Tíminn - 08.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1966, Blaðsíða 2
TÍiyilNN LAUGARDAGUR 8. janiíar 1966 50 VEIKA SENDINEFND- IN KOMIN TIL HANOI NTB-Peking og Moskvu, föstudag. Sovézka sendinefndin til NorS- ur-Víetnam, meS Aleksander Sjel- jepin í fararbroddi, kom í dag til Hanoi. Nefndin miillenti í Peking og fékk þar mjög kaldar viStök- ur. Sjeljepin og samferSamenn menn hans dvöldu á Pekingflug- vellinum í 45 míniitur, en hélt síSan til Hanoi. Flugvöllurinn í Peking virtist al- gjörlega yfirgefinn þegar sovézka flugvélin lenti. Engir fánar voru við hún, né heldur var flugvöllur- inn skreyttur blómum, eins og venja er, þegar tekið er á móti erlendum sendimönnum, og eng- ar ræður voru haldnar. Þegar flug vélin hafði stöðvazt fyrir framan flugvallarbygginguna, kom kín- verska móttökunefndin út á völl- inn með Li Hsien-Nien, aðstoðar- forsætisráðherra í fararbroddi, og voru móttökumar enn kuldarlegri en menn höfðu ímyndað sér fyrir- fram. Bros kom aldrei fram á varir ÞYRLUR FLYTJA FARÞEGA MILLI FLUGVALLAR OG MANHATTAN Hinn 22. desember s.l. hófust áætlunarferðir meS þyrlum milli Pan Am byggingarinnar í miðri New York borg og J.F. Kennedy flugvallarins. Ferðin tekur aSeins 7 mínútur en þessi ferð í bíl get- ur tekiS 1—2 tíma og stundum lengur ef umferSin er mikil. Það er flugfélagið „New York Airways" sem annast þetta flug á vegum Pan American. Farnar eru 17 ferðir á dag — í sam- bandi við ferðir Pan American frá J.F. Kennedy flugvelli. Þessi flugferð kostar kr. 300.00 fyrir aðra leiðina — en kr. 430.00 báðar leiðir, en það er minna en kostar að aka í leigubí! þessa sömu leið. Farþegar sem fara frá New York aka að sérstakri afgreiðslu í Pan Am byggingunni. Hrafðfara lyftur flytja farþegana upp á 58 hæð byggingarinnar, en þaðan eru nokk ur skref út á þak byggingarinn- ar, þar sem þyrlan stendur til- búin til flugs. Þegar þyrlan lend- ir við byggingu Pan Am á flug- vellinum ganga farþegar beint um borð í þotuna sem flytur þá frá New York. Þegar farþegar Pan Am koma til New York og hafa lokið toll skoðun er þeim ekið beint að þyrlunni sem flytur þá á 7 mín- útum til miðborgarinnar og lend- ir með þá á þaki Pan Am bygg- ingarinnar á miðri Manhattan. Þessi þyrlu-flugvöllur — þakir á Pan Am byggingunni — er rúm- lega 23 þúsund ferfet á stærð og er í 800 feta hæð frá götu. Þess má að lokum geta að ís- ienzkir farþegar Pan Am geta að sjálfsögðu keypt sína þyrlu-far- miða um leið og þeir kaupa far- seðla sína hjá Aðalumboði Pan American, Hafnarstræti 19, eða hjá ferðaskrifstofunum. Ferðir Pan Am um ísland eru á hverjum fimmtudegi. Þoturnar koma hingað að morgni og fara ti! Glasgow og Kaupmannahafnar. Flugtíminn til „Hafnar“ er aðeins Ódæði framið í þýzkum fogara HZ—Reykjavík, föstudag. Um hálf átta leytið í morgun lögðu þrír unglingar leið sína um borff í þýzka togarann Fehr- marn, sem staddur er í Rvíkur- höfn vegna viðgerða. Pilturinn þuirfti aff skreppa frá borði nokkru síðar. og voru stúlkurnar þá einar síns liðs í félagsskap þýzku sjómannanna. Önnur þeirri brá sér á salernið, og þegar því var lokið, kemur hún fram aftur og þá býðst einn skipverjanna að sýna henni eitthvað í káetu sinni. Skipti