Vísir - 13.12.1973, Síða 17

Vísir - 13.12.1973, Síða 17
Visir. Fimmtudagur 13. desember 1973. í DAG | í KVÖLP | í DAG Kryddvara i leikformi Somerset Maugham — dó i hárri clli og haföi þá skrifað ókjör skáldsagna og leikrita. Utvarp kl. 20.05:1 „Lifsins krydd” heitir það, leikritiö, sem verður flutt i kvöld. t>að er eftir snillinginn Somerset heitinn Maugham, og eins og nafniö ber meö sér, þá er þess að vænta, að verkið sé safarikt. Þaö væri lika sérlega ólikt þeim garpi, Somerset Maugham, að krydda ekki verk sin kimni og óvæntum við- burðum. Sveinn Einarsson er leikstjóri i kvöld, og margur frækinn garpur úr leikarastétt mun túlka persónur Maughams. Má t.d. nefna þá tengdafeðga, Guðmund Magnússon og Þorstein ö. Stephensen, en þeir fara með hlutverk feðganna Ashenden. Alls eru leikararnir, Sveinn Einarsson — þjóðleik- hússtjóri leikstýrir „Lffsins kryddi” I kvöld og hefur sér til fulltingis fimmtán leikara. Ingi- björg Stephensen þýddi „Lifsins krydd”. sem fram koma i kvöld, fimmtán talsins, og má t.d. nefna Herdisi Þorvaldsdóttur, Pétur Einarsson, Þóru Friðriksdóttur, Ævar Kvaran, Þóru Borg og Kjartan Ragnars- son — en auk þessara leikara koma fleiri frægir fram. Varla þarf að kynna Somerset Maugham sérstaklega. Hann lézt ekki alls fyrir löngu og var þá kominn nokkuð á tiræðis- aldurinn.Ritstörf stundaði hann allt frá þvi hann var um tvitugt, þegar hann lauk námi i læknis- fræöi i heimaborg sinni, London. Siðari hluta ævinnar dvaldist rithöfundurinn mest suöur við Miðjarðarhaf, en i Frakklandi átti hann veglega höll, þar sem hann hafðist við siðustu árin og dó þar. Maugham var lengst af einrænn og hafði fátt manna umhverfis sig, helzt engan nema þjón sinn. Margar bóka hans hafa verið þýddar á islenzku, svo og leikrit. —GG Útvarp kl. 19.10: Bœkur og bókabéusar BÓKASPJALLIÐ er á dag- skrá i kvöld, eins og önnur fimmtudagskvöld. Stjórnandi þáttarins Sigurður A. Magnússon, hefur komið viöa við i þáttum sínum og ætlar þeim greinilega nokkuð breiðan grundvöll að standa á. Hann hefur rætt við fræðimenn um útgáfu fræði- bóka, og i siðasta þætti var eink- anlega fjallað um barnabækur og könnun, sem Silja Aðal- steinsdóttir hefur unnið á barnabókum, sem út eru gefnar hér á landi. En það eru vist ekki barna- bækur, sem fjallað verður um i kvöld. Nú hefur Sigurður fengið til liðs við sig þá v.isu bókmennta- gagnrýnendur ölaf Jónsson, félaga vorn á Visi, og Gunnar Stefánsson, sem skrifar um bækur i Timann. Ætla þeir þremenningarnir að spjalla um ljóðabækur þær, sem út hafa komið á þessu hausti. Eflaust verður fróðlegt að heyra, hvaö slíkir bókabéusar hafa að segja um yrkingar á þessu ári. Væntanlega mun Bókaspjall Siguröar gera bókaútgáfunni fyrir jólin enn frekari skil i næstu þáttum, en á fimmtudag- inn kemur mun ætlunin, að hann fái til liðs við sig enn aðra gagn- rýnendur af dagblöðum til að ræða uppskeru þessarar ‘bó'ka- vertiöar. — GG. Útvarp kl. 19.50: Þegar Gylfi Gislason hefur lokiö sér af I SKÍMUNNI kemur Halldór Vilhelmsson söngvari aö hljóönemanum og syngur um stund. Halldór Halldór mun syngja innlend lög og erlend, má t.d. nefna „Joe Hill” eftir Earl Robinson og þann fræga negrasálm, „Go down Moses”. syngur Einnig mun Halldór syngja lagið „Hornafjörður” eftir Ing- unni Bjarnadóttur og „Stökur” eftir Jón Asgeirsson. — GG 17 «- ♦ S- >4- >♦- «- *- s- * «- >4- «- X- «- * «- >4- s- * «- 14- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- S- >4- S- >4- S- >4- S- >4- «- 14- «- if >4- «- >4- S- >4- S- >4- S- > «■ >4- «- «• S- >4- S- + «- >4- «- «- >4- «- ♦ «- * S- ★ S- i4- S- * «■ f- «- >4- S- >4- S- >4- S- + s- >4- S- + s- 14- «- >4- «- >4- «- Spáin gildir fyrir föstudaginn 14. des. E3 Ml .*"■ c- . & Ilrútui'inn.21 .marz-20. april. Það er óneitanlega hætt við þvi, að dagurinn verði nokkuö erfiður sumum, einkum af eldri kynslóðinni, og ef þeir þurfa að leita samninga. Niuitiö,21. april-21. mai. Ekki er óliklegt að tals vert verði lagt að þér til að ganga að einhverj- um kjörum, sem þér þykja litt fýsileg að öllu óbre.vttu. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir, að þúhafiráhyggjur i sambandi við góðan vin af gagnstæða kyninu en vonandi fer allt betur en þig uggir. Krabhinn, 22. júni-23. júli. Það er eitthvað á seyði i kringum þig i dag, sem þú hefur ekki hug- mynd um i bili, og getur þvi komið þér á óvart, hafir þú ekki augun hjá þér. Ljónið.24. júli-23. ágúst. Það verður að minnsta kosti þolanlegur dagur. þótt margt eða jafnvel flest gangi hægara en þú vildir. En það gengur eigi að siður. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þetta verður að ein- hverju leyti dálitið erfiður dagur fram eftir. Kvöldið getur aftur á móti orðið hið ánægjuleg- asta og heimsókn átt sinn þátt i þvi. Vogin,24. sept.-23. okt. Það litun út fyrir að eitt- hvað, sem þú heíur barizt fyrir að undanförnu. sé nú að svo miklu leyti unnið, að einungis vanti herzlumuninn. Drekinn, 24.okt.-22. nóv. Það litur út fyrir, að eitthvað verði til þess, að þú eigir erfiðara en ella með að einbeita þér i dag, og mun þó nóg aö starfa. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þér kemur eitt hvað á óvart i framkomu náins kunningja eða vinar, en láttu það ekki breyta neinu ykkar á milli, þá verður það báðum ykkar til gæfa. Steingeilin, 22. des.-20. jan. Þú skalt aðgæta, afi þú halir ekki einhvern kunningja þinna fyrir rangri sök og kippa þvi samstundis i lag, ef svo kynni að vera. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Eitthvað, sem þú ert að fást við, gengur heldur böngulega að þvi er virðist, sennilega fyrir það, að þú ert venju Iremur annars hugar. Kiskarnir, 20. febr-20. marz. Seinagangur Iraman af, stirðbusaháttur þeirra, sem þú átt eitthvað lil aðsækja, en svo er eins og allt lagist af sjálfu sér. -S -k * •5 ■¥ ■it -k * -k + -Ct * -» * -ít -k -yt -Ct -Ct -k -Ct -X -ct -Ct -k -ct * -á -á ■a * ->■ -d -s -á * -Ct * -ct -ft -Ct * -ct -k -Ct -ít -K -ct -ct * -Ct -k -Ct * -Ct -k -ct -»t -Ct -X -ct * -ct -k •ct + -Ct -X . -ct -k -ct -Ct * -Ct -X -ít * -Ct -k -Ct * -ít ÚTVARP • Fimmtudagur 13. desember 13.00 A frivaktinni 14.30 Siðdegissagan: Saga Kldeyjar-IIjalla eftir Guð- mund G. Hagalin Höfundur les (22) 15.00 M iödegistónleikar: Gömul lónlist. Hans Ulrich Niggemann 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 16.45 Barnatinii: Gunnar- Valdimarsson stjórnar a. „Niu nöttum fyrir jól kem ég til manna” Þáttinn, sem fjallar um ýmsan að- draganda jólanna flytja auk Gunnars: Kjartan Ragnars- son, Vilborg Arnadóttir og Mimir Völundarson. b. „Sandhóla-Pétur” eftir C. Westergaard Þorsteinn V. Gunnarsson les kafla úr sögunni, sem Eirikur Sigurðson islenzkaði. 17.30 Kramburðarkennsla i ensku 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðuspá IJaglegt mál Helgi H. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnússon 19.30 i skimunni Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar 19.50 Einsöngur i útvarpssal: Ilalldór Vilhelmsson syngur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. a. „Horna- fjörður” eftir Ingunni Bjarnadóttur b. „Joe Hill” eftir Earl Robinson c. „Hold on”, þjóðlag d. „Stökur” cltir Jón Ásgeirsson e. „Go down Moses”, negrasálm- ur. 20.05 Leikrit: „Lifsins krydd” eflir Somersct Maugham Þýðandi Ingibjörg Stephen- sen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Persónur og leikendur: Ashenden, Þorsteinn O. Stephensen, Ashenden, Guðmundur Magnússon, Lady Hod- marsh, Herdis Þorvalds- dóttir, Millicent hertogafrú, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Scaliion, lávarður, Pétur Einarsson, Rosie Driffield, Þóra Friðriksdóttir, Mary- Ann, Auður Guðmundsdótt- ir, Ellen, Guðrún Alfreðs- dóttir, Presturinn, Ævar R. Kvaran, Prestfrúin, Þóra Borg, Galloway, Kjartan Ragnarsson, Frú Barton Trafford Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Allgood New- ton Sigm. 0. Arngrimsson, Amy Droffield Sigriður Hagalin, þjónn Klemenz Jónsson 21.45 „Leiðsla”, hljómsveitar- vérk eftir Jón Nordal Hljómsveitin „Harmonien” i Bergen leikur: Karsten Andersen stj. Arni Kristjánsson flytur inn- gangsorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Minningar Guðrún- ar Borgfjörð 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.