Vísir - 14.01.1974, Qupperneq 5
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Þessir tveir I.undúnabúar búa sig á bekknum undir langa biö
eftir lestinni, sem þeir ætla meö. Þetta var fyrir helgi, þegar
lcstirnar stöðvuðust nær alveg, þegar fjöldi lestarstjóra lagöi niöur
vinnu i samúðarskyni við félaga sína, sem lestarfélagiö haföi rekiö
heim eftir hægagangsaðgerðir.
LONG BIÐ EFTIR LESTUNUM
SUNNUDAGAAKSTUR BANNAÐUR
Konan til hægri á myndinni hér
viö hliðina fær sektarmiða hjá
Kaupmannahafnarlögreglu-
þjóninum fyrir að aka á sunnu-
degi, sem er stranglega bannað
og varðar allt að 16.500 króna
sekt. Lögregluþjónninn gefur
auga þrem konum, sem
þramma þarna hjá á leið i
kirkju.
Þær þarf hann þó ekki að sekta,
þvi að þær komu gangandi aö
heiman, enda liafa þær ekki
leyfi fremur en aðrir til að aka á
sunnudögum. Talið frá vinstri
eru þær Benedikta prinsessa,
drottningarmóðirin Ingiriður og
Margrét drottning.
>
>
Cgyptar taka til-
lögu ísraels vel
Kissinger á fundum með Sadat eftir viðrœður við Dayan
ísrael fól Henry
Kissinger utanrikisráð-
herra að leggja fyrir
Egypta tillögu þeirra
um, hvernig haga megi
afturköllun herjanna
frá bökkum Súezskurð-
ar.
„Þetta verður i beggja þágu,
þvi ég held, aö þetta sé sanngjörn
tillaga", sagði Yigal Allon, að-
stoðarforsætisráðherra, sem
leyst hefur Goldu Meir af i veik-
ingum hennar.
,,Ég mun gera mitt bezta til
þess að kynna tillögu tsraels,
þegar ég hitti Sadat forseta”,
sagði Kissinger, þegar hann kom
frá fundum við israelska ráða-
menn i gær — þá Allon, Dayan
varnarmálaráðherra og Eban
utanrikisráðherra.
Kissinger átti svo i morgun
fund með Anwar Sadat Egypta-
landsforseta i Aswan, en það er
búizt við þvi, að hann fljúgi
siðan i kvöld aftur til tsraels til
þess að greina frá viðbrögðum
Egypta. Er það fyrr en vænzt
hafði verið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kairó , ku Egyptar liafa fátt út á
tillögu tsraela að setja. t megin-
dráttum er hún sögð eanga út á
það, að tsrael bjóðst til að hörfa
með lið sitt af vesturbakkanum
Egyptalandsmegin og siðan með
allt liðið 18 til 30 milur austur frá
skurðinum ( til fjallaskarðanna i
Sinaievðimörkinni). I staðinn
munu tsraelar vilja, að Egyptar
kalli skriðdreka sína, eldflaugar
og stórskotalið frá austurbakk-
anum til þess að sanna friðarvilja
sinn.
Eldflaugar ó Phompenh
Uppreisnarmenn
skutu i nótt þrem eld-
flaugum að hernaðar-
mannvirkjum i höfuð-
b o r g K a m b o d i u,
Phnompenh, en ein eld-
flaugin kom niður i nær-
liggjandi íbúðarhverfi.
Ellefu óbreyttir borg-
arar létu lífið, og þar á
meðal eiginkona fransks
hernaðarráðgjafa, sem
staddur er i Kambodiu.
1 morgun fréttist enn af hörðum
bardögum fyrir utan borgina
Phnompenh, en um helgina höfðu
flugsveitir stjórnarinnar gert
árásir með napalmsprengjum á
óvinastöðvar á þessu svæði.
Uppreisnarmenn hafa einnig
þrengt að bæ einum nokkru sunn-
an við Phnompenh. F'jórar
manneskjur létu lifið i árás þeirra
um helgina á þorp eitt i nágrenni
við borgina Takeo.
