Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur :!«. nóvember 197:!. í PAB | í KVÖLD | í DAG Sjónvarp kl. 21,50: JIMMY HJÁ KYNVILLINGUM Mannaveiöar ætla að verða langvarandi. 1 kvöld verður tuttugasti þátt- urinn á dagskrá, og enn virðist þeim Vincent og Jimmy seint ætla að ganga verkefni sitt — að koma Ninu til London með alla sina miklu vitneskju um and- spyrnuhreyfinguna i Frakk- landi. Sem stendur virðist Jimmy reyndar i vafasömum félags- skap, hann er tekinn til við að leika á kynvilltan nasistafor- ingja, hefur misst sjónar á Ninu og ekki er annað vitað um Vincent en hann sé á piningar- bekknum hjá fúlmennum nas- ista i Paris. Fn vonandi leysist vandinn á endanum — og bandamenn hljóta að koma höndum yfir Ninu á endanum, svo falleg sem hún nú er. — (i(J. I Cyd Ilayman i hlutverki Ninu Útvarp kl. 21.30 og 14,30: NÓBELSSKÁLD OG HAGALÍN Guðmundur G. Hagalin les nú „Eldeyjar-Hjalta". Nóbelsverðlaunaskáldið John Steinbeck er niörgum kunnur hér á landi. Margar bóka hans hafa vcrið þýddar á islenzku, og nú er Birgir Sigurðsson að hefja lestur á „Ægisgötu”, (Canncry Kow) einhverju frægasta verki Steinbecks. Það var sá frægi þýðari, Karl tsfeld, sem snaraði „Ægisgötu" á islenzku á sinum tima, en eins og margir munu muna, þá var Karl tsfeld, blaðamaður og rithöfundur, lengi starfandi hjá Visi. Ekki er að efa, að margur mun hyggja gott til glóðarinnar að hlýða á Birgi lesa „Ægisgötu”, og það jafnvel þótt þeir hafi einhvern tima áður lesið þýðingu Karls.' En Steinbeck er ekki eini meiriháttar rithöfundurinn, sem hljóðvarpið lætur nú lesa eftir. Guðmundur G. Hagalin hefur nú um nokkra hrið lesið „Eldeyjar-Hjalta" eftir sjálfan sig, en lesirar Guðmundar eru á dagskrá rétt um nónbil, eða klukkan 14.30. t dag les Guðmundur Hagalin 15. lesturinn. — GG John Steinbeck, Nóbelsskáld. Birgir Sigurðsson byrjar nú lestur „Ægisgötu”, sem Karl heitinn isfeld þýddi á sinum tima. Sjónvarp kl. 21.15: Feimnismál á skjánum Landshorn veröur að þessu sinni i umsjón Svölu Thorlacius, og verður varla annað sagt en Svala og hjálparmenn hennar ætli að takast á viö feimnismál. I fyrsta lagi ætlar Svala að fjalla um vixlamál tslendinga. Hún ræðir við Helga Bergs, bankastjóra i Landsbankanum um vixlaviðskipti og sitthvað þeim viðkomandi, og einnig mun hún ræða við fulltrúa yfir- borgarfógeta. Þá mun Vilborg Harðardóttir fjalla um þann málaflokk, sem yfirleitt gengur undir nafninu „feimnismál”. Það feimnismál, sem hér um ræðir, sprettur upp af umræðum um fóstureyðinga- frumvarpið — kynferðisfræðsla i skólum. Hér á landi fer ekki mikið fyrir fræðslu i kynferðismálum i skólum landsins, og Vilborg ræðir i þættinum við börn i Vogaskólanum, einnig verður rætt við nýja fræðslustjórann i Reykjavik, Kristján J. Gunn- arsson. „Ætlunin var”, sagði Svala Thorlacius, „aðfá lika viðtal við einhverja foreldra, en ég held að það hafi gengið erfiðlega hjá Vilborgu’. Væntanlega verður fleira á dagskrá hjá þeim Landshorna- mönnum, en það verður að ráð- ast af timanum. Gunnar Eyþórsson hefur til- búinn þátt sem fjallar um tsa- fjörð, þróun byggðar þar og sitt- hvað fleira, og verður sá þáttur lika i Landshorni i kvöld, ef timi vinnst til. — GG 17 ^-☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆*'iír*-K «■ x- «- x- s- X- s- X- «- X- s- X- «■ X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- X- s X- •V X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- ** Spáin gildir fyrir laugardaginn 1 m w n & Hrúturinn,21. marz-20. april. Ekki er óliklegt að dagurinn verðiuð einhverju leyti þreytandi, og ef svo verður, er ekki óliklegt , að einhver ná- kominn valdi þvi. Nautið, 21. april-21. mai. Þú þarft að öllum Hkindum að stilla metnaði þinum að nokkru leyti I hóf i dag. Annars er hætt við að þú vekir nokkra andspyrnu gegn þvi, sem þú vilt koma fram. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það er ekki ólik- legt, að þú verðir að taka nokkurt tillit til eigin- girni eða jafnvel sérvizku einhverra samstarfs- manna þinna. Krabbinu, 22. júni-23. júli. Þú ættir ekki aö brynja þig kulda gagnvart samstarfsfólki þinu, eða þínum nánustu. Það getur vakið misskiln- ing, sem erfitt verður að leiðrétta. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú hefur i mörgu að snúast, og ekki er óliklegt að þú þurfir að leika hluverk sáttasemjara, og ef til vill i viðkvæmu deilumáli. Meyjan.24. ágúst-23. sept. Gættu þess að leika ekki tveim skjöldum i dag, sizt ef góður vinur á hlut að máli. Annað er það, þótt þú segir ekki allt, sem þú hugsar. Vogin, 24. sept.-23. okt. Það er ekki vist að það liggi vel á þér i dag, sennilega er það helgin fram undan, sem veldur þér einhverjum áhyggjum, eða þá helzt sunnudagurinn. l)rekinn,24 okt.-22. nóv. Það verður tekið mikið tillit i dag til þess, sem þú hefur til málanna að leggja Þess vegna skaltu hugsa vel það, sem þú segir I þvi sambandi. Bogmaðurinn, 23. nó. . -21. des. Hafir þú unnið sigur á tortryggni þinni gagnvart þeim, sem vilja þér bezt, verður þetta óvenjulega góður og notadrjúgur dagur. Steingeitin, 22. des- 20. jan. Þú færð tækifæri til að bæta fyrir eða draga úr gamalli móðgun, og ættir ekki að láta það ónotað. Það getur komið sér vel siðar. Vatiisberinn, 21. jan.-19. febr. Einhver mann- fagnaður virðist biða þin I kvöld, en nokkuð vafasamt, að þú skemmtir þér. Annars mjög notadrjúgur dagur yfirleitt. Fiskarnir, 20. febr. - 20. marz. Ef til vill áttu að einhverju leyti i vök að verjast fram eftir deginum, en með staðfestu ætti það að breytast til batnaðar. -k -k ■tt * -k ■k -s * -ti ♦ -t! -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -ti -k -tí -k -tt $ -k -ft -k -tt -k -ft -k -tt -k -k -tt -k -tt -k -ft -k -tt -k -tt -k -íi -k -tt -k -ft -k -tt -k -tt -k -ít -k -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -t< -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt *-¥J?-¥J?-¥Jé-¥J*-¥J?-¥J?-¥J?-¥V-¥J?-¥J?-¥J?¥J?+J?-¥J?¥-ít-¥V¥Jé¥J.-l-¥J,'<*J,1J¥J;1* ÚTVARP • Föstudagur 30. nóvember 13.30 Mcð sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Eldeyjar-Hjalta” eftir Guð- mund llagalin.Höfundur les (15). 15.00 M iðdegistónleika r : Beaux-Arts trióið leikur Pianótrió i f-moll op. 65 „Dumky ”-trióið eftir Dvorák. 15.45 I.esin dagskrá næstu viku. 16.00 F'rétir. Tilkynningar^ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Ctvarpssaga harnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (15). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Þingsjá. Davið Oddsson sér um þáttinn. 19.45 Tannlæknaþáttur. Börkur Thoroddsen tann- læknir talar um varnir gegn tannskemmdum, einkum á barns- og unglingsaldri. 20.00 Frá aukahljómleikum Sinfóniuhijóms veitar is- lands I Háskólabiói 22. þ.m. Hljómsveitarstjóri: Páll P. Pálssou. Einleikarar: Ur- sula F. Ingólfsson og Siguröur I. Snorrason. 21.30 Ctvarpssagan: „Ægis- gata” eftir John Steinbeck. Karl Isfeld islenzkaði. Birgir Sigurðsson byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.40 Drauinvísur. Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna log úr ýmsum áttum. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP m FÖSTUDAGUR 30. nóvember 1973 20.00 Fréltir 20.25 Veður og auglýsingar 20,35 Söngvar frá Irlandi, sænskur þáttur með irskri alþýðutónlist. Þýðandi: Óskar Ingimarsson Nordvision ( Sænska sjón- varpið) 21.15 i.andshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 21.50 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 18. þáttur. Skriftamál. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. Efni 17. þátt- ar: Jimmy er i felum i ibúð Adelaide. Þar handtaka Gestapo-menn hann, án þess þó að komast að raun um hver hann er. Hann er fluttur til starfa I verk- smiðju, sem framleiðir her- gögn fyrir þýska flugherinn. Hann kemst brátt á snoðir um, að þar er veriö að vinna að tilraunum með mjög hernaðarlega mikilvæga hluti, en til þess aö komast á brott með þessar upplýsing- ar verður hann að svikja þrjá félaga sina i hendur Gestapo. 22:40 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.