Vísir - 30.11.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 30. nóvember 1973.
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Óánœgja í Hvíta húsinu
með starfsmenn nýja
Watergatesaksóknarans
Leon Jaworski/ hinn ný-
skipaði stjórnandi Water-
gate-rannsóknanna, til-
kynnti héraðsdómi
Washington það í gær, að
hann hefði beðið Nixon
forseta að afhenda fjórar
segulspólur til viðbótar.
Nixon hefur ekki svarað beiðni
þessari, en talsmaður forsetans
sagði, að allar sjö segulspólurnar
með hljóðritunum varðandi
Watergatemálið væru i lagi.
Á hinn bóginn hefur Ronald
Ziegler, fyrrum blaðafulltrúi for-
setans, ráðizt harkalega að
starfsliði Jaworski, en það er
mikið til sama liðið, sem var und-
ir stjórn Archibalds Cox, en
Nixon lét reka hann eins og kunn-
ugt er orðið. Ziegler sagði, að
ýmsir starfsmanna Jaworski
reyndu að gera forsetann tor-
tryggilegan og stjórn hans.
Ziegler vottaði Leon Jaworski
sjálfum virðingu sina, en sagði,
að i starfsliði hans væru menn
með pólitiskan bakgrunn, sem
gerði tilgang þeirra mjög vafa-
saman. Hann gagnrýndi sérlega
ungan lögfræðing frá New York,
Richard Ben-Venista. Kom Ziegl-
er á fundi með blaðamönnum i
gær með meiningar um, að Ben-
Veniste bæri upp spurningar
varðandi ómerkileg atriði, litt
viðkomandi málinu, i þeim til-
gangi að skapa æsifréttir blöðun-
um og skaða forsetann.
Einn blaðamanna á fundinum
vakti athygli Zieglers á þvi, að
Jaworski hefði ,,farið vingjarn-
legum orðum” um starfsliðið,
sem hann erfði eftir Cox Ziegler
svaraði þvi:
,,Jæja, en ég fer óvingjarnleg-
um orðum um þá”.
Uonald Ziegler: ,,Kn ég fer
óvingjarnlegum orðum um þá.”
— Orð hans spegluðu óánægju
llvita hússins með ýmsa starfs-
menn saksóknara Watergate-
inálsins.
Ford flutti
yfirmennina
úr landi
Slitnaði upp úr samningaviðrœðum í gœr. Ófriðarblikur á lofti.
Egyptar munu nú taka til
nýrrar yfirvegunar fyrri
ákvörðun sina um að taka
þátt i friðarráðstefnunni
með Israelum, en hún
hafði verið ráðgerð 18. des.
En í gær slitnaði nefnilega
upp úr viðræðum
hershöfðingja þessara
aðila um, að Israel hörfaði
með herlið sitt.
Talsmaður stjórnar Egypta-
lands, Ahmed Anis, sagði i
morgun, að stjórnin hygðist ráð-
færa sig við Bandarikin og
Sovétrikin einhvern næstu daga
um stöðu mála eftir viðræðuslit-
in.
Hann sagði, að Egyptar hefðu
ekki enn afráðið, hvort þeir ættu
að hætta við friðarráðstefnuna,
en það væri mikið undir þvi
komið, hvernig stórveldunum
tækist til við að fá Israela til að
breyta um afstöðu i samningun-
um.
Til Skotbardaga kom i gær
milli Egypta og Israela ekki
fjærri 101 kilómetra steininum á
þjóðveginum milli Súez og Kairo,
enþarhafa hershöfðingjarnir átt
viðræður sinar i tjaldi friðar-
gæzlusveitanna. Höfðu sprengi-
kúlur Egypta nær hæft bifreið
mannaða friðargæzlumönnum
Kveiktu í
klúbbnum
Sex grimuklæddir Baskar réö-
ust vopnaðir vélbyssum inn i
siglingaklúbb í Bilbao og
héldu þar hundrað manns i
skefjum, meðan þeir jusu ben-
sini yfir gólfin og kveiktu i
byggingunni. Baskar þessir
tilheyra öfgasamlökum, sem
berjast fyrir aðskilnaði
Baskahéraða við spænska rik-
ið. — Engan i húsinu sakaði,
en á myndinni hér fyrir ofan
sést klúbbhúsiö brenna.
