Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 17
Visir: Má'nudagur -lr október 1973 • 1/ missir aðalhlutverkið — og manninn Twiggy Twiggy cr aftur i fréttunum. Hún varð’ 24ra ára fyrir skömmu, sem er kannski ekki stórfrétt, en auk þess er hún staðráðin i að skilja við eigin- mann sinn eftir átta ára samvistir. Þetta lesum við i er- iendum blöðum, og er sagt, að eiginmaðurinn, Justin. de Villeneuve, sé iöngum sinum út af þessu. Það var einmitt ljósmyndar- inn de Villeneuve, sem átti hvað mestan þátt i frægð hennar. Honum, finnst þetta vist illa gert. Fréttamenn náðu til hans á flugvellinum iLondon og sagði hann þá, að ákvörðunin um skilnað væri þeirra beggja og enginn ágreiningur um það. Hann sagðist líka vita, að það ,,væri enginn annar maður I lifi hennar”. Hins vegar kvaðst hann ekkert vita, hvar hún væri. ,,Við höfum staðið saman i átta ár", sagði hann, ,,og aldrei rifizt, ekki i eitt einasta skipti. Þið vitið ekki, hvað þetta fær á mig”. Þetta sagði eiginmaður Twiggy, og hann veit vist ekki um rikjandi kenningar sálfræð- inga nú til dags, sem einmitt ganga út á, að hjónaband án rifrildis sé glatað, svo segja þeir. Þetta eru nýjustu kenningarnar, og hver veit, hvað til er i þeim? ,,Rifrildi á dag kemur heilsunni i lag,” heyrðist einhver segja, en fáir vildu vist búa við það. De Villeneuve er orðinn 35 ára. Þau trúlofuðust árið 1971, ári eftir að hún hafði leikið sitt „stjörnuhlutverk" i kvik- myndinni ..Boyfriend”. Twiggy fékk ekki góðar gjafir á afmaglisdaginn sinn. Þvert á móti var henni þá sagt, að hún fengi ekki aðalhlutverkið i kvik- myndinni um snáðann Peter Pan. Það hafði þó áður verið sagt, og þetta urðu henni ekki litil vonbrigði. Smjörlíki h/f hefur ákveðið að efna til samkeppni um beztu smáréttina. Verðlaun nema samtals 80 þúsund krónum. Samkeppnin ber heitið: Ljóma smáréttasam- keppnin. Þátttakendur í samkeppninni þurfa aðeins að senda inn uppskrift af bragðgóðum, skemmtilegum smárétti, sem búa má til á fljótlegan og einfaldan hátt. Fyrstu verðlaun samkeppninnar verða 40 þúsund krónur, önnur verðlaun 20 þúsund krónur, þriðju verð- laun 10 þúsund krónur, fjórðu og fimmtu verðlaun 5 þúsund krónur hvor. Þátttaka í Ljóma-smáréttasamkeppninni er öllum heimil, konum og körlum, nema þeim, sem hafa matar- gerð að atvinnu, starfandi húsmæðrakennurum, lærðum bökurum og brytum. Kjörorð samkeppninnar er: „Alveg ljqmandi“. Samkeppnisreglur: IÞátttakendur mega senda svo margar uppskriftir, sem þeir óska. 2Vélritið, eða skrifið prent- störfum, allt í uppskriftinni. Gleymið ekki að gefa upp nákvæmt mál eða vigt, bök- unartíma/suðutíma og hita- stig. Nafn á smáréttinum ef þér hafið það. 5Veljið yður dulnefni og skrifið það á uppskriftar- blaðið. Látið síðan nafn yð- ar, heimilisfang og síma á annað blað og setjið það í umslag merkt dulnefninu. Hvort tveggja er síðan látið í umslag merkt: „Alveg ljómandi“, pósthólf 5133, Reykjavík. Umslagið verður að hafa borizt okkur í síð- asta lagi 16. október, 1973. Skilyrði fyrir þátttöku er: a) að Ljóma-smjörlíki sé notað á einhvern hátt í uppskriftinni og b) önnur efni, sem fáan- leg eru í verzlunum hér- lendis, c) að smárétturinn sé fljót- gerður. Smjörlíki h/f áskilur sér rétt til að nota allar upp- skriftir, sem berast í aug- lýsingar, í uppskriftabæk- ur, eða með öðrum hætti og án þóknunar til sendanda eða höfundar. Uppskriftirn- ar verða ekki endursendar eða verður unnt að gera til- kall til þeirra á annan hátt, enda hafi enginn einkarétt á þeim. 6Fimm réttjr komast í úr- slit. Sendendum þeirra verð- . ur boðið að vera viðstaddir, þegar úrslit verða tilkynnt af dómnefnd 15. nóvember 1973. Fargjöld og uppihald verður greitt fyrir þátttak- endur utan af landi. 7Sérstök dómnefnd mun fjalla um uppskriftirnar, en hana skipa: Agla Marta Marteinsdóttir, húsmóðir. Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari. Elsa Stefánsdóttir, húsmóðir. Jón Ásgeirsson, fréttamaður. Skúli Þorvaldsson, veitingamaður. Haukur Hjaltason, matreiðslumaður, og er hann jafnframt for- maður dómnefndar. Ath.: Nánari upplýsingar, ef óskað er, veitir Smjörlíki h/f, Þverholti 19, Reykjavík. Simi: 26300. Sendið okkur eftirlætisupp- skrift yðar strax í dag. Hver veit nema einmitt yðar upp- skrift verði metin fjörutíu þús- und króna virði? smjörlíki hf. ÞVERHOLTÍ 19, SlMI 26300 REYKjAVÍK, velkomm? ATVÍNNUREKANDI VERKTAKI Vertu reiðubúinn að mæta ófyrirsjáanlegum óhöppum með vel tryggðu hjá Almennum. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf • Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.