Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 30. nóvember 1973. 9 Helmingi fleirí látast hlvt- ^ fallslega af völdum svefnlyfja á Islandi en í Bandaríkjunum s£r — Rannsökuð 39 dauðsföll, sem orðið hafa á s.l. 5 árum af völdum svefnlyfja — niðurstöður benda til þess að jafnvel lœkningalegir skammtar af þessum lyfjum hafi valdið dauða, ef áfengis eða annarra slœvandi lyfja var neytt samtímis — fyrsta rannsóknin sinnar tegundar hér á landi Mikið hefur verið rætt og ritað á undan- förnum árum um notkun og misnotkun róandi lyfja og svefn- lyfja á íslandi. Nú hafa tveir læknar og einn lyfjafræðingur ritað grein um dauðsföll hér- lendis af völdum barbitúrsýrusambanda, blaðsins undir fyrirsögninni „þörf viðvörun” er sagt, að grein þeirra Þorkels, Hrafnkels og Ólafs gefi rikulegt tilefni til að læknar hugsi sig um, hvað snertir ávísun þessara lyfja. Er bent á, að þau veiti sjúklinguin ekki eðlilegan svefn, heldur trufli eðlilegt svefnmynstur. Þá segir einnig, að þau séu ávana- og fiknilyf. Ávananeytendur þeirra þurfa æ stærri vimu- skammta án þess að þol likamans gegn banvænum verk- unum aukist. Þvi getur litil viðbót við stóra dagskammta Hér sjáum við tvær algengustu tegundir svefnlyfja á tsiandi, fenemai og mebúmal, en þessar tegundir koma mjög við sögu f rannsókninni, sem hér er greint frá. sem eru svefniyf. Er það i fyrsta sinn, sem hér eru rannsakaðar til hlitar banvænar eitr- anir vegna þessara lyfja. Niðurstöður eru mjög athyglisverðar og benda m.a. til þess, að hér látist helmingi fleiri hlutfallslega á ári af þessum sökum en t.d. i Bandarikjunum. Þeir, sem rita þessa grein, en hún birtist i siðasta hefti Læknablaðsins, eru Þorkell Jóhannesson, prófessor i lyfja- fræði, Hrafnkeil Stefánsson, nú lyfsali á fsafirði, og Ólafur Bjarnason, prófessor i meina- fræði. Höfundarnir gáfu góðfús- lega leyfi til þess, að blaðið fjallaði um greinina og segði frá þessari rannsókn. ,,Þörf viðvörun” segir i ritstjórnargrein Læknablaðsins 1 ritstjórnargrein Lækna- verið banvæn. Þá er einnig á það bent, að jafnvel 1ækninga1eg i r skammtar geta valdið dauða, sé lyfjanna neytt samtimis alkó- hólieða öðrum slævandi lyfjum. Mikil ásókn i svefnlyf Er i ritstjórnargreininni itekað að starfandi læknum sé mikill vandi á höndum að gæta hófs um ávisun lyfjanna, þvi að ásókn fólks sé mikil. Læknum beri þannig að varast að ávisa svefnlyfjum viðstöðulaust til sjúklinga annarra lækna. Þá er einnig vikið að þeim alltof algenga sið, að halda svefnlyfjum að sjúklingum á sjúkrahúsum strax fyrsta kvöldið til þess að tryggja þeim svefn. Bent er á, að heilbrigðis- yfirvöld þurfi að fræða al- menning og vara við neyzlu áfengis samtimis töku svefn- lyfja. 1 umræddri grein er sagt frá fyrstu dauðsfölium, sem vitað er um hér á landi af völdum barbitúrsýrusambanda. Það var árið 1917, og voru dauðs- föllin tvö, bæði af völdum diemals. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja úr Reykjavikur Apóteki og Lyfjaverzlun rikisins, er augljóst að af barbitúrsýru- samböndum hefur langsamlega mest verið notað af fenemali og mebúmali á undanförnum árum. Viröist svo sem fenemal hafi verið tekið með tilliti til róunar, en mebúmal fyrst og fremst sem svefnlyf. Mebúmal i blóði 24 einstaklinga Þau 39 dauðsföll, sem fjallað er um f greininni, hafa verið rannsökuð á undanförnum árum,en talið er fullvist, að þau megi öll rekja beint eða óbeint til töku svefnlyfja. 