Hér sjást þeir Boumediene (Alsir), Anwar Sadat (Egyptalandi) og Faisal (Saudi Arabiu) koma af
einkafundi, sem þeir þrir héldu utan ráðstefnu Arabarikjanna i Alsfr á dögunum. — Sadat yfirvegar nú
að hætta við þátttöku Egypta i friðarráöstefnunni fyrirhuguöu.
Egyptar hóta að hœtta
við friðarróðstefnuna
Fyrirtækið Ford Motor í
Argentínu hefur sent 25
framkvæmdastjóra, verk-
stjóra og yfirmenn og svo
f jölskyldur þeirra úr landi,
en tæp vika er liðin síðan
einn af undirfram-
kvæmdastjórum fyrirtæk-
isins var myrtur.
Heimildir i Buenos Aires
herma, að fyrirtækinu hafi borizt
fleiri hótanir, og hefur það þó
misst tvo yfirmanna sinna lyrir
kúlum skæruliða. Sýnisl sem
gripið hafi verið til brottflutnings
yfirmanna eftir siðustu viðvaran-
ir.
Yfirmennirnir og fjölskyidur
þeirra voru flutt til Hunta del
Este, sem er vinsæll helgar-
dvalarstaður i Uruguay á
Atlantshafsströnd.
Uetta er réyndar i annað sinn á
þessu ári, að bandariskt fyrirtæki
i Argentinu sendir yfirmenn l'yr-
irtækisins til Uruguay. Kóka-Kóla
sendi þrjá Bandarikjamenn og
22 Argent inumenn þangað i
septembermánuði eftir að hafa
fengið samsvarandi hótanir frá
skæruliðum og Ford Motor hefur
lengið.
Þessir flutningar Fords fylgja
i kjölfar þess,að John Albert
Swint, yfirmaður varahlutaverk-
smiðjunnar i Cordoba, var skot-
inn til bana al' fimmtán skærulið-
um. Meðal þeirra, sem voru
núna fluttir, voru yfirmenn fram-
leiðsludeilda, söludeilda og ann-
arra deilda lyrirtækisins.
„Þetta var eins og á
dómsdegi. Loftið titrandi
af hita og neyðarópum
mæðra, sem hlupu um og
leituðu barna sinna," sagði
ein afgreiðslustúlkan F
risak jörbúðinni, sem
brann í gærmorgun í
Kumamoto i Japan.
Lögreglan telur sig vita með
vissu um 107, sem farizt hafa i
eldsvoöanum, og þar af voru 67
konur. 100 slasaðir höfðu leitað
læknis i gær, og þykir vafalaust,
að fleiri eigi eftir að koma fram
með meiðsli úr brunanum. — Lik
þeirra sem fórust, eru flest
óþekkjanleg.
1 gær hefði verzlunin sam-
kvæmt venjunni átt að vera
lokuð. Svo varð þó ekki.
Vatnsúðarar i eldvörnum
hússins voru ekki staríandi, þvi
þeir voru i viðgerð, enda er
framundan eldvarnavika hjá
Kumamoto sem er nær 500.000
manna bær.
Lögregla og slökkvjliðið segir,
að kjörbúðin hafi margsinnis
fengið viðvaranir um, að eldvörn-
um hennar væri ábótavant. Höfðu
eigendurnir látið sér segjast, og
ætluðuaðláta gera viðýmistæki
og bæta við eldvarnaútbúnaðinn.
Lögreglan gagnrýnir þá þó fyrir
seinlætið.
Lögregluliðið og slökkviliðs-
menn rannsökuðu brunarústirnar
nákvæmlega i gær, eftir að niður-
lögum eldsins hafði verið ráðið og
slökkt i glæðunum. Var leitað or-
sakanna að brunanum og elds-
upptaka.
Verzlunarhúsið var 20 ára
gamalt og er talið að um
10.000 viðskiptavinir hafi verið i
þvi i jólainnkaupum, þégar
kviknaði i.
Höfðu
vegna
verið óminntir
eldvarna búðarinnar