Vísir - 01.10.1973, Qupperneq 15
Vísir. Mánudagur 1. október 1973
15
fiimim! Trúi ekki á neitt, sem
viðurkennt er sem trú
Umsjón:
Engin leið til hinnarikis
nema i gegnum helviti.
Erna
V. Ingólfsdóttir
Ég hef verið svo heppinn að
frá barnæsku hef ég aldrei getað
trúað á viðurkenndar skoðanir,
né néitt það sem „viðurkennt”
er sem trú. Trúin er alltaf mis-
— Martinus, þú ert danskur
hvernig stóð á að þú komst til
Islands og ilengdist hér? —
„Ég var sirkustrúður i
Danmörku og árið 1915 kom ég
til Islands og ferðaðist hér um
með sýningar. Siðan settist ég
að á tsafirði. Mér finnst öll
föðurlandsást hrein eigingirni.
Það eru allar þjóðir jafngóðar
en þegar ég kom til tslands 30
ára gamall fannst mér að ég
væri kominn heim. Allt hefur
gengið mér í haginn og ég hef
áhuga á svo mörgu að ég hef
aldrei haft tima til þess að láta
mér leiðast.
1 Tungudal við tsafjörð byggði
ég sumarbústað sumarið 1927 og
gerði tilraun með skógrækt. Sið-
ustu 20 árin hef ég með sty rk frá
bænum og rikinu plantað u.þ.b.
120 þús. mismunandi barr-
trjám, og eru fyrstu plönt-
urnar nú orðnar 4 m háar. Þetta
verður allt eign Skógræktar-
félags tsfirðinga eftir minn dag.
Aldrei fórnað mér fyrir
neitt.
Ég hef aldrei fengið borgun
fyrir skógræktina, þess vegna
segja s'umir að ég hafi fórnað
mér fyrir skógræktina. Þetta er
misskilningur ég hef aldrei
fórnað mér fyrir neitt. Ég þekki
hina djúpu gleði við að gera eitt-
hvað, sem er til gagns fyrir
meðbræður mina og ánægjuna
við að vinna að minum áhuga-
málum.
Vinir minir segja lika, að ef ég
héfði fengið þessa vinnu mina
við skógrækt borgaöa, þá ætti ég
að minnsta kosti u.þ.b. 1 milljón
kr. En ég kæri mig ekki um aö
eiga peninga nema rétt til þess
að geta lifað sæmilegu lifi og
sinnt minum mörgu áhugamál-
um.
Vextir eru „eitthvað
fyrir ekkert”.
Mig langar aðeins til að tala
um vaxtakerfið. Algerlega sið-
fræðilega séð getur rikissam-
félag auðvitað hvorki verið
heiðarlegt, réttlátt né grandvart
meðan vextir fyrirfinnast, ein-
faldlega vegna þess, að lögmál
lifsins er alltaf ,, eitthvað fyrir
eitthvað” en vextir eru „eitt-
hvað fyrir ekkert.
Vextir eru einfaldlega lög-
verndaður réttur hins fjár-
sterka til að kúga og misnota
hinn févana.... Efnisleg verð-
mæti geta aðeins áunnizt með
vinnu (framleiðslu) og hún er
öldungis eina orsök tiiveru
peninga. Vaxtafé er ekki til, það
er eingöngu innstæðulausar
tölur i bókum bankanna. Vextir
hafa aldrei verið nauðsynlegir,
þeir eru aðeins hagnýting vits
munasviðsins á fákænsku
almennings og siðferðisskorti
og vextirnir eru fortakslaust
eina orsök fallandi gengis
peninga. Aðeins helmingur ibúa
landsins framkvæmir alla
vinnu, hinn helmingurinn lifir i
útlátalausum allsnægtum á
kostnað verkamanna.
t Danmörku, Sviþjóð og
Finnlandi hefur þegar verið
komið upp vaxtalausu lána-
kerfi, J.A.K.- Jord arbejde
Kapital og stendur það sjálft
fyrir sinu. En um þessi mál hef
' ég skrifað marga bæklinga.
Við erum öll börn á
mismunandi andlegum
aldri
Að lokum vildi ég svo segja
þetta. Ég hef i elli minni mikla
gleði af þeirri félagslegu vinnu,
sem ég hef leyst af höndum um
dagana. Td. með skógræktinni,
bókum minum um andleg vis-
indi og vexti. En hver þorir að
halda fram, að raunverulegur
afbrotamaður geti ekki i elli
sinni glaðzt yfir þeim efnislegu
verðmætum, sem hann hefur
rænt frá öðrum með afbrotum
sinum. Já, hér komum við aftur
að skilningsleysinu sem er svo
rtkjandi. Almenningur skilur
vöxt barnsins, hann veit að
fimm ára barn er alveg eins
mikil manneskja og hið likam-
lega þroskaða tiu ára barn. En
þvi miður skilur hann ekki að
við erum öll andleg börn á ýms-
um andlegum aldri.