Lon Nol, forseti Kambodiu, vis-
aði i gær á bug tillögu um, að
hann s'égði af sér til þess að opna
leið til friðarsamninga við upp-
reisnarmennina. Var það fyrr-
verandi forsætisráðherra, Son
Sann, sem lagði þetta til i bréfi til
Lon Nol.
Sérfrœðingar búnir
að skoða spólurnar
Sérfræðingar eiga
núna i vikunni að leggja
fram skýrslu um segul-
böndin, sem Nixon for-
seti hefur látið af hendi
við John Sirica dómara.
Á segulspólum
þessum er m.a. að
Flóðin í Ástralíu
Verstu flóð, sem komið hafa í Ástraliu, á sföusu 19 árum, voru I New
South Wales þar i siðustu viku. Þessi mynd var tekin I Coonable,
sem er um 300 milur frá Sidney, en þar lagði vatnið allan bæinn
undir. 1 Queensland i New South Wales misstu rúmlega 500 manns
heimili sin, og tjónið er metiö á 400 milljónir króna.
FJOLDAMORÐIN FYRIR
RÉTT í HOUSTON
Réttarhöld hefjast i
dag i máli 17 ára ung-
lings, en þau risa út af
e i n h v e r j u m þe i m
hræðilegustu morðum,
sem Texasbúar
minnast. — Lögreglan
fann i fyrra lik 27
fórnarlamba morð-
íngjanna grafin i jörðu
Þessi 17 ára gamli Elmer
Henley, sem visaöi lögreglunni á
fjöldagrafirnar, er ákærður fyrir
hlutdeild i nokkrum þessara
morða. En hann játaði fyrir lög-
reglunni að hafa ginnt með sér á
fund hins 33 ára gamla Allan
Corll unglinga, sem hinn siðar-
nefndi myrti, eftir að þeir höföu
neytt þá til þátttöku i kynvillings-
svalli.
Morð þessi komu fram i dags-
ljósið i ágúst i fyrrahaust, þegar
Henley gaf sig fram við lög-
regluna og tilkynnti henni, að
hann hefði skotið Corll i sjálfs-
vörn. Sagði hann, að Corll hefði
haft i hótunum við hann, æfur
vegna þess að annar unglingur-
inn, sem Henley hafði komið með
til hans daginn áður, hafði verið
stúlka 15‘ára.
Henley er sóttur sérstaklega til
saka fyrir morð á 17 ára gömlum
ungling frá Houston, þar sem
Henley og Corll áttu sjálfir
heima, en þar voru öll morðin
framin.
Meðal likanna, sem lögreglan
gróf upp, fundust fjöldamargir,
sem foreldrar höfðu saknað lengi
og lýst týnda. Lögreglan hafði
aldrei fundið tangur né tetur af
þeim.
finna upptökur af sam-
tölum, sem Nixon forseti
hefur átt við ráðgjafa
sina um Watergate-
málið. En sumir þessir
ráðgjafar hafa siðar
reynzt vera gjör-
kunnugir Watergate
njósnunum frá upphafi.
Stórir hlutar af upptökum
þessum hafa spillzt vegna
hávaða, sem komið hefur inn á
spólurnar. Sérfræðingarnir áttu
að ganga úr skugga um, hvort
nokkuð hefði verið reynt að má út
hluta af samtölunum.
Crosby missti
lunga
Söngvarinn Bing Crosby
gekkst undir skurðaðgerð I gær
á sjúkrahúsi I Kaliforniu, þar
sem hann hefur verið rúmfastur
siðar á nýársdag vegna bóigu 1
lungum.
Rannsóknir höfðu bent til
þess, að hann hefði lungna-
krabba, en viö uppskurðinn i
gær var einn fimmti af vinstra
lunga söngvarans numinn burt.
Fyrstu athuganir á þessum
hluta lungans sýna, að söngvar-
inn er með illkynjaða bólgu i
lunganu.
Læknir Crosbys sagði, að að-
gerðin hefði tekizt vel og Crosby
liði ágætlega eftir atvikum.