Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Föstudagur ao. nóvember 1973.
risusm:
Hvernig haldið þér, að flokki
Bjarna Guönasonar verði tekið?.
Kjartan Nielsen, tölvari: — Þvi
skyldi ekki verða aösókn I þennan
flokk? Ég býst við, að einhver
áhugi sé til fyrir þessum flokki,
enda er þetta nýtt fyrirbrigöi. Ég
myndi gjarnan vilja fá að kynna
mér stefnuskrána, þótt ég búist
ekki viö, aðhún sé i grundvallar-
atriöum ólik stefnu annarra
flokka.
Ilörður Adólfsson, matsveinn: —
Er ekki nóg komiö af flokkum?
Ég býst við, að þessi flokks-
stofnun verði bara til að teygja
lopann. Þetta endar bara með
þvi, að atkvæði manna hætta að
nýtast. Það myndi fullvel nægja
að hafa fárra flokka kerfi i stað
þess að hætta svona á, að rúmur
tugur flokka komi upp.
vitað mjtlg erfitt að spá. En ég
gæti samt hugsað, að flokkurinn
i'engi ullgóðar viðtökur. Menn
hafa séð, að hlutirnir virðast
stefna i tvisýna átt. Þvi þá ekki að
reyna eitthvaö nýtt?
GIsli Haldur Garðarsson,
stud.jur.: — Þessi flokksstofnun
er enn eitt dæmið um ósamstööu
vinstri armsins, en ég vona samt,
að Bjarna frænda minum gangi
vel með þennan nýja flokk sinn.
Ég hef sjálfur ekki hug á að
ganga I hann.
Leifur Erlendsson, framreiöslu-
maður: — Ég býst við, að honum
veröi tekið vel. Bjarni hefur rétta
meiningu, og þessi flokksstofnun
sýnir, að hann vill standa og falla
með henni.
össur Stefánsson. verzlunar
maður: — Ég hef ekki mikla trú á
góðum un.dirtektum til eins
flokksins I viöbót. En svo eru auð-
vitaö dæmi frá seinustu
kosningum um að nýjum flokki
hafi gengið vel, svo það er i raun
og veru ómögulegt að spá um við-
tökur þessa flokks I kosningum.
,,Ég var að lesa i Alþýðublaðinu
á þriðjudaginn einhverjar
skammir og skitkast á Karl
Einarsson, sem var kynnir á
hljómleikunum með Vilmu
Reading i Háskólabiói. Ég er svo
sannarlega ekki sammála
þessum ummælum. Karl er nefni-
lega einhver bezti kynnir, sem við
eigum til, og þarna á hljómleik-
unum tókst honum sérstaklega
vel upp. Kárl er einn okkar lang-
bezti skemmtikraftur, og hann
sómdi sér mjög vel þarna.
Við vorum þrenn hjón, sem
fórum saman á hljómleikana, og
það var með naumindum að við
gátum ekið heim, þegar okkur
var hugsað til Karls, svo stórkost-
legar voru eftirhermurnar og
brandararnir, og við veltumst um
af hlátri”.
Tökum undir þessi uramæli
vegna persónulegrar návistar á
liljómleikunum. Karl var góður.
Karl Einarsson er einn sá albezti
Einn af þeiin sem fóru á tón-
leikana I Háskólabiói, hringdi :
Gersemið eina
Lag. Hin hvitu skip.
Þaö er nú meira gersemið hann óli okkar Jó,
enda elska hann allir þorskar bæði á landi og sjó.
þó hafi hann ekki i sævardjúpin enn sem komið er
útilátiö neitt úr sjálfuin sér.
Einn dag hann fór til Englands, þaö var allt I lagi o key,
ákveðinn að segja ekki nema já og nei,
þó húsbóndinn i Dáningsstræti hefði á boröum frosk
H P sósu og stolinn islands þorsk.
Já, Englendingar hafa á honum óla tröllatrú,
hún Twisnúra vill gjarnan verða islenzk hefðarfrú,
°g byggja sér á Votmúlanum lltiö laglegt hús,
við landhelgina yrði hún alveg dús.
Það er nú meira gersemið hann óli okkar Jó,
enda elska hann allir þorskar bæöi á landi og sjó.
en Möðruvallaglaumgosarnir mega ei manninn sjá,
það magnast á þeim gæsahúöin þá.
Theodór Einarsson
Akranesi.
Hrollur, Slade
og Bítlarnir...
SLADE-, BEATLES- og
llitOI.LS-aðdáandi skrifar:
,,Ég leyfi mér að koma með at-
hugasemdir við poppfréttir ykk-
ar.
Fyrir skömmu birtist greinar-
korn um hljómsveitina SLADE.
Þar var m.a. sagt, að Neville
Holder væri bassaleikari, sem er
rangt. James Lea spilar á bassa i
SLADE, Neville spilar á gitar.
Einnig sagði, að þeir væru allir
giftir, sem einnig er rangt. James
Lea gifti sig siðastliðið vor.
