Vísir - 13.12.1973, Page 8
Fimmtudagur 13. desember 1973.
cyflenningarmál
Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
ALLIR ÞEKKJA HANA
Guörún A. Simonar:
EINS OG ÉG ER KLÆDD
Gunnar M. Magnúss skráöi
Bókaforlag Odds Björnssonar
1973 205 bls.
Ekki þarf að spyrja að
vinsældum Guðrúnar Á.
Simonar, allir þekkja
hana, eins og segír
siðast orða hér i
bókinni. Þar nýtur hún
ekki einasta sönglistar
sinnar heldur einnig
hressilegrar framkomu
og hispurslausra
skoðana, ótrauð i hverju
verki sem hún gengur
að.
I þessari bók er rakinn æviferill
Guörúnar A. Simonar frá æsku-
árum og allt fram á þennan dag,
sumpart i beinni frásögn en sum-
part samtölum þeirra Gunnars
M. Magnúss sem færir frásagnir
hennar i letur, og sumpart eftir
öörum tiltækum heimildum,
einkum blaðagreinum, um-
sögnum, frásögnum og viðtölum,
og einnig er hér höfðað til einka-
bréfa og dagbóka hennar. En
fyrst og fremst er þetta réttnefnd
samtalsbók sem áreiðanlega
ætlar sér ekki siður að inna af
hendi ljóslifandi mannlýsingu en
skipulega ævisögu.
Söngkona verður til
Það sem einkum skiptir máli i
bókinni er aftur á móti frásögn
hennar af þvi hvernig söngkona
verður til og hversu henni reiðir
af i okkar þröngu kringum-
stæðum. Guðrún er af Reyk-
vikingum komin og stóð söngfólk
að henni beggja vegna, missti
föður sinn ung og ólst upp við
knöpp kjör, varð ung að fara að
vinna fyrir sér, fær ekki söng-
rödd, segir hún, fyrr en á ung-
lingsárum. Þá er nærtækt að fara
að raula með danshljómsveit
jafnframt vinnu sinni á skrif-
stofunni. Það er fyrst og fremst
fyrir atfylgi eins manns, fóstra
hennar, Ludvigs C. Magnús-
sonar, að hæfileikar Guðrúnar fá
að njóta sin og hún kemst til
mennta. Skyldi hún án hans hafa
staðnæmst á skrifstofunni? Og
Guðrún minnist fóstra sins með
viröingu og þakklæti og mikilli
hlýju, og segir sjálf að honum eigi
hún flest að þakka.
Guðrún A. Simonar heldur sina
fyrstu söngskemmtun ung að
aldri eftir skammt nám og vinnur
þá þegar frækilegan sigur. Eftir
það nýtur hún ágætrar mennt-
unar i list sinni, kemur heim og
syngur og sigrar til fulls hug og
hjörtu áheyrenda sinna. Hún
syngur við góðan orðstfr tvö
óperuhlutverk i Þjóðleikhúsinu,
Santuzza i Cavalleria Rusticana
og Tosca, syngur á vegum
Fálkans á hljómplötur sem
látnar eru á „alheimsmarkaö”,
hvorki meira né minna, heldur
fleiri söngskemmtanir. Þaö er að
sjá að hátindurinn á ferli hennar
sé talin söngför til Sovét-
rikjanna snemma árs 1957. Eftir
það tekur við önnur söngför, til
Kanada, söngskemmtun i New
York, og þar vestra festir Guðrún
ráö sitt um skeið, gerist móðir og
húsfreyja þótt hjúskapurinn
endist stutt.
Ekki veit ég gerla hvernig
Islensku söngfólki er skipað niður
I sveitir og fylkingar eftir verð-
leikum sinum af söngfræðingum
og öðrum sem tiðka slikt mat. En
áreiðanlega á Guðrún Á. Simonar
sér stað þar i fylkingarbrjósti.
