Vísir - 01.10.1973, Page 7
Vísir. Mánudagur 1. október 1973
7
cTVIenningarmál
Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um myndlist:
Hvað geríst
Þó að menn hafi jafn-
an verið misjafnlega
ánægðir með haust-
sýningar Félags
islenzkra myndlistar-
manna, vekur það alltaf
nokkraeftirvæntingu þeg
ar hún er opnuð á ný.
Nú er aftur komin
haustsýning eftir
tveggja ára húsnæðis-
leysi og eftirvæntingin
því e.t.v. meiri en
endranær.
1 ár hefur sýningin á sér nokkuð
annan svip en siðustu haustsýn-
ingar, einkum vegna þess að nú
hafa 19 nýir menn bætzt i hópinn.
Hitt vekur lika athygli að margir
þeir myndlistarmenn sem á
undanförnum árum hafa borið
þessa sýningu uppi eru nú annað-
hvort ekki með eða eiga þarna
aðeins eitt eða tvö verk.
Aðalbreytingin frá siðustu
sýningu virðist mér vera sú, að
breiddin hefur aukizt. Meira ber
nú á figúrativum verkum og
abstraktstjón kaldastriðsáranna
hefur vikið úr öndvegi. Menn á
borð við Kristján Daviðsson,
Svavar Guðnason og Valtý
Pétursson eiga þarna aðeins eitt
verk hver, og reyndar hef ég
aldrei séð jafn sviplitið framlag
frá Svavari. Bragi Asgeirsson,
Jóhannes Jóhannesson o.fl. eru
alls ekki með, og marga aðra
vantar úr þessum hópi
Borgaralegt meinleysi
Fólk gerir almennt ráð fyrir
þvi, að þessi sýning veiti yfirlit
yfir það sem er að. gerast i
islenzkri myndlist á hverjum
tima. En það er ekki aðeins að á
þessa sýningu vanti marga af
eldri og þekktari myndlistar-
mönnum landsins, heldur eru ný-
liðarnir aðeins angi af þeim hópi
sem fram hefur komið á undan-
förnum árum. Þarna er þó ekki
hörgull á ungu fólki, þvi af 55
sýnendum eru a.m.k. 16 þrjátiu
ára og yngri, en margt af þvi
unga (og eldra) fólki, sem mikið
hefur borið á undanfarin ár, á
þarna ekkert verk. Með þessum
hópi á ég náttúrulega ekki ein-
göngu við SÚM, heldur einnig fólk
eins og Einar Hákonarson,
Gunnar örn, Hring Jóhannesson,
Þorbjörgu Höskuldsdóttur^ og
marga fleiri.
í rauninni virðist mér sem þessi
haustsýning sé rökrétt framhald
þeirrar siðustu, þó að yfirbragðið
sé nokkuð breytt. Fyrir utan
marga ágæta einstaklinga
vantar á þessa allsherjarsýningu
vaxtarbroddinn i islenzkri mynd-
list i dag. Heildarsvipur hennar
(ef hægt er að tala um heildarsvip
á svona samsýningum) er þægi-
legur, áferðarfallegur, há-
borgaralegur og sauðmeinlaus.
Þarna er fátt sem komið getur
fólki úr sinu hversdagslega jafn-
vægi. Einkum þykir mér þó lágt
risið á framlagi myndhöggv-
aranna. Af þvi mætti draga þá
ályktun að skúlptúr hefði dagað
uppi hér á landi fyrir óralöngu
eins og hvert annað nátttröll.
Eftirtektarverðustu verkin
fundust mér kolteikningar
Haraldar Guðbergssonar. Þær
eru einkennilega kyngimagnaðar
I einfaldleika sinum. Myndvefn-
aður Asgerðar Búadóttur er
fágaður og glæsilegur eins og
hennar er vandi. Af yngra fólkinu
fannst mér Sævar Danielsson
gefa hvað mest fyrirheit. Nokkur
skólabragur er á myndum hans,
en iðandi rörin eða pipurnar hafa
á sér dularfullan og ógnvekjandi
blæ.
Fleiri verk eru þarna sem vert
væri að minnast á, en upptaln-
ingar stoða litið, og betra að hver
sjái fyrir sig.
