Vísir - 13.12.1973, Side 3
Visir. Fimmtudagur 13. desember 1973.
3
FANNST ÞEIM „SKAUPIÐ"
SVONA SKEMMTILEGT?
Elieser Jónsson hefur hér fundió „Skaupió” f vörugeymsiu norska flug-
félagsins. En þaöan átti hann ekki aö fá aö ná þvi dt. Þaö kostaöi hring-
ingar til tslands, þjark á flugfélagsskrifstofum, flugvellinum, bönkum
og á skrifstofum pressunarfyrirtækisins aö koma því svo fyrir, aö
hann fengi aöleysa plöturnar útog fljúga meöþær heim. —Ljósm : ÞJM
Við báðum um
raunverulega
skattalœkkun
segir varaform.
verzlunarmanna algjör
endurskoðun á
launaflokkum
verzlunarmanna
„Hugmyndir Alþýöusam-
bandsins um úrbætur i skatta-
málum gengu út á þaö, aö
heildarskattar á launþega lækk-
uðu, en ekki aö þaö væri tekið
aftur meö öörum hætti,” sagöi
Magnús L. Sveinsson varafor-
maöur Verzlunarmannafélags
Reykjavikur þegar Visir ræddi
viö hann um samningana um
kaup og kjör.
„Þær hugmyndir um skatta-
breytingar, sem hingað til hafa
komið frá rikisstjórninni ganga
ekki i þá átt nema siður sé, það
sem lækka á tekjuskattinn yrði
tekið aftur með söluskatti, sem
auðvitað launþegar greiða.”
Magnús sagði okkur, að litið
væri farið að ræða sérkröfur
verzlunarmanna ennþá, hann
bjóst þó við að skriður færi að
komast á það mál.
„Við munum leggja á það
áherzlu aðsemja fyrir alla okk-
ar félagsmenn núna, en ekki
hefur hingað til verið samið við
þá sem eru i efstu flokkunum 10.
og 11.,” sagði Magnús L.
Sveinsson.
Atvinnurekendur hafa haldið
þvi fram, að ef samið væri um
laun þessa fólks, sem er yfir-
menn af ýmsu tagi, mundi það
halda þeim niðri i launum.
Reynslan hefur þó orðið allt
önnur. Þegar almennar
hækkanir hafa orðið á kaupi
hafa þessir starfsmenn oft á tið-
um setið eftir og ekki fengið
hlutfallslegar hækkanir eins og
aðrir.
1 þessum samningum nú
munum við óska eftir nokkrum
breytingum á flokkum, en vilj-
um siðan koma á fót samstarfs-
nefnd með atvinnurekendum til
að endurskoða alla launaflokka-
skiptingu hjá verzlunarmönn-
um. Við teljum það svo viða-
mikið verk, að það verði að
vinnast milli samningsgerða. Á
þetta hafa atvinnurekendur
fallizt og er þessi nefnd um það
bil að taka til starfa.
—OG
Maður skyldi ætla, aö hljóm-
platan „Skaup ’73” sé virkilega
góö plata. Norömennirnir, sem
pressuöu hana, ætluöu aö minnsta
kosti ekki aö geta séö af henni og
létu hana ekki af hendi fyrr en
eftir mikið japl og jaml og fuður.
Visir sendi einn af blaðamönn-
um sinum með til Noregs, þegar
Elieser Jónsson flugmaður flaug
þangað til að ná plötunni úr
höndum Norömannanna.
Pressun plötunnar hafði tekið
þrefalt lengri tima en umsamiö
var og farið að styttast iskyggi-
lega til jóla. Var þvi ekki nema
eðlilegt.að útgefendurnir fórnuðu
höndum til himins, jólasalan
mátti ekki renna þeim úr greip-
um.
A mánudag siðastliðinn hringdi
Hrafn Pálsson, anhar útgefend-
anna, til forstjóra pressufyrir-
tækisins i Osló og fékk þá þær
upplýsingar, að liðlega helming-
urinn af upplaginu væri kominn
úr pressunni. „Hvers vegna það
hafi ekki verið sent af stað til
landsins?” Jú, það var vegna
þess, að upphæðin, sem greidd
hafði verið til bankans i Osló
hljóðaði upp á greiðslu fyrir allt
upplagið.
Þegar svo Norðmönnum hafði
tekizt að koma þvi þannig fyrir,
að plötusendingin kæmist ekki
með Flugfélagsvélinni sem fór
þaðan i fyrradag, og fyrirsjáan-
legt var, að önnur vél
færi ekki þaðan til Islands i
bráð, ef flugfreyjuverkfallið
skylli á, var sú ákvörðun tekin að
senda einkaflugvél til Osló.
„Ég skal ekki koma aftur fyrr
en ég hef plöturnar ykkar, strák-
ar minir,” hét Elieser útgefend-
unum, Karli Einarssyni og
Hrafni, þegar hann kvaddi þá á
• flugvellinum snerhma á þriðju-
dagsmorgun.
1 vörugeymslu á flugvellinum I
Osló hafðist loks upp á „Skaup-
inu” og þar stóð þá allt uppiagið
eins og það lagði sig. En þaö var
sýnd veiði en ekki gefin: plöturn-
ar voru á einhvern óskiljanlegan
hátt komnar i vörzlu norsksfiugfé
lags, sem er einvörðungu 1 innan-
landsflugi. Flugfélag tslands
hafði þvi litil tök á að veita aðstoð
að gagni, en hafði þó reynt til hins
itrasta.
