Vísir - 14.01.1974, Page 9

Vísir - 14.01.1974, Page 9
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974 9 — nokkrir helztu uppeldisfrömuðir ó Norðurlöndum rœða kosti og galla dagvistunarstofnana — 6 tíma vinnudagur œtti að vera lögbundinn fyrir alla foreldra, sem eiga börn undir 3ja óra aldri — fœst barnaheimili œskileg fyrir ungabörn Dagvistunarstofnan- ir eru nú orðnar svo sjálfsagður þáttur i nútima þjóðfélagi, að ekki þarf lengur að réttlæta starfsemi þeirra með þvi, að þær séu neyðarlausn fyrir fólk, sem býr við erfið- ar aðstæður, eins og fyrr var gert. Dag- vistunarstofnanir, eða forskólar, eru stofnanir sem öll börn ættu að eiga aðgang að, vegna þess að þar öðlast börnin reynslu og þekkingu sem heimilin geta tæplega veitt, en ekki vegna þess að for- eldrarnir þurfi að koma börnunum fyrir i geymslu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að gera þarf gifur- legar kröfur til þessara stofn- ana, starfsemi þeirra almennt og stai-fsfólks, eigi þær að verða sá forskóli, sem stefnt er að. Þess vegna eru allar umræður um dagvistunarstofnanir mjög nauðsynlegar og þyrftu að vera miklu meiri. Starfsemi þeirra er ekki einkamál fóstranna, heldur eiga foreldrar að láta hana til sin taka i miklu rikari mæli en nú er. Margir hafa bent á, að 8 tima dvöl daglega á barnaheimili, sé allt of langur timi fyrir börn innan 2ja ára aldurs, að ekki sé talað um fyrir ungabörn. Þetta verður samt sem áður eina úr- ræðið fyrir fjöldamargar mæð- ur, sem verða að vinna úti allan daginn, og eiga engan að. En sjaldan er talað um að bæta þurfi kjör þessara kvenna og gera þeim kleift að vera meira meö börnum sinum. Þess i stað er rætt um að konur, sem eru giftar, eigi að vera heima hjá börnunum, vegna þess að þeim sé ekki hollt að vera allan dag- inn á barnaheimili. Að sjálfsögðu verður að miða lengd timans á heimilinu fyrst og fremst við þarfir barnsins. Eins og sakir standa eru barna- heimili hér (heils dags vist) að- eins fyrir svokallaða „forgangs- hópa”, en það segir sig sjálft, að það er ákaflega óæskilegt að safna saman börnum úr ákveðn- um þjóðfélagshópum, ekki sizt þegar um er að ræða hópa, sem gera má ráð fyrir að eigi oft i félagslegum erfiðleikúm. Sú umræða, sem mjög hefur borið á erlendis, að lögbinda 6 tima vinnudag, fyrir foreldra ungra barna, hefur vart heyrzt hér. Sömuleiðis ber æ meira á þvi erlendis, að gerðar séu kröf- ur tif vinnuveitenda um heils árs fri móður, eöa föður (eða t.d. 6 mánuði fyrir hvort) eftir barnsburð. Ekki er talið æski- legt að senda 6 mánaða gamalt barn allan daginn á barnaheim- ili, þar sem barnið hefur enn mjög takmarkaða möguleika á að þekkja fleiri en 2-3 persónur, og þvi æskilegt að sömu aðilar hugsi sem mest um barnið og veiti þvi persónulega umönnun. Þvi er reynt að stefna að þvi að lengja barnsburðarfri móður- innar, og jafnvel að fá jafn langt fri fyrir föðurinn. Það er enginn vafi á þvi, að fjölskyldubæturnar, sem nú eru IIMIM SÍÐAIM Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir greiddar öllum foreldrum (af einhverjum undarlegum ástæð- um eru þær þó skrifaðar á föð- urinn og ekki afhentar neraa með nafnnúmeri hans) myndu nýtast betur i þágu barnanna i landinu, ef þessir peningar væru notaðir til að greiöa foreldrum ungabarna, svo að þeim væri unnt aö gefa börnunum meira af tima sinum fyrsta árið, þegar það er þýðingarmest. Og einnig ætti að stefna að þvi að stytta vinnutima foreldra allra barna, sem eru undir 3ja ára aldri. Barnalæknirinn Rutger Lag- ercrantz, sálfræðingurinn Elisabeth Lagercrantz og Gertrud Schyl-Bjurman, lektor við Pedagogiska Institutionen við Stokkhólmsháskóla hafa rætt um dagvistunarstofnanir, áhrif þeirra og starfsemi Ætlum við hér að' rekja nokkuð af þvi sem þar kom fram. Kom mjög skýrt fram i þeim umræðum, að nauðsynlegt er að gefa foreldr- um tækifæri til þess að vera meira með börnum sinum fyrsta árið, bæði föður og móð- ur. Elisabeth Lagercrantz bendir á að mjög þýðingarmik- ið sé að barnið hafi mjög náið samband við eina eða tvær manneskjur fyrsta árið. Hver það er skiptir ekki öllu máli, ef þetta samband næst. Rofni þetta