Vísir - 24.11.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 24. nóvember 1973.
7
V... 11 - karlmenn
fllMIMl œ algeng-
i SÍÐAIM j ari gestir
^^^^^i^iiizzZm—■^zzzizzzizzzzi á snyrti- stofum
Umsjón Þórunn Sigurðardóttir
HVAÐ
KOSTAR
ANDLITS-
BAÐIÐ?
Það er líka hægt að fá kvöldsnyrtingu á snyrtistofum. en hdn kostar frá 450 krónum. llér
er erlendur snyrtisérfræðingur að leiðbeina um notkun snyrti vara.
í SKÓLANUM
Nokkur góð ráð til foreldra skólabarnanna
Það er fátt, sem veldur
foreldrum eins miklum áhyggj-
um og nám og aðlögun
barnanna i skólanum.
Námsárangur er miklu meira
en einkunnirnar einar. Hann er
ekki sfður aðlögun barnanna að
skólastarfinu, félögunum og
kennurum. Sá þroski, sem
börnin ná innan veggja skólans,
á að vera miklu viðtækari en
einkunnabókin segir til um.
Það er vissulega erfitt að gefa
ráð sem aukið geta almennan
námsárangur barnanna, og sér-
staklega er erfitt að gefa
foreldrum ráð. En hér eru samt
nokkur ráð, sem geta áreiðan-
lega komið mörgum að gangi.
Þau eru tekin saman af
uppeldisfræðingnum Madeleine
Kats:
Berið barnið aldrei saman við
önnur börn, hvort heldur það
eru systkini eða vinir.
Gleymið ykkar eigin náms-
örðugleikum, þegar vandamál
barnanna eru annars vegar.
Vinnið ekki gegn kennaran-
um. En verið heldur ekki
nemendur hans.
Yfirheyrið barnið ekki dag-
lega um það, „hvernig gekk i
skólanum.”
Sýnið alltaf áhuga á því, sem
barnið fæst við, i skóla og utan.
Gangið alltaf út frá getu
barnsins, en ekki getu annarra
barna.
Metið framfarir i samræmi
við fyrri árangur, ekki árangur
annarra barna.
Fáir foreldrar geta beinlinis
farið inn á svið kennarans i
heimakennslu. Reynið þess i
stað að vekja áhuga barnsins á
námsefninu með ýmsu móti.
Bækur, frásagnir og ferðalög
geta haft miklu meiri áhrif, en
að hlýða börnunum yfir skóla-
bækurnar.
Látið aldrei eigin metnað
blandast inn i tilraunir ykkar til
þess að hjálpa barninu i skólan-
um.
-ÞS.
Margt fólk litur á það sem hé-
góma að fara á snyrtistofu. Það
er þó óhætt að segja, að
hreinsun á húðinni, nudd, Ijós og
önnur snyrting, sem gcrð cr af
fagfólki, getur vcrið mjög
hcilsusamleg og cr sumum jafn-
vel nauðsynleg. Margir hafa
viðkvæma eða óhrcina húð og
þurfa nauðsynlega að láta djdp-
hreinsa hana af og til. Nudd og
Ijós á andlit og axlir er ákaflcga
hcilsusamlegt, ekki sizt yfir
vctrarmánuðina, þegar hdðin
vill oft verða dauð og litlaus.
Kótsnyrting cr nauðsynleg t.d.
þcim, sem svitna mikið á fótum,
eða þurfa að standa mikið i
vinnu. Þeir sem hafa kynnzt
þvi, hvað það er að hafa likþorn,
vita hversu nauðsynlegt er, að
þau fái rétta meðhöndldn.
Fótsnyrting, eða fótaðgerð,
eins og hún er nú oftast kölluð,
en þá er um að ræða
meðhöndlun sérfræðinga á fót-
unum með nuddi, snyrtingu á
nöglum meðhöndlun á siggi og
likþornum, er nú undanþegin
söluskatti, enda litiö svo á, að
hún sé nauðsynleg heilsu
manna.