Skrýtnir timar
Þvi miður er nú þessari sýningu
alveg að ljúka, og ekki vist að
þessi skrif birtist fyrr en eftir
þann tima. Sýningartimi hér i
bænum er annars heill kapituli út
af fyrir sig og er t.d. furðulegt að
sýning sem þessi skuli ekki
standá nema i niu daga. Sam-
sýningar eru yfirleitt tormeltari
en aðrar sýningar: Hvert verkið
keppist við annað um athyglina,
auk þess sem sameiginlegan
grunntön skortir yfirleitt. Slikar
sýningar eru lika oftast miklar
að vöxtum eins og t.d. þessi, þar
sem 117 verk eru sýnd.
Ekki er undarlegt þó FtM hafi
ekki efni á að hafa þessa sýningu
opna i mánuð, eins og þó væri
æskilegt. Salurinn kostar 8 þús.
krónur á dag, og FÍM hefur ekki,
frekar en önnur álika félög, neitt
rekstrarfé. Þess vegna finnst
mér það i hæsta máta and-
menningarleg stefna sem borgar-,
stjórn hefur tekið upp i rekstri
þessa húss. Það virðist ætlunin að
sýningar þar standi fjárhagslega
undir sér eða skili jafnvel arði.
t þvi sambandi skiptir engu
máli þótt byggingarkostnaður
hússins hafi verið svo og svo
margar milljónir. Þetta glæsilega
hús er alls ekki sýningarsalur
fyrir félitla listamenn sem ekki
hafa tryggt sér fastan markað.
Og hvað á að gera við þær
sýningar sem alls ekki er hægt að
selja eins og umhverfisverk, og
þess háttar?
t reglugerð hússins stendur
m.a.: ,,að i húsi þessu verði að-
staða til listsýninga innlendra og
erlendra manna og samtaka og
hvers konar kynninga á lista- og
menningarstarfsemi, sem eðli-
legt þykir, að þar fari fram”. Mér
er nær að halda að það sem þarna
er kallað „eðlileg” starfsemi, sé i
rauninni mjög svo óeðlilegt
menningarbrask, og að vinda
verði bráðan bug að þvi að stór-
auka tapið á rekstri hússins, svo
að Reykvikingum gefist kostur á
að verða „lista- og menningar-
starfsemi” aðnjótandi.
Minningarsýning
Af öðrum sýningum sem i gangi
eru i bænum um þessar mundir,
þykir mér ástæða til að benda á
minningarsýningu Jóns B. Jóns-
sonar, sem senn fer að ljúka i
Asmundarsal. Jón B. Jónsson lést
á siöastliðnu ári, en hann var einn
af stofnendum Myndlistar-
skólans, átti sæti i sýningarnefnd
Útisýningarinnar á Skólavörðu-
holti og var yfirleitt mjög ötull i
félagsmálum myndlistarmanna.
Jón fékkst bæði við skúlptúr og
málverk og vann auk þess i fleiri
efni, og þó þessi sýning sé ekki
stór, er hún mjög smekklega
saman sett og veitir góða yfirsýn
yfir starfsferil Jóns
EFTIRMÁL FRÁ CHILE
Andlátsfregn Pablos
Neruda skálds frá Chile
kom éins og eftirmáli viö
fregnirnar af valdaráni
herforingja þar í landi og
fall Allendes forseta. í
sama mund var sagt frá
nýjustu viðburðum í bar-
áttu hersins að frelsa
landsmenn undan oki
marxisma, eins og þeir
segja: bókaránum á
heimilum manna og
bókabrennum úti á götum
og torgum til viðbótar við
f jöldahandtökur, mis-
þyrmingar og aftökur án
dóms og laga. Kannast
nokkur við taktana?
t fréttunum voru ýmis fróðleg
dæmi nefnd um bækur og höf-
unda sem voru á bál borin i
þessari sérkennilegu frelsisbar-
áttu. En ekki fylgdi það sögunni
hvort nóbelsfrægðin hlifði ljóð-
mælum Nerudas. Kannski má
það einu gilda: sjálfur hafði
hann vist reynt það áður að vera
forboðinn og hundeltur i heima-
landi sinu. Saga Pablos Neruda
var’ samslungin pólitiskri sögu
föðurlands hans og rómönsku
Ameriku allrar um hálfrar ald-
ar skeið og skáldskapur hans
verður vist seint metinn rétti-
lega nema i þvi samhengi. Það
kom heim við þetta að nóbels-
verðlaun Nerudas, formleg
viðurkenning umheimsins á
stöðu hans sem þjóðskálds álf-
unnar, komu i framhaldi af
kosningasigri Salvador Allendes
og alþýðufylkingarinnar i Chile
ári fyrr.