Viö þessa upprifjun ævi hennar
fer ekki hjá að lesandinn spyrji
sem svo: heföi hún ekki að réttu
lagi átt að starfa að list sinni á
islensku óperusviði, hvar nema
þar hefðu gáfur og list hennar
komisttilsinsfyllsta þroska? Það
fylgir þungi orðum Guðrúnar um
unga og efnilega söngkonu: ,,Ég
vona, að hún taki ekki upp á
þvi að setjast að hérna og verða
að engu.” An þess að verið sé með
þessu að gefa i skyn að Guðrún
hafi sjálf „orðið að engu”, það er
nú vist öðru nær! En saga hennar
er ekki sist fróðleg um viðgang og
þroska hæfileika, listar sem enn i
dag býr við knöpp kjör og skorinn
skammt hér hjá okkur
Með gullskó og sjal
En þessi saga, efni og erindi
bókarinnar, er ekki nema litill
hluti af lesmáli hennar. Þvi er
ekki að neita að löngum stundum
verður frásögnin skelfing lang-
dregin og smámunasöm úr hófi,
einkum þar sem rakið er orðrétt
efni blaðagreina og umsagna um
Guðrúnu eða bréf hennar, eins og
I hinni ýtarlegu frásögn af
Rússlandsferðinni: „Ég var i
fallega ballerine kjólnum og með
gullskó, svo hafði ég einnig sjal”.
Allt of mikið i bókinni eru fréttir
af þessu og þvil. tagi. En þetta
er vitanlega ekki sök Guðrúnar,
hitt má ætla að leiknari og metn-
aðargjarnari höfundi en Gunnari
M. Magnúss hefði getað orðið
meira úr litrikri mannlýsingu
hennar en tekst hér i bókinni. En
hennar mesti galli, eins og i
pottinn er búið, er að hún verður
mikils til of löng. Ætli bókin hefði
ekki orðið betri, miklu betri ef
Guðrún hefði bara skrifað hana
sjálf?
Þar fyrir er heiti bókarinnar
sjálfsagt réttnefni. Guðrún Á.
Slmonar kemur hér til dyranna,
eftir þvi sem skrásetjaranum
auðnast, einsog hún erklædd,hress
i máli og hispurslaus. Vina sinna
minnist hún meðalúðog hlýju, en
gleymir ekki þeim sem henni
þykir hafa gert sér rangt til. Hér
er á meðal annars kostuleg saga
úr kalda striðinu. Það er rækilega
rakið hvað blöðin skrifa um Rúss-
landsferð Guðrúnar, öll nema
Morgunblaðið. Þvi þótti ekki
tækilegt, af pólitiskum ástæðum,
að geta svo skaðvænlegra sam-
skipta við erkióvininn:
„En svo var það seinna, það eru
liklega fjögur ár siðan að ég las i
Morgunblaðinu frásagnir um allt
ferðalagið hans Sigurðar Bjarna-
sonar til Sovétrikjanna. Hann
var þar að hrósa öllu — og það var
mikil ferðasaga. Ég get ekki
skilið, hvað hún var betri þessi
ferðasaga Sigurðar heldur en
ferðasaga min 1957 — Ég meina:
Rússarnir eru enn með yfirráð
hingað og þangað”.
í þjóðlegum stíl
í siðasta hluta bókarinnar, eftir
heimkomu Guðrúnar frá
Ameriku, segir frá ýmsum
væringum á seinni árum, þar á
meðal orðlögðum viðskiptum
þeirra þjóðleikhússtjóra út af
Brúðkaupi Figarós i Þjóðleik-
húsinu, sem frægt varð. Og hér er
dæmalaust góð dæmisaga
Islenzkrar ritdeilu. Þannig var að
Guðrún hafði fundið að þvi i út-
varpi að i kirkjukórum syngi hver
með sinu nefi. Þetta likaði ekki
einum prestmanni hér i bænum
og hóf hann varnir i málinu:
kirkjukórar syngja alls ekki i
gegnum nefið, sagði hann. Um
þetta var svo deilt og dispúterað
eins og tiðkast i skammdeginu,
bæði hér og norðanlands. — þótt
reyndar væri komið fram á vor
þegar þessi deila fór fram.