Flugfélagið norska var ákveðið
I þvi að láta plöturnar ekki af
hendi fyrr en sendandinn, press-
unin, hefði veitt leyfi til þess. Eli-
eser hóf þvi mikla leit að forstjóra
þess fyrirtækis, en hann fyrir-
fannst ekki i borginni og enginn
gat upplýst hvar hann væri. Aðrir
i fyrirtækinu þorðu ekki að taka
neinar ákvarðanir.
„Hingað er ég kominn til að
sækja þessar plötur og héðan fer
ég ekki með tóma vél,” sagði Eli-
eser og steytti hnefann. Nokkur
skriður komst þá á málið, en það
var ekki fyrr en að Elíeser hafði
fundið leiðir út úr hverjum ógöng-
unum á fætur öðrum, sem farm-
urinn var loks kominn út i vél
hans. Norsku aðilarnir vildu
helzt, að sendingin biði eftir
föstudagsvél Flugfélagsins, en
sem fyrr segir eru allar horfur á
að þá verði verkfallið skollið á.
En hingaö kom „Skaupið” svo
loksins i gærkvöldi og Karl og
.Hrafn geta þvi brosað út undir
eyru: Jólasölunni er borgið.
—ÞJM
„Hér er platan ykkar, eins og ég lofaði ykkur”. Og Elieser veifar plötu-
umslaginu til útgefendanna, sem biðu hans á flugvellinum. Með honum
á myndinni er blaðamaður Visis, sem fýlgdist með för hans.
—Liósni: Bj.Bj.
Engin steinull — fokdýrt plast
Einangrunarplast að verða torfengið - enginn framleiðir steinull - „ástandið óbjörgulegt",
segir Axel í Rafha, framkvœmdastjóri Steinullar h.f.
„Plast til einangrunar fer að
verða illfáanlegt, og þar að auki
hækkar það mjög i verði á næst-
unni”, sagði Axel Kristjánsson i
Rafha, en Axel er framkvæmda-
stjóri Steinullar h.f. i Hafnarfirði,
sem um margra ára skeið fram-
leiddi steinull úr islenzku grjóti,
en hefur nú um alllanga hrið að-
eins framleitt einangrunarplast.
„Ég veit ekki, hvort við getum
snúið okkur að steinullarfram-
leiðslu aftur”, sagði Axel. „Þessi
iðja er ákaflega orkufrek, og
hingað til höfum við ekki fengið
raforku til framleiðslunnar,
nema yfir blásumarið. Við hætt-
um steinullarframleiðslunni i
fyrrasumar. Hins vegar er það
ekki fráleitt, að steinullin komi i
staðinn fyrir plastið, ef það verð-
ur mjög dýrt og torfengið — við
hljótum að geta fengið rafmagn
eins og Álverksmiðjan og fleiri
stóriðjur, einkum vegna þess að
við borgum fimm sinnum eða tiu
sinnum meira fyrir rafmagnið”.
— Miklar hækkanir
á plasti —
Hjá Vibró i Kópavogi var Visi
tjáð, að plast hefði núna hækkað
um 13% i verði, og fyrirsjáanleg
væri 30% hækkun til viðbótar al-
veg á næstunni.
Gottfreð Árnason hjá Vibró
sagði Visi, að mjög hefði dregið
úr magni þeirra sendinga, sem
fyrirtækið hefði pantað erlendis
frá, óg bærust nú tilkynningar frá
þeim evrópsku fyrirtækjum, sem
Vibró skiptir við, þar sem til-
kynnt væri um rýrnun sending-
anna.
„Menn kaupa af okkur plastið
hér”, sagði Gottfreð, „nokkuð
langt fram i timann. Næsta hálfa
mánuðinn höfum við nóg að gera
við að framleiða upp i pantanir.
Við höfum selt föslum viðskipta-
vinum plast á gamla verðinu, en
nú, þegar pantanir hækka mjög i
verði, þá verðum við væntanlega
að hætta þvi”.
— Sviknir um
20 tonn —
Sagði Gottfreð, að siöast i
nóvember hefði Vibró átt von á
20 tonna sendingu erlendis frá, en
skömmu áður en sendingin átti að
afgreiðast var tilkynnt, að ekkert
yrði úr þvi, að sú sending færi til
fslands.
„Það standast engar áætlanir”,
sagði Gottfreð, „þvi við fáum
ekki tilkynningar um þetta fyrr
en þann daginn, sem við eigum að
taka við þessu — eða svo gott
sem”.
„Þetta litur ekki björgulega
út”, sagði Axel Kristjánsson hja
Steinull, „hörgull á plasti og erfitt
með framleiðslu á steinull. Ann-
ars nota þeir miklu meira steinull
tíl einangrunar erlendis heldur
en plast. Plastið er bara svo
þakklátt efni — það er létt, hand-
hægt og gott til einangrunar”.
Nokkuð margir aðilar munu
framleiða einangrunarplast hér á
landi, en ýmsir eru ekki ýkja um-
svifamiklir. Siðan Steinull h.f. i
Hafnarfirði hætti að bræða is-
lenzkt grjót i steinull, framleiðir
enginn islenzkur aðili þetta
einangrunarefni, sem hugsanlega
gæti bjargað mörgum hús-
byggjandanum. —GG.