það engum togum, aff þegar inn í herbergið var kom ið. læsti sjómaðurinn dyrunum. Stúlkan fór þegar ag hrópa á hjálp og heyrði hin stúlkan til hennar og vildi koma henni til að stoðar, en gat ekkert affhafzt og hringdi því ti! lögreglunnar, sem komin var á staðinn hálftíma eft ir að stúlkan lenti inn í herberg inu. Var stýrimaðurinn fenginn til þess að opna með lykli og blasti þá við ljót sjón, maðurinn og stúlkan ber fyrir neðan mitti, og stúlkan grá'tandi og miður sín. Kvenlögreglan tók hana i sína umsjá en ódæðismaðurinn sett ur í tugthús og vai hann síðan vf irheyrður í dag Annar maður var í sömu káefu og óverknaður- inn fói fram. og lá i sinni koju óhagganlegur Verður hann einn- ig sóttur a? íslenzkum lögum Framhald á bls. 14. þrír og hálfur tími og er komið til Hafnar um hádegíð á dönskum tíma. Þessar Kaupmannahafnar- Framhald á bls. 14. Einn staður opnað- ur opnaður klukkan 6 á morgnanna HZ-Reykjavík, föstudag. Sigríður Magnúsdóttir á Vita- barnum á Bergþórugötu 21 hér í borg skýrði Tímanum frá því, að hún opnaði kl. 6 á morgnana og byði þá upp á fjóra heita mat- arrétti og auk þess kaffi, brauð og gosdrykki. Sagði hún að fjöldi manns kæmi þegar opnað væri og þeir væru þakklátir fyrir að geta fengið eitthvað í svanginn svo snemma dags. Opið er hjá henni til klukkan hálf tólf á kvöldin. Sigríður taldi nauðsynlegt, að ein- hver veitingastaður hefði nætur- sölu. Li meðan Sjeljepin staðnæmdist í Peking. Hann gekk til móts við Sjeljepin og tók létt í hönd hans. Fréttamenn komust ekki hjá því að taka eftir hversu andstæðir mennirnir tveir voru. |Li, sem er 60 ára, fyrrverandi smiður, stóð að því er virtist áhyggjufullur og næstum því reiður fyrir framan Sjeljepin, með grátt stuttklippt hár og í slitnum, brúnum frakka. Sjeljepin var aftur á móti glæsi- lega klæddur með persneska skinn kraga um hálsinn og hatt i sama stíl, og virtist öruggur með sjálf- an sig og veldi og mátt þjóðar sinnar. BANASLYS A AKUREYRI KJ-Reykjavík, föstudag. Banaslys varð á Akureyri í gærkvöldi um klukkan sjö, er planki lenti í höfuðið á Karli Njálssyni Þverholti 18 Akureyri, og var hann látinn er komið var með hann á sjúkrahúsið. Karl var að vinna við nýbygg- ingu Byggingavörudeildar KEA á Gleráreyrum, og var komið að honum liggjandi við nýbygging- una, en hann var látinn er kom- ið var með hann á sjúkrahúsið. GÝSÍTVEIM STÖÐUM VIÐ SURTSEY FB-Reykjavík, föstudag. f dag, eftirmiðdag, flaug gæzluflugvélin Sif yfir nýju gos- stöðvarnar við Surtsey. Voru gos- in tvö, en lítil og stutt milli þeirra. Hæð sprengigosa var um 10 til 15 metrar og mynduðust smágufubólstrar, sem eyddust áð- ur en þeir náðu að berast inn yfir Surtsey. Engin eyja var sjá- anleg, en sjór brotnaði mikið við gosin. Einnig sáust öðru hverju eld- bjarmar niðri í sjónum. Veður var suðvestan stinningskaldi mik ill sjór. Sjeljepin talaði með hárri röddu eins og hann vildi að blaðamenn- irnir heyrðu allt, sem hann sagði. ' Inni í flugstöðinni bættust so- ; vézkir og kínverskir diplómatar og opinberir embættismenn í hópinn, en umræðurnar snerust einungis um veðrið. Sjeljepin upp lýsti, að 15 gráðu frost væri í Moskvu, og Li sagði honum frá veðrinu í