1 sumum til- fellum virðist einsýnt, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða, en i öðrum virðast læknisfræði- legir skammtar hafa átt þátt i eða jafnvel orsakað dauðsfallið, ef neytt var samtimis áfengis eða annarra slævandi lyfja. Af þessum 39 dauðsföllum voru 35 samtals af völdum mebúmals, ailýprópýmals og pentymals, og eru þau flokkuð i sjö fíokka eftir magni efnanna i blóðinu. Var um að ræða mebúmal i 24 tilfellum, allýprópýmal i 7 tilfellum og pentýmal i 4 tilfellum. Eitur- áhrif þessara þriggja barbitur- sýrusambanda eru svo svipuð, að fjalla má um þau sameigin- lega. Auk þess höfðu fjórir ein- staklingar tekið fenemal eða diemal. 12 með 20-50 mikróg/ml i blóðinu. 1 hópnum númer 5, 6 og 7, en í þeim tiltellum tunausi meira en 20 mikróg/ml (þ.e. mikrógrömm i millilitra) eru tólf tilfelli. Kom ekkert fram við krufningu, sem gæti beinlinis skýrt dauða þeirra. Einkenni frá öndunarvegi (berkjubólga, berkjulungnabólga, lungna- bólga), sem er algengt að komi fram, ber vafalaust i flestum tilfellum að skoða frekast sem afleiðingu af eitruninni. A grundvelli þeirra upplýsinga, er fyrir liggja, er talið vafalaust, að rekja megi dauða þessara einstaklinga til töku allýprópý- mals, mebúmals eða pentý- mals, enda þótt neyzla áfengis hafi verið meðverkandi orsök i dauða f sumum tilfellum. 13 með 10-20 mikróg/ ml Talið er, að magn af mebúmali i blóði, sem nemur 12-15 mikróg/ml, geti leitt til banvænna eitrana, ef ekki næst I lækni i tima. Virðist svo sem einstakiingar i hópum þrjú og fjögur (10-20 mikróg/ml), sem eru 13 talsins, falli hér undir. Allar upplýsingar varðandi þessa 13 einstaklinga benda og eindregið til þess, að dauða þeirra megi rekja tii töku barbitúrsýrusambanda. Ástæða er til að ætla, að eftir töku ein- stakra, stórra lækningalegra skammta af allýprópýmali, mebúmali eða pentýmali fari magn þeirra i blóði ekki yfir 4 mikróg/ml. Magn barbitúr- sýrusambanda i blóði þeirra 10 einstaklinga i hópum eitt og tvö (5-10 mikróg/ml) er ekki talið fjarri þvi, er búast má við eftir töku iyfjanna i lækningalegum skömmtum til lengdar. Sama gildir um þá fjóra einstaklinga, er tóku diemal eða fenemal. hinum 10 kom ekkert fram, er skýrt gæti andlát þeirra. 1 blóði og þvagi sex var hins vegar umtalsvert eða mikið magn alkóhóls. Hjá tveimur til viðbótar mátti staðfesta, að þeir hefðu tekið verulegt magn lyfja, er hafa slævandi verkun á mið- taugakerfið. Um þann niunda er vitað, að hann fékk slævandi lyf, auk diemals, og sá tiundi er talinn hafa verið drykkfelldur. 9 eða 10 létust trúlega af neyzlu venjulegra skammta, auk áfengis eða annarra slævandi lyfja Er þeirri spurningu varpað fram i greininni, hvort taka þessara lyfja i venjulegum, iæknislegum skömmtum, geti i raun leitt til dauða, sé samtimis neytt áfengis eða annarra Á árunum 1966-1971 voru rannsökuð 39 dauðsföll á rannsóknastofum Háskóla islands i lyfjafræði og meinafræði með tilliti til barbitúrsýrueitrunar. Dauðsföllin dreifast þannig á árin: 1966 4 dauðsföll I 1969 10 dauðsföll 1967 4 dauðsföll I 1970 6 dauðsföll 1968 6 dauðsföll I 1971 9 dauðsföll Ekkert kom fram við krufningu á 10, er höfðu 5-10 mikróg/ml Krufningaskýrslur gefa til kynna, að tveir þessara samtals 14 einstaklinga hefðu getað látizt úr hjartabilun, þriðji vegna höfuðáverka og dauða þess fjórða mætti rekja til þess, að hann iagðist fyrir úti, eftir að hafa tekið stóran skammt af fenamali. Við krufningu á siævanai íyija. n.r Komrzi ao þeirri niðurstöðu, að spurning- unni hljóti að verða að svara játandi, og séu um 9 eða 10 ein- staklingar i hópnum, sem hal'i látizt af þessum sökum. Helmingurinn konur Af þessum 39 einstaklingum voru 20 konur og 19 karlmenn á aldrinum 27-76 ára. Meðal- aldurinn var tæplega 49 ár. Virðist dauðsföllunum fremur fjölga meðárunum en fækka, en tiðni þeirra er birt hér annars staðar á siðunni. —ÞS RICOMAC VERD KR. 24.900.00 & ^ £ SKRIFSTOFUVELAR H.F. -r Hverfisgötu 33 ’ X Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.