karfa byggist á vixlun þeirra. Af efnilegum kynblendingum fjarskyldari tegunda ber aö nefna afsprengi karfa og rauöugga. í Úkrainu hefur tekizt aö vinna bug á ófrjósemi þessara bastaröa og ræktá nokkrar kynslóðir I röö. Á þessi kynblöndun vafalaust mikia framtlö fyrir sér. 1 Leningradhéraði hafa nú staðið yfir um skeiö kynbætur á regnbogasilungi. Kynbætur á jurtaætum meöal nytjafiska eru þeim mun mikilvægari, aö þær eru nú sú tegund, sem næstmest er ræktuö I tjörnum landsins. I Rostov-héraði eru hafnar kyn- bætur á styrjufiskum með vixl- æxlun bélúgu (hvitu styrju) og sterlettu. Kynblendingarnir geta orðiö afbragðs tjarnfiskar. Næst liggur fyrir að hefja kynbætur á laxfiskum af slg-ættinni, fyrst og fremst Oblaxinum (peljad) og eins þeim erlendum tjarnfiskum, sem fluttir hafa verið til Sovét- rikjanna. Kynbætur eru og afar mikilsveröar fyrir þá fiska, sem ræktaöir eru i þróm og stlum, þ.e. viö skilyröi, sem eru gersamlega állk þvi, sem þeir eiga að venjast. Mest er þó um vert að vínna aö kynbótum á ýmsum tegundum göngulaxa og styrju. Þegar litiö er á kynbætur fiska almennt i Sovétríkjunum, kemur i ljós, aö mestur árangur hefur náöst á sviöi karfaræktar. Tekizt hefur aö rækta nýjar teg- undir og arðmikil afbrigði kyn- blendinga. Þetta gefur fyrirheit um stóraukinn afrakstur tjarna og miklu aröbærari rekstur þeirra. Hins vegar veröur ekki fram hjá þvi horft, aö mikiö vantar á aö árangur, sem náöst hefur viö erföarannsóknir og kynbætur karfa, sé hagnýttur I fram- kvæmd sem vert væri. Hönnun og byggingu kynbóta- búa og eldisstööva miöar afar hægt og mikill skortur er á sér- fræöingum I kynbótum til starfa á búunum. Þá er ljóst, að hraöa þarf kynbótum á öörum tjarnfisk- um, sem og erföafræöi- og kyn- bótarannsóknum á fljótafiskum, vatnafiskum, göngufiskum og sjófiskum. Þetta kallar á þéttriöið net af rannsóknastofum og stofnunum og aö sem bráöast veröi komiö á fót vel búnum tilraunastöðvum til rannsókna. Jafnframt þarf aö mennta nægilegan fjöida sér- fræöinga bæöi I menntastofnun- um sjávarútvegsins og i erföa- og liffræöideildum hinna almennu háskóla.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.