Þá vil ég einnig leyfa mér að
mótmæla að nokkru leyti dómi
þeim, sem piatan RINGO fær hjá
gagnrýnanda ykkar. Hann segir,
að lagið ,,It’ s sunshine life for
me” sé lélegt. En ég er á annarri
skoðun — eins og sjálfsagt fleiri.
Þetta er mjög gott lag. Það er i
,,country-music”-stil og er eftir
George Harrison. Fyrir utan það,
að frumlegleikinn skin út úr þvi,
er það vel sungið o.s.frv.
Einnig segir gagnrýnandi
ykkar, að það eina sem bæti áður-
nefnt lag upp, sé ,,You and me
baby” og „Photograph”. Þar á
hann greinilega við, að það séu
beztu lögin á plötunni, en hann
gleymir aö nefna „Your sixteen”
„Ohmymy”og „Six o’clock”....
Að lokum vil ég leyfa mér að
þakka fyrir HROLL”.
Þá cru lciðréttar missagnirnar
um SLADE, sem fram komu i
frétt um hugsanlega komu
þcirrar hljómsveitar hingað til
lands. Stcinar Bcrg, poppskrifar-
inn okkar. vill hins vcgar gera
litilsháttar athugascmd við það
sein að honum snýr. Hann segir:
----I>að cr rétt, að mér finnst
„It’s Sunshine Life For Me”
lélegt lag. Það er mitt persónu-
lega álit. En auðvitað hefur þú
þina skoðun, En ég sagði ekki i
gagnrýni miiiiii, að það eina sem
bætti það upp séu lögin „You and
Me” og „Photograph”. Ég sagði,
að liarrison bætti að miklu leyti
fvrir umrætt lag með „You and
Me" og hlutdeild sinni i gerð
lagsins „Photograph".
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
VILL EKKI HAFA
GEÐSJÚKUNGANA
FYRIR AUGUNUM
Væri ekki hyggilegt að staldra viö
og fá fram vilja þjóðarinnar i
mikilvægu máli og það áöur en
framkvæmdir hefjast — nefnilega
byggingu geðdeildar við Eiriks-
götu. Þótt nú um sinn sé þaö skoö-
un forskrúfaðra forkólfa á þessu
sviöi, að ákaflega heppilegt sé aö
glenna geðsjúklinga út um allan
bæ, er ekki þar með sagt, aö sú
skoðun eigi fylgi að fagna aö svo
sem áratug liðnum. Þaö er engan
veginn geðsjúklingum i hag aö
planta þeim þarna við Miklatorg
— eina mestu umferðaræð borg-
arinnar. Eitt hafa ráöamenn
heldur áreiðanlega ekki athugað
og það er, að þegar erlendum
gestum er tosað til bæjarins
via/M iklatorg myndi þessi
Kleppur með tilheyrandi volæði
verða eitt hið fyrsta, sem þeir
rækju augun i. Skemmtilegra
væri að státa þarna af glæsilegu
kennsluhúsnæði læknanema,
enda þörfin ólikt brýnni, eða
myndarlegu barnaheimili hjúkr-
mnarkvenna með hraustum börn-
um ileik. Mönnum er enn i fersku
minni atburðurinn á Austurvelli,
er skyndibilaður maður slasaði
marga saklausa borgara á gangi.
Þár sem þrástagazt hefur verið á
þvi I blöðum, útvarpi og sjón-
varpi, að liðlega þriöjungur þjóð-
arinnar sé geðbilaður (hvilik
þjóðarhollusta sem það nú er),
væri rétt aö fá ýmislegt fram i
dagsljósiö varðandi árangur af
geölækningurri á Islandi i dag og
þá lika, hvort hugsazt gæti, að
geölæknar teygðu klær hinnar
liknandi handar i óþarflega
marga og of langt inn i lif fólks i
landinu með kinnski litlum
árangri. Rétt væri lika i þessu
sambandi að fá það fram, hve
margir hafa kastað sér út af geð-
deild Borgarspitalans og týnt lif-
inu. Stöðviö vanhugsaða bygg-
ingu geödeildar við Miklatorg.
Baráttukveöja
Nói I Norðurmýri
GLEYMAST
Á VETRAR-
MÁNUÐUM
SA skrifar:
„Þeir sem hafa gengið með-
fram Tjörninni að undanförnu
komast varla hjá þvi að fá þann
grun, að ævi fuglanna þar sé
heldur ill. 1 litilli vök hirist
hópur fugla, og allt i kring er
heljar gaddur. Stundum er
þessi litla vök kröpuð og full af
smájökum, og innan um þetta
krafla fuglarnir sig áfram i leit
að æti.
Ætla má að það sé litið.
Sjá borgaryfirvöld um að
fuglarnir séu fóðraðir reglu-
lega?
Erum við ekki þaö vel stæð
með heitt vatn, að við mættum
fórna ögn meira af þvi, svo þessi
„húsdýr Reykvikinga” pinist
ekki i vetrargaddinum?
Það er ekki nóg að hafa
gaman af öndunum á sólskins-
glöðum sunnudögum og sýna
þær litlu börnunum. Það er
skylda borgaryfirvalda að sjá
svo um, að þessir málleysingjar
fái sómasamlega umhirðu”.