Vísir - 24.11.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 24.11.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Laugardagur 24. nóvember 1973. — 272. tbl. Olíuskortur samdrátt í orsakar plastiðnaði — baksíða Nú þarf að skera i leiðara Visis i dag er sagt, að ráðherrar og þing- menn verði ,,að láta af gegndarlausum tillögum sin- um um aukin útgjöld og snúa sér að þvi að skera miskunn- arlaust niður þær tillögur, sem þegar eru komnar inn i fjárlagafrumvarp næsta árs. Einhverjir mundu sjálfsagt gagnrýna þá fyrir aö vera á móti framkvæmd góðra mál- efna. En hinir mundu áreiðanlega vera miklu fleiri, sem skildu nauðsynina og virtu hreinlyndi niöur- skuröarmanna”. Sjá bls.6 ★ Þjóna- verkfallið Þjónar mættu ekki til verk- fallsvörzlu við Óðal i hádeginu i gær. Komust þá allir gestir inn sem vildu. En sæla þeirra Óðalsmanna stóð stutt, því i gærkvöldi voru þjónar aftur mættir við Óöal og meinuðu öllum inngöngu. I viðtali við Visi eftir hádeg- ið i gær sagði Haukur Hjalta- son veitingamaður, að hann væri að vona, að þjónar hefðu séð að sér og séð, að þetta yröi ekki unnið með ofbeldi, eins og hann orðaði það. „Þær ströngu aðgerðir sem hafa verið við Óðal, féllu niður i hádeginu, vegna þess aö þá vorum við önnum kafnir við að tryggja fullkomið verkfall við hótelin i borginni. Þjónar hættu störfum i hádeg- inu, eftir að við höfðum hafnað beiðni um frestun á þeirri undanþágu, sem hefur verið veitt gestum hótelanna. Ástæðan fyrir þvi er sú, að ekkert hefur þokazt i samkomulagsátt”, sagði Grétar Guðmundsson, vara- formaður Félags framreiðslu- manna i viðtali við Visi i gær. — ÓG/ÓH. — Sjá baksiðu. ★ Stórskotalið gegn Dynamo á mánudaginn Landsliösnefnd hefur valið liö Handknattleikssambands islands, sem leika á við júgó- slavneska liðið Dynamo Pancevo á mánudagskvöldiö. Þessir leikmenn eru i liðinu: Gunnar Einarsson, Hauk- um, Sigurgeir Sigurðsson, Vikingi, markverðir, Axel Axelsson, Fram, Björgvin Björgvinsson Fram, Auðunn Óskarsson FH, Gunnsteinn Skúlason, Val, Agúst Svavars- son ÍR, Sigurbergur Sigsteins- son, Fram, ólafur H. Jónsson, Val, Einar Magnússon, Vik- ingi, Hörður Sigmarsson, Haukum, Gisli Blöndal, Val. Fimm breytingar eru á liö- inu, sem lék viö Svia. Viðar Simonarson, FH, Guðjón Magnússon, Vikingi, og Vals- mennirnir ólafur Benedikts- son, Agúst ögmundsson og Stefán Gunnarsson falla út. — ÓG Óánœgðir með eigin mann — Smábátaeigendur á Neskaupstað vilja togbátana burtu af miðum sínum Fimmtán smábátaeig- endur á Neskaupstað sendu Lúðvík Josepssyni sjávarútvegsráðherra áskorun i byrjun nóvem- ber. Fóru þeir fram á, að ráðherr- ann bannaði togveiöar á svæðinu frá Norðfjarðarhorni að Seley, en einmitt þar eru helztu fiskimið smábátaeigenda. Þessi mið stunduðu þeir með góðum árangri i sumar og fram á haustið, en frá og með 1. nóvember voru togveiðar leyfðar á svæðinu samkvæmt lögum. „Lúðvik hefur nú svarað áskor- un okkar,” sagði norðfirzkur sjó- maður i samtali við Visi i gær- kvöldi, „hann segir, að þar sem togveiðar séu leyfðar þarna sam- kvæmt lögum, leyfðar upp að fjögurra milna mörkunum, þá sé ekki hægt aö breyta þessu. Okkur finnst svolitið undar- legt”, hélt sjómaðurinn áfram, „að Lúðvik skuli svara þannig núna. Fyrir nokkrum árum, þeg- ar Lúðvik var i stjórnarandstöðu og Eggert G. Þorsteinsson var sjávarútvegsráðherra, þá kom hann eitt sinn i beitingaskúrinn til okkar, og við kvörtuðum undan þessum sama hlut. Þá sagöi Lúðvik, að ráðherra gæti breytt þessum lögum með einu pennastriki. Nú er það ekki hægt, einmitt þegar hann sjálfur er i áhrifastöðunni.” Lúðvik