Við hringdum á nokkrar
snyrtistofur og forvitnuðumst
um verð á hinum ýmsu tegund-
um snyrtingar, sem þar var að
fá. Verðið er mjög mismunandi
eftir þvi, hvernig snyrtivörur
eru notaðar og eftir tækjakosti
stofanna. Þeir, sem hafa farið á
nokkrar snyrtistofur, hafa án
efa komizt að þvi, að t.d. and-
litsbað er mjög mismunandi á
hinum ýmsu stöðum. Það er
ekki vist að öllum falli þaö
sama, og þvi er erfitt að mæla
með einni stofunni frekar en
annarri. Margir finna sér
snyrtisérfræðing, sem þeim
fellur en aðrir fara frá einum til
annars. Óhætt er að mæla með
þvi, að fólk haldi sig við einn og
sama snyrtisérfræðinginn,
a.m.k. um tima. Hann getur
fylgzt með húöinni og kynnist
þeim vandamálum, sem
viðkomandi á við að striða,
kannski ekki fyrr en eftir
nokkur skipti.
Karlmenn gerast æ algengari
gestir á snyrtistofum, þótt
ennþá séu þeir fjöldamargir,
sem forðast slikar stofnanir.
Það er mikill misskilningur, að
þær séu eingöngu fyrir konur.
Karlmenn eiga ekki siður i
erfiðleikum með að halda
húðinni hreinni, og þeir þurfa
mjög oft nauðsynlega á fót-
snyrtingu að halda. Karlmenn
koma nú oftar á snyrtistofur,
einkum þó i fótsnyrtingu.
Einnig eru margar stofur með
sérstaka húðhreinsun fyrir
unglinga, bæði stúlkur og pilta.
Eru þeir oft sendir af læknum til
•þess að fá góða djúphreinsun á
andlitið. Bar öllum þeim snyrti-
sérfræðingum, sem við höfðum
samband við, saman um, að
karlmenn þyrftu að losna við
hræðsluna við að koma á
stofurnar.
Sumar bentu á, að ef hægt
væri að fá húöhreinsun eða
fótaðgerð inni i rakarastofum,
þá myndu karlmenn áreiðan-
lega nota sér þessa þjónustu
miklu betur.
Þess má svo geta, að auk þess
sem það getur verið þýöingar-
mikið fyrir hina likamlegu
heilsu að láta hreinsa húðina við
og við, og gefa likþornunum við-
eigandi meðferð, þá er það oft-
ast góð og þægileg hvild frá
amstrinu að halla sér út af i
þægilegum stól á snyrtistofu.
Það er áreiðanlega ekki siður
mikils virði að hugsa um and-
legu heilsuna, og fá sér góða
hvildarstund, nudd og jafnvel
smáblund, þegar tækifæri gefst
inn á milli i önn dagsins.
Nú eru starfandi tvö félög
snyrtifræðinga, en þau heita
Félag isl. snyrtisérfræðinga og
Samband isl. fegrunarsér-
fræðinga. Félag islenzkra
snyrtisérfræðinga hefur sam-
þykkt lágmarksverð, en siðan
er leyfilegt að bæta ofan á það
verð, ef ástæða þykir til. Eins og
fyrr segir er mjög mismunandi,
hvernig vörur og tæki eru
notaðar á stofunum, og
verðlagið að sjálfsögðu að
nokkru leyti eftir þvi. Lág-
marksverð Félags isl. snyrti-
sérfræðinga er sem hér segir:
Handsnyrting 450 krónur, fóta-
aðgerð 600 krónur, andlitsbað
700 krónur, andlitshreinsun
fyrir unglinga 500 krónur og
kvöldsnyrting 450 krónur.
Samband isl. snyrtifræðinga
hefur sem stendur ekki
verðskrá, þar sem siðasta
verðskrá er orðin úrelt. Er gert
, ráð fyrir, að ný verðskrá liggi
fyrir eftir aðalfund, sem verður
i febrúar. Sagði talsmaður
sambandsins, að meölimirnir
hefðu samband innbyröis um
verðlagningar, og taldi hún, að
lágmarksverðið væri svipað og
hjá Félagi isl. snyrtisér-
fræðinga.
Þess eru einnig dæmi, að stof-
ur hafi mismunandi snyrtivörur
úr að vefja i andlitsbaðinu, og er
þá verðið mismunandi á sömu
stofunni. Er rétt að kynna sér,
hvaða snyrtivörur, (t.d.
andlitsmaski) eru notaðar, svo
aö hægt sé að biðja um sams-
konar vörur næst, ef árangurinn
reynist góður. þs.