Kína. Upphaflega var áætlað að Sjelje pin og samferðamenn hans myndu dvelja í Peking í eina og hálfa klukkustund, en í því blaðamenn- irnir höfðu setzt og ætluðu að grípa til matar síns, var þeim sagt, að sovézku fulltrúarnir væru að fara. Hafði viðdvölin í Peking þá aðeins staðið í 45 mínútur. f Hanoi var Sjeljepin aftur á móti tekið mjög vel. í för með Sjeljepin er m.a. sovézkur eld- flaugasérfræðingur, en ekki er enn vitað, hver er hinn eiginlegi tilgangur fararinnar. ÞÓR NÁÐ- ISTÚT KJ—Reykjavík, föstudag- Varðskipið Þór náðist á flot snemma í morgun, og tókst verkið vel. Var björgunaraðgerðum hagað Þannig að tveim stór um bílum með spilum var komið fyrir á Grandagarði, og vírarnir úr þeim lagðir í gegn um nýju vöruskemm una á Grandabryggjunni, og í dráttarsltðann í Slippnum. Þá var heljarmikil ýtuskófla látin ýta á vagninn í Slíppn um, og dráttarsleðinn dreg inn niður þangað til Þór var kominn á flot. Var unn ið að þessum björgunartil raunum í nótt, og klukkan um fimm í morgun var varð skipið komið aftur á flot. Það var vinnuflokkur úr Slippnum sem vann að þessu. Varðskipið var síðan bundið við bryggju, en ekki verður hægt að ganga end anlega úr skugga um skemmdir á því fyrr en það verður tekið í slipp. Flugumferðin á íslenzku flugstjórnarsvæði eykst GE-Reykjavík, föstudag. Á árinu sem leið varð 10% aukn ing á umferð um íslenzka flug- stjórnarsvæðið frá því sem var ár- ið áður. Á fundi með fréttamönn- um i dag sýndi flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen heiðurs- skjal, sem íslenzku flugumferða- stjóminni hefði borizt frá sam- bandinu Flight Safety Foundati- on,. Flight Safety Foundaaon er sam band með aðsetri í Handaríkjun- um og markmið þess er að stuðla að öruggum flugsamgöngum um víða veröld. Heiðursskjalið, sem hér um ræðir er veitt fyrir fram- úrskarandi öryggi i flugþjónustu yfir Norður-Atlantshaf, en á Reykjavíkurflugvelli er sem kunn- ugt er höfð með höndum aðalum- sjón með flugi á þessu svæði. sem auk Reykjavíkurflugvallar, flugvell ina í Prestvík, Gander og Shann- on. Sagði flugumferðastjóri að með þessu væri íslenzku flugum- ferðastjórninni sýndur mikill heið- ur. í fréttatilkynningu frá Flugmála stjóra er gerð grein fyrir flugum ferð hér á landi á síðastliðnu ári. Samkvæmt henni hefur umferð um íslenzka flugstjórnarsvæðið aukizt um 10% frá 1964. Innanlandsflug hefur færzt mjög í aukana, bæði hvað snertir áætlunarflug og einn ig kennsluflug æfingaflug, einka- flug og sjúkraflug. Hins vegar hef ur utanlandsflug um Reykjavíkur flugvöll minnkað og veldur því, að þetta var fyrsta heila árið, sem Loftleiðir flugu aðeins frá Kefla- víkurflugvelli. Talsverð umferð var þó um Reykjavíkurflugvöll á árinu sem leið eins og sjá má af því, að dag einn í sumar voru þar 178 flugtök og lendingar á einum klukkutíma. Millilandafar- þegaflug um Keflavíkurflugvöll var talsvert meira í ár heldur en í fyrra. Aukning á umferð um Reykjavíkurflugvöll og Keflavík- urflugvöll samanlagt nam 12%. At- hyglisvert er það, að einkaflug hér á landi er sífellt að aukast. Sam- kvæmt upolýsingum frá Bárði Dan- Framhald á 14. siðo. i • I i • i i 11; i j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.