Vísir - 09.08.1973, Side 13

Vísir - 09.08.1973, Side 13
Vlsir. Fimmtudagur 9. ágúst 1973. □ DAG | D KVÖLD | U □AG | Útvarpið í kvöld kl. 20.40: „Gifting" Tekst hjónabandsmiðlar- anum að útvega eiginkonu? „Þetta er skemmtiiegt og ágætt leikrit eftir rússneska höfundinn Nikolaj Gogol”, sagði Þorsteinn Ó. Stephensen hjá leiklistardeild útvarpsins, en það flytur leikritið „Gifting” i kvöld. „Þetta leikrit var nú ekki skrif- að sem útvarpsleikrit, en ég vann það fyrir útvarp og var það fyrst leikið i mai 1962”. — Um hvað fjallar ieikritið? „Það er um mann, sem i aðra röndina langar til þess að eignast konu, en hefur sig ekki með nokkru móti í það. Hann er ráðu- neytisstarfsmaður og býr við góð kjör og gæti þess vegna vel gift sig. Vinir hans eggja hann á ráða- hag og þá sérstaklega einn, sem drifur hann af stað ogútvegar honum hjónabandsmiðlara. Fyrir hennar tilstilli fer svo vinurinn með honum i heimsókn til einnar stúlkunnar, sem koma til greina sem eiginkona hans. Þau tala þarna saman og allt virðist falla i ljúfa löð og gifting fram undan. en það er nú svo að enginn veit sina ævina fyrr en öll er”. — Hvað geturðu sagt um höfundinn? — Þorsteinn ö. Stephensen Rúrik Haraldsson ..ÍKiífijajö;” Guðrún Þ. Stephensen ,Lífsmótunarsaga ungs manns...' Hilmar Jónsson les úr síðdegissögunni Kannski verður þú..." kl. 14.30 #/ „t bland eru þetta þættir af sjálfum mér og frænda minum Runólfi Péturssyni, sem var um skeið formaður Iðju og stundaði reyndar hitt og þetta. Þetta er eiginlega lifsmótunarsaga ungs manns”, sagði Hilmar Jónsson, sem er höfundur siðdegis- sögunnar sem lesin er upp i út- varpinu þessa dagana. Það er höfundur sjálfur sem les. Við röbbuðum örlitið við Hilmar um bókina hans, „Kannski verður þú...”, en i dag verður lesin upp 4. lestur bókarinnar. Lestur bókarinnar hófst á mánudag sl. og lýkur næsta mánudag. „Bókin greinir frá þeim tima rétt áður en ég hitti þennan frænda minn. Hún greinir einnig frá dvöl minni austur á landi og erlendis. Það má segja, að þetta sé leit ungs manns að föstum lifsgrundvelli”. — Hvers vegna heitir hún „Kannski verður þú...”? „Þetta nafn er tekið upp úr einni setningu i bókinni. Þar tölum við saman Runólfur og ég, og Runólfur segir: „Kannski verður þú laukur ættarinnar siðar meir. En ekki ætla ég að dæma úm hvort einn eða annar er meiri en hinn”. Hilmar hefur skrifað þrjár ritgerðabækur áður og gefið út. Einnig hefur hann skrifað stutta skáldsögu, sem heitir Foringjar falla, en bók sina „Kannski verður þú....” skrifaði hann sumarið 1970. Hún kom út haustið 1970. Hilmar vonar nú, að hann komiútbók i haust, sem ekki er i óllkum dúr og hann les fyrir hlustendur úr núna. —EA UTVARP 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 S Iðd e g i s s a g a n : „Kannski verður þú...” eftir Hilmar Jónsson. Höfundur les (4). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. talar. 19.25 Landslag og leiðir. Jón Gislason póstfulltrúi flytur fyrra erindi sitt um leiðina frá Selfossi um Eyrar. 