Vísir - 17.12.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Mánudagur 17. desember 1973.
OG FJAÐRIRNAR FJÓRAR“
frásöguþœttir eftir Guðmund Böðv-
arsson, skáld á Kirkjuböli. Bók fyrir
alla, sem njóta íslenzkra frásöguþátta.
í fyrra kom út í sama flokki bókin
KONAN SEM LÁ ÚTI.
HÖRPUÚTGÁFAN
REFSKINNA II - eftir Braga Jónsson frá
Hoftúnum á Snœfellsnesi (Ref bónda).
í þessari bók eru m.a. Bjarna þáttur
Finnbogasonar frá Búðum, Sagnir af
Benedikt í Krossholti, séra Jens Hjalta-
lín, Benedikt Bakkman ofl. af Snœfells-
nesi. Einnig eru í bókin^i fjölmargir
landsþekktir bragir og skopkvœði. -
Þjóðleg gjafabók, sem veitir gleði.
HÖRPUÚTGÁFAN
Öskubakkar
Nýkomnir mjög vandaðir spánskir gólf-
öskubakkar tilvaldir til jólagjafa.
Verzlunin Þöll, Veltusundi 3, gegnt Hótel
íslands bifreiðastæðinu. Simi 10775.
visinsnt:
Ertu búin(n) að gera jóla-
innkaupin?
tni'ibjörg (iubmundsdóttir, Voga-
skóla: Nei, óg er ekkert byrjuft að
kaupa, e.i ég er búin að velja
sumar. bað er alveg leyndarmál,
hvað ég ætla að kaupa.
I’orfinnur Þráinn Guðbjartsson,
Vogaskóla: fcg er búinn að kaupa
svona helminginn af þvi, sem ég
ætla að kaupa. Liklega eru það 16
jólagjafir, sem ég kaupi, og ætli
þær kosti ekki svona 5000 krónur.
Njáll Guðmundsson, verkamað-
ur: flg er langt kominn og er ein-
mitt að þvi núna. Maður kaupir
nú eins litið og maður kemst af.
með, en þó vill þetta draga sig
saman i töluverða upphæð.
Ilalla Guðmundsdóttir, Voga-
skóla: éig var að kaupa eina áðan
fyrir mömmu og þá er ég búin að
kaupa þrjár. fcg er búin að eyða
svona fimm hundruð krónum i
jólagjafir.
Maria Guðmundsdóttir, húsmóð-
ir: Eg er nú rétt að byrja. Maður
reynir að kaupa svona hæfilega —
hvorki og né van. Timinn er held-
ur ekki mikill til að standa i
þessu. Nóg annað að gera fyrir
jólin.
Birna Garðarsdóttir, nemi I Rönt-
gentæknaskólanum: Nei, ég er
ekki búin að kaupa allt — en þó
langt komin. bað eru hvorki
miklir peningar eða timi fyrir
hendi þvi ég hef engar tekjur
meðan ég er i skólanum og svo er
ég upptekin viö vinnu, þegar hon-
um sleppir.
OPNAÐ FRÁ
REYKJAVÍK TIL
AKUREYRAR
Á MORGUN
— Mikil ófœrð ó landinu eftir helgina
,,í dag verður rcynt að opna frá
Akureyri til Dalvikur og frá
Akureyri til llúsavikur. A
morgun verður svo opnað frá
Rcykjavik til Akureyrar. t dag
verður einnig reynt að opna
austur á Austfirði", sagði Iljör-
leifur Ólafsson bjá Vegaeftirliti
Vcgagerðarinnar, þegar við
rædduni við liann i morgun um
færðina á landinu eftir vonzku-
veðrið um belgina.
Hjörleifur sagði, að sæmilega
fært væri til Vikur, en eftir það
tæki við mikil ófærð, og þá sér-
staklega i Skaftártungum og á
Breiðamerkursandi.
Mosfellsheiöin er ófær og fjall-
vegir á Snæfellsnesi eru lokaðir.
Ágætis færð virðist vera um
Hvalfjörð og Borgarfjörð.
Heydalsvegur verður ruddur á
morgun, en á sunnanverðu
Snæfellsnesi virðist ágæt færð.
Engar fregnir eru frá Vest-
fjörðum að sögn Hjörleifs, en
hann sagði, að þar væri þó liklega
mikil ófærð. Holtavörðuheiði er
ófær, en um láglendi á Norður-
landi er fært stórum bilum og
jeppum. Á Norðuraustur- og
Austurlandi er vart hægt að
reikna með nokkrum færum vegi.
—EA
árið i myndum 1972; Hervörður
um hina „dýru dropa"
OLÍAN, hinir gullnu dropar, sem knúið hafa áfram hinn vold-
uga iðnrekstur Vesturlanda, hefur verið meira til umræðu en
nokkru sinni fyrr. begar skrúfað var fyrir kranann, skildist
mönnum loks, aö við erum i einu og öllu háð þessu efni.
bessi mynd sýnir annars hermann viö oliuborturn i írak þann
1. júni 1972, eítir að iraksstjórn ákvað að þjóðnýta allar eigur
liins alþjóðlega félags IPC.
Myndin er úr bókinni ARID 1972 i myndum, sem er komin enn
einu sinni út. Bókin er sem fyrr hin glæsilegasta, og sérkaflar
fylgja bókinni frá Ólvmpiuleikunum i Múnchen og sérstakur inn-
lendur fréttamyndakafli. Upplag Ársins i myndum er 6 þúsund
eintök, og er hún þvi með allra stærstu bókunum á islenzkum
bókamarkaði. Bókin er 320 siður að stærð, prentuð á mynda-
pappir. t tgefandi er Hafsteinn Guðmundsson i bjóðsögu.