Eins og ég er klædd er myndar-
lega gerð bók að öllum hinum
yrti frágangi, margar myndir i
bókinni af Guðrúnu A. Simonar á
sviði og i einkalifi, með vensla-
fólki, vinum og fél. og öllum
köttunum sinum. Aldrei sliku
vant er nafnaskrá i bókinni. Hún
er samin i þjóðlegum stil að þvi
leyti að öllum nöfnum, erlendum
sem innlendum, er raðað þar I
stafrófsröð eftir skirnarheitum
manna.
AF LÍFI OG SAL
Andrcs Kristjánsson ræðir við
Asgeir Bjarnþórsson
Kvöldvökuútgáfan 1973. 204. bls.
Ásgeir Bjarnþórsson er
mikill sögumaður upp á
gamlan og góðan þjóð-
legan móð. Minningar hans
eru fullar af frásögnum
um náunga Ásgeirs um
dagana, alltaf gamansam-
legum, stundum dálítið
meinlegum, en sjaldan eða
aldrei neitt grályndis-
legum. Það er þessi sjóður
mannlýsinga sem einkum
gerir bókina svo læsilega
sem hún er.
Af lifi og sál er að stofni til
endurminningar Ásgeirs Bjarn-
þórssonar sem hann segir
Andrési Kristjánssyni fyrir. Það
er ekki að þvl að spyrja um
Andrés, að orðfæri og frásagnar-
háttur er með einkar viðfelldnum
brag , látlausum og læsilegum,
svo að frásagnarefnin njóta sin
jafnan hið besta i meðförunum.
Að góðum og gildum sið byrjar
frásögnin á þvi að sögð eru deili á
sögumanninum sjálfum, ætt hans
og uppruna, æsku og uppvexti. En
þaðan i frá vikja þeir Andrés
brátt á Hafnarslóð i hóp glaðra
félaga á námsárum Ásgeirs þar.
Og eftir það er hinum rauða
þráði æviatriðanna engan veginn
skilvislega fylgt heldur er frá-
sögnin i frjálsu formi upprifjunar
hugstæðra manna og kynna frá
langri ævi. Þar sem sög-
urnar leiðir eina af
annarri. Þótt skrásetjari hafi
i bókinni er það hann sem leiðir
frásögnina, skipar frásagnarefn-
um saman eins og henta þykir,
gerir sér mætavel ljóst, að það
eru hinir glaðbeittu frásagnir
sögumannsins sem liklegastar
eru til að vekja áhuga og laða
lesendur að bók þeirra.
Og af þvi tagi er ógrynni að
hafa i bókinni, smátt og stórt. Ég
nefni bara meistaralegan þátt,
Véfrétt úr simastaurum, um
mann sem orðlagður var á sinni
tið, Þorstein úr Bæ, en mun nú
gleymdur öðrum en gömlum
kunningjum — þótt minning hans
viðhaldist i Alþingishátiðar-
kantötu Kiljans. Hitt er að visu
algengara að sagt sé frá alkunnu
og þjóðkunnu fólki, bæði á fyrri
tið og enn i dag. Það er til dæmis
að nefna þætti um „kliku”
Ásgeirs og félaga hans á æsku-
dögum, það eru menn eins og
Magnús Ásgeirsson, Tómas
Guðmundsson, Jón Thoroddsen,
Sigurður Einarsson úr Unuhúsi
með Halldóri Laxness, Guðmundi
Hagalin, Stefáni frá Hvitadal, og
frá námsárum hans i Höfn,
fiÉii ffj™ ffi^M
(jðCgðit) UvC§9il9 UWgðvt?
ENN EIN
JÓLABÓK FRÁ HILMI
Bókín, ■
sem hrekur fóík
kjallarafylgsnum
sálarlífsins
HILMISBÓK
ER VÖNDUD BÓK
HILMISBÓK
ER VÖNDUD BÓK
eiturlyfjasmyglarana
ENN EIN
JÓLABÓK FRÁ HILMI
HILMISBÓK
ER VÖNDUÐ BÓK
HILMISBÓK
ER VÖNDUÐ BÓK
(W9P) PSffMpri
Ci^n Wjp*