Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 9
Visir. Fimmtudagur 6. desember 1973. HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK segir frá atvinnuofsóknum og skoðanakúgun, eða tilraunum til þess, og rammi bókarinnar ræðst af þvi að höfundur rifjar upp þvilika reynslu sina frá fjórða áratugnum og raunar lengur. Eftir að hann hættir prestskap langar Gunnar til að koma sér að kennslu, en verður brátt ljóst að blóðrauður byltingasinni er ekki velséður til þeirra verka, þótt prestlærður sé. Hann fær innhlaup við þingskriftir, en er brátt bolað frá þvi starfi, af pólitiskum ástæðum að sjá. Þótt hann vinni erfiðisvinnu eftir þvi sem til fellur á þessum árum fær hann ekki að vera i Dagsbrún fyrir ofriki krata — en brottrekstri úr félaginu fylgir þó óskertur at- vinnuréttur að manni skilst — og stðar á lika að knýja hann burt úr verkamannafélagi á Eyrarbakka þar sem hann býr þá. Neyðarleg- ust er þó kannski frásögn af þvi hvernig hann verður að sækja fyrir dómstólum rétt sinn til inn- göngu i Kaupfélag Arnesinga. Þegar Þjóðviljinn er bannaður á hernámsárunum tekur Gunnar að sér að gefa út og stjórna Nýju dagblaði i stað hans, og er hann þá brátt saksóttur og dómfelldur fyrir skrif um fisksölusamning við breskan kaupsýslumann, sem manni skilst helst að hafi þótt jafngilda móðgun við hið breska heimsveldi. Bókinni lýkur með frásögn af fangavist hans fyrir þessa sök — en gefið fyrirheit um framhald siðar ef tóm vinnist og kraftar hrökkvi til að færa fleiri minningar i letur. Sitthvað sem kemur við þessa sögu kann að þykja smávægilegt, eftir á að hyggja, annað fyrst og fremst smáskitlegt, og til litils sóma þeim sem hlut hafa átt að máli. Það eru engin andsvör i þvi máli þótt sagt sé að Gunnar Bene- diktsson og hans sálufélagar, hefðu ekki verið dælli viðskiptis ef þeir hefðu haft völdin á þessum tima i stéttarfélögum, kaupfélög- um, skólum eða á þingi. En sjálf- sagt eru þessar frásagnir einkum til marks um þær pólitisku hörkur og harðindi sem gengið hafa á þessum árum jafnframt þeim lif- andi áhuga á landsmálum sem höfundur lika lýsir. Oft er eins og þetta komi persónulegum skoðunum og framkomu manna litið eða ekkert við. Gunnar getur þess t.d. að það tiltæki að meina honum um þing- skriftirnar hafði oröið sér enn óhugnanlegra en ella vegna þess að tveir af þremur forsetum þingsins, sem ráðstöfuðu þessu Vel fyrir öllu séð 'starfi, hafi verið góðir kunningjar hans ,,og flestum öðrum óliklegri til að vilja gera mér bölvun og sýna mér hreinan fantaskap, svo sem hér var um að ræöa, þvi að fyrst og fremst bitnaði þetta á alsaklausum sonum minum á barnsaldri...Liklega hef ég ver- ið gæddur nokkuð næmri tilfinn- ingu fyrir þvi, hvað mönnum var sjálfrátt og hvað ósjálfrátt á þessum árum”, segir hann ennfremur. ,,Þá lenti margur góður drengur i þvi að gera sig sekan um átakanlega þræl- mennsku fyrir litt meðvitaðan þrælsótta, en var þó innst inni sami góði drengurinn eftir sem áður”. ur en svo og þótt höfundur sé óneitanlega dálitið góður með sig og sinn hlut i skoðanabaráttu þessara ára, en segi fátt frá óför- um sem einnig hann hlýtur aö hafa beðið, ber frásögii hans siður en svo vott um neitt karlagrobb. Fyrst og fremst verður bók hans alveg látlaus og mjög læsileg upprifjum frásagnarverðra tima, og gaman að eiga von á meira svo góðu. tiCsw Svo mikið er vist að það hefur ekki allténd verið tekið út með sældinni að vera byltingarsinni á þessum tima — það kostaði aö skipa sér utangarðs við borgara- legt samfélag. Munur að hugsjón- in var mikil og sterk: ,,Ég var orðinn útlærður i þeim visindum, sem ég skildi aldrei meðan skylda min var að boða þau, að það er ekki okkar aumra manna að ráða morgundeginum, en vel er fyrir öllu séð”, segir Gunnar Bene- diktsson á einum stað um lifs- hætti sina á þessum árum. Það er ekki heldur erindi hans i þessari bók að „gera upp sakir” við fortiðina og andstæðinga sina frá fyrri dögum. Attræður að aldri horfir höfundurinn með mildi og umburðarlyndi og laun- drjúgri gamansemi aftur á leið og rifjar upp menn og kynni eftir þvi sem þau koma i hugann á tómstundum hans við ritvélina. Þótt, endurminningar hans um liðnar væringar og sárindi séu ekki með öllu beiskjulausar eru þær af engri gremju samdar,sið- Skrautkerti llmkerti Aðventukerti Fígúrukerti Borðskraut Jólaskraut Tertuskraut Jóla- pappír Leikföng. Sendum í póstkröfu tUUeUöldi KJALLARAIMUM AUSTURSTRÆTI SÍMI 14376

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.