Tvær kenningar
Með forsetadæmi Allendes
var tilraun hafin sem fylgzt var
með af vakandi áhuga viða um
lönd, einnig af fólki sem ellegar
hafði hvorki sérstakan áhuga né
þekkingu á málefnum Suður-
Ameriku. Brátt voru tvær kenn-
ingar á lofti, og gengu báðar út á
bráð endalok lýðræðisþróunar i
Chile. önnur var sú að þótt
marxisti hefði komizt til valda
með lýðræðislegu móti mundi
hann aldrei láta þau af hendi
aftur með friðsamlegum hætti,
en koma á flokks-einræði við
fyrstu hentugleika. En hin
kenningin var að borgarastéttin
i landinu og bandamenn hennar
utanlands mundu aldrei þola
þjóðkjörnum forseta að koma á
sósiálisma i landinu og steypa
honum fyrr af stóli ef önnur úr-
ræði dygðu ekki til.
Menn gera það væntanlega
upp við sig af fréttunum, hver
eftir sinum pólitiska smekk,
hvor kenningin hafi að siðustu
sannazt i Chile. Það var allténd
ljóst að Allende átti frá önd-
verðu við volduga andstæðinga
að etja, innanlands og utan, og
engin hlifisemi i þeim viðskipt-
um. Og það hefur alla tið verið
glöggt að þessar tvær megin-
hugmyndirum framvindu mála
i Chile hafa hvor um sig litað
mestallan fréttaflutning þaðan,
skilning og skýringu atburð-
anna — og nú siðast, en ekki
sizt, eftirmæli forsetans og
stjórnar hans. En kenningar
duga skammt einar til skýring-
ar: þær verða að koma heim við
staðreyndir fréttanna.
Það er ekkert nýtt að heims-
tiðindi veröi að pólitisku hrá-
skinni hér i fásinninu — og hafa
bæði Morgunblaðið og Þjóðvilj-
inn orðið til marks um það eftir
valdaránið i Chile. En einkenni-
legust hafa eftirmál atburðanna
i Chile að svo komnu orðið i út-
varpsráði — af öllum stöðum.
Það er engu likara en þeir
ætli að leiða af sér i óendan-
lega smækkaðri mynd ein-
hvers konar hjaðningavig
innanhúss i útvarpinu.
Ráðstjórn
og ritstjórn
Nú má það liggja milli hluta
hvort að einhverju leyti hafi
gætt „hlutsamra fullyrðinga”
um atburðina i Chile i útvarpi:
ætli annað eins hafi þá ekki áður
og siðan komið fyrir? Hitt er
meira mál að núverandi
„fréttaspegill” útvarpsins ber
langt af öðrum þáttum um er-
lend málefni sem þar voru áður
tiðkaðir, bæði um efnisföng og
alla málsmeðferð. Og fréttir
verða varla sagðar, hvað þá
skýrðar, svo að vit sé i, án þess
að þær taki lit af skoðun og
skilningi þeirra sem um þær
fjalla: hlutleysi útvarps felst i
fjölbreytni fréttanna, jafnvægi
skoðana og sjónarmiða sem þar
koma fram, ýtarlegri umræðu
tiðindanna, 1 þessu efni hefur
útvarpið að undanförnu veriö á
framfarabraut, ekki sizt i tiö
núverandi útvarpsráðs. Það er
hins vegar varla á verksviði
ráösins að annast beina rit-
stjórn frétta eða annars út-
varpsefnis — hvað þá að blanda
Eftir
w
Olaf Jónsson
sér i fréttaflutninginn eftir á
með órökstuddum fundarsam-
þykktum sem jafnharðan eru
birtar i blöðum. Hafi mistök
orðið verða þau vist áreiðanlega
betur lagfærð með öðru móti.
Ætla mætti að hinn núverandi
frjálslyndi meirihluti útvarps-
ráös væri skilningsbetri á þetta
mál svo mikilsvert sem það er
fyrir raunverulegt sjálfstæði út-
varpsins, en flestir fyrirrennar-
ar þess. Viti pólitiskra afskipta
af útvarpsefni eru sannarlega
orðin nógu mörg til að menn geti
lært að varast þau. Hvernig stóð
þá á uppþotinu út af fréttunum
frá Chile? Þeir sem hófu það i
útvarpsráði ættu að leiða hug-
ann að þvi hvarihlutun þeirra á
fréttaflutninginn vekur mestan
fögnuð þessa dagana.