Ég er hvorki verri né betri en
aðrir, ég get aðeins lifað og hag-
að mér eftir þvi þróunarstigi
sem ég hef náð.
Ég hlakka til þeirrar fæðing-
ar, sem kallaður er dauði, og til
hinnar næstu líkamningar, sem
ég hef undirbúið með þvi að láta
almenningi eftir uppvaxandi
skóg I skóglausu landi. En
stærsta gleði min er að geta
látið almenningi eftir skrif min
um andleg visindi,”
— f; vi
Bankastræti 9 - Sími 11811
Martinus Simson hinn 87 ára gamli unglingur. „Hver segir aö af-
brotamaðurinn sé ekki eins ánægður i elli sinni með afbrot sin
eins og ég er ánægöur með skógrækt mina og bæklinga, sem ég
hef skrifað?” segir Martinus.
Nú eiga allir erindi í Casanova
Það voru orð að sönnu að
Martinus Simson myndasmiður
og þúsundþjalasmiður fwT tsa-
firði væri 87 ára gamall ungling-
ur. En hann kom hlaupandi
niður tröppurnar á húsi dóttur
sinnar hér i bæ til að bjóða ljós-
myndara og biaðamann VIsis
velkomin I heimsókn. Og auð-
vitað byrjuðum við á að smelia
mynd af honum.
Siðan fórum við inn og fórum
að rabba saman, en Martinus er
einn af þeim sem trúir á andleg
visindi.
„Ég skal segja þér það góða
min (það er blaðamaðurinn sem
er góða) að þú hefur góða áru,
en það eru nú ekki allir. Ég get
t.d. sagt þér að hjá mér á tsa-
firði vann dönsk stúlka, sem var
óttalegt snobb, hún hét frk.
Koppernagel, Eirnagli á is-
lenzku góða min, og henni
fylgdu vondar árur. Arur standa
um það bil 1/2 m frá fólki og
lokast eins og i hálfkúlu I kring-
um höfuðið. Jæja, ég kom nú
heldur nálægt frk. Eirnagla og
þessir svörtu djöflar byrjuðu að
stinga mig. Aftur á móti kom
einu sinni til min fyllibytta og
honum fylgdu góðar árur'”
— Þú hefur skrifað fjöída-
margar bækur um andleg vis-
indi og vaxtakerfið? —
„Jú, þeir eru nú orðnir yfir 100
bæklingarnir sem ég hef skrifað
um þessi efni. Svo að ég tali nú
eitthvað um andleg visindi, sem
ég hef mestan áhuga á af öllu og
hef kynnt mér i „Bók lifsins”
eftir Martinus þá hef ég i gegn
um þau öðlazt fullan lifsskilning
og engin af þeim andlegu byrð-
um, sem almenningur verður að
bera hefur mig á valdi sinu.
skilningur á veruleikanum og i
sama hlutfalli, sem maður
hugsar sjálfstætt, missir maður
hæfileikann til að trúa. Stað-
reyndir lifsskilningsins eru: Allt
er gott. öll likamleg og andleg
þróunarþrep eru jafnnauðsyn-
leg og eru engin verri né betri.
Við getum aldrei skilið neitt
nema að þekkja andstöðu þess.'
Það er alveg jafn nauðsynlegt
að ganga i gegnum tilveru
dýrlingsins og glæpamannsins
þeir verða bara hvor um sig að
lifa samkvæmt eðli sinu þ.e.a.s.
samkv. þvi þróunarþrepi sem
þeir standa á. Það er engin leið
til himnarikis nema I gegnum
helviti. Ég er hvorki verri né
betri en aðrir, en ég get hagað
mér samkvæmt eðli minu. Ef
aimenningur breytti og hugsaði
eins og ég, þá myndi kærleiks-
riki vera komið á jörðu.”
Endurholdgun er stað-
reynd.
— Þú trúir á endurholdgun er
það ekki? —
„Auðvitað trúi ég ekki á
endurholdgun, (ég trúi engu)
„ég á öruggar minningar frá
fyrra lifi og ég veit með fullri
vissu að sé endurholdgun ekki
staðreynd, þá er lögmál um or-
sakir og afleiðingar heldur ekki
staðreynd.
Það er u.þ.b. 100-200 ár á milli
hverrar endurfæðingar. Sé lifið
stutt verður einnig styttra milli
endurfæðinga. Meðfæddar gáf-
ur eru vitanlega reynsla frá
fyrri jarðartilvistum alveg eins
og t.d. ökuskirteini sýnir eða
segir að þú getir ekið bil”.
I Höfum opnað
t efri hœðina
★
1 Mikið úrval
| af herrafötum
1 og stökum
1 jökkum
★
( Höfum tekið upp
( mikið úrval af
( dömu- og
I herraskóm
li
VERIÐ VELKOMIN