Vísir - 17.12.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 17.12.1973, Blaðsíða 10
10 Visir. Mánudagur 17. desember 1973. Úrvals bœkur fyrir yngri kynslóðina GUÐRÚN Á. SÍMONAR: EINS OG ÉG ER KLÆDD Gunnar M. Magnúss skráði. Þessi endurminningabók hefur þegar vakið geysimikla athygli, enda er hún frábærlega skemmtileg og fallega úr garði gerð. Bókina prýða nær 100 Ijós- myndir, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Bókhlöðuverð kr. 1.294,00. .jOAROÖnW lítiMf TÖFRABROSIÐ eftir Guðnýju Sigurðardóttur. Þetta er óvenju fjörlega skrifuð og skemmtileg nútíma skáld- saga úr Reykjavíkurlífinu. Frásögnin er þrungin kímni, en bak við kímnina felst alvara. Bók- hlöðuverð kr. 565,00. DRAUMALANDIÐ HENNAR eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hinar rómantísku ástarsögur Ingibjargar Sigurðardóttur hafa náð miklum vinsældum fjölmenns hóps lesenda — og hér kemur nýjasta skáldsagan hennar, sem gerist bæði í Reykjavík og Noregi, þar sem Rúna finnur þann rétta. Verð kr. 565,00. GAMALL MAÐUR OG GANGASTÚLKA eftir Jón Kr. ísfeld. Þetta er hugljúf, íslenzk ástarsaga, sem endár vel. Sagan fjallar um gamlan mann á elliheimili og gangastúlku. Þau kynnast nánar högum hvors annars og hlutir fara að gerast, sem verða til þess, að örlög þeirra fléttast saman. Bókhlöðuverð kr. 565,00. NIÐUR UM STROMPINN eftir Ármann Kr. Einarsson. Þessi saga gerist I eld- gosinu í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir hrikalega at- burði, er sagan einkar hugþekk og krydduð notalegri kímni. Bókin er jafnt fyrir drengi og stúlkur. Teikn- ingar eftir Baltasar. Bókhlöðuverð kr. 450,00. UNDRAFLUGVÉLIN eftir Ármann Kr. Einarsson. Þetta er 4. bókin um Árna og Rúnu í Hraunkoti, sem kemur hér í nýrri og endur- bættri útgáfu. Sagan er þrungin spennu, óvissu og efirvæntingu, sem grípur lesandann föstum tökum. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Verð kr. 450,00. HLJÓÐIN Á HEIÐINNI HUNDURINN MINN eftir Mark Watson. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku. Af henni má læra hvernig hægt er að ala upp og temja hunda og gera þá að gagnlegum og ánægjulegum félögum. Listakonan Barbara Árnason hefur myndskreytt bókina. Bókhlöðuverð kr. 350,00. LÆKNAÞING eftir Frank G. Slaughter, höfund hinna vinsælu skáldsagna „Eiginkonur læknanna" og „Síðasta augnablikið". Flestir færustu læknar Bandaríkjanna eru samankomnir á ársþingi læknastétt- arinnar, sem haldið er I Central City. En þegar þinghaldið, með tilheyrandi gleðskap og veizluhöldum, sténdur sem hæst, verður óvænt banaslys . . . og þá kemur i Ijós, að mitt á meðal læknanna leynist morðingi í vígahug . . . . En læknarnir eru engan veginn af baki dottnir né dauðir úr öllum æðum, þótt þeir séu komnir á Læknaþing. Bókhlöðuverð kr. 995,00. GUÐFAÐIRINN eftir Mario Puzo. Guðfaðirinn hefur verið talin einhver mest spennandi skáldsaga, sem skrifuð hpfur verið á seinni árum, enda metsölubók víða um heim. Mario Puzo er frábær rithöfundur, sem kann þá list að gæða frásögnina miklum hraða og vaxandi spennu, svo erfitt er að leggja bókina frá sér, fyrr en hún er lesin til enda. En það skal tekið fram, að þessi bók hentar ekki fólki með viðkvæmar taugar. Bókhlöðuverð kr. 995,00. eftir Guðjón Sveinsson. Þetta er hörku spennandi njósna- og leynilögreglusaga eftir hinn unga og vin- sæla rithöfund. Fyrri bækur Guðjóns eru: Njósnir að næturþeli. - Ógnir Einidals. - Leyndardómar Lund- eyja I—II. Svarti skugginn. — Ört rennur æskublóð. Þessi nýja bók kostar aðeins kr. 450,00. STROKUSTRÁKARNIR eftir Svein Hovet. Sig.urður O. Björnsson þýddi. — „Þetta er ágæt saga. Hún gerist á skömmum tíma, örfáum dögum, en segir í staðinn nákvæmlega frá því, sem drengirnir taka sér fyrir hendur, og það er sannarlega frásagnarvert." - Silja Aðalsteinsdóttir í Þjóðv. - Bókhlöðuverð kr. 450,00. VORIÐ KOM eftir Birgir Helgason. I þessu fallega sönglagahefti eru 10 scnglög með léttum útsetningum, sem allir geta auðveldlega spilað. Bókhlöðuverð kr. 300,00. Svo er það bara ykkar að velja BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR HAFNARSTRÆTI 88 AKUREYRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.