Vísir - 14.01.1974, Side 2
2
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974
visntsm:
Gætuð þér hugsað yður aö fara i
vetrarfri?
Ottó Ólafsson, teiknari: — Já, og
þá myndi ég vilja til Italiu.
Reyndar vildi ég helzt vera þar
allan veturinn ef ég mætti ráða.
En eins og er tek ég mér ekkert
vetrarfri.
Vilborg Sigurðardóttir, skrif-
stofustúlka: — Já, þaö vildi ég.
Jafnvel allt sumarfriið. Ég fór til
Möltu i sumar og gæti vel hugsaö
mér að fara þangaö aftur i vetr-
arfri. Þá væri ekkert vitlaust að
fara seint aö hausti.
Guömundur Arnason, kennari I
MT: — Það er nú erfitt fyrir mig
vegna starfsins. Að visu er jóla-
fri, en á jólunum vil ég helzt vera
heima. Ég held að sumarfriiö
dugi alveg fyrir mig.
Þórður Kjartansson, skrifstofu-
stjóri: — Já, ég gæti hugsað mér
það. En ég hef engar áætlanir
gert um slikt fri. Þó kæmi til
greina að skipta sumarfriinu
milli vetrar og sumars að jöfnu.
Sigurgeir Jónasson, flugaf-
greiðslumaður: — Ég var nú að
koma úr ferð til Hong Kong, sem
mætti aö sönnu kalla vetrarfriið
mitt. Ég er alltaf á ferð og flugi
þannig aö ég þarf ekkert á neinu
sérstöku vetrarfrii að halda.
Þetta er kannski spurning um að
vera á réttum stað i jaröarkringl-
unni eftir árstiöum.
Margrét Runólfsdóttir, skrif-
stofustúlka: — Ja, alveg örugg-
lega. En þvi miður hef ég ekki
kost á þvi. Ég væri alveg til i aö
skipta sumarfriinu minu i tvennt,
og taka annan helminginn út að
vetrinum.
Hótel Vestmannaeyjar" í
gang um miðjan nœsta mánuð
— Nýir eigendur að Hótel HB
„Það er alltaf gaman aö byggja
eitthvaö upp, og svo væntum við
alls hins bezta”, sagöi Konráð
Viðar Halldórsson, ungur fram-
reiðslumaður, sem ásamt bróður
sinum Birgi Viöari Halldórssyni,
framreiöslu- og matreiöslu-
manni, hefur nú keypt Hótel HB I
Vestmannaeyjum, en þeir bræöur
hyggjast skira hótelið upp á nýtt,
og kalla það Hótel Vestmanna-
eyjar.
vinna fram að miönætti á hverri
nóttu við að mála, pússa, og þar
fram eftir götunum, enda er um
að gerá að hafa sem mest tilbúið
fyrir sumarið, þarsem þeir bræð-
ur eiga von á miklum túrista-
flaumi til Eyja þá.
30 herbergi eru i hótelinu með
60 rúmum. Allt hótelið á að teppa-
leggja og siðar meir verður kom-
ið fyrir baði i öllum stærstu
herbergjunum.
Þeir bræður eru ættaðir frá
Eyjum og bvi heimavanir,- EA.
Þetta er eina hótelið i Vest-
mannaeyjum, en Hótel Hamar
fór undir hraun, og Konráð kvaðst
ekki vita til þess að annað hótel
væri i uppsiglingu.
Húsið keyptu þeir bræður á 21
milljón, en þeir reikna með 5-6
milljónum i byrjunarkostnað við
að endurnýja það að nokkru og
breyta þvi.Húsið fór nokkuð illa i
eldgosinu, t.d. komu sprungur i
veggi og loft.
Þeir bræður hyggjast fyrst
opna diskótek á neðstu hæð
hótelsins, og þar verður væntan-
lega siöar meir komiö fyrir bar.
Kaffiteriu hyggjast þeir opna á
neöstu hæðinni um mánaðamótin
og fyrsta herbergishæðin, en þær
eru þrjár, verður liklega opnuö
um miðjan febrúar.