samband, getur það haft mjög. mikil áhrif á samband barnsins við aðra siðar á æv- inni. Eins og sakir standa, er þaö oftast móðirin, sem hugsar mest um barnið á þessu tima- bili. Elisabeth bendir einnig á það, að það getur lika verið óæskilegt, sé hún óánægð og langi til að vinna, og slikt þýðir alls ekki að hún sé slæm móðir, nema siður sé. Algengt er að konur finni, aö við það að vera eingöngu heima, verði þær börnunum ei sú andleg hvatn- ing og uppörvun, sem þær geta orðið, ef þær vinna starf sem þeim likar og umgangast annað fólk. Sé móðirin óánægð heima, kemur það fljótt niður á sam- Hversu fioff eru barnaheimilitt? stofum, sem uppfylli öll skil- yrði, beri að svo stöddu fyrst og iremst að bæta barnaheimilin, fjölga starfsfólki, leyfa fólki að velja hentugasta tima dagsins fyrir sig og barnið á barnaheim- ilinu, stefna að minni hópum á barnaheimilinu, blönduðum aldursflokkum og bættri að- stöðu almennt. Barnalæknirinn Rutger Lagerkrantz bendir á það að börn, sem dveljast á barna- heimilum eða leikskólum, fá miklu fremur ýmsa sjúk- dóma, en börn sem dveljast heima fyrir, ,,Það er nauðsyn- legt að hægt sé að hafa veik börn á barnaheimilunum. Sá siður, að senda börnin til ömmu eða einhverra ættingja, þegar þau veikjast, er óæskilegur og börn- in eiga oft erfitt með að aðlagast börnunum og starísfólkinu á barnaheimilinu a f t u r . Fjölskylduheimili eru þvi mjög æskileg, þar sem nægilegt rými er og starfsfólk, svo að hægt sé að hafa barnið i sér herbergi, á meðan það er veikt", segir Rutger. A Norðurlöndum hefur mjög verið rætt um hið svokallaða „dagmömmukerfi", sem hér hefureinnig verið reynt, þó ekki séu gerðar sérstakar kröfur til menntunar gæzlufólks hér. Hef- ur þetta hvarvetna bætt mjög úr hinum brýna skorti á dag- vistunarstofnunum. Hefur þessu fólki, sem lekið hefur börn heim til sin erlendis, verið skylt að ganga á námskeið og hefur gæzla barnanna viðast hvar verið greidd að hluta af viðkomandi sveitarfélagi, svo að þetta verði ekki undirborguð vinna. Gertrud Schyl-Bjurman hefur i 12 ár verið forstöðumað- ur fyrir miðlunarskrifstofu fyrir þessa starfsemi i Stokkhólmi, en hún telur þetta ekki hafa gef- ið góða raun. „Þetta er mikil áhætta. Starfsfólkið, sem i þetta velst hefur aöeins lágmarksmenntun. Það er eitt með börnin og það er takmarkað hægt að fylgjast með þvi sem gerist innan veggja fjölskyldunnar. Það er rangt að börn hafi það alltaf gott á heimilum, sinum eða annarra. Þetta er svo einstaklingsbundið, að það er tæpl. hægt að taka þessa áhættu. A barnaheimilum er alltaf það margt starfsfólk, að það verður alltaf einhver til þess að blanda sér i mál, sem upp koma og geta haft slæm áhrif á börnin. Aðhaldið er lika miklu meira af þessum sökum. Þetta er bráðabirgðalausn. Við eigum að gera auknar kröfur til barnaheimilanna sjálfra”. Og hún heldur áfram: „Við höfum ofmetið og rangmetið samband móður og barns, þótt undarlegt sé. Eins og skortur á ástúð er hættulegur, er hin eigingjarna og kæfandi móður- ást, sem mjög oft verður eina útrás hinnar einmana húsmóð- ur, hættuleg fyrir barnið. Nú á dögum eru gerðar æ meiri kröf- ur til kvenna, og þær konur sem eru heima, hella sér út i móður- hlutverkið af lifi og sál til þess að reyna að fá útrás einhvers staðar og til þess að finnast þær hafa eitthvert „hlutverk" i þjóðfélaginu”. Hún bendir einnig á 6—7,tima vinnudag sem hámark fyrir foreldra smá- barna og nauðsyn þess að börn- in hafi 2-3ja vikna aðlögunar- timabil á barnaheimilinu, og eru börnin þá aðeins hluta úr degi. bandinu við barniö og þá er miklu betra að hún vinni úti, en gefi barninu tima sinn af heilum hug, þegar hún er heima. Og auðvitað væri æskilegast að þetta skiptist á milli beggja for- eldranna, svo að bæði fái notið sin út á við og inni á heimilinu i samskiptum við barnið. Það er nefnilega ekki allt aö hafa móð- urina heima, það sem skiptir máli er, að sá, sem hugsar um barnið, sé ánægður, i góðu jafn- vægi, og hafi einhverja þekk- ingu á uppeldismálum. Elisabeth Lagercrantz bendir einnig á það, að þótt vel sé hugsanlegt að koma upp vöggu-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.