Vísir - 09.08.1973, Síða 3

Vísir - 09.08.1973, Síða 3
3 Vlsir. Fimmtudagur 9. ágúst 1973. Núg er úrvalið af notuðum bilum á bilasölum þessa dagana. Má búast við að framboðið aukist mun meira i haust. Offramboð af bílum í haust Skólabörnin fó ekki frí frá tannlœknum: Kölluð til tannlœknis í sumarfríinu „Það er svo mikið af 6 ára börnum, sem eru að flytja eða eru flutt upp I Breiðholt að byrjað verður með skólatannlækningar núna strax i ágúst”, sagði Óli A. Bieltvedt yfirskólatannlæknir I viðtali við Visi I morgun. Tannpinuvakt hefur verið I Breiðholtsskólanum i júli. Einnig er slik vakt i Álftamýrarskólan- um i júli og ágúst, og er hún þar vegna breytinga sem verið er að gera I Heilsuverndarstöðinni. „Flest þau börn, sem eru nú að komast á skólaskyldualdurinn eru að fara til tannæknis i fyrsta skipti og er það mikið starf að at- huga þau. Tannlækningastofan i Breiðholtsskólanum er lika allt of litil og verður vanalega að taka mikið af börnum niður á Heilsu- verndarstöð út af þvi”, sagði óli enn fremur. Börn frá 6-12 ára hafa rétt á fri- um tannviðgerðum og einnig hef- ur verið reynt að taka 13 ára börn. — EVI. Prentvillu- púkinn ó ferð - spá bílasalar „Það er ótrúlega mikið fram- boð á bilum núna. Ég man ekki eftir öðru eins. En það er einnig mikil eftirspurn eftir notuðum bilum. Ég held að framboð og eftirspurn haldist nokkurn veginn i hendur um þessar mundir”, sagði sölumaður á einni af bila- sölum borgarinnar i viðtali við Visi. Blaðið hafði samband við nokkrar bilasölur i gær, og spurð- ist fyrir um þeirra mál. Alls staðar voru menn sam- mála um, að mikið framboð væri á bílum núna. Gera menn lika meira af þvi að láta bila sina _standa á bilasölum, til að þeir ‘seljist fljótar. „Ég held samt, að þetta breyt- ist i haust. Ég spái þvi að fram- boðið af bilum aukist jafnvel. Eftirspurnin eftir notuðum bilum mun aftur á móti minnka. Enda hefur það oftast verið reyndin á haustin. En menn, sem ætla sér að selja dýra bila, mega fara að vara sig. Bilar, sem kosta yfir hálfa mill- jón renna ekki svo glatt út i haust eða vetur”, sagði sölumaður hjá bllasölu við Skúlagötuna. Hjá flestum bilasölum varð ekki sú mikla sala fyrir verzlun- armannahelgina, sem búizt var við. Töldu bilasalar að ýmsar ástæður lægju þar að baki. Mikið hefur verið flutt inn af notuðum bilum i sumar, og þar fer drjúgur hluti viðskipta bila- salanna. Fólk virðist einnig farið að vera forsjálla. Það kaupir bila ekki allt i einu, rétt áður en á að fara að nota þá. „En núna eftir helgina hefur verið anzi mikil eftirspurn eftir bilum. Okkur grunar, að þar sé á ferðinni fólkið, sem sást ekki fyrir helgina. Núna koma menn, og vonast til að fá bila ódýrari heldur en fyrir helgina,” sögðu þeir á einni bilasölunni. Bflasölum virtist sem fólk hefði almennt mjög mikla peninga undir höndum til bilakaupa. Stundum eru borgaðar út fleiri hundruð þúsundir á einu bretti. Algengustu skilmálar á bilum núna eru 60 til 70% út, og svo tiu þúsund á mánuði i afborganir. En ekki má gleyma einni helztu bilasölu bæjarins. Það eru smá- auglýsingar Visis. í sumar hafa bllaviðskiptadálkar blaðsins verið mjög langir. Er þar bæöi um kaup og sölu að ræða. Bilar i öllum verðflokkum eru boðnir þar fram, en þó eru ódýrari bilarnir meira áberandi. Enda kostar 2000 krónur að selja á bilasölu og það getur i sumum tilfellum verið allt aö fjóröi partur úr verði á ódýrum bíl. ÓH Prentvillupúkinn er meðal óvinsælustu gesta á siðum dag- blaðanna og gerir hann blaða- mönnumog lesendum oft gramt i geði. S. 1. föstudag fór sá gamli á kreik og sleppti mjög þýðingar- miklu ó-i úr setningu sem hljóðaði svo, en til umræðu var lyktin frá Lýsi og Mjöl I Hafnarfirði: „Langflestir telja þetta ástand þó viðunandi og við höfum fengið fjöldamargar upphringingar.” Þarna á auðvitað að vera óviðun- andi, og breytir setningin alveg um merkingu ó-laus. Leiðréttist þetta hérmeð og munum við reyna að hafa gát á þeim gamla hér eftir. -ÞS. Athugasemd t tilefni af frétt um aukaútgáfu Timans á þriðjudaginn skal þess getið að tveir þeirra fimm manna, sem sáu um útgáfu blaðsins, eru skráðir félagar i Blaðamannafélagi islands, þ.e. Gunnar Andrésson, ljósmyndari og Ómar Valdimarsson, blaða- maður. Hinir þrir eru námsmenn og þvi ekki blaðamenn að at- vinnu. þegar tollstöðvarbrúin verður tekin í notkun í nœsta múnuði „Enn þá er verið að vinna við hana, en þetta er bráðabirgðabrú, sem keyrt er upp frá Tryggva- götu og verða þaö um 100 bila- stæði, sem tekin verða i notkun uppi á tollstöðinni, þegar hún verður opnuð.” Þetta ætti að bæta úr brýnni þörf fyrir bilastæði i miðbænum? „Jú, það munar nú um minna og ætti þetta að verða til þess, að hægara verði að koma bílum á stæði,” sagði Ólafur. -EVI. „Erfitt er að segja nákvæmlega til um, hvenær brúin upp að biia- stæðinu á tollstöðinni verður opnuð, enég býst við að það verði núna I september,” sagði Ólafur Guðmundsson hjá gatnamála- stjóra I viðtali við Visi I morgun. Farið að ganga á dilkakjötsbirgðir INNHEIJI/IT UM ENNIRNIR MISTÚLKA REGLUGERÐ — og nú kemur ný reglugerð um söluskattinn Ný reglugerð um sölu- skatt kemur út næstu daga. Þessi ný.ja reglu- gerð var samin vegna þess að ákvæði i þeirri gömlu var hægt að skilja þannig, að ekki mætti skila söluskattskýrslu nema greiðsla á skattin- um fylgdi. „1 þessari nýju reglugerð kem- ur skýrt fram að skila máskýrslu án greiðslu”, sagði Höskuldur Jónsson, deildarstjóri i Fjár- málaráðuneytinu, i viðtali við VIsi. „Ekki er hægt að segja beinlin- is, að gamla reglugerðin hafi ekki átt sér lagalega forsendur. En hana var hægt að skilja þannig, að orkaði tvimælis, hvort það stæðist I lögum að banna að skila skýrslum án greiðslu. Vegna þessa munu viðurlög, sem greidd voru á seinasta ári, verða endur- greidd. En þau verða aðeins end- urgreidd, ef sýnt þykir að starfs- menn tollstjóra, sem sjá um inn- heimtuna, hafi valdið þvi að skýrslum var ekki skilað. Þeir hafa getað valdið þvi, með þvi að neita að taka á móti skýrslum.ef greiðsla fylgdi ekki, þegar skýrsl- unum var skilað.” Höskuldur sagði ennfremur, að ótvirætt væri að taka mætti 10% viðurlög af þeim, sem ekki greiddu söluskattinn á gjalddaga. Mun það þvi verða gert i framtið- inni, eins og alltaf hefur verið. —ÓH Talsvert er farið að ganga á dilkakjötsbirgðir, og reiknað er með þvi að gripa þurfi til sumar- slátrunar, að þvi er Jónmundur Ólafsson kjötmatsformaður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins sagði i i viðtali við blaðið. Reyndar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun hvað við- kemur sumarslátrunum, en lik- legt er að til þess verði að gripa siðast i ágústmánuði. Hauát- slátranir hefjast svo um 10. september. Dilkakjöt virðist enn fást i verzlunum og ættu þær birgðir að nægja fram eftir mánuðinum. En allmikið er farið að ganga á birgðir hjá heildsölum. Jónmundur sagði, að enginn hörgull hefði verið á dilkakjöti enn sem komið er, en reikna mætti með þvi þegar fram i mánuðinn kemur. Mikil kjötsgla hefur verið i sumar. Niður greiðslan er mikil, eins og Jón- mundur sagði, og þar af leiðandi selst mikið. Nægar birgðir virðast hins vegar vera til af nautgripakjöti, svinakjöti' og öðru sliku. Við höfðum einnig samband við nokltrar kjötverzlanir, og á flestum stöðum heyrðist það, að farið værj að ganga á birgir. í einni kjötverzluninni reyndist hægt að koma endunum saman, með þvi að selja ekki neitt i skrokkum þennan mánuð, eingöngu i lausu. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.