Jósepsson svaraði áskorun smábátaeigendanna með bréfi til hvers þeirra um sig, þar sem hann benti þeim á, að lögin um togveiðar upp að fjórum mil- um myndu falla úr gildi um næstu áramót. Hann sagði þeim einnig, aö i uppsiglingu væri frumvarp á Alþingi, þar sem reiknað væri með, að togveiðar yrðu ekki leyföar á miðum fyrir Austur- landi, nema utan viö tólf sjómilna mörkin. — GG HYGGJAST GERA ISLENZKA KUREKAMYND? — Nota dýrin í íslenzka dýrasafninu við kvikmyndagerðina ósamt lifandi dýrum lill „Viö höfum rætt um það að gcra fslenzka kúrekamynd og nota þá dýrin i fslenzka dýra- safninu I kvikmyndina ásamt lifandi dýrum. Málið er þó rétt aöcins á byrjunarstigi enn scm komið cr, en við munum gera eitlhvað i þessum málum slrax." Þctla sagði eigandi islcnzka dýrasafnsins, Kristján Jósefs- son, I viðtali við blaðið, en hann fékk nýlega heimsókn frá Hafn- firöingi, Kristjáni Jónssyni, sem hcfur áhuga á að gera kúrckamynd og nota þar is- lcnz.ka dýrasafnið við gerð myndarinnar. Krislján Jósefsson sagði, að nafni hans Jónsson væri i sam- bandi við aðila i Bandarikjunum og væri málunum mjög kunnug- ur. Virðist rikja talsverður áhugi á gcrð myndarinnar. Enn er ekkcrt hægt að segja um kostnað við gcrð myndar- innar, hvcrjir leikendur verða cða hvenær kvikinyndataka hefst, cn Kristján sagði, að farið yrði að athuga málið mjög fljót- lega. Sjálfur á Kristján Jónsson „ckta” kúrekabúning, sem ekki á sinn lika hér á landi, og mun hann liklega verða notaður i kvikinyndinni. Það má gcta þcss, að hann verður i kúreka- búningnum i dýrasafninu á sunnudaginn og sýnir gcstum. Ef til vill liður þá ekki á löngu, áður en islenzkir njóta kúreka- kvikmyndar i rammislenzku umhverfi. —EA Þannig litur alíslenzkur kúreki út hjá þeim I dýrasafninu. (Ljósmynd Visis BG.) Köstum ekki tíu öryrkjum n út á á gaddinn ii „Þessa frásögn konunnar úr öryrkjahúsinu myndi ég kalla úlf- alda, en ástandið i húsinu mý- flugu, sem úlfaldinn hefur veriö gerður úr”. Guðmundur Löve, starfsmaður öryrkjabandalagsins, hefur ýms- ar athugasemdir að gera við frá- sögn konunnar um hús öryrkja- bandalagsins að Hátúni lOa. Sú frásögn birtist á miðvikudag. „Það er nú fyrst og fremst ekki satt, að sjötiu manns hafi hótað að flytja úr húsinu. Að visu er satt, að fólkið sendi okkur bréf i vor. En þá voru það tæplega fimmtiu manns, sem skrifuðu undir. t þvi bréfi var enga hótun aö finna um brottflutning. En efni þess bréfs var á þá leið, að óreglumaður bjó i húsinu, og olli hann slikum vandræðum, að fólk- ið vildi fá hann burt hið fyrsta. Erfiðlega gekk aö koma manninum burt, en það tókst þó að lokum”, sagöi Guðmundur. „En þaö er satt, aö fáeinir menn i húsinu hafa brotiö húsreglurnar, og valdið óánægju. En þetta eru allt öryrkjar, og i húsi, þar sem yfir hundrað manns búa, má svo sem alltaf búast við einhverju vandræðafólki. En við höfum fullt eftirlit með þessu fólki. Það er aftur á móti ekki hægt áð ætlast til, að um tug öryrkja sé hent út á gaddinn, af þvi að þeir valda vandræöum. Þaö er staðreynd, að þaö vantar sérstakt húsnæði fyrir það fólk, sem ekki getur verið vandræða- laust innan um aöra”, sagði Guð- mundur einnig. Aö sögn Guðmundar velja aðildarfélög öryrkjabandalags- ins sjálf þá, sem fara i húsin. Er þá yfirleitt miðað við að taka þá inn, sem mestri örorku eru haldn- ir. „En maðurinn, sem slasaði unga manninn um seinustu helgi, flytur héöan burt á mánudaginn. Nú á næstunni mun svo verða haldinn hússtjórnarfundur, þar sem þessi mál veröa tekin fyrir”, sagði Guðmundur Löve aö lokum — ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.