TJnnið er stöðugt-að endurnýjun
hússins. 10 iðnaðarmenn vakna
þar eldsnemma á morgnana og
Það er unniö aö endurnýjun Hótelsins t Eyjum frá þvf snemma á morgnana fram að miðnætti. Til
vinstri er annar eigandinn Konráð Viöar Halldórsson. (Ljósm.:B.G.)
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
••
KONUR EKKI JAFNAR KORLUM
í VÍXILMÁLUM
Þorbjörg hringdi:
„Mér varö það tilefni til aö
hringja, þegar ég las bréf
konunnar, sem skrifaði um, aö
bankarnir vildu siður vixla meö
konur sem ábekinga. Ég er
sannfærður um, að banka-
stjórarnir gera mikinn mun á
konum og körlum, þegar um er
að ræöa áritanir á vixilskuld-
bindingar.
T.d. spyrja þeir mig, þegar ég
fer á þeirra fund að biðja þá um
að kaupa af mér vixil, hvort mað-
urinn minn skuldi vixil i bankan
um. En þeir spyrja ekki manninn
minn, hvort konan háns skuldi
einhverja vixla.
Við heimavinnukonur stöndum
BILFLOKIN TIL
VARNAÐAR
Óskar skrifar:
„Umferðaryfirvöld ættu að
taka þessi bilhræ úr árekstrunum
og stilla þeim upp utan vegar,
eins og á Reykjanesbrautinni eða
öðrum slikum stöðum, þar sem
umferðaróhöpp verða flest hver.
Með þvi að setja siðan við hræin
skilti með áletrunum á borö við
„Akiö varlega”, þá ættu þau að
verða þörf áminning.
Ég veit vel, að það var eitt sinn
gert að setja upp svona bilflök til
sýnis hér og hvar um miðja borg-
ina. En slysin verða ekki i
miðbænum nema fá. Og bilflökin
þurfa að vera nærri slysstööun-
um.
Mig rekur minni til þess, að ein-
hverjir tóku til þess, að bilhræin
væru óviðurkvæmileg. En það eru
bara slys lika, nema þó i enn
meiri mæli”.
FLEIRI SPILAVÍTI
P.G. hringdi:
„Mér likar afar vel að sjá
það i blöðum, að búið skuli vera
að loka þessum Hábæ, sem svo
var nefndur. Svo ætti þessi lög-
gæzla að athúga, að það eru fleiri
spilaviti til en Laugavegur 178.
En til hvers er verið að segja:
„Meö lögum skal land byggja” —
— ef ekki er svo farið eftir þvi. Er
ekki fjárhættuspil bannað á Is-
landi. Samt þróastklúbbar og það
við hjartarætur þessarar fallegu
nýbyggingar, lögreglustöðvar-
innar. Þeir eru þá blindir,ef þeir
ekki sjá það, þarna beint á móti.
Ég er ein af þeim mörgu kon-
um, sem hef við þetta vandamál
að striða. Svo að lögreglan ætti að
gefa þessum klúbbum gaum, þótt
viðlifum ivelmegun, hvarer hún
hjá verkamanninum, ef hann get-
ur gengið inn i þessa klúbba og
eytt sinu fé við spilamennsku og
eyðilagt með þvi heimilisfrið fyr-
ir konu og börnum”.
heldur ekki jafnfætis mönnum
okkar i þessum málum. Þvi að
launaumslagið er stilað á þeirra
Ágœtis
P.G. skrifar:
„Ég hafði gaman að sjá þáttinn
I sjónvarpinu „Krunkað á
skjáinn” að þessu sinni. Þessi
elskulegi kokkur sem tók upp
hanzkann upp fyrir konuna, ef
hún skyldi þurfa aö fara i bæinn
þvi alltaf er skuldinni skellt á
nafn, en ekki húsmóðurinnar, og
húsið er á þeirra nafni — ekki
satt?”
kokkur
hana, ef hún er ekki við eldavél-
ina, þegar komið er heim.
En þetta er sá . eini, sem hefur
sýnt konunni virðingu, af öllum
þessum kokkum, sem i sjónvarp-
ið hafa komið. Og hefði ég gaman
að vita heiti mannsins, og hvar
hann er kokkur.”