19.45 Dr. Victor Urbancic, hljómsveitarstjóri og tón- skáld.a. Þorsteinn Hannes- son flytur ávarpsorð. b. „Greinir Jesú um græna tréðA, 20.40 Leikrit: „Gifting” eftir Nikolaj Gogol. (Aður út- varpað i mai 1962). Þýð- andi: Andrés Björnsson. Leikstjóri: Gísli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Agafya, kaupmannsdóttir, Guðrún Þ. Stephansen. Arina, frænka hennar, Nina Sveinsdóttir. Podkolyossin hirðráðgjafi, Þorsteinn ö. Stephensen. Kotchkaryov, vinur hans, Rúrik Haralds- son. Fyokla Ivanovna hjónabandsmangari, Helga Valtýsdóttir. Omelet, Valur Gislason. Anutchkin fyrrv. liðsforingi, Árni Tryggva- son. Schevakin fyrrv. sjó- liðsforingi, Helgi Skúlason. Stephan þjónn, Bessi .Bjarnason. Dúnja, Eydis Eyþórsdóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsiá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. „Nikolaj Gogol er vinsæll höfundur og samdi meðal annars leikritið „Eftirlitsmaðurinn”, sem leikið hefur verið hér á leik- sviði oftar en einu sinni. Alfreð Andrésson fór með hlutverk eftir- litsmannsins i Iðnó á sinum tima og Erlingur Gislason fór með sama hlutverk i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkru,” sagði Þorsteinn. Aðalhlutverkin leika: Þor- steinn ö. Stephensen, Rúrik Haraldsson, Guðrún Þ. Stephen- sen og Helga Valtýsdóttir. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Þýðandi: Andrés Björnsson. m m Nl 13 «■ )f «- )f «- )f «• )f «■ >f S- >f )f «■ )f «■ ★ «- >f «- ★ «• )f «- )f «- >f «- )f «■ >f «- )f «- )f «■ )f «- )f «■ )f «- * )f «- )f «■ ★ «■ )f «■ )f «- )f «■ >f «- >f «■ )f «- )f «• )f «- + «- )f «■ )f «- )f «- )f «- )f «■ )f ★ «- )f «- ★ «- ★ «- )f «- )f «- >f «- ★ «- ★ «- ★ «■ ★ VdPt W Spáin gildir fyrir föstudaginn 10. ágúst. Ilrúturinn, 21. marz-20. april. Dagurinn verður að einhverju leyti erfiður, og eitthvað virðist það sem veldur þér vonbrigðum, ef til vill gagnstæða kynið. Nautið.2L april-21. mai. Það er ekki óliklegt að þér bætist peningar, eða þú komist að raun um að þú eigir peninga þar sem þú hafðir ekki hug- mynd um þá. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Farðu gætilega i dag, það litur út fyrir að einhver keppinautur þinn sé reiðubúinn að beita miður heiðarlegum brögðum, ef i það fer. Krabbinn,22. júni-23. júli. Það verður þér mikil- vægast i dag, að þú náir sem fullkomnustum tök- um á þvi viðfangsefni, sem þú hefur með hönd- um og þarft að ljúka. I,jónið.24. júli-23. ágúst. Þetta getur orðiö góður dagur, en þó litur út lyrir að einhver aðstoð sem þú treystir, bregðist þér að einhverju eða mestu leyti. Meyjan.24. ágúst-23. sept. Þetta verður ef til vill ekki að öllu leyti sá dagur, sem þú reiknaðir með, en notadrjúgur getur hann orðið á vissan hátt samt. Vogin,24. sept.-23. okt. Það getur hæglega farið svo að þú verðir að leggja harðara að þér en þú i rauninni kærir þig um, ef þú átt að ná nauðsyn- legum árangri. I)rekinn,24. okt.-22. nóv. Það má mikið vera, ef þér stendur ekki i dag til boða eilthvert það verkefni, sem þú hefur i rauninni lengi óskað eft- ir með sjálfum þér. Rogniaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú hefur senni- lega ekki að öllu leyti tök á að taka tilboði, sem þér þykir freistandi. Láttu þó biða enn að taka ákvörðun. Stcingeitin, 22. des.-20. jan. Taktu ekki undir hvatskeytislega dóma en athugaðu eltir megni hvað liggja muni á bak við áróður, sem hafður er i þvi sambandi. Valnsberinn, 21. jan.-19. febr. Fari svo að þú verðir i einhverjum vanda staddur i dag,.má mikið vera ef þér hugkvæmast ekki ráð sem duga, og i tæka tið. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þetta verður sennilega notadrjúgur dagur, ef þú ferð i einu og öllu eftir þvi sem þinn innri og betri maður segir þér. -k -tt -k -k * -k -tí -k ít -ít -k -tt -k -ÍJ -k -tt -k -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -t! -V -t! -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k iSLENZKAN IÐNAÐ J. B. PETURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 ^